Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 14
jfggggggjggfrifr FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 RAGNAR JONSSON FORSTJORI Ekki margir hafa oftar en ég stúngið niður penna um Ragnar í Smára, stundum heilar lánglokur í skemtistíl og lágu jafnan til þess ærnar orsakir. Nú þegar hann er allur skortir mig orð. Sérstakur þráður í ævi minni hefur verið slitinn. Hann átti til að koma hér innúr dyrum þegar minst varði með listaverk undir hendinni: stórgjaf- ir — án tilefnis; gerði aldrei boð á undan sér; var farinn. Ungar telp- ur, dætur okkar, horfðu stjarfar á þennan undramann sem gaf þeim málverk. Nú segja þæi' að þessar myndir hafi alið sig upp. Sjálfur lifði Ragnar Jónsson lifi sínu í list einsog nokkurskonar draumleiðslu í miðjum veruleikanum. Úr bréfi frá Ragnari til A.S., 31.1.'60. „Mamma Sigurjóns, sem leingi var í húsinu hjá mömmu, sagði mér í fyrra, þegar ég hitti hana á fimtugsafmæli listamannsins, að mamma hefði haft þann sið að gefa alla mjóikina úr kúnum á sunnudögum. Þetta hafði ég aldrei heyrt, en hinsvegar heyrði ég hana oft segja að þegar maður væri hamíngjusamur sjálfur ætti mað- ur að láta aðra njóta þess með sér að einhverju leyti. Það stækkaði manns eigin auð. Þrisvar sinnum hef ég verið búinn að safna mér peníngum til að byggja svolítið stærra hús yfir konuna mína, sem alt gerir fyrir mig, en í öll skiftin hef ég hitt aðra sem meira lá á að koma yfir sig húsi. Og aldrei hefur mér fundist litla íbúðin okkar stærri en í dag, þegar ég er ný- kominn frá útlöndum úr stórum vistarverum ríkra manna. Jú, ég skrapp til Englands, Hollands, Þýskalands og Danmerkur; en að- allega til að skoða nýu óperuna í Kassel þar sem tal og tónar hljóma betur en í öðrum húsum; og sjá nýtt listasafn, reyndar tvö, þar sem myndir njóta sín betur en ég hef áður séð. Ef ég fæ frið fyrir íslenskum bjargráðamönnum ætla ég að koma upp dálitlu húsi yfir hann Erlend, (NB Listasafn ASÍ), þar sem hægt væri að sýna mynd- ir og kanski lesa upp úr bókum og sýngja af nótum. En ég fer mér hægt í nýum fjárfestíngum því ég vil ekki skuida það mikið að ég sé ekki leingur frjáls maður. En und- anfarinn áratug hafa stjórnmála- menn séð fyrir því að hver króna sem spöruð var yrði að eingu." 1 svona hraðbréfum, stundum skrifuðum í flugvél, er Ragnar lif- andi kominn. Það var einkennilegt að hann skifti sér ekki af lista- mönnum öðruvísi en styrktarmað- ur. Honum datt aldrei í hug að gagnrýna listamenn; því síður græða á þeim. En hann fann af innbornu næmi hvar lá fiskur undir steini í list og hverjir eru listamenn; og var reiðubúinn að brjóta sig í mola fyrir þá ef þörf krafði. Hann hlýddi, svo í orði sem tóni og lit, einhverjum sagnar- anda sem ég veit ekki glöggt nafn- ið á; fór eftir innborinni erfiðis- lausri sjónskerpu sem í rauninni er ekki hægt að ávinna sér, jafnvel með lærdómi, — þá þess heldur skilgreina fremuren sjálfa ráð- gátu lífsins, (kanski taó). Það var honum líkt að meta að verðleikum undur í uppeldi barns sem elst upp við list: þó ekki sé nema lítil mynd, hefur hún afl til að menta barn með einni saman nánd sinni: bara hánga þögul á veggnum heima. Svona myndir feingnar að gjöf frá Ragnari meta dætur okkar allra gjafa mest núna. Hugur Ragnars og líf bar blæ af þeim ódáinsakri þar sem hann var plógmaður. Halldór Laxness Nú, er Ragnar í Smára er hnig- inn og til moldar borinn, eiga listamenn landsins á bak að sjá þeim manni, sem mestur listfröm- uður hefur verið með þjóð sinni. í hálfa öld var hann að verki, lifði hann þeirri hugsjón, að örva listsköpun í landinu og gera lista- mönnum kleift að ráða sér sjálfir, óþjakaðir af bjargræðisáhyggjum. Enginn gat þá orðið mikill sem íslendingur, er Ragnar kom sem kallaður austan yfir fjöllin, ungur ofurhugi með tvær hendur tómar, en gnótt af því ólma þori, sem ávallt auðkenndi hann. Fjár var þörf! Hann gerðist umsýslumaður, atvinnurekandi. Heppnin var með honum og hagaði öllu til auðar, sem hann miðlaði jafnóðum þeim, sem með þurfti. Heiðurinn gaf hann öðrum. f þau fimmtíu ár, sem starfskraftanna naut við, var lífssaga hans sjálfs samofin þróunarsögu listanna i þessu landi. Þá voru þeir hornsteinar lagðir, sem listmenning okkar tíma er reist á. Það var ekki hvað sist tónlistin, sem hreif Ragnar til dáða. Naut hann þar hollvinar síns, Páls ís- ólfssonar, forvígismanns islenskr- ar tónmenningar. Tóku þeir hönd- um saman, mögnuðu hvor annan til átaka, báðir ættaðir og upp- runnir á strönd mikilia sanda og sæva í einum fegursta fjallafaðmi þessa lands. „Tónlistin verndar menn gegn mannvonsku," sagði Ragnar i ágætri blaðagrein. Það varð mér, sem þetta rita, hug- vekja. Tónlistin var honum meira. Hún var honum lífsfylling, vígi gegn armæðu og erfiðleikum, harmónía lífs hans. Hann studdi alla innlenda iðkendur þessarar listar og fékk hingað erlenda snill- inga þeim til fyrirmyndar og til að sýna okkur „heimsmælikvarðann" svonefnda, í von um að við spjör- uðum okkur og yrðum ekki hólma- skuðar hér norður í hafi. Það hreif allt sem Ragnar gerði: Hann vildi dáð drýgja til framdráttar ís- lenskri listmenningu, og sjá, svo varð sem hann vildi. Hver hefði trúað þessu, sem ekki var sjálfur vottur og aðnjótandi? Að svala menntaþorsta íslensks almennings varð hlutskipti Ragn- ars Jónssonar í lífinu. Hann reis og 6x og lifði fyrir þá hugsjón sina og gaf til þess allt sem hann átti. En ævin þverr, maðurinn mæðist. Þegar Páll tók banasóttina sat Ragnar hjá honum ölluni stund- um. Og er leið að ævilokum vinar- ins, sagði Ragnar við Einar, son Páls: „Hún er grimm þessi veröld." Hafði Ragnar þá þegar tekið sömu veiki, er leiddi þá báða til dauða. Já, grimm virðast okkur örlögin stundum, en fögur var hún þá, veröldin, er Ragnar lifði sitt besta og veitti öðrum af nægtabrunni sínum, sá einstaki maður. Nú, er við stöndum við gröf hans, er tími til að færa honum þakkir. Við þökkum handleiðslu hans um grýttan veg, og góðvild. Við munum bera í okkur birtuna af þeim kyndli, sem hann kveikti og lýsti okkur með, umkomulaus- um listamönnum kreppuáranna. Við biðjum ástvinum hans og niðj- um allrar blessunar. Árni Kristjansson Ragnar var þrotinn að heilsu síðustu árin sem hann lifði; reynd- ar er ég hræddur um að hann hafi verið farinn að kenna vanheilinda áður en hann lét það uppskátt. En hann naut fágætrar umönnunar Bjargar konu sinnar. En fram undir hið síðasta fann maður bregða fyrir einkennilegri ólgandi lifsorku bak við líkamlega vanburði. Manni fannst þá að hann hefði átt að fá að hverfa í meira samræmi við líf sitt: í fullu fjöri og snögglega, og manni varð hugsað til þess hvernig hann birt- ist venjulega i heimsókn, skyndi- lega og fyrirvaralaust. Ein ástæða til þess að hann hvarf mönnum stundum, þó þeir þættust eiga brýn erindi við hann, var sú, að hann vildi ekki flytja vondar fréttir; hann kom jafnskjótt og hann hafði góð tíðindi að segja. Oft vóru það nýjar framtíðarsýn- ir, ný verkefni; stundum peningar, verðskuldaðir eða ekki eftir atvik- um. Hann skildi manna bezt að það er hæpin sálubót að vera án þeirra til langframa. Það væri dálítið erfitt að gera sér grein fyrir Ragnari án þess að íhuga hvernig hann leit á peninga. En það er ekki heldur aiveg auð- velt að gera sér grein fyrir því. Hann var peningamaður og pen- ingar hændust að honum, en þeir festust ekki við hann og hann vildi með engu móti festast þeim. Margar tröllasögur ganga af ör- læti Ragnars, en fæstar svo ótrú- legar að ekki sé hægt að trúa þeim, ef menn þekktu hann. Hann var veðspilari, en hefði aldrei komið til hugar að veðja á hest eða spil eða teningskast. Hann veðjaði á listir án tillits til endurgjalds, og stundum án mikillar vonar um árangur. Góðir listamenn eru fáir og sönn listaverk ekki mörg á hverjum tíma, og Ragnar ætlaði sér sjaldnast þá dul að hann gæti sagt fyrir um árangurinn, þegar hann veðjaði á listamann eða hug- sjón eða verk. Margt af því sem hann gerði fyrir einstaklinga, gerði hann í fullri kyrrþey og það er gleymt eða hlýtur að gleymast; eins fer um margt sem hann gerði fyrir land og þjóð, þó að afrakst- urinn kunni að lifa og dafna án þess að verða rakinn til upphafs síns. ókunnugir menn leituðu til Ragnars í nauðum eða voða, en stolt hans og nærgætni bannaði honum að segja öðrum af því. Hann var tiltölulega hégómalaus maður eftir því sem við gerumst, en hann var metnaðarfullur og annars væri ferill hans enn tor- skildari en raun ber vitni. Það reyndist mörgum erfitt að skilja Ragnar Jónsson og átta sig á framferði hans. Þetta stafaði af því að þeir bjuggu sér til mynd af honum í eigin þágu, í þeirri fjarskalega mannlegu von að hafa gott af þessum örláta manni, sem virtist endilega þurfa að koma peningum í lóg. Menn gátu snúið á hann einu sinni eða tvisvar en varla oft. En með þessu móti varð 1904/1984

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.