Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JtJLÍ 1984 3 Verkalýðsfélög í óða önn að afla uppsagnarheimilda Ljósm. Mbl. Júlíus. 34 börn heimsœkja Morgunblaðiö 34 börn á aldrinum 6—12 ára komu í heimsókn á þeim gang mála, frá því að fréttir eru skrifaðar þar Morgunblaðið í gær. Þetta er hópur barna sem er á til allt efni blaðsins er tilbúið til prentunar. sumarnámskeiðum Æskulýðsráðs Reykjavíkur í fé- Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari Morgunblaðs- lagsmiðstöðinni Ársel í Árbæ. ins af hópnum ásamt umsjónarmönnum hans að lok- Börnin gengu um og skoðuðu húsakynni blaðsins inni heimsókninni. og tveir starfsmenn Morgunblaðsins útskýrðu fyrir ALLT útlit er fyrir að flest aðild- arfélög Verkamannasambands ís- lands, segi upp kjarasamningum sínum við VSÍ fyrir 1. ágúst, þannig að samningurinn verði laus 1. sept- ember. Uppsagnir um tíu félaga höfðu borist VSÍ um miðja vikuna, önnur félög hafa aflað sér heimilda til uppsagnar á almennum félags- fundum og enn önnur hafa boðað félagsfundi í þessari og næstu viku eða eru um það bil að fara til þess, þar sem þessarar heimildar verður leitað. Ekki er að sama skapi ljóst, hver afstaða iðnaðarmanna eða verslunarmanna verður til upp- sagna, en það skýrist einnig á næstu dögum, enda þurfa uppsagn- ir að hafa borist fyrir 1. ágúst. Verkamannafélagið Dagsbrún var með fund í fyrrakvöld, þar sem uppsögn samninga var samþykkt einróma. Verkakvennafélagið Framsókn er með almennan félags- fund í kvöld, þar sem tillaga stjórn- ar um uppsögn samninga verður borin undir atkvæði. I fyrradag var sambandsstjórnarfundur í Málm- og skipasmíðasambandinu, þar sem staðan í samningamá i m var til umræðu. Engin ákvörður. var tekin á fundinum, en Guðjón Jónsson, formaður Sambandsins sagði að öll aðildarfélögin nema 9 hefðu aflað sér heimildar til uppsagnar og myndu hin halda fundi i þessari og næstu viku og yrði þá endanleg ákvörðun um uppsagnir tekin. Að- ildarfélög Rafiðnaðarsambandsins funda einnig í þessari og næstu viku og er afstöðu þess að vænta um miðja næstu viku. Stjórn Sambands byggingamanna hafa þegar beint þeim tilmælum til stjórna aðildar- félaga sinna, að þær afli sér heim- ildar til uppsagna samninga og hafa mörg aðildarfélögin þegar gert það. Þegar Morgunblaðið ræddi við nokkra verkalýðsforingja í gær, var hljóðið í þeim talsvert ólíkt, þó þeir væru sammála um að kjörin væru óviðunandi. „Uppsögn þarf ekki að þýða það sama og átök,“ sagði Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, formaður starfsmannafélagsins Sóknar, en Sókn boðar til fundar á næstunni um samningamálin, en ekki hafði dagsetning fundarins verið ákveð- inn er Mbl. ræddi við hana. Hún sagði uppsögn í haust vera fremur óheppilega fyrir Sókn, meðal ann- ars vegna sumarfría nú. Öðru máli gegndi hins vegar um uppsögn 1. desember, svo að samningar gætu verið lausir 1. janúar. „Við segjum ekki upp samningun- um, einungis til þess að segja þeim upp, heldur til þess að sækja meira. Ég veit það vel að það eru sumir búnir að búa vel um sig og segja upp, án þess að vera kannski full alvara með frekari aðgerðir. Við höfum ekki efni á því, þó að sumir, jafnvel þó þeir teljist til láglauna- fólksins í orði kveðnu, séu á ágæt- um launum og hafi efni á því. Að- staðan innan verkalýðshreyfingar- innar er að ýmsu leyti mismunandi, bæði hvað aukavinnu snertir og annað," sagði Aðalheiður. Stjórnir Iðju í Reykjavík og á Ak- ureyri munu hafa heimildir félags- funda til uppsagnar samningum. Fundur stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Verslunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn í næstu viku, þar sem rætt verður hvað til bragðs skuli taka. Almennur fund- ur verður í verkalýðsfélaginu Ein- ingu á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld, þar sem rædd verður framkomin tillaga um upp- sögn samninga. „Stjórnin er með heimild til upp- sagnar samninga frá því fyrir mán- uði síðan og það er enginn vafi á að við notum hana,“ sagði Jón Kjart- ansson, formaður verkamannafé- lagsins í Vestmannaeyjum. Hann sagði að þeir hefðu verið að bíða eftir Snótarkonum með að senda uppsögnina inn, en þær myndu halda félagsfund í næstu viku og sagðist hann, án þess að vilja svara fyrir þær, búast fremur við að þær yrðu sama sinnis hvað uppsögn snerti. „Launin eru skammarleg. I öllum þjónustugreinum útbreiðast yfirborganir eins og farsótt, meðan laun í fiskvinnslu og öðrum iðnaði sem háður er erlendum mörkuðum, sitja eftir og ekki er hreyft við neinu,“ sagði Jón Kjartansson. Stjórn Veralýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur leggur til að samn- ingunum verði sagt upp. Samþykkt var á fundi í Vöku á Siglufirði síð- astliðinn fimmtudag að segja upp samningum með öllum greiddum atkvæðum. Kolbeinn Friðbjarnar- son, formaður félagsins, sagði að það væru engin rök fyrir öðru en segja upp samningum, það væru allir hundóánægðir með sín laun. „Ég vil engu spá um það hvort það verða átök, um það hefur engin ákvörðun verið tekin. Fyrst er að athuga hvort eitthvað er hægt að komast áfram átakalaust, átta sig á hvernig málin standa og hvernig beri að taka á þeim,“ sagði Kol- beinn. Verkalýðsfélagið á Akranesi samþykkti á aðalfundi sínum fyrr í sumar að segja upp samningum og sama gildir um Fram á Sauðár- króki, en verkalýðsfélagið í Borgar- nesi felldi í allsherjaratkvæða- greiðslu fyrr f sumar með þriggja atkvæða mun, að segja upp samn- ingunum. Tvær Úrvalsferðir til Parísar eru ennþá ófarnar: 18. ágúst og 19. september. Þetta eru sannkallaðar lúxusferðir og aöeins boöiö þaö allra besta. Flogiö er til Luxemborgar, ekiö rakleitt til Parísar í úrvalsgóöum langferðabíl og gist 7 næstur á lúxushótelunum Frantel Windsor og Lutetia Concorde. Fararstjóri er Jóhanna Tómasdóttir, margreyndur stjórnandi Parísarferða og starfsmaður utanríkisþjónustunnar í borginni. Auk skoðunarferða um borgina og Versali skipuleggur Jóhanna ferðir hvert sem farþegana lystir, svo sem á kaffihúsin frægu á Boulevard Montparnasse, í veitingastaðinn á 56. hæð /'Tour Montparnasse, á Rauðu mylluna eða /'Crasy Horse. Jóhanna eröllum hnútum kunnug ÍParísarborg. Það ersama hvort þú hefur áhuga á að líta á útsölurnar i stóru vöruhúsunum Gallery Lafayette eða Forum, kanna það nýjasta hjá tískukóngunum við rue Faubourg St Honoré, snæða kvöldverðinn í fljótandi veitingahúsi á Signu, skoða impressionistasafnið Jeu de Paume, líta á Monu Lisu /'Louvre, grafhvelfingu Napóleons /'lnvalidunum, fara ímessu /'Notre-Dame eða borða ostrurá Brasseri Flo, — Jóhanna mun greiða götuna. Verð kr. 18.200,- í tvfbýli. Innifalið er flug, akstur, morgunverður og gisting á lúxushóteli með öllu sem því tilheyrir, skoðunarferöir um París og Versali og fararstjórn. FERMSKRIFSTOFAN ÚRVOL Vertu samferða í sumar. Síminn er 26900 GDTT fóin L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.