Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLl 1984 29 Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Náttúruskodunar- og söguferð um Gerðahrepp Úr fjörunni f Garöinum. Gamalt hús á sjávarkambinum sem er að láta undan sjávargangi. Nokkur ár eru síðan hstt var að búa í því. Morgunblaðid/ Arnór í ferðaröðinni „Umhverfið okkar", 4. ferð, fer NVSV, Nátt- úruverndarfélag Suðvesturlands, náttúruskoðunar- og söguferð um Gerðahrepp (Garðinn og Leiruna) laugardaginn 21. júlí. Farið verður frá Norræna húsinu í Reykjavík kl. 13.30 og kl. 14.45 frá Dvalar- heimili aldraðra í Garðinum. Áætlað er að ferðinni ljúki við Dvalarheimilið kl. 18.00—19.00. Til Reykjavíkur verður komið milli kl. 19.00 og 20.00. Fargjald er 200 kr. en frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Allir velkomnir. Leiðsögumenn verða Þórdís Ólafsdóttir jarðfræðingur sem fjallar um jarðfræði svæðisins. Ingibjörg Svala Jónsdóttir líf- fræðingur ræðir um gróðurfarið. Áhugafólk um sögu og örnefni svæðisins mun miðla okkur af fróðleik sínum í ferðinni. Einnig fáum við gesti í bílinn til okkar. Fyrst verður farið niður að Gerðum, þar er talið vera eitt elsta hús byggðarinnar, einnig verður Gerðavör skoðuð. Þaðan ekið í hlaðið á Útskálum og Út- skálakirkja skoðuð. Litið á gróður við Síkin. Á leiðinni í Útgarðinn verður komið að Skagagarðinum, ævafornu mannvirki. Notið verður útsýnisins úr Garðskagavitanum og þaðan gengið út að gamla vit- anum og út á Garðskagaflös. Skoðað verður þar fugla- og fjöru- líf. Síðan ekinn Inngarðurinn í Leiruna framhjá Elínarstekk að Gufuskálum. Þar litið á minjar um gamalt útræði. Þaðan sér yfir í Kóngsgerði, Vesturkot og Haust- hús. Þá verður komið við á Stóra- Hólmi. Þaðan sér til Leiruhólma, Hrúðursness og Bergvíkur. Ekið verður út á Hólmsberg og fuglalíf, gróður og jarðfræði bergsins kynnt. Þá er ekið aftur að Garð- vangi og lýkur leiðsögn þar. í leiðinni lítum við á umhverfi tveggja fyrirtækja þar sem um- gengni er til fyrirmyndar, einnig lítum við á óvenju fallegan garð við eitt íbúðarhúsið. Rætt mun verða um, svo eitt- hvað sé nefnt, fjörumóinn út á Garðskaga, berglögin í Hólms- berginu, uppruna yfirborðsbergs- ins, sjávarrof og mannvirkjagerð í dag, gróðurfarseinkenni svæðisins og ræktun áður fyrr, en þarna hafa farið fram einar stórvirkustu ræktunarframkvæmdir sem um getur hér á landi, þ.e. akuryrkjan vestan Skagagarðsins til forna og kartöfluræktun landsstjórnarinn- ar á fyrristríðsárunum. Einnig verður fjallað um upphaf byggðar í Leirunni og Garðinum, mannlíf þar fyrr á öldum, mannvistar- minjar frá fyrri tíð, örnefnasöfn- un og náttúruminjar, könnun og varðveislu þessa f framtíðinni. Kaflar rifjaðir upp úr sögu menn- ingar- og prestsetursins á Útskál- um. (Frá NVSV.) Minning: Guðbjörg Sigurðar- dóttir frá Selalæk Fsdd 12. maí 1896. Dáin 5. júní 1984. Dugmikil sómakona hefur kvatt þennan heim. Hún fæddist í Helli í Ásahreppi, dóttir hjónanna Ingi- gerðar Gunnarsdóttur frá Kirkju- bæ og Sigurðar Guðmundssonar frá Keldum, er fyrst bjuggu í Helli en síðar á Selalæk. Guðbjörg giftist Ingóifi Sig- urðssyni frá Stórólfshvoli. Hófu þau búskap í Helli og bjuggu þar í nokkur ár, en fluttu þá til Reykja- víkur, þar sem Ingólfur stundaði vinnu á vörubíl í upphafi bílaaldar og til dauðadags. Hann lést 9. nóv- ember 1956. Fædd 2. desember 1944 Dáin 28. júní 1984 Föstudaginn 6. þessa mánaðar var vinkona okkar, Svanhildur Hrefna Svavarsdóttir, borin til grafar. Kynni okkar hófust þegar leiðir okkar lágu saman í 1. bekk Gagn- Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis og minningargrcinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaöi, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- oröasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Guðbjörg vann einnig utan heimilis, síðast við kaffi og hreíngerningar hjá LÍÚ. Þau hjónin eignuðust tvö börn: Sverri, sem lést af slysförum, en kona hans var Guðrún Júlíusdótt- ir, ættuð úr Húnaþingi, og er hún einnig látin, og Ingu Sigríði, hún er gift Jóni Ólafssyni, deildar- stjóra. Barnabörnin eru 4 og barnabarnabörnin 10. Á heimili Guðbjargar og Ingólfs nutu ættingjar og vinir höfðing- legrar gestrisni og glaðværðar, sem ekki gleymist. Guðbjörg var heilsugóð og bar ellina með reisn. En síðustu árin voru nokkuð erfið, fræðaskóla Austurbæjar og náin vinátta haldist síðan. Það varð hljótt í vinkonuhópnum þegar hin óvænta harmfregn barst, þar sem Svana lék á als oddi kvöldið áður. Að námi loknu hóf Svana störf hjá Sælgætisgerðinni Freyju hf. Starfaði hún þar um langt árabil við góðan orðstír vinnufélaga og -veitanda. Síðustu árin starfaði hún á Borgarspítalanum. Það er mikil eftirsjá að Svönu. Hún var góð og trygg vinkona, ávallt boðin og búin til að rétta hjálparhönd, þeim sem á þurftu að halda. Við áttum margar ógleymanleg- ar stundir með henni í sauma- klúbbnum, sem við stofnuðum 13 ára gamlar og haldið síðan. Svana okkar skilur eftir sig stórt skarð í hópnum, sem ekki verður fyllt og vitum við það að söknuðurinn verður mikill þegar saumaklúbb- urinn kemur saman að hausti. Við og nú er hún frjáls úr þeim viðj- um. Böggu þökkum við liðna tíð. Guð geymi hana. Frænka d ■ munum ætíð minnast hennar með þökk fyrir trygga og góða vináttu. Svana kvæntist eftirlifand eig- inmanni sínum, Ágústi Haralds- syni, fyrir aðeins tveim árum. Þau höfðu nýlokið við að reisa sér vandað og fagurt heimili að Óðinsgötu 16, Reykjavík. Ham- ingju sem hún fékk alltof stutt að njóta. Við vottum Ágústi okkar dýpstu samúð. Einnig flytjum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til föður hennar, systkina og ann- arra vandamanna. Asdís, Auður, Dúna, Nanna og Sigga. Lokað í dag vegna jaröarfarar RAGNARS JÓNSSONAR, for- stjóra. Bókaútgáfan Helgafell, Víkingsprent hf. Kveðjuorð: Svanhildur H. Svavarsdóttir Vilborg Þjóðbjarna- dóttir — Minning Nú er hún Vilborg Þjóðbjarna- dóttir amma dáin eftir langar leg- ur á Landspítalanum. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór til ömmu og afa upp á Ákra- nes. Þá annaðhvort í pössun eða í heimsókn með mömmu og pabba. Það var einmitt á þessum árum þegar ég lék mér að bílunum hennar ömmu, og alltaf á kvöldin þegar amma var að elda matinn sat ég úti í eldhúsglugga og taldi bátana sem komu að landi. Þegar ég varð eldri og hætti að leika mér að bílunum og horfa á bátana varð mér ljóst hvað hvíldi mikill friður yfir heimili ömmu og afa. Það var alltaf gott að koma til þeirra bæði upp á Akranes og í Jökulgrunn. En bestu minningarnar með ömmu á ég þegar við sátum saman við eldhúsgluggann á Vesturgöt- unni og hún kenndi mér öll nöfnin á bátunum sem komu að landi. Seinni árin fóru veikindin að herja að henni en alltaf tók hún vel á móti mér því amma vildi láta öllum líða vel á sinu heimili. Það fór enginn frá henni ömmu nema að fá örlítinn bita eins og hún sagði alltaf. Minningin um hana ömmu á eft- ir að fylgja mér um allt og geym- ast í huga mér því hún amma vai svo sterk og mikil persóna. Áfram þokast lífsins leið þó lítið gangi á stundum en áfram rennur æviskeið allt að loka fundum. (V.Þ.) Siggi. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vlnáttu viö andlát og útför eiginkonu mlnnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, MAGNEU GUORÚNAR JENSDÓTTUR, Heiöarvegi 6, Keflavfk. Guö blessi ykkur öll. Hjörtur Þorkelason, Jóhann Hjartaraon, Sigríöur Jónsdóttir, Helgi Hjartarson, Katrfn Láruadóttir, Hjördfa Hjartardóttir, Roynar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað vegna jaröarfarar RAGNARS JÓNSSONAR, for- stjóra, föstudaginn 20. júlí frá kl. 12.00. Smjörlíki hf., Sól hf. Lokað vegna jaröarfarar RAGNARS JÓNSSONAR, for- stjóra, í dag frá kl. 13—16. Verslun O. Ellingsen hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.