Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 34
34 Seglbretti Þurrbúningar Ótrúlegt verð Póstsendum mynda- og verölista. Uppl. í síma 84449 Seglbrettaskólinn Nauthólsvík Siglingaklúbburinn Brokey CANNON-VÖRURNAR STUÐLA AÐ VELFERÐ BARNSINS JÉk Skoöið CANNON-barnavörurnar í næstu lyfjaverslun. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HELGU G. JOHNSON Mondale og Ferraro á blaðamannafundi eftir viðræður þeirra fyrir skömmu. Kona varaforseti í Bandaríkjunum? Brátt kemur ad því að Walter Mondale þurfi að gera upp hug sinn varðandi varaforsetaefni, sem verður við hlið hans í kosningunum í nóvember. Það sem mest kemur til með að hafa áhrif á val hans er hver þeirra, sem tilnefndir hafa verið hingað til, dregur með sér flesta kjósendur. Mondale er hins vegar undir miklum þrýstingi frá kvennahreyfingunni NOW (Nat- ional Organization for Women) að velja konu, en gefið var í skyn að þær myndu sýna mótþróa á landsfundi demókrata, ef Mon- dale velur ekki konu. Mondale virðist hins vegar helst vilja hafa keppinaut sinn, Gary Hart, sér við hlið, þar sem talið er að hann muni draga með sér mikið af kjósendum sem hafa hingað til verið óákveðnir. Mondale og Hart áttu viðræð- ur fyrir skömmu og sagði Hart að það yrði erfitt fyrir sig að neita tilboði um varaforseta- embættið, ef það væri vilji Mondales og landsfundarins. Síðan þá hefur Hart virst vera á báðum áttum, en afstaða hans á eftir að skýrast betur. Mondale hefur þegar átt við- ræður við nokkrar konur, svo og tvo svarta og einn spænskumæl- andi borgarstjóra. Þessar til- raunir hans til að brjóta kyn- þáttamúrinn hafa mælst mis- munandi fyrir og enn hefur Mondale ekkert gefið upp um áætlanir sínar. Hann segist hafa nú þegar lagt meira af mörkum en nokkur annar frambjóðandi í forsetakosningum í þágu kvenna og minnihlutahópa, með því að bjóða þeim til viðræðna. Ef Mondale ákveður að velja konu, eru nokkrar sem koma til greina. Efst á lista er fulltrúa- deildarþingmaðurinn Geraldine Ferraro, frá New York, en hún nýtur m.a. stuðnings Tip O’Neill forseta fulltrúadeildarinnar. Ferraro er 48 ára gömul og hefur verið þingmaður frá 1978. Hún er lögfræðingur að mennt og vann sem slíkur í 14 ár þang- að til hún var skipuð saksóknari í Queens-hverfinu í New York. Ferraro hefur aðallega einbeitt sér að innanríkismálum og mál- efnum innan Demókrataflokks- ins, en ekki tekið mikinn þátt í alþjóðastjórnmálum. Margir líta svo á að reynslu- leysi hennar á því sviði komi henni illa, ef hún ætlar að sitja við hlið Mondales, en aðrir segja að það skipti litlu máli þar sem hún sé námsfús með meiru og vinnuþjarkur. Hún hefur þó tek- ið afstöðu í mörgum alþjóðamál- um og er m.a. hlynnt stöðvun á framleiðslu kjarnorkuvopna og greiddi atkvæði gegn fram- leiðslu MX-flauganna og tauga- gass. Martha Lavne Collins var ein þeirra sem til greina kom sem varaforsetaefni, en virðist nú hafa fallið í skuggan á Ferr- aro. t innanríkismálum styður hún eindregið kvenmenn í baráttu fyrir jafnrétti í launamálum og hefur gagnrýnt Ronald Reagan forseta fyrir niðurskurð í félags- málum. Geraldine Ferraro fór að dæmi kynsystra sinna á íslandi og tók ekki nafn eiginmanns síns, John Zaccaro. Hún er þriggja barna móðir og kallar sig „húsmóðurina frá Queens". Auk þess að vera lögfræðingur, var hún kennari um tíma. Hún hefur áunnið sér virðingu margra með ræðusnilld sinni og stjórnmálahæfileikum og kunn- ingsskapur hennar við Tip O’Neill er ekki talinn hafa spillt fyrir henni er hún hlaut sæti í stefnumótunarnefnd Demó- krataflokksins og fjárlaganefnd- inni. Margar forystukonur í kvennahreyfingunni hafa þó lát- ið í það skína að sá þrýstingur, sem settur var á Mondale að velja konu í varaforsetaembætt- ið, kynni jafnvel að hafa slæmar afleiðingar fyrir kvennafram- boðið fremur en hitt. Gary Hart nýtur einnig gífurlegra vinsælda innan flokksins, svo valið verður erfitt. Viðræður Mondales og Ferrar- os tókust ekki eins vel og vonast hafði verið til, en aftur á móti er talið að viðræður hans við Dianne Feinstein, borgarstjóra San Francisco, hafi verið mjög ánægjulegar. Þrátt fyrir það er ekki talið að hún muni draga að sér marga kjósendur þar sem Dianne Feinstein borgarstjóri San Fransisco, seg- ist nú ekki langa í slaginn með Mondale. hún er frá sama fylki og Reagan forseti. Feinstein var varaborg- arstjóri í fimm ár áður en hún var kosin borgarstjóri í fyrra með yfirgnæfandi meirihluta. Feinstein hefur sagt að hún þrái ekki varaforsetaembættið og langi ekki beinlínis i slaginn með Mondale. Aðrar konur sem koma til greina eru Martha Layne Coll- ins, fylkisstjóri Kentucky, og Patricia Schroeder, þingmaður frá sama fylki og Gary Hart, Colorado. Collins er eina konan sem gegnir embætti fylkisstjóra í Bandaríkjunum, en hún hefur einungis setið sem slík í eitt ár og er auk þess ekki hátt skráð hjá kvennahreyfingunni, þar sem hún fylgdi ekki nógu hart á eftir jafnréttistillögunni, sem felld var í vetur. Schroeder er talin mikil kvenréttindakona og hefur lýst því yfir að ef konur vilji verða varaforsetar, því þá ekki forset- ar, og segist hún ekki vilja minna en það. Sögusagnir hafa verið uppi um að Mondale myndi velja vara- forsetaefnið fyrir landsfundinn, sem hefst nk. mánudag, en það hefur ekki fengist staðfest. Hvert sem val hans verður á ein- hver eftir að verða fyrir von- brigðum, því í jafn fjölbreyttum hópi og fyllir Demókrataflokk- inn er erfitt að gera öllum til hæfis. Tekið saman úr Time, Newsweek, BT og AP-skeytum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.