Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 32
*8ei ÍJOl ,2í HUOAaUTMMI'? .aiQAJaMUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1984 88 32 Flaggstangir úr trefjagleri, fellanlegar með fest- ingu, fleiri stærðir íslensk flögg allar stæröir FLAGGST ANG AR- HÚNAR FLAGGLÍNUR FLAGGLÍNUFESTINGAR • BJÖRGUNARVESTI ÁRAR — ÁRAKEFAR BÁTADREKAR — KEDJUR VIOLEGUBAUJUR SÚOHLÍFAR, MARGAR ST. VÆNGJADÆLUR BÁTADÆLUR Handfæravindur MEÐ STÖNG ONGLAR, PILKAR SÖKKUR SILUNGANET UPPSETT BLÝ- OG FLOTTEINAR • GARÐYRKJUÁHÖLD ALLSKONAR ORF, LJÁIR, LJÁRBRÝNI HEYHRÍFUR GRASKLIPPUR GAROSLÁTTUVÉLAR Handverkfæri ALLSKONAR RYOEYDIR — RYÐVÖRN • Bátalakk og málning FERNISOLÍA, VIÐAROLÍA HRÁTJARA CARBÓLÍN BLAKKFERNIS PENSLAR, KÚSTAR Útigrill VIOARKOL Gasferöatæki TJALDLUKTIR VASALJÓS OLÍULAMPAR OLÍUOFNAR STEINOLÍA, 2 TEG. PLASTBRÚSAR STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORONA SOKKAR MED TVÖFÖLDUM BOTNI REGNFATNADUR KULDAFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL VEIÐISTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR GÖNGUSKÓR SPORTSKÓR ANANAUSTUM SÍMI 28855 Opiö föstudaga til kl. 7. Sjötugur í dag: Vilhjálmur Vilhjálms- son stórkaupmaður Þegar æskuvinur minn, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, Berg- staðastræti 13, Reykjavík, fyllir í dag sjöunda tuginn, minnir það, með öðru, á að tíminn stendur aldrei kyrr. Og þegar ég hugsa til hans og sendi árnaðaróskir á slík- um tímamótum, finnst mér, að eiginlega hafi hann lifað þrjú líf um ævina, hvert með sínu sniði. Fyrst voru æskuárin í einangr- aðri útnesjabyggð við ysta haf — í bókstaflegri merkingu — þar sem mannlíf var með allt öðru sniði en síðan hefur orðið á þessu landi. Þá tóku við nokkur ár, þegar hann lét útþrána ráða ferðinni, gerðist sjómaður og var í sigling- um í nær tug ára, fyrst sem matsveinn og síðar bryti. Loks eru svo síðustu fjórir ára- tugirnir, þegar hann hefur stund- að sjálfstæðan atvinnurekstur, verið stórkaupmaður hér í höfuð- borginni og gegnt trúnaðarstörf- um innan stéttar sinnar, svo sem í Félagi íslenskra stórkaupmanna og Verslunarbanka íslands hf., en í báðum hefur hann verið f stjórn, svo og í öðrum félögum. Vilhjálmur fæddist að Sæbóli í Aðalvík 12. júlí 1914, sonur hjón- anna Ingibjargar Hermannsdótt- ur og Vilhjálms Magnússonar, verslunarstjóra og útgerðar- manns. Var faðir hans mikill at- orkumaður og hafði meðal annars byggt tvílyft steinhús yfir fjöl- skyldu sína árið 1911, og var það eina íbúðarhúsið í hreppnum, sem gert var úr svo varanlegu efni. í daglegu tali var það aldrei nefnt annað en „steinhúsið", en bygging þess sýndi meðal annars framsýni og stórhug hans. Vilhjálmi auðnaðist ekki að kynnast föður sínum og læra þannig af fordæmi hans, þvi að hann andaðist sama ár og sonur- inn fæddist, mjög um aldur fram. Var þá ekki aðeins skarð fyrir skildi, í fjölskyldunni heldur í byggðarlaginu i heild, þvi að menn væntu mikils af forustu Vilhjálms i atvinnumálum hreppsins. Það varð þessum dugnaðarmanni að aldurtila, að hann ofkældist í ill- viðri, þegar hann var á leið heim til Aðalvíkur frá Hesteyri, fékk lungnabólgu upp úr því og dró hún hann til dauða. Þetta gerði æsku Vilhjálms erf- iðari og sárari en okkar hinna, sem áttum dugandi feður, sem voru okkur skjól í uppvextinum og veittu tilsögn í þeirri hörðu lífs- baráttu, sem þarna var háð. Þegar Ingibjörg hafði verið ekkja í fimm ár, giftist hún Sig- urði Alexander Finnbogasyni frá Sæbóli. Erfiðleikar fjölskyldunnar voru þó engan veginn að baki við þennan ráðahag, því að Sigurður var maður heilsutæpur og þoldi lftt þá erfiðisvinnu, sem bauðst nær eingöngu þar í hreppnum. Vilhjálmur hafði jafnvel ekki náð fermingaraldri, þegar hann varð oft að hlaupa í skarðið fyrir stjúpa sinn og ganga í verk hans, þvi að heimilið mátti engan veginn við því að missa fyrirvinnuna um hábjargræðistímann. í þessu sambandi er mér enn í fersku minni, þegar við Ingimar i Þverdal fengum að fara á sund- námskeið inni f Reykjanesi við Djúp vorið 1927. Ætlunin var, að Vilhjálmur færi með okkur, en þegar til kom, gat hann ekki farið að heiman — heimilið mátti ekki við því, að hann færi frá vorróðr- unum. Og þar sem mér er þetta svona minnisstætt, má geta nærri, hve sárt það hefur verið fyrir Vilhjálm að horfa á eftir okkur félögum sínum að halda að heiman í fyrsta sinn í eins konar ævintýraleit. Á hvítasunnu 1928 vorum við Vilhjálmur síðan fermdir í Stað- arkirkju í Aðalvík af séra Runólfi Magnúsi Jónssyni, hinum þjóð- kunna klerki Aðalvíkinga um ára- tuga skeið, og vorum við þrettán fermingarsystkinin, sjö stúlkur og sex piltar. Sú tala sýnir út af fyrir sig, að þar nyrðra var þá mikil byggð, þótt nú sé hún Snorrabúð stekkur, eins og skáldið kvað. Næsta sumar fengum við svo vinnu í síldarverksmiðjunni á Hesteyri, og um haustið lá leiðin suður yfir Djúpið, því að við hóf- um þá nám í unglingaskólanum á Isafirði. Svo var fyrir okkur lagt, að við skyldum halda heim fyrir páska, þótt prófum yrði ekki lokið þá. Ástæðan var sú, að vorvertíð hófst þegar í fyrstu viku eftir páska, og þá áttum við að vera komnir í skiprúm. En Vilhjálmur var ekki sáttur við þetta og mætti þvi ekki til náms að hausti. Það sýnir kjark hans og áræðni, ný- fermds útnesjadrengsins, að hann hélt suður til Reykjavíkur og gekk þar á matreiðslunámskeið, en upp úr því gerðist hann matsveinn og varð um síðir bryti í þjónustu Eimskipafélagsins. Eftir nokkurra ára starf á þeim vettvangi, vildi hann prófa eitthvað nýtt og gerð- ist þá sölumaður hjá heildverslun- inni Eddu. Fyrir um 40 árum lagði hann svo enn á ný mið, ef svo má segja, þvi að þá varð hann sjálfstæður atvinnurekandi, er hann stofnaði eigin heildverslun, sem hann hef- ur rekið síðan og með þeirri prýði, sem jafnan hefur einkennt hann i öllum hans athöfnum. Eins og ég nefndi hér að framan skildi leiðir með okkur, þegar hann ákvað að fara suður i staðinn fyrir að halda áfram skólanámi á Isafirði. Við héldum þó alltaf nánu sambandi og þegar ég fluttist suð- ur 1935, leigðum við saman um 3ja ára skeið eða þar til Vilhjálmur kvæntist 1938. En lengi síðan höfðum við það fyrir reglu að hitt- ast nokkrum sinnum i viku hverri, þegar við vorum i borginni, til að ræða málefni líðandi stundar og rifja upp sameiginlegar minn- ingar. Ég tel það sýna glöggt, hvert traust samferðamenn hafa jafnan borið til Vilhjálms, að þegar nokkrir farmenn réðust i það stór- virki með aðstoð skyldmenna sinna að kaupa flutningaskipið Columbus — stærsta skip, sem þá hafði verið í eigu íslendinga — buðu þeir Vilhjálmi stöðu bryta og gáfu honum jafnframt kost á að gerast meðeigandi. Hafði hann þó ekki annað þar til að leggja en hluta launa sinna í þágu fyrirtæk- isins. Þetta var djarfleg tilraun bjartsýnna manna til að öðlast at- vinnuöryggi á erfiðum tímum. Því miður tókst þó þessi tilraun ekki sem skyldi, því að ekki reyndist grundvöllur fyrir rekstri skipsins, svo að það var selt úr landi eftir tvö ár. Þetta sýnir með mörgu öðru, hversu erfitt var að hasla sér völl hérlendis á kreppuárunum á fjórða tug aldarinnar — ekki síst fyrir unga menn og óþekkta frá afskekktustu stöðum landsins. En í sambandi við þennan þátt I ævi Vilhjálms verður og að minnast þess, að hann veiktist stuttu eftir að hann fluttist suður og varð að dvelja á Vífilsstaðahæli um tíma. En hann brast aldrei seigluna og áræðið, svo að hann sigraði alla erfiðleika og gerðist vel stæður at- hafnamaður, sem allir kunnugir bera fullt traust til. Vilhjálmur kvæntist eins og fyrr segir 1938 Ingibjörgu Ás- geirsdóttur, skipstjóra á ms. Esju, og áttu þau einn son, Ásgeir, sem ólst að mestu upp hjá móðurfor- eldrum sinum og er nú starfandi verslunarmaður í Kaliforníu. Þau Ingibjörg skildu 1939. Vilhjálmur kvæntist síðan aftur 1942 Aðalheiði Sigurgeirsdóttur og áttu þau saman fjögur börn: Geir Viðar, sálfræðing, Vilhjálm lögfræðing, Inga, sem vinnur með föður sínum við fyrirtæki hans, og Guðrúnu, húsmóður. Aðalheiður dó fyrir allmörgum árum. Þegar komið er að þessum tíma- mótum á ævi þessa æskuvinar míns vel ég þakka honum langa og trausta vináttu við mig og mitt fólk. Það er ósk okkar hjónanna að við megum sem lengst verða hon- um samferða. Megi komandi ár verða honum farsæl. Gunnar Friöriksson Sigla til Hjaltlands án nútíma hjálpartækja Ósló, 10. jálL Frá Ju Erik Uurr, fráturil ara MW. EFTIR u.þ.b. vikutíma sigla tveir norskir bátar úr höfn á norðvesturströndinni og taka stefnu á Hjaltland. Þeir hafa engan kompás meðferðis, sjó- kort eða önnur hjálpartæki til siglinga. Og aðeins segl og árar eiga að skila þeim áleiðis. Fyrir leiðangursmönnum fer siglingagarpurinn og blaðamaðurinn Oiaf T. Eng- vig, sem er Norðmaður. Bát- arnir eru einnig norskir, af svokallaðri Eyjafjarðargerð, sem svipar til báta sem notað- ir voru á víkingatímanum. Markmiðið með leiðangrin- um er að komast að raun um, hvernig víkingunum var unnt að rata á opnu hafi, þar sem vindáttir voru breytilegar og rek mikið, jafnvel á björtum sumarnóttum, þegar ekki var mögulegt að sigla eftir stjörn- unum. Jafnvel þótt efnt hafi verið til margra djarfmannlegra „víkingaferða" undanfarin ár, hefur aldrei verið siglt án nútíma hjálpartækja af ein- hverju tæi. Eyjafjarðarbátarnir geta náð tíu hnútum ef vel byrjar, en ef það gerir stillilogn, og þá rekur af leið, verða áhafn- irnar að grípa til áranna. O ælkeraverslurtin i v__/ Kjötbær, Laugavegi 34a, hefur ávallt gott úrval heitra rétta í hádeginu. Pað kemur sér vel fyrir vinnandi fólk og vegfarendur að geta valið á milli 5 heitra rétta hvern virkan dag í hádeginu. r / júfmeti Kjötbæjar léttir dagsverkið. 7 ) Viðskiptavinir Kjötbæjar geta snætt heitt Ijúfmetið í versluninni, - þar er andrúmsloft sem fellur sælkerum vel í geð. Eins er hægt að fá matinn í sér- stökum umbúðum sem halda honum heitum. Pessir Ijúfmetisbakkar tryggja góða meðferð á góðum mat. mto \ Æ atarmikil braud- XVVsneið íhádeginu ogmeð kaffínu. Hvern virkan dag tilreiða matreiðslu- meistarar Kjötbæjar ríkuleg og gimileg salöt, með besta fáanlega hráefni. Pá má ekki gleyma álegginu. Að minnsta kosti 25 áleggsgerðir eru í boði. Petta er eitthvað ofan á brauð! K jötbær er „ delika tessen u sniðinn eftir þýskri fyrirmynd. Kjötúrvalið í Kjötbæ er með ólíkindum gott: Safaríkar pylsur og steikur. Í&ifittar Laugavegi 34a-Siml 14165

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.