Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 5
fc??MÖÉGUNBLAOIÐ, WMM'MJDAOUft Ifr Jlfoi; 1984 * 5 Bókaútgáfan Þjóðsaga: Ljósprentuð frumútgáfa af ljóð- mælum Jónasar Hallgrímssonar Gunnar Pálsson Varði dokt- orsrit- gerð um Machiavelli HINN 20. júní sl. varði Gunnar Pálsson doktorsritgerd ( stjórn- málafræði við State University of New York at Buffalo. Ritgerðin ber heitið „War and the State in The Prince of Machiavelli". Gunnar fæddist í Reykjavík 25. janúar 1955, og er sonur hjónanna Ragnheiðar Jóns- dóttur, fulltrúa, og Páls Hall- dórssonar, fyrrverandi skatt- stjóra. Hann varð stúdent frá MR 1974 og lauk BA-prófi í heimspeki og stjórnmálafræð- um frá University College, Dublin, 1977. Gunnar stundaði framhaldsnám við háskólann í Tiibingen, Vestur-Þýskalandi, og University College, Dublin, þar sem hann lauk MA-prófi í heimspeki 1979. Hann hefur síðan stundað nám í alþjóða- stjórnmálum og stjórnspeki i Bandaríkjunum. Ritgerð Gunnars er að stofni til textaskýring við kunnasta rit ítalska diplómatans og stjórnspekingsins Machiavell- is, „Prinsinn", en ritið, sem höfundur skrifaði 1513, er jafn- framt í hópi kunnustu grund- vallarrita nútíma stjórnmála- hugmynda. Gunnar færir rök fyrir því að Machiavelli beiti stílbrögðum klassiskrar mælskulistar með því að villa um að yfirlögðu ráði fyrir les- anda, sem einungis rennir aug- um yfir yfirborð verksins. Megi því segja að í „Prinsinum" setji hann ekki aðeins fram bylt- ingarkennda kænsku til að vinna lesandann til fylgilags við þá kenningu. Sýnir Gunnar fram á að könnun á mælskulist Machiavellis sé forsenda fyrir því að unnt sé að komast að kjarnanum i stjórnmálahug- myndum höfundarins. Gunnar Pálsson starfaði sem blaðamaður i erlendri frétta- deild Morgunblaðsins 1977—1978 og síðan í sumar- leyfum. Hann kenndi stjórn- málafræði með námi við há- skólann í Buffalo árin 1979—’82. Gunnar var ráðinn til starfa í utanríkisráðuneyt- inu frá og með 1. júli sl. BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hefur gefíð út Ijósprentaða frumútgáfu Ljóðmæla Jónasar Hallgrímsson- ar, sem þeir Brynjólfur Pétursson og Konráð Gíslason sáu um prent- un á í Kaupmannahöfn 1847. Ljóðmæli Jónasar voru prent- uð í 1.156 eintökum, en í sept- ember 1847 kom upp eldur í húsi því, þar sem Kaupmannahafn- ardeild bókmenntafélagsins geymdi óseldar bækur og skjöl. Þar eyðilögðust svo mörg eintök af ljóðmælum Jónasar, að talið er að innan við 650 eintök hafi orðið almenningseign. í sam- bandi við kaup bókmenntafé- lagsins á upplaginu af kvæðum Jónasar urðu eftirmál milli Kaupmannahafnardeildarinnar og Reykjavíkurdeildarinnar, sem taldi að sú fyrrnefnda hefði þarna ráðstafað hærri fjárupp- hæð, en heimilt væri án samráðs við Reykjavíkurdeildina, auk þess sem ljóðmæli Jónasar Hall- grímssonar væru ekki sérlega útgengileg verslunarvara, að því er Aðalgeir Kristjánsson drepur á í formála um frumprentunina. Hafsteinn Guðmundsson, for- stjóri Bókaútgáfunnar Þjóðsögu, segir um þessa nýju útgáfu: „Eftirprentun þessi er gerð eftir fyrstu útgáfu Ljóðmæla Jónasar Hallgrímssonar. Brot er nákvæmlega hið sama. Útgáfa sú hefur verið ófáanleg nema ef til villfyrir stórfé og ekki þótt það væri í boði. Bókin er öll í sama bandi, „perga- menti“. Prentun annaðist Guðjón ó. hf. prentstofa. Filmugerð ber að þakka Prentþjónustunni og bók- bandið er handunnið af Bókfelli hf.“ ..GÆÐI ORYGGI GLÆSILEIKI FIAT fjölskyldumerkiö, fimm silfraöar rákir á grilli, nýtískulegt tákn fyrir hágæöaframleiöslu A skapað af næmleika ítalskrar listhönnunar. Merki sem nýtur viröingar Atr um allan heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.