Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 36
,v-MOR'Gú^BfLAöiti, y wntfruD Acnmi n: júlí- i 984 Unnur Jónsdóttir og Eiríkur Helgason Unntir Fædd 10. ágúst 1912 Dáin 19. júni 1984 Eiríkur Fcddur 14. desember 1907 Dáinn 24. október 1983 Nú eru elsku afi og amma, Unn- ur Jónsdóttir og Eiríkur Helgason rafvirkjameistari, i Stykkishólmi horfin af þessu jarðríki og söknuð- ur mikill í hjörtum okkar barna- barnanna. Við minnumst þess alltaf þvílík gleði og ánægja það var að fara til þeirra, alltaf var tekið á móti okkur opnum örmum og farið á milli staða, ýmist að veiða, í berjamó, eða keyra, svo eitthvað sé nefnt. Þær voru alltaf margar sögurnar sem þau sögðu okkur, og fengu alla alltaf til að hlusta hugfangna á, og gleyma um leið stað og stund. Um verslun- armannahelgina 1983 kom öll fjöl- skyldan saman á Dröngum á Skógarströnd og var það visir að ættarmóti. Amma og afi nutu sin í allri glaðværðinni innan um öll bðrnin, barnabörnin og barna- barnabörnin, þessi stund með þeim er okkur öllum i fersku minni. Lifi minning þeirra. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Sb. 1886 - V.Briem) Barnabörnin t Eiginmaöur minn, faöir og afi, EINAR JÓHANNSSON, skipstíóri, Fjaröarstrasti 13, ísafiröi, lést í sjúkrahúsi isafjaröar 10. júlf. Fyrir hönd annarra vandamanna, Elisabet H. Jóhannsson. t Útför móöur okkar, _ MÁLFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, frá fsafiröi, Kleppsvegi 118, fer fram frá isafjaröarkirkju laugardaginn 14. júlí kl. 14 e.h. Dsstur hinna látnu. t Móðir mín, tengdamóöir og amma, GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, frá Sslalssk, Skólavöröustfg 41, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. júli kl. 10.30. Inga S. Ingótfsdóttir, Jón J. Ólafsson og barnabörn. t Sonur okkar, faöir, tengdafaöir og afi, ÞORLÁKUR VALGEIR GUÐGEIRSSON, húsgagnabólstrari, Ásgaröi 59, Rsykjavík, sem lóst 7. júlí, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. júlf kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ifknarstofnanir. Guögsir Jónsson, Valgeir J. Þorláksson, Guögsir Þorláksson, Sigvaldi Gsir Þorláksson, Kolbrún Þorláksdóttir, og Guörún Sigurðardóttir, Magdalena Olssn, Ásgsir Þorláksson, Gráta Schaathun, Brynjar Þ. Jakobsson, barnabörn. Minning: Guðbjartur Gísla- son frá Ölkeldu Fæddur 1. ágúst 1931 Dáinn 5. júní 1984 Ég geng niður veginn, heimreið- ina frá Staðarstað, niður að Langavatni þar sem feðgar eru að vitja um net sín. Veður er yndis- legt, ilmur úr grasi og hiti í lofti eftir sólríkan dag. Staðarsveitin skartar sínu fegursta — það er vorkvöld með fuglasöng og blóma- angan. Vestur á Brautinni gargar krían, stelkurinn flögrar í kring- um mig og í móanum syngur lóan og spóinn vellur. Þarna eru hettu- mávurinn og kjóinn, og ég veit að kollan eina sem verpir í mýrinni liggur sem fastast á eggjum sín- um. En maríuerlan úr kirkjuturn- inum kom ekki í vor. Og það eru fleiri sem ekki eiga afturkvæmt í sveitina sína. Ég er á leið að segja dánarfregn. Vinur sem kvaddi brosandi fyrir nokkr- um dögum kemur ekki til baka. Ættingjar og vinir sem fyrir þennan sama fagra vordag fengu fregnir sem vöktu góðar vonir eiga nú í kvöld eftir að heyra helfregn. Öldruð móðir, eiginkona, ung dótt- ir og 17 ára sonur, þau bíða von- góð, vita ekki annað en læknisað- gerð hafi heppnast. Hvernig fáum við skilið eða skýrt ráðsályktun Guðs? Ég á auðvelt með að setja mig í spor 12 ára telpu sem misst hefur föður sinn. En hvers megna orð? Hvernig er hægt að segja það öðr- um, að sorgin þunga muni með tímanum breytast I ljúfsáran trega, að eftir standi fagrar minn- ingar sem aldrei gleymist, minn- ingar sem hægt sé að laða fram síðar og orna sér við, minningar sem þau systkinin muni geyma sem dýrmætan sjóð fram á full- orðins ár, sjóð sem aldrei eyðist og aldrei verði frá þeim tekinn. En orð hrökkva svo skammt og verða kannske aldrei sögð. — Ég flýti mér síðasta spölinn að vatninu og segi þeim sem þar eru að nú verði að fara upp að Olkeldu, hann Guð- bjartur sé dáinn. Guðbjartur Gíslason fæddist á Ölkeldu í Staðarsveit 1. ágúst 1931, sonur hjónanna Vilborgar Kristjánsdóttur og Gísla Þórðar- sonar sem þar bjuggu lengi, yngst- ur sjö barna þeirra. Heimili hans var á Ölkeldu alla tíð. Hann gekk í unglingaskóla sr. Þorgríms á Staðarstað að skyldunámi loknu og fór síðan í bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan prófi. Næstu árin vann hann á búi for- eldra sinna en brá sér líka stund- um á sjóinn og sjó stundaði hann alla tíð nokkuð jafnhliða búskapn- um. Hann var ágætur og eftirsótt- ur sjómaður, hafði yndi af hafinu og hefur sennilega tekið þann arf úr föðurætt, en Gísli faðir hans var skipstjóri um árabil. Við lát föður síns 1962 tók Guðbjartur við búi á ölkeldu og var móðir hans ætíð hjá honum og bróðirinn Al- exander. Guðbjartur var kvæntur t Útför móöur okkar, GUÐFINNU SIGURDARDÓTTUR, Mófellsatööum, Skorradal, veröur gerð frá Hvanneyrarklrkju laugardaginn 14. júlí kl. 14.00. Börnin. t Elskulegi drengurinn okkar og bróöir FRIÐÞJÓFUR INGI, sem lést af slysförum 9. júlí sl. veröur jarösunginn frá Bústaöa- kirkju föstudaginn 19. júlí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er góöfúslega bent á Slysavarnafé- lag islands. Elísabet Ingvarsdóttir, Sverrir Friöþjófsson og synir. t Útför JÓNS HALLDÓRSSONAR, fyrrverandi söngstjóra, Hólavallagötu 9, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. júli kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóö karlakórsins Fóstbræöra. Ættingjar. t Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö vlð andlát og jaröarför KRISTJÁNS MATTHÍASAR RÓGNVALDSSONAR. Börn og aórir aöstandendur. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför KRISTÍNAR J. JÓNSDÓTTUR frá Brekku i Þingi. Öllu starfsfólki Sunnuhlíöar eru færöar þakkir fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd sona hinnar látnu, Jóhannes S. Sigurösson. Ásdísi Þorgrfmsdóttur frá Staða- stað og eiga þau tvö börn, Þorgrím Vídalín og Vilboru Þórunni. Með fyrri konu sinni Álfheiði Bjarna- dóttur átti hann einn son, Ara. Sem fyrr segir dvöldust móðir Guðbjarts og bróðir jafnan á heimili þeirra Ásdísar og voru þau hjónin samhent í umhyggju sinni fyrir þeim. Sá sem flytur frá átthögum sín- um og hefur átt heima I flestum landsfjórðunum kynnist vel landi sínu og þjóð, en missir um leið tengsl við vini og kunningja æsku- áranna. Á fullorðinsárum er e.t.v. erfiðara að eignast nýja vini, en því dýrmætari verður vináttan og þeim mun sárara að sjá á bak vin- um. Og Guðbjartur Gíslaon var maður sem gott var að eiga að vini. Við fluttum að Staðastað haust- ið 1973 og Ölkelda er einn næsti grannbær okkar. ölkeldufólkið reyndist góðir grannar. Marga ferðina átti Guðbjartur heim til okkar til að dytta að einhverju eða kippa í lag. Ætli við hefðum ekki króknað fyrsta veturinn í lekum prestsbústaðnum á Staðastað ef Baddi á Ölkeldu hefði ekki kunnað að gera við hálfónýta olíukynding- una og alltaf verið boðinn og bú- inn að rétta hjálparhönd ef eftir var leitað. Guðbjartur var mjög laghentur og gat gert við flestar maskfnur og svo hjálpsamur að aldrei þurfti að biðja hann tvisvar. En hann var líka svo skemmtilegur og kunni svo margar sögur, fleiri sögur og skemmtilegri en flestir menn aðr- ir sem ég hef kynnst og hann kunni líka flestum betur þá list að segja sögur. En kimni hans var þó laus við allan brodd, hann var gæddur mikilli góðvild og hjarta- hlýju og lagði engum manni illt til. Hann las mikið og var óvenju minnugur, hafði yndi af tónlist og var sjálfur ágætur söngmaður. Síðustu árin var hann varamaður í hreppsnefnd Staðarsveitar og sat alloft fundi hennar. Þar sem ann- ars staðar lagði hann gott til mála. Bryggjusmíð á Búðum var þó jafnan hans hjartans mál og gott til þess að vita að hann lifði að sjá þann draum rætast. Þótt Guðbjartur væri lengst af bóndi hafði hann þó e.t.v. meira yndi af sjónum og sfðustu árin átti hann hlut í bát og reri til fiskjar úr Fúluvík og frá Búðum þegar færi gafst á sumrin með frændum sínum og vinum. Einn vinur hans minnist hans þegar þeir félagar voru að koma að með drekkhlað- inn bátinn á fögru sumarkvöldi fyrir þremur árum og höfðu seilt þann fisk sem ekki varð innbyrtur. „Þetta hefur ekki gerst hér í Stað- arsveit í 40 ár,“ kallaði Guðbjart- ur til þeirra sem í landi voru um leið og þeir lögðu að, og stolt og lífshamingja lýstu úr svip hans. En Guðbjartur á ölkeldu rær nú ekki framar á Garðasjó eða Krossamið og hann kemur ekki oftar í heimsókn til vina sinna, hvorki til að gera við eitthvað eða bara til að spjalla og segja sögur. Tilhugsun sem erfitt virðist að sætta sig við. Og svo fer víst fleir- um en okkur á Staðastað að eiga eriftt með að sætta sig við þá til- hugsun að Baddi sé horfinn úr hópnum. Sveitin hans kvaddi hann á blíðum vordegi, þá var fjöl- menni í Staðastaðarkirkju og þó enn fleiri úti sem ekki komust inn. Nágrannar, samstarfsmenn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.