Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 5 Björn og Margrét Björnsson. (ijósm. Mbi. Júliua) Ræðismaður og stríðs- fréttaritari snýr aftur Hér i landi er nú staddur Björn Björnsson, en hann hefur verið ræð- ismaður fslands í Minneapolis í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum í rúm þrjátíu ir og er því mörgum íslendingum að góðu kunnur ekki síður en bræður hans, þeir Hjilmar, sem nú ert litinn, Jón og Valdimar, fyrrverandi fjirmilariðherra Minnesota. „Ég hef ekki komið hingað sl. sextán ár og finnst breytingarnar með ólíkindum, sérstaklega hvað byggðin í Reykjavík hefur þanist út,“ sagði Björn, er blm. átti við hann stutt spjall í byrjun vikunn- ar. „Ég ætlaði satt að segja varla að kannast við mig fyrr en ég var kominn niður í gamla miðbæinn. Þar sem áður voru gróin tún og sveitabæir eru nú risin heilu hverfin, sem ég kannast ekkert við.“ Björn talar prýðilega íslensku og virðist engu hafa gleymt á þeim tíma, sem liðinn er frá þvi að hann var hér síðast. „Það gefast nú fá tækifæri til að tala íslenskuna,“ segir hann, „en við bræðurnir Stálfélagið: ÁÆTLAÐ er að Stálfélagið hf. hefji framleiðslu i steypustyrkt- arstáli og grönnu smíðastili næsta vor og verður notast við innflutt hráefni, en brotajárnsframleiðsla mun hefjast i árinu 1986 og er verið að afla tilboða í bræðsluofn. Verksmiðjan verður staðsett við Fögruvík í Vatnsleysustrandar- hreppi. Fyrr í vetur festi Stálfélagið kaup á stálvölsunarverksmiðju í Qvamshamri í Svíþjóð, og hefur hún verið tekin niður og verður sett upp við Fögruvík. Stofnkostn- aður verksmiðjunnar er um 93 milljónir króna og verður hann fjármagnaður með 30 milljóna króna hlutafé, 45 milljóna króna láni frá Norræna fjárfestingar- bankanum í Hálsingfors og 18 milljóna króna leigukaupum á tækjum. Hluthafar Stálfélagsins eru um eitt þúsund, þar af um 300 fyrirtæki. Stærsti hluthafinn verður væntanlega Framkvæmda- sjóður, er leggur til 9 milljónir króna eða 30% hlutafjár. Stálvölsunarverksmiðjan er keypt af Halmstads Járnverk AB í Sviþjóð, sem á tæplega 20% hluta- fjár í Stálfélaginu, og er einn af grípum til hennar þegar við hitt- umst í Minneapolis þó að enskan sé okkur tamari. Við ólumst upp við að tala íslensku hjá foreldrum okkar og föðuramma okkar, Krist- ín Benjamínsdóttir, sem var á æskuheimili okkar í bænum Minniota til dánardags, lærði aldrei að tala ensku og vildi helst ekki heyra hana. Hún snupraði okkur strákana ef hún heyrði okkur tala hana okkar á milli. „Eruð þið nú að tala þessa bann- setta ensku?" sagði hún og því urðum við að tala íslenskuna hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Foreldrar okkar, Gunnar Björnsson og Ágústína Ingibjörg Huldal, voru bæði börn að aldri þegar þau fluttust til Bandaríkj- anna með fjölskyldum sínum 1872 og 1875. f Minniota, þar sem þau hófu búskap, var á þeim tíma og fram eftir öldinni talsverð íslensk byggð, um þúsund manns, þrír söfnuðir og einn prestur og við bræður vorum allir fermdir á ís- lensku." Björn hefur lengst af starfað sem blaðamaður í Bandaríkjunum stærstu framleiðendum steypu- styrktarstáls á Norðurlöndum. Halmstads Járnverk hefur siðustu misserin selt hingað til íslenskra dreifingaraðila um helming þess steypustyrktarstáls sem notað er hér á landi. og einnig sem fréttamaður NBC-útvarpsstöðvarinnar í öðrum löndum og það var á vegum henn- ar, sem hann kom fyrst til íslands. „Ég kom til íslands í fyrsta sinn rétt áður en Bandaríkin hófu þátttöku í seinni heimsstyrjöld- inni, haustið ’41, og var hér næstu tvö árin, sem fréttaritari NBC. Það var fullur starfi en ekki alltaf jafn skemmtilegur því ritskoðun- in, sem var við lýði á þessum stríðstímum, gerði manni oft gramt í geði og þær voru margar fréttirnar sem aldrei komust á leiðarenda," segir Björn. „Þaðan hélt ég til London þar sem ég var í eitt ár og síðan til Stokkhólms þar sem ég hitti konuefnið mitt, Mar- greti, sem er með mér hér á ís- landi núna. En ekkert af börnum okkar fjórum hefur komið hingað til lands. Ég er nú orðinn 76 ára og sestur í helgan stein að mestu en íslensk- ur ræðismaður er ég ennþá. Það er þó nokkuð um íslenska námsmenn á þessum slóðum, sem þarfnast ýmiss konar fyrirgreiðslu og svo er maður að reyna að selja ull, fisk og lýsi, en til þess á þetta starf líka að vera. Mér hefur líkað það vel og hef ekki þurft að kvarta undan samskiptum mínum við Is- lendinga, enda sjaldgæft að þeir komi sér í vandræði þar sem ég þekki til. Einu slæmu minn- ingarnar tengjast því, að hafa nokkrum sinnum þurft að til- kynna ættingjum lát ástvina þeirra og slíkt er alltaf erfitt. Ég á fáa nána ættingja á íslandi en góða vini og það er alltaf jafn gott að koma hingað og njóta gestrisni íslendinga, sem er ein- stök,“ sagði Björn Björnsson að lokum áður en hann kvaddi og hélt norður til Akureyrar ásamt konu sinni. H.H.S. Styrkir frá Vestfírðinga- félaginu í Reykjavík 9 EINS OG undanfarin ár verða í ág- úst veittir styrkir úr „Menningar- sjóði vestfirskrar æsku“ til vest- firskra ungmenna til framhalds- náms sem þau ekki geta stundað í heimabyggð sinni. Forgang um styrk úr sjóðnum hafa að öðru jöfnu: I. Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu sína, föður eða móður, og einstæðar mæður. II. Konur, meðan ekki er fullt jafnrétti launa. Ef ekki berast umsóknir frá Vestfjörðum koma eftir sömu reglum Vestfirðingar búsettir utan Vestfjarða. Félagssvæði Vestfirðingafélagsins eru allir Vestfirðir (ísafjörður, ísafjarð- arsýslur, Barðastrandar- og Strandasýsla). Umsóknir þarf að senda fyrir lok júlí og skulu meðmæli fylgja umsókn frá skólastjóra eða öðrum sem þekkir umsækjanda, efni hans og aðstæður. Umsóknir skal senda til „Menn- ingarsjóðs vestfirskrar æsku“, c/o Sigríður Valdemarsdóttir, Njáls- götu 20,101 Reykjavik. Á síðasta ári voru veittar 27 þúsund krónur til fjögurra vest- firskra ungmenna. I stjórn sjóðsins eru Sigríður Valdemarsdóttir, Þorlákur Jóns- son og Guðrún Jónsdóttir. Framleiðsla hefst næsta vor HVAR eru stjömumar þínar? Verlö velkomln STJÖRNUSREKÍ_ lÍQSTÖDÍ Laugavegi 66, sími 10377. Þú ert ekki fædd(ur) undir áhrifum aöeins einnar stjörnu heldur margra eins og sjá má á þessu stjörnukorti Gústafs Agnarssonar, fyrrverandi Noröurlandameistara í lyftingum. Hann á sameiginlegt meö mörgum afreksmönnum í íþróttum aö hafa Mars í hágöngu, svo sem rann- sóknir franska tölfræðingsins M. Gaugelins hafa sýnt fram á. Hvað getur stjörnuspekin gert fyrir þig? Þú getur notaö stjörnuspeki sem sjálfskönnun- arspegil, ekki til aö fá endanleg svör við spurning- um þínum, heldur viömiöanir sem þú getur sjálf(ur) unniö út frá. Þú getur spurt: Hvert er sjálf mitt og grunntónn? — Er ég í góöum tengslum viö sjálf mitt og hvernig beiti ég vilja mínum? — Hverjar eru tilfinningalegar gunnþarfir mínar? — Hvers konar daglegt lífsmunstur á best viö mig? — Hvernig beiti ég hugsun minni? — Hverjir eru hæfileikar hugsunar minnar og hvaö þarf ég aö varast? — Hverjar eru ástarþarfir mínar og hvers konar manngeröir eiga best viö mig? — Hvernig er ég í nánu samstarfi og hvaö get óg gert til að mér gangi betur aö umgangast aöra? — Hvernig nýti ég starfsorku mina og inn á hvaða sviö er best að beita henni? — Hvernig beiti ég kynorku minni? — Hverjar eru lífsskoðanir mínar og þjóöfélagshugmyndir? — Hver eru markmiö mín og hvar liggur helsti vaxtarbroddur minn? — Á hvaöa sviðum liggja helstu veikleikar mínir og hömlur og hverju vil ég breyta og hvaö vil ég bæta i fari mínu? — Hver er ábyrgö mín gagnvart sjálfum mér og öörum? — Hvaöa hæfileikar mínir liggja ónýttir? Gunnlaugur Guð- mundsson stjörnu- spekingur er á staðnum og túlkar stjörnukortið þitt. Viö tölvukeyrum mjög full- komin stjörnukort og túlk- um þau. Einnig höfum við úrval bóka um stjörnuspeki og sjálfskoö- anir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.