Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLl 1984 15 síðari árin að sjá stefnu sína i þessum efnum á undanhaldi fyrir sívaxandi afskiptum hins opin- bera af menningarmálum. í fjölda ára átti ég nánara sam- starf og samskipti við Ragnar en nokkurn annan mann mér óvanda- bundinn. Þá kynntist ég óvenju- legum hæfileikum hans, þar sem saman fór andlegt fjör, skarp- skyggni og manngæzka. Ragnari var aldrei sama um neitt. Ahugi hans á framgangi allra góðra mála var takmarkalaus, réttsýni hans óbrigðul og dómgreindin skörp. Hann var manna umburð- arlyndastur gagnvart veikleikum annarra, jafnvel þeim veikleikum, sem honum voru sjálfum fjærstir. Umburðarlyndi hans náði þó ekki til manna, sem honum fannst gera sig bera af óheilindum, og gat hann verið þykkjuþungur í þeirra garð. Að eiga vináttu Ragnars var á hinn bóginn eins og að standa á bjargi. Slík var vissan um það, að hann mundi aldrei bregðast, aldr- ei hika við að rétta hjálparhönd, aldrei hugsa um eigin hag, ef hann vissi, að aðrir þyrftu á fulltingi hans að halda. Þegar slikur maður er burtu kallaður, er eftir skilið skarð, sem aldrei verður fyllt. Það hefur verið mikil hugraun vinum Ragnars að sjá þennan sterka stofn beygðan og loks brot- inn af hörðum sjúkdómsraunum. í þeirri baráttu brást hvorki karl- mennska hans sjálfs né umönnun og styrkur Bjargar, konu hans, sem staðið hefur við hlið hans öll þessi ár, jafn fús og hann að fórna sínu fyrir annarra hag og sætta sig við kröfur og lífshætti manns, sem aldrei unni sér hvildar. Án hennar hefði Ragnar aldrei risið eins hátt og hann gerði i lífi sínu og starfi. Með Ragnari Jónssyni finnst mér ég ekki aðeins kveðja góðan vin og einn mesta og bezta mann, sem ég hef kynnzt, heldur oddvita heillar kynslóðar afreksmanna í islenzkum menntum og þjóðlífi. Þvi að Ragnar var með ótrúlegum hætti trúnaðarvinur og aflgjafi flestra þeirra manna, sem hæst hafa lyift íslenzkum listum og menningu um hálfrar aldar skeið. Jóhannes Nordal arfélagsins og Hljómsveitar Reykjavíkur, sem var undanfari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Tónlistarlífið blómstraði vegna einstakrar elju og bjartsýni Ragn- ars. Ragnar vann mikið starf fyrir íslenska myndlist. Hann kynntist vel helstu myndlistarmönnum þjóðarinnar, styrkti þá með myndakaupum og kynnti þá með útgáfu fagurra listaverkabóka og listaverkaeftirprentana og þrosk- aði um leið listsmekk þjóðarinnar. Ragnar var stórhuga í listaverka- kaupum sem og öðru, sem hann tók sér fyrir hendur. Listaverka- safn hans óx jafnt og þétt I gegn- um árin. Með gjafabréfi, sem Ragnar af- henti Alþýðusambandi íslands hinn 17. júní 1961, var grunnurinn. lagður að stofnun Listasafns ASÍ. 1 upphafsorðum þess segir. „Ég hef í meira en þrjá áratugi safnað listaverkum eftir íslenska málara, Foreldrar Ragnars: Gudrún Jóhannsdóttir og Jón Finarsson. Æskuheimili Ragnars: Mundakot i Ejrarbakka. Myndin er tekin 1923. Ragnar í Smára er látinn. Með honum er genginn stórbrotinn og eftirminnilegur hugsjónamaður, maður sem mjög hefur sett svip sinn á öldina og víða markað djúp spor. Ragnar varð þjóðsagnaper- sóna í lifanda lífi. Ragnar fæddist i Mundakoti á Eyrarbakka 7. febrúar 1904, sonur Jóns Einarssonar, útvegsbónda og hrstj. í Mundakoti, og konu hans, Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Mundakoti. Árið 1920 settist hann í Verslunarskólann og að námi loknu réðst hann til Smjör- líkisgerðarinnar Smára, sem hann var jafnan kenndur við. Snemma kynntist Ragnar Erlendi í Unu- húsi og helstu straumum menn- ingarlífsins í höfuðborginni. Helstu skáld, rithöfundar, tónlist- armenn og myndlistarmenn þjóð- arinnar urðu honum nákomnir, og þá studdi hann til dáða af stórhug. Ragnar rak umfangsmikla bóka- útgáfu og kom á framfæri verkum yngri skálda og rithöfunda auk þess sem hann gaf út verk helstu rithöfunda þjóðarinnar. Hann var einn af helstu hvatamönnum að stofnun Tónlistarskólans, Tónlist- og ákvað fyrir tveim áratugum að Helgafell skyldi koma á fót vísi að alþýðulistasafni, er væri sjálfstæð stofnun líkt og Tónlistarfélagið gerði í sinni grein. Myndir þessar hef ég flestar keypt af listamönn- unum sjálfum utan sýninga, feng- ið þær að gjöf eða sem greiðslu fyrir myndsölu. Ég hef í aldar- fjórðung staðið í mjög nánu sam- bandi við flesta hinna eldri mál- ara og því oft átt kost á að velja úr myndum þeirra. Myndir þessar hef ég ákveðið að gefa samtökum íslenskra erfiðismanna, fyrir hönd þeirra Alþýðusambandi fslands, í minningu Erlends Guðmundsson- ar í Unuhúsi." Miðstjórn Alþýðubandalagsins samþykkti á fundi sínum 22. júní 1961 með öllum greiddum atkvæð- um að þiggja þessa stórhöfðing- legu og dýrmætu gjöf Ragnars. Þann 4. júlí sama ár var svo opnuð sýning á meginhluta verkanna í Listamannaskálanum við Kirkju- stræti í Reykjavík. Þar afhenti Tómas Guðmundsson skáld fyrir hönd gefanda Alþýðusambandinu hina miklu gjöf, 120 úrvals lista- verk eftir okkar fremstu mynd- listarmenn. En Ragnar lét ekki sitja við listaverkagjöfina eina. Hann réð Björn Th. Björnsson, listfræðing, til að rita sögu íslenskrar mynd- listar á 19. og 20. öld. Skyldi ágóð- anum af sölu hennar varið til að koma upp húsi yfir safnið. Fyrra bindi þessa einstæða ritverks „ís- lensk myndlist á 19. og 20. öld“ kom út vorið 1964, en hið siðara 1973. Fyrstu árin var safnið í leigu- húsnæði, fyrst á Laugavegi 18, en síðar á Laugavegi 31, þar sem safnið var hýst til haustsins 1978, að það fékk skrifstofu- og geymsluaðstöðu á Grensásvegi 16. Þar var síðan innréttað sýn- ingarhúsnæði fyrir Listasafnið sem var vígt á afmælisdegi Ragn- ars hinn 7. febrúar að viðstöddu miklu fjölmenni. Safnið var síðan formlega opnað í hinum nýju húsakynnum 1. maí 1980 með yfir- litssýningu á verkum Gísla Jóns- sonar. Listaverkaeign safnsins hefur jafnt og þétt vaxið, því hafa borist margar góðar gjafir, frá myndlist- armönnum og öðrum velunnurum, og mörgum verkum hafa þau hjón, Ragnar og Björg, bætt við frum- gjöfina. Listaverkaeign safnsins er nú að nálgast tvö þúsund verk. Starfsemi safnsins hefur mjög mótast af starfi Ragnars fyrir myndlistina. Auk sýninga í sal- arkynnum safnsins efnir safnið reglulega til vinnustaðasýninga um land allt, og eru að jafnaði um tuttugu sýningar uppi hverju sinni. Safnið hefur ráðist í útgáfu á litskyggnuröðum til kynningar á íslenskri myndlist. Haustið 1982 hóf Listasafnið samvinnu við Lög- berg-bókaforlag um útgáfu lista- verkabóka í ritröðinni „íslensk myndlist". Það þótti sjálfsagt upp- haf útgáfunnar að kynna frumgjöf Ragnars til Alþýðusambandsins, því þar eru saman komnar margar af helstu perlum íslenskrar myndlistar á fyrri hluta þessarar aldar. í þessari bók, „Ragnar í Smára", skráir Ingólfur Mar- geirsson viðtöl við fjórtán sam- ferðamenn Ragnars um kynni þeirra og samstarf við hann. Með bókinni er ekki gerð tilraun til að segja sögu Ragnars, fyrir eina slíka bók er Ragnar einfaldlega of stór, en hún var tilraun til að varpa nokkru ljósi á þennan ein- stæða velgjörðamann íslenskra listamanna. Síðan hafa Listasafn- ið og Lögberg-bókaforlag gefið út tvær aðrar listaverkabækur, um Eirík Smith og Jóhann Briem og fleiri eru á leiðinni. Á sjötugsafmæli Ragnars ákváðu stjórn Listasafns ASÍ og miðstjórn ASÍ að láta stækka listaverkið „Kríuna" eftir Sigur- jón ólafsson, sveitunga Ragnars, sem þakklætisvott fyrir hina dýrmætu listaverkagjöf. Þann 11. janúar 1981 var „Krían“, tákn flugs og frelsis, afhjúpuð í landi Mundakots, fæðingarstaðar Ragn- ars. Halldór Laxness lýsir Ragnari einkar vel í bókinni „Ragnar í Smára“: „Ragnar hefur einhverja djúprætta samúð með mannlegu lífi. Hann hefur ekki getað lifað öðruvísi en styrkja það sem hann hefur verið sannfærður um að væri gott. Þetta hefur verið aflvél- in í persónuleik hans. Þau verk sem hann hefur unnið islenskri endurreisn hefði enginn annar getað unnið. Menn eins og Ragnar eru tilviljun; nánast eitthvert happ í mannlegu félagi.“ Björgu Ellingsen, börnum og öðrum ástvinum vottum við sam- úð okkar. Minning Ragnars í Smára mun lengi lifa. F.h. Alþýðusambands íslands og Listasafns ASÍ, Ásmundur Stefánsson, Þorsteinn Jónsson. Yfirlætislausari mann en Ragn- ar Jónsson var vart hægt að finna, engan mann þar sem betur færi saman hæverska í háttum og dagfari, jafnframt sannri höfð- ingslund og drengilegum stórhug. Hann verður ein af furðulegustu goðsögnum tuttugustu aldar í Reykjavíkurborg þessi maður óvenjulegra fjárráða sem lengst af var á ferli í óbreyttum jeppa inn- an um alla dýrindisbíla efnafólks- ins, og sýknt og heilagt í ótal er- indum til að hlynna að menning- arlífi þjóðar sinnar, hvort heldur var í bókmenntum, tónlist eða myndlist. Ragnar Jónsson lét sér líka oft og einatt annt um allt sem mætti til varnar verða vorum sóma þeg- ar útlenda menningarfrömuði bar að garði á íslandi. Hann bauð mörgum slíkum mönnum hingað heim á sinn kostnað og veitti þeim höfðinglegar viðtökur — en um höfðinglega gestrisni við innlenda sem útlenda voru þau hjónin Ragnar og Björg Ellingsen ævin- lega fallega samhent. Enda þótt engum væri fjær skapi en Ragnari Jónssyni að girnast ytri virðingarmerki eða vegtyllur þá held ég að honum hafi verið í blóð borið að finnast hann líkt og vera annar mennta- málaráðherra landsins, til viðbót- ar við hinn sem fyrir var hverju sinni. Það má segja um áhuga Ragnars Jónssonar á menning- armálum íslands líkt og Hannes Hafstein orti um afskipti Jóns Sigurðssonar af hag landsins: Allt hið smæsta og allt hið stærsta, aílt hið fjærsta og hendi næsta, allt var honum eins hið kærsta ef hann sá þar lands sins gagn. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.