Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 RAGNAR JÓNSSON FORSTJÓRI Allir hafa haft spurnir af marg- víslegum háttum Ragnars Jóns- sonar, athöfnum hans og umsvif- um og öllum hlýtur að vera aug- ljóst að ævi hans var öðru fremur ótal sómastrik, meiri og minni. Þessi sjaldgæflega ósíngjarni og ósérhlífni maður varði degi sínum, tíma, fé og starfsþreki fyrst og síðast í þágu þeirra áhugaefna sem hann bar fyrir brjósti af stað- föstum brennandi vilja, og í þágu manna sem honum þótti þess virði að gata þeirra yrði greidd. Enginn vann sem hann mestan hluta mikils ævistarfs algerlega launalaust. Hvorki var hlaðið undir Ragnar Jónsson með auðlegð úr föður- garði, né heldur langri skóla- göngu. Hann átti frá upphafi mest undir sjálfum sér einum um allan aga til skyldurækni, til andlegrar þroskunar og háleitra hugsjóna. Ég minnist þess nú sem hann eitt sinn sagði við mig: „Ég var um tíma á unga aldri fallinn i þá freistni að verja óhóflegum tíma í tafl — var farinn að tefla klukku- tímum saman á hverjum degi. En svo ákvað ég að reyna heldur að verða að manni og gekk í ævilangt taflbindindi." Vera má að Ragnar Jónsson hafi á stundum færst meira í fang og fleira gott viljað en aðstæður og kraftar leyfðu en enginn Is- lendingur vorra tíma hafði sterkari hug á að hlynna að nálega öllum skapandi listgreinum, hvort heldur var í bókmenntum, tón- mennt eða myndlist, og engum varð meira ágengt en honum í þeim efnum. Fáir af mönnum vorrar aldar hafa skilið eftir göfugmannlegra æviverk. Kristján Albertsson „Varaðu þig Valnastakkur, fall- inn er hann Fjögramaki!" var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég frétti lát Ragnars í Smára. Ætli sú tilfinning hafi ekki gripið mig að við hefðum lengi verið félagar í hópi Hellismanna, ráðið Surtshelli og Víðgelmi og öllum sveitum um breiða byggð, gengið til aftan- söngs á jólanótt, snúið bökum saman og verið óvinnandi afl í þjóðlífinu, lagst að lokum til hvíldar í Vopnalág og ekki haft andvara á okkur? — Ragnar var auðvitað okkar fjögramaki, mestur hinna 18, sem sórust í bræðralagið mikla að breyta kotbýli þjóðlífsins í höfuð- ból. En ekkert er varanlegt, allt hefur sitt upphaf og sín endalok. Ef hægt er að tala um menning- arbyltingu á Islandi á þessari öld, þá er hún kannski ekki ein og af- mörkuð, heldur rís alda af öldu, ein á fætur annarri. Ragnar í Smára er toppurinn á einni þeirra. Tími hans stendur frá upphafi síð- ari heimsstyrjaldar fram yfir 1970. Hann er fæddur með hug- sjónina um fegurra, fjölbreyttara og háreistara þjóðlíf innbyggða í holdi sínu og önd, og aflið til að breyta henni í veruleika býr í hon- um, og hann beitir því. Hugstæð- ast alls er honum að efla og hefja til öndvegis fagrar listir í öllum hennar aðskildu en náskyldu greinum, svo sem ritlist, hljómlist, myndlist, leiklist, ekki handa fá- einum útvöldum, heldur öllum al- menningi. Umsvif hans verða með ólíkindum. Hann verður óumdeil- anlega mikilmenni. Það liggur í hlutarins eðli, að mikilmenni verður enginn af því einu að virð- ast gallalaus og komast með klók- indum í dýrlingatölu. En nú er það svo, að álitamál getur verið hvað er galli og hvað er kostur. Ragnar hlýtur að hafa haft sína galla, eins og aðrir mennskir menn, en ekki treysti ég mér til að skilgreina þá, því að þegar ég hugleiði það mál, kemst ég venjulega að þeirri niðurstöðu, að ég hafi snúið hlut- unum við: meintur galli sé einmitt gullvægur kostur. Já, varaðu þig Valnastakkur, fallinn er hann Fjögramaki! Hnignir eru að velli flestir bestu félagar Ragnars. Menningarbylt- ingin sem hann leiddi til mikilla sigra um þriggja eða fjögra ára- tugaskeið er í mínum augum hjöðnuð, en kannski kemur annar Ragnar í Smára til að leiða þá næstu til sigurs. Ég lýk þessum fáu minningar- orðum vegna andláts vinar míns með samúðarkveðju til fjölskyldu hans. Guömundur Daníelsson Ragnar Jónsson er allur. Kletturinn í íslensku listalífi. Líklega sá eini, sem aldrei ætlað- ist til þakklætis — og minntist aldrei á hvað hlutirnir kostuðu hann — en sá alltaf um að lista- maðurinn fengi sitt. Hann barst ekki mikið á — bjó á efri hæð í Vesturbænum og ók gömlum jeppa um Reykjavík og upp um sveitir. En vistarverur hans voru hlaðnar ómetanlegum listaverkum. Svo áttu þau hjón hreiður úti á landi, f yndislegu umhverfi, þar sem dásamlegt var að fá að heimsækja þau. Ég er hrelld þegar ég skrifa þessi fáu orð, finnst tómið, sem aldrei verður fyllt, svo stórt. Ragnar kom alltaf gefandi sem persónuleiki. Maður fékk aldrei að þakka honum, eða náði því ekki. Var það vegna þess að oftast var hann á hraðferð — eða var það hans list að láta mann eiginlega gleyma að þakka allar bókagjaf- irnar, hljómplöturnar, aðrar menningargjafir og aðstoð? Stundum settist hann bara í eld- húsið og las og las. Björg hans Ragnars er einstök kona, hann fékk að njóta sín, gefa og hjálpa öðrum, með hennar þögla samþykki — það hefðu ekki allar konur gert. Þessi sterki maður varð að lúta heilsuleysi löngu fyrir aldur fram en bar það eins og karlmenni. En hann átti Björgu, sem stóð eins og bjarg — alltaf nálæg. Kletturinn Ragnar og bjargið hún Björg standa fyrir mér sem hreinn og sterkur „skúlptúr" í orðsins fyllstu merkingu. Nú fyrst sendi ég Ragnari hljóð- ar þakkir fyrir skilning og virð- ingu á mínu starfi, frá því að ég fluttist fyrst heim eftir langa úti- vist, orðin hálfókunnug hér, og ég gleymi seint hvernig Ragnar og Tómas Guðmundsson tóku á móti mér þá í „Helgafelli". Fjölskylda mín og ég vottum ástvinum Ragnars okkar innileg- ustu samhryggð. Ólöf Pálsdóttir, Útsölum. Minn góði yfirboðari í meir en 30 ár hefur nú yfirgefið okkur í bili, og allir hér í fyrirtækinu munu sakna hans styrku handar. Það var líklega ekki við öðru að búast, en að ungum manni, sem var að byrja lífið, stæði í fyrstu nokkur ógn af einum yfirmann- anna, þjóðsagnapersónu, sem MorgunblaöiÖ/ÓI.K.M. Kagnar í Smára, forstjóri Helgafells, ásamt skáldi sínu. Myndin var tekin þegar Straumrof kom út. geystist af og til inn í fyrirtækið eins og hvirfilvindur, en það kom fljótt í ljós að þessi beygur var með öllu ástæðulaus. Ragnar var einstaklega vinalegur maður, sem lagði sig alltaf fram um að hjálpa og leiðbeina öllum þeim sem á leið hans urðu, jafnframt því sem hann hafði alveg sérstakt lag á því að laða fram það besta sem i hverjum einstaklingi bjó. Gott var að vera með Ragnari þegar allt lék í lyndi, þá lék hann við hvern sinn fingur og var hverj- um manni skemmtilegri, en mannkostir hans, óbilandi kjark- ur, mikil jrfirsýn, ráðsnilld og óbugandi bjartsýni komu jafnan best í ljós, þegar á móti blés. Þá sagði hann gjarnan: „Ja, ekki er nú ástandið burðugt, en hvað get- um við gert til að snúa þessu áfalli upp í sigur?" Þessi einstaki eigin- leiki hans, ásamt trygglyndi og yf- irburða sjarma, er það sem kemur alltaf í huga minn, þegar ég heyri Ragnars getið. Nú, þegar leiðir skilur í bili, langar mig til að þakka Ragnari fyrir allt það sem hann reyndi að kenna mér og fyrir umburðar- lyndi, þolinmæði og vináttu sem aldrei bar neinn skugga á. Um leið og við minnumst góðs drengs, sendum við Steffí þér Björg og börnunum samúðar- kveðjur og vonum að við fáum ein- hvern tíma tækifæri til að endur- gjalda ykkur, þó ekki væri nemn að smáhluta, allt það góða sem við eigum ykkur Ragnari að þakka. Davíð Sch. Thorsteinsson Mikið tóm myndast þegar Ragn- ar í Smára er ekki lengur á meðal okkar. Ragnar átti við mjög erfið veikindi að stríða síðustu ár ævi sinnar og hlýtur það að hafa verið átakanlega sárt fyrir Ragnar, sem var vanur að þurfa aldrei að hlífa sér neitt. Ég er svo lánsamur að hafa fengið að kynnast Ragnari í Smára. Faðir minn, Haukur Gröndal, og Ragnar voru sam- starfsmenn og miklir vinir í fjöldamörg ár. Þeir áttu sér einnig sameiginlegt áhugamál gegnum allt lífið sem var tónlistin og voru ásamt tíu öðrum mönnum stofn- endur Tónlistarfélagsins árið 1932. Ragnar var formaður félags- ins frá byrjun þar til fyrir fáum árum að hann baðst undan for- mennsku sökum veikinda. Þegar Björn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Tónlistarfélagsins, lézt 1970 féll það í verkahring Ragnars og föður míns að halda áfram tónleikahaldi félagsins. Þar sem þeir voru báðir uppteknir við störf sín, þá fengu þeir mig til liðs við sig til þess að sjá um tónleika félagsins. í því starfi fékk ég að kynnast Ragnari og fjölskyldu hans og litríku lífi. Fyrir þau kynni verð ég ævinlega þakklátur. Ragnar hafði skrifstofu í Garða- stræti 17 þar sem skrifstofa Tón- listarfélagsins er og lágu leiðir okkar því oft saman og á timabili daglega. Ég var þá mjög ungur að árum, en Ragnar orðinn talsvert fullorðinn. Það koma upp í hugann margar hugljúfar endurminn- ingar frá Garðastræti með Ragn- ari, en hann hafði jafnan frá ein- hverju skemmtilegu að segja. Persónutöfrar Ragnars voru mikl- ir og áhrif hans mikil. Persónu- leiki hans geislaði af lifsorku og gleði. Ragnar hafði þann dásam- lega eiginleika að geta hrifizt inni-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.