Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 23
MORG.UNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR12. JÚLÍ1984 23. Brezka risaolíuskipið Renown, sem varð fyrir tveimur elddaugum frá (r- anskri herþotu í Persaflóa. Bretar mótmæla loftárás London, 11. júlf. AP. BRETAR hafa borið fram harðorð mótmæli við íran vegna loftárásar, sem írönsk berþota gerði á brezkt olíuskip á Persaflóa f gær. Skýrði brezka utanríkisráðuneytið frá þessu í dag. „Allar upplýsingar, sem fyrir liggja, benda eindregið til þess, að það hafi verið írönsk herþota, sem árásina gerði,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Var sagt, írana að brezka stjórnin hafi farið fram á tryggingu íransstjórnar fyrir því, að herflugvélar hennar geri ekki fleiri loftárásir á brezk skip á Persaflóa. Þá áskilur brezka stjórnin sér allan rétt til skaða- bóta vegna loftárásarinnar á skip- ið Renown, sem varð fyrir tveimur flugskeytum. Eldur kviknaði í skipinu, en áhöfn þess tókst þó fljótlega að ráða niðurlögum hans. gegn Dikkos Réttarhöld hafin • • ÞRÍR ÍSRAELAR og einn Nígeríumaður, sem sakaðir eru um að hafa geflð Umaru Dikko, fyrrum samgönguráðherra Nígeríu, deyfllyf og síðan rænt honum, voru úrskurðaðir í gæzluvarðhald í London í dag. Samtímis herti brezka lögreglan leitina að fjórum mönnum til viðbótar, sem grunaðir eru um að vera viðriðnir mannránið. í hópi tsraelanna eru miðaldra læknir og tveir ungir kaupsýslu- menn. Fjórði maðurinn er Níger- íumaður, sem er fertugur að aldri og heldur hann því fram, að hann sé sendistarfsmaður fyrir land sitt í London. Allir halda þessir menn fram sakleysi sínu. Þeir eru ákærðir um mannrán og ólöglega meðferð deyfilyfja og verði þeir fundnir sekir, eiga þeir á hættu lífstíðarfangelsi. Búizt er við, að Bretar grípi senn til gagnaðgerða gagnvart Nígeríumönnum og reki nokkra af sendimönnum þeirra í Bretlandi heim til þess að láta í ljós andúð sína á þessu máli, sem vakið hefur bæði gremju og furðu. Hins vegar er ekki talið, að stjórnmálasam- bandi við Nígeríu verði slitið, en Nígería var áður brezk nýlenda og er mesta viðskiptaland Bretlands í Afríku. Breskir þingmenn: Æfir vegna úrskurðar Evrópudómstólsins London, 11. júlí. AP. NOKKRIR breskir þingmenn eru ævareiðir vegna úrskurðar Evrópu- dómstólsins um að Bretar hefðu ekki haft rétt til að handtaka og Evrópubandalagið setti reglur um 12 mílur 25. jan. 1983 og þær giltu frá 1. jan. Kirk sagði mestu skipta að sýna að einstaklingar hefðu ýmis rétt- indi sem engin ein þjóð gæti skert. Hann kvaðst ætla til Bretlands og heimta 700.000 d.kr. í skaðabætur. Páfi fordæmir brott- rekstur tíu presta sekta danska sjómanninn og þing- manninn Kirk, er hann var við veið- ar innan 12 mflna lögsögu Breta í janúar í fyrra. George Foulkes, talsmaður Verkamannaflokksins, kvað úr- skurðinn út í hött og krafðist and- svars Margrétar Thatcher forsæt- isráðherra og Sir Michael Havers dómsmálaráðherra. Kirk var tekinn við veiðar innan breskrar lögsögu 6. janúar 1983. Foulkes sagði að sú ráðstöfun að ómerkja úrskurð breskra dóm- stóla væri óviðunandi. V »tík»ninu, II. júlf. AP. JÓHANNES PÁLL páfl fordæmdi harðlega brottrekstur tíu kaþólskra presta frá Nicaragua og lýsti brott- rekstrinum sem bæði „sárum og sér- staklega alvarlegum*'. Stjórn Nicaragua tilkynnti á mánudag að prestarnir yrðu rekn- ir af landi brott fyrir að halda uppi fjandsamlegum aðgerðum gegn stjórninni og stuðla að árekstrum milli ríkis og kirkju. Páfinn hvatti menn til að biðja fyrir kaþólsku kirkjunni i Mið- Ameríkuríkinu og bað stjórn Nic- aragua að endurskoða ákvörðun sína og sýna skilning á þörfum kaþólskra i landinu. Bretland: Harðnandi verkföll London, ll.jili.AP. HORFUR á harðnandi verkfallsá- tökum í Bretlandi jukust enn í dag er flutningaverkamenn og farmenn lýstu yflr stuðningi við verkfall kola- námumanna í landinu. Skoraði sam- band flutningaverkamanna, sem nær til hafnarverkamanna, á með- limi sína að hætta vinnu í 150 hafn- arbæjum til viðbótar þeim 53 helztu hafnarborgum landins, þar sem verkfall var skollið á áður. „Markmið okkar verður að stöðva alla farmflutninga um þær hafnir, þar sem meðlimir okkar starfa," sagði John Conolly, tals- maður hafnarverkamanna, í dag. Jim Slater, talsmaður farmanna, sagði, að verkfallsaðgerðir far- manna og hafnarverkamanna „gætu skapað algeran glundroða með tilliti til innflutnings og út- flutnings og þá fyrst og fremst á matvælum, sem flutt eru til og frá með ferjum á hverjum degi“. Pólskur rithöf- undur kærður Varsjá. Póllandi, ll.júll. AP. ÞEKKTUR pólskur rithöfundur og andófsmaður var í dag ákærður fyrir andróður gegn pólska rfkinu í bók sem gefín hefur verið út á Vesturlöndum. Rithöfundurinn, Marek Nowak- owski, var einnig ákærður fyrir að halda bankareikning erlendis, sem er óleyfilegt samkvæmt lögum f Póllandi. Hann var handtekinn 7. mars og er talið að handtaka hans hafi átt að vera viðvörun til annarra rithöfunda um að gefa ekki út verk sín nema í gegnum opinberan útgef- anda. Nowakowski getur átt von á fimm ára fangelsisvist fyrir að „skrifa um félagsmála- og stjórnmálaástand, svo og aðgerðir yfirvalda í Póllandi á ósannan máta“. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöld yfir hon- um hefjast. Því ekki aðákveöa í eltt skipti fyrir öll hverá aðvaska upp íkvöld! Á meðalheimili fara rúmar 180 klukkustundir í uppþvott á ári, - rífleg mánaðarvinna! Já, upp- þvottavél er sjálfsögð heimilishjálp, - vinnukona nútímans. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 Philips býður þrjár gerðir uppþvottavéla: Philips ADG 820, verð kr. 18.750.- staðgreitt. Mjög fullkomin uppþvottavél. Rúmar 12 manna matar- og kaffistell, 4 þvottakerfi auk forþvottar, stillanlegt vatns-hitastig og þrýstingur, tekur inn heitt eða kalt vatn. Philips ADG 822, verð kr. 19.900.- staðgreitt. Eins og ADG 820 að viðbættum sparnaðarrofa og frábærri hljóðeinangrun. Philips ADG 824, verð kr. 21.850.- staðgreitt. Ein fullkomnasta uppþvottavél, sem fáanleg er. 6 þvottakerfi, stillanlegt hitastig, sparnaðartakki og frábær hljóðeinangrun. PHILIPS UPPÞVOTTAVÉLARNAR NEITA ALDREI AÐ VASKA UPP! Heimilistæki hf *rr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.