Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JtJLÍ 1984 21 Skuldír Araarflugs í árslok 1983 námu rúmlega 212 milljónum kr. — eigið fé neikvætt um 43,4 milljónir króna Halli á rekstri Arnarflugs hf. nam 54,4 milljónum króna eAa 12% af rekstrartekjum. Eigið fé félagsins var neikvætt um 43,4 milljónir króna. Vegna þessa lá tillaga frá stjórn félagsins á aðal- fundi þess, sem haldinn var í gær, um að hlutafé verði aukið um 40.450 þúsund krónur og var hún samþykkt. Formaður félagsstjórnar Arnarflugs, Haukur Björnsson, flytur skýrslu formanns. 1 ársreikningi fyrir Arnarflug sem lagður var fram og sam- þykktur kom fram að heildar- tekjur 1983 námu tæplega 445 milljónum króna, þar af eru tekjur af leiguflugi erlendis 60% og af millilandaflugi 33%. Formaður félagsstjórnar, Haukur Björnsson, greindi frá því í skýrslu sinni að allir helstu rekstrarþættir starfsem- innar hefðu verið reknir með halla. Skuldir Arnarflugs í árslok 1983 voru rúmlega 212 milljónir króna, en þar af eru skamm- tímaskuldir um 144 milljónir króna. Samfara rýrnun á eig- infjárstöðu versnaði lausafjár- staðan verulega frá haustinu 1983, en hefur á síðustu mánuð- um farið batnandi. Samkvæmt skýrslu fram- kvæmdastjóra Arnarflugs, Arn- ars Friðrikssonar, hafði óvissa og ringulreið, sem hér ríkti á ferðamannamarkaðinum fyrir tæplega einu ári, afgerandi áhrif á reksturinn. Aætlað er að tekjutap vegna niðurfellinga sólarlandaferða og minnkandi bókana hafi verið nálægt 20 milljónum króna. Þá reyndist innanlandsflugið þungur baggi. í ræðum sínum gagnrýndu bæði formaður félagsstjórnar og framkvæmdastjóri Flugleið- ir, sem þeir sögðu standa fyrir undirboðum. Haukur Björnsson sagði meðal annars: „Þá hefur „stóri bróðir" heldur ekki látið Arnarflug óáreitt í samkeppn- inni og verið að bjóða ýmsa óeðlilega verðlagða ferðamögu- leika inn á áhrifasvæði okkar áætlunarstaða í gegn um niður- greiddan áfangastað sinn, Luxemborg." Arnar Friðriksson vék einnig að Flugleiðum og sagði að í kjölfar þeirrar ákvörðunar stjórnar Arnarflugs að auka hlutafé þess hefði „mest borið á dramatískri svið- setningu á baráttu tveggja risa, Flugleiða og SÍS, um völdin í félaginu." Bjartsýni ríkti meðal for- ráðamanna Arnarflugs og er gert ráð fyrir að hagnaður verði á starfseminni á þessu ári, sér- staklega vegna festu í efna- hagsmálum og stöðugrar aukn- ingar í millilandaflugi þess. Eins og áður segir var ákveð- ið á aðalfundinum að auka hlutafé Arnarflugs um rúmlega 40 milljónir króna, og verða hluthafar að hafa nýtt sér for- kaupsrétt sinn fyrir 15. ágúst næstkomandi. Að sögn Hauks Björnssonar er gert ráð fyrir því að Flugleiðir muni nýta sér forkaupsréttinn, en Flugleiðir eiga um 40% hlutafjár Arnar- flugs, sem þýðir að Flugleiðir þurfa að leggja fram 16 milljón- ir. Annar fulltrúa Flugleiða í stjórn Arnarflugs, Björn Theo- dórsson, sagði í samtali við Morgunblaðið að engar ákvarð- anir hefðu verið teknar innan Flugleiða, og vildi hann ekkert tjá sig um málið að öðru leyti. Björn var sá eini sem tók til máls á aðalfundinum fyrir utan formann og framkvæmdastjóra og gagnrýndi hann fjárhags- áætlun sem gerð var fyrir árið 1983, sem hann sagði að hefði alls ekki staðist. goödWyear GEFUR ^RETTA GRIPIÐ Heíurðu gert þér grein íyrir því að milli bíls og vegar eru aðeins íjórir lóíastórir íletir. Aktu því aðeins á viðurkenndum hjólbörðum. Sértu að hugsa um nýja sumarhjólbarða á íólks- bílinn œttirðu að haía samband við nœsta umboðsmann okkar. y—^r-irr^ HUGSID UM EIGIÐ ÖRYGGI OG ANNARRA FULLKOMIN HJÓLBARÐAPJÓNUSTA TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING fjlHÉKLAHF PÚERT<“SURA Laugavegi 170-172 Simar 21240-28080 GOODfYEAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.