Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 27
Mt)'R'GrÚÍ^BLÁ EJTb,' Í'iií iá'í’tjb'ií atfR* Í2.'ftÍLY íð'84 * 2t Þorskaflinn 40.000 lestum minni en á sama tíma í fyrra: Engar líkur á að þorskkvót- inn verði fylltur — segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ „I>AÐ, SEM menn óttuðust, að kvótinn myndi hamla veiðum og draga úr afla sem slíkur, virðist ekki eiga við rök að styðjast, aflinn er svo rýr. Endanlega sagan hvernig þetta verður, kemur ekki í Ijós fyrr en í haust, en þessar tölur renna stoðum undir það, að ástand stofnsins sé mjög slæmt og fyllsta ástæða til þess, að hafa af því verulegar áhyggjur. Það er heldur ekkert, sem gefur okkur vonir um það, að útlitið í næstu framtíð sé betra. Það eru að mínu mati engar líkur til þess að þorskkvótinn verði fylltur, þó einstaka skip geri það kannski, þegar líða tekur á,“ sagði Kristján Kagnars- son, framkvæmdastjóri LÍÚ, er Morgunblaðið innti hann álits á áframhald- andi samdrætti í þorskveiðum landsmanna. samdrátturinn í þorskafla þess mánaðar nemur því 5.434 lestum og annar botnfiskafli er 2.419 lest- um minni. Heildar þorskaflinn í mánuðinum varð 19.226 lestir á móti 24.600 lestum í fyrra og ann- ar botnfiskafli 25.233 lestir á móti 27.642. Fyrri helming ársins hefur orð- ið um helmingi meiri rækjuafli en á síðasta ári, 10.731 lest á móti 5.438 lestum og ennfremur er hörpudiskafli nú nokkru meiri en þá. Humarafli er mjög svipaður, en í júní nú var humaraflinn 507 lestum minni en í fyrra eða 1.018 á móti 1.525 og rækjuaflinn rúmlega helmingi meiri nú en þá. Það skal hins vegar tekið fram, að skýrsl- um um humarveiði hefur verið skilað slaklega inn til Fiskifélags- ins. Heildarafli landsmanna fyrri hluta ársins er 770.260 lestir á móti 370.346 lestum í fyrra og munar þar mestu um 437.685 lesta loðnuafla, en í fyrra nam hann að- eins 107 lestum. Af þorskaflanum fyrstu fimm mánuði ársins fóru 54.887 lestir í frystingu, 60,219 í söltun og 4.381 í herzlu. Heildarfrysting þetta tímabil var 167.492 lestir, söltun 66.847 lestir, herzla 15.126 og bræðsla 419.544 lestir. Allar tölur eru fengnar úr skýrslum Fiskifélags íslands og eru tölur ársins í ár bráðabirgða- tölur. Fyrstu 6 mánuði þessa árs er heildarþorskaflinn 38.611 lestum minni en á sama tíma á síðasta ári, þorskafli báta er 27.306 lest- um minni og togara 11.305 lestum minni. Annar botnfiskafli báta er nú 3.711 lestum minni en hjá tog- urum nánast sá sami. Heildar þorskaflinn nú varð 146.469 lestir á móti 185.080 lestum í fyrra, en botnfiskaflinn 168:631 lest á móti 172.525 lestum í fyrra. í júnímánuði síðastliðnum var þorskafli báta 2.128 lestum minni og togara 3.306 lestum minni en í sama mánuði í fyrra. Heildar Norræna húsið: Erindi um íslensku flóruna NÆSTA íslandskynning í Norræna húsinu verður flmmtudag kl. 20.30 þegar Eyþór Einarsson, grasafræð- ingur, heldur erindi með litskyggn- um í „Opnu húsi“, dagskrá fyrir norræna ferðamenn, um gróðurríki íslands. Að loknu erindi Eyþórs verður kaffihlé, en síðan verða tvær kvik- mynda Ósvalds Knudsens sýndar, „Smávinir fagrir“ og „Þórsmörk", en sýning þeirra tekur rúmlega 30 mínútur. í anddyri hússins verður vænt- anlega búið að koma fyrir sýningu úr skordýraríki íslands, en sú sýn- ing er sett upp í samvinnu Nátt- úrugripasafns íslands og Norræna hússins. í bókasafninu er sýning á hefðbundnu fslensku prjóni, en sú sýning er hluti af norrænni sýn- ingu, sem stóð f Vasa f Finnlandi f vor. Flestir munanna eru eign Þjóðminjasafnsins, en einnig eru munir úr Byggðasafninu f Skóg- um, Heimilisiðnaðarfélagi íslands og úr einkaeign. Elsa E. Guðjóns- son og Margrét Gfsladóttir frá Þjóðminjasafni íslands sáu um uppsetningu þessarar sýningar. LITGREINING MED CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AO VANOAÐRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF ÞAÐ ERUAÐ MINNSTA KOSTITVEIR HLUTIR OMISSANDI FYRIR ÞIG Á FERÐALÖGUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.