Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLl 1984 7 Eldtraustir tölvugagnaskápar © Rosengrens Tölvugagnaskápar eru sérstaklega framleiddir til að vemda allar gerðir tölvugagna, svo sem diskettur, segulbönd og seguldiska. Geymið viðkvæmustu og verðmætustu upplýsingar fyrirtækisins í öruggum skáp. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRDI — SIMI 51888 PENTIK PELSINN Kirkjuhvoli - sími 20160 i KteíkMiHií? Öfgamenn í Dagsbrún Á almennum fundi verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem haldinn var síðastliðið miðviku- dagskvöld f Iðnó, var sam- þykkt tillaga frá Stjórn fé- lagsins um að segja upp kaupliðum samninga, frá og með 1. ágúst næstkom- andi. Tillagan var sam- þykkt með ölhim greiddum atkvæðum, en um sextíu félagsmenn sóttu fundinn. Hér verður ekki á það deilt hvort rétt hafi verið að segja upp samningum, heldur aðeins á það bent að eðlilegt getur það varla talist að um 1% félaga Dagsbrúnar taki jafn af- drífaríka ákvörðun og upp- sögn samninga er, fyrir hönd hinna 99% verka- manna, sem fjarstaddir voru. En það var einnig sam- þykkt önnur tillaga á Dagsbrúnarfundinum og var Pétur Tyrfingsson fhitningsmaður hennar. Með samþykkt hennar var stjórn félagsins falið að undirbúa og skipulcggja aðgerðir í kjarabaráttunni og beita sér fyrir samstöðu um verkfallsaðgerðir innan Verkamannasambands ís- lands. Aðeins einn grciddi atkvæði á móti tillögunni, en í byrjun voru það fáir sem gáfú merki um sam- þykki, þangað til Guð- mundur J., er var þungur á brún, tók niður gleraugun og sveiflaði þeim einn hring og rétti silalega upp hönd og sagði: „Ætli mað- ur sé ekki sammála, en til- lagan er voðalega klaufa- lega orðuð." Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á Guðmund J. Guðmundsson sem formann félagsins og hafði Pétur Tyrfingsson sig mjög í frammi og er Ijóst að hann og öfgasinnaðir skoð- anabræður hans stefna að yfirtöku í Dagsbrún. Guð- mundur J. á undir högg að sækja, enda hefur verka- fýðsarmur Alþýðubanda- lagsins einangrast og er reynt að halda honum úti í kuldanum þegar hans er ekki þörf. Og fundurínn á miðvikudagskvöldið var aðeins framhald á Austur- bæjarbíósfundinum sl. febrúar, þegar Pétur Tyrf- ingsson, ásamt Fylkingar- 99% ffélagsmanna haffa ekkert að segja í Staksteinum í dag er fjallaö um fund Dagsbrúnar síðastliðið miðvikudagskvöld, en þar var samþykkt aö segja upp sam- ningum. Og enn einu sinni þurfti Guðmundur J. Guömundsson að lúta í laegra haldi fyrir Fylkingarmönnum. Þá er einnig vitnað í viðtal Þjóöviljans viö Þuríði Pétursdóttur, forustukonu Alþýðubandalagsins á ísafirði, en þar ýjar hún aö því aö landsbyggöarailaballar segi sig úr flokknum. deild Alþýðubandalagsins, lagði gamla manninn að velli í snarpri gh'mu er þeir háðu. Sama sagan gerðist í Iðnó. ! stað þess að berjast við hina öfgasinnuðu Fylk- ingarfélaga, kaus Guð- mundur J. að gefa eftir og samþykkja tillögu Péturs Tyrfingssonar, þrátt fyrir að hafa varað við verkfalLs- aðgerðum án gaumgæfi- legrar athugunar. Klofningur innan Alþýðu- bandalagsins f gær birti Þjóðviljinn viðtal við Þuríði Péturs- dóttur, bæjarstjórnarfull- trúa Alþyðubandalagsins á ísafirði og formann bæjar- ráðs. Af orðum Þuríðar má ráða að alþýðubandalags- menn á landsbyggðinni séu mjög ósáttir um stefnu og störf forustumanna þess. Þuríður segir meðal ann- ars: „Við erum annars ekk- ert par hress með Alþýðu- bandalagið. Það er margt smátt sem hefur hlaðist upp, og mér finnst einsog þetta krístallist i umræðu um kosningalög. Þetta eru tveir pólar, suðvesturhorn- ið og landsbyggöin; það eru ólík sjónarmið, ólíkir hags- munir, annar lífsstfll jafn- vel og eftilvill aðrar hug- sjónir, — og þetta kemur vel fram í kríngum þessar stjórnarskrárbreytingar. Við landsbyggðarmenn I flokknum samþykktum aö breyta þessu til að rétta hhit suðvesturhomsins og ná jafnvægl En það sem við samþykktum var fast- bundið og ákveðið fýrir- komulag um kosningaregl- ur og högun þingsæta. Mér finnst núna að það sé verið að koma aftan að okkur, — nú á allt í einu að fara að breyta þessu aft- ur. Það sem við samþykkt- um á að vera orðið úrelt, mér sýnast forustusauðirn- ir fyrir sunnan vera á því. Það er kannski ekki langt f að menn segi bara takk fyrir og bless. — Verður þá stofnað Al- þýðubandalag landsbyggð- Ég skal ekkert segja til um það. En það má ekki gleyma jafnréttishugsjón- inni. Allt í lagi að jafna kosningarétt, en guð hjálpi mönnum ef þeir halda að jafnrétti sé fólgið í kosn- ingum á fjögurra ára fresti. Jafnrétti er annað og meira. Það felst til dæmis f jöfnum rétti til náms og í því að menn hafi svipað fyrir sig að leggja. Að hafa jafna möguleika á aö koma yfir sig þaki... Hafi menn ekki jafnan rétt til þessara hluta, — þá er ekkert jafnrétti." í gagnrýni sinni beinir Þuríður Pétursdóttir spjótum sfnum ekki síst að Svavari Gestssyni, formanni Alþýðubanda- lagsins, sem er talinn for- ustumaöur þéttbýlisarms Alþýðubandalagsins. Helsti foringi landsbyggð- arhópsins er hins vegar Ragnar Arnalds, sem áreiðanlega harmar ekki að þrengt sé að Svavari Gestssyni. -Staldrið“ við Stekkiarbakka 77 STALDRIÐ nefnist nýr söluskáli, sem reistur hefur veriö og opnaður á gatnamótum Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar í Neðra- Breiðholti í Reykjavík. í Staldrinu verða til sölu allar venjulegar „söluturnsvörur" og einnig er boðið upp á kaffi, frosnar kartöflur, G-mjólkur- vörur, ávaxtasafa og fleira, að því er segir m.a. í fréttatilkynn- ingu. Það er hlutafélagið Stekkur sem rekur Staldrið við Stekkj- arbakka. Aðaleigendur eru Þór- arinn Ragnarsson og Anders Hansen og er Þórarinn fram- kvæmdastjóri félagsins. Fram- kvæmdir við húsið hófust í apr- ílmánuði síðastliðnum, og er það einingahús frá SG á Selfossi, klætt rauðum múrsteini, 163 fermetrar að stærð. Afgreitt er út um fjórar lúgur sem hægt er að aka bifreið að og einnig eru göngudyr á gafli fyrir viðskipta- vinina. Staldrið við Stekkjarbakka er opið alla daga vikunnar til klukkan 23.30 á kvöldin. Staldr- ið opnaði laugardaginn 14. júlí síðastliðinn og fékk fyrsti við- skiptavinurinn fría vöruúttekt og konfektkassa að gjöf frá Staldrinu segir í fréttinni frá Stekk hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.