Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 1
96 SIÐUR **gunI>IaMfe STOFNAÐ 1913 166. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýjar upp- götvanir á eðli hvítblæðis Ua Aageles, BoMon. 21. júlí. AP. RANNSÓKNIR vísindamanna í Los Angeles annars vegar og Boston hins vegar á eðli hvítbheðis hafa valdið þitttaskilum í þekkingu cnanna i þessum sjúkdómi. Hafa vísindamennirnir komist að því hvernig hvítblæðisveira stýrir erfðaþáttum blóðfruma og telja að það kunni að útskýra að einhverju leyti starfsemi skyldra fruma, sem valda AIDS, áunninni ónæmisbæklun. Segja vísindamennirnir að veir- ur þessar eyðileggi lykilþætti hvítu blóðfrumanna og annað hvort flýti fyrir frumufjölgun eða stöðvi. Hvftblæðiveiran veldur mjög örri frumufjölgun en AIDS- veiran stöðvar fjölgun ákveðinna hvítra blóðfruma og veldur jafnvel dauða þeirra. Rannsóknin er of skammt á veg komin til að hægt sé að sjá fyrir leiðir til að koma í veg fyrir krabba af völdum veiru eða AIDS. En niðurstöðurnar kunna að leiða menn skjótar á áfangastað í leit- inni að bóluefni sem dugar við sjúkdómum þessum. Þá uppgötvuðu vísindamenn í Los Angeles að krabbavaldandi gen framleiðir eggjahvítuefni, sem kemur af stað og ýtir undir ákveðna tegund hvítblæðis, CML-hvítblæði, sem er krabbi í beinmerg. Sérfræðingar segja uppgötvunina „þáttaskil" í lækna- vísindunum. Eldflaug hæfði sovéska sendiráðið Beirét, 21. jilí. AP. DRÚSAR og kristnir falangistar skiptust á fallbyssuskotum í fjollun um suður af Beirút í nótt, þá þriðju í rðð sem ófriður geisar þar, en það eru síðustu forvöð, því báðir aðilar hafa samþykkt að stjórnarhtrinn yf- irtaki stöðvar þeirra og er unnið að því um þessar mundir. Sovéska sendiráðið í Beirút varð fyrír eld- flaugaáris í dag, en manntjón varð ekkert Eldflaug hæfði sendiráðið, er óþekktur maður skaut henni af húsþaki 100 metra frá sendiráðs- byggingunni. Þaut eldflaugin inn um glugga á þriðju hæð fjögurra hæða hússins og urðu skemmdir miklar, en manntjón ekkert. Áður óþekkt samtök sem kalla sig „Samtök beitta sverðsins" státuðu af verknaðinum og vildu vara 8tjórnvöld í Kreml við því að blanda sér í innanríkismál Liban- ons. Nýprentvél Morfrunblaoio/Friftþjofur Þessi mynd synir nýja prentvél, sem Morgunblaðið hefur tekið í notkun og befnr veríð sett upp í fyrsta áfanga nýs Morgunblaðshúss, sem er í byggingu í nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut Prentun blaðsins í þessari vél hófst sl. þriðjudagskvöld en er enn i tilraunastigi og nokkur tími mun lífta þar til fyllstu gcðum er náð. Um prentvél þessa og þau áhrif, sem hún mun hafa i útgifu Morgunblaðsins, er fjallað í Reykjavfkurbréfi í dag. Samþykkt pólska þingsins: Sleppa 660 pólitískum f öngum innan mánaðar V.rsji. 21. jt.li. AP. PÓLSKA þingið samþykkti í dag með 365 atkvæðum gegn 4, að náða hina 660 pólitísku fanga sem sitja í fangcl.su m landsins. Þar á meðal eru 7 af leiðtogum Sam- stöðu og 4 verkalýðsráðgjafar. Náðanirnar ná m.a. til þeirra Jac- ek Kuron og Adam Michnik og Sleppti öllu gíslum Beirút, 21. júlf. AP. FLUGRÆNINGI rændi Boeing 704-farþegaþotu i leið fri Abu Dhabi til Beirút í morgun og hélt 151 farþegum og áhafnarmeðlim- um í gíslingu í nokkrar klukku- stundir uns hann sleppti öllum I fyrstu var talið að ræningj- arnir væru þrír, en hið sanna kom í ljós eftir að lögreglumenn í Beirút höfðu talið hann á að sleppa gíslunum á Beirút-flug- velli, en þar lenti þotan eftir að yfirvðld í Sýrlandi hðfðu synjað um lendingarleyfi f Damaskus. Vildi ræninginn þá halda til Abu Dhabi, en vegna eldsneytisskorts varð Beirút ofan á. Ekki hefur verið látið uppi um þjóðerni eða kröfur ræningjans, en hann veif- aði molotof-sprengju ófriðlega meðan á aðgerðum hans stóð og stóð fólki mikill stuggur af þvf. tveggja annarra Samstöðuráð- gjafa, en réttarhöldum yfir þeim var frestað í síðustu viku. Eugenia Kempara, varaforseti þingsins, greindi frá því að stjórn- völd vildu með náðunum „gefa þeim sem afvega hafa verið leiddir ný tækifæri til að vera góðir og gegnir borgarar". Sagði hún einn- ig, að náðanirnar næðu ekki síður til þeirra, sem hefðu áformað að bylta pólska stjórnkerfinu með valdi, en minni háttar pólitiskra fanga. Kuron og félagar voru ein- mitt sakaðir um slík byltingar- áform. Frú Kempara sagði á hinn bóginn að landráðamönnum og njósnurum yrði ekki sleppt, náð- anirnar næðu hins vegar til þús- unda venjulegra afbrotamanna sem ekki teldust hættulegir og yrði öllum sleppt „innan 30 daga". Það vakti athygli, að Jaruzelski hershöfðingi var ekki til staðar til að greiða atkvæði með eða á móti. Vestrænir stjórnarerindrekar, svo og pólskir 8tjórnarliðar fullyrða þó að hann hafi verið hlynntur náðununum. Haft var eftir Jaruz- elski í Tass, að efnahagsþvinganir Vesturlanda væru afar bagalegar fyrir Pólverja. Sérfræðingar segja ekki þurfa ríkt ímyndunarafl til að sjá hvað Jaruzelski vill fá i staðinn fyrir náðanirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.