Morgunblaðið - 22.07.1984, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1984
*
Eg harma bar-
dagagleði fram-
kvæmdastjórans
— fréttatilkynningar hans sendar út án
vitundar framkvæmdanefndar, segir Bjöm
Dagbjartsson, stjórnarformaður hennar
„ÉG HARMA þá bardagagleði, sem
að undanförnu hefur komið fram hjá
framkvaemdastjóra Rannsóknaráðs
ríkisins. Það þjónar engum tilgangi í
þessu sambandi að vera að stofna til
deilna við Félag íslenzkra iðnrek-
enda. Þetta eru fréttatilkynningar
framkvæmdastjórans sjálfs. Fram-
kvæmdanefnd ráðsins hefur ekkert
af þeim vitað fyrr en þær hafa verið
birtar," sagði Björn Dagbjartsson í
samtali við Morgunblaðið.
Björn Dagbjartsson er formaður
stjórnar framkvæmdanefndar
Rannsóknaráðs, sem er starfandi
stjórn þess. Björn sagði ennfremur,
að þær fréttatilkynningar, sem
framkvæmdastjórinn hefði sent
frá sér, fyrst um það, að íslenzk
iðnfyrirtæki legðu lítið fé til rann-
sókna og síðar svör við gagnrýni
formanns FÍI, hefðu verið sendar
út án vitundar framkvæmdanefnd-
arinnar. Honum hefði borizt fyrri
fréttatilkynningin tveimur dögum
eftir að hún hefði komið í útvarp-
inu og meirihluti nefndarmanna
hefði einnig fengið hana eftir birt-
ingu í fjölmiðlum. Sömuleiðis hefði
hann fyrst séð svör framkvæmda-
stjórans við gagnrýni formanns FÍI
birt í Morgunblaðinu í gær, laug-
ardag.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri SH:
Á við offjölgun togara
vegna aðgerða síðustu
stjórnar, ekki þessarar
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
cftirfarandi yfírlýsing frá Eyjólfi ís-
feld Eyjólfssyni, forstjóra SH, vegna
fréttar, sem eftir honum var höfð í
blaðinu á föstudag og ummæla
Þorsteins Pálssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, þar að lútandi í
Morgunblaðinu í gær.
„Ummæli min eru afbökuð eins
og hverjum meðalgreindum manni
ætti að vera ljóst. Það stendur þó
óhaggað, sem ég sagði, að nú eru
að koma í ljós gerðir síðustu ríkis-
stjórnar vegna offjölgunar í tog-
araflotanum. Núverandi ríkis-
stjórn hefur ekkert gert.
Halldór Ásgrímsson er bæði of
góður maður og vaxinn úr þeim
jarðvegi, að ég hlýt að vorkenna
honum það hlutverk að þurfa að
kasta rekunum á fjölda fyrirtækja
i sjávarútvegi um Iand allt vegna
misskilinnar „fastgengisstefnu".
Að því er glerhús varðar, er ég
reiðubúinn að ræða við Þorstein
Pálsson um SH hvenær og hvar
sem er.“
Strandagrunn:
Harðbakur EA og
sovézkt farþega-
skip rákust saman
SKUTTOGARINN Harðbakur EA
303 frá Akureyri og sovézka
skemratiferðaskipið Estonia rákust
saman á Strandagrunni aðfaranótt
síðastliðins laugardags. Talið er að
töluverðar skemmdir séu á togaran-
um, en minni á skemmtiferðaskip-
inu. Engin slys uröu á mönnum.
Vilhelm Þorsteinsson, annar
framkvæmdastjóri Útgerðarfé-
lags Akureyringa, sem á Harðbak,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að tildrög óhappsins væru enn
óljós. Mikil þoka og is hefði verið á
þessum slóðum. Eftir því, sem
hann vissi bezt, hefði sovézka
skipið siglt inn í bakborðssíðu
Harðbaks er hann var að toga, svo
það virtist sem rétturinn væri
Harðbaks megin.
Sovézka skipið var á leið til Ak-
ureyrar og höfðu skipin samflot
þangað eftir áreksturinn. Voru
þau væntanleg þangað um klukk-
an 15.30 í gær og voru sjópróf
fyrirhuguð í gærkvöldi, laugar-
dagskvöld.
Tímaritió „Á veiðum“:
Laxá á Ásum
I TÍMARITINU „Á veiÓum“ koma fram nokkuó athyglisveróar upplýsingar
um bestu veiðiár landsins. Þar er reiknað út hve margir laxar komu á hverja
stöng á dag úr helstu laxveiðiám landsins, annars vegar á tímabilinu
1976—1983 og hins vegar árið 1983.
Niðurstöður útreikninganna
eru nokkuð óvæntar, því þær ár
sem hingað til hafa verið taldar
„bestar", svo sem Þverá, Kjarrá,
Norðurá, Grímsá og Tunguá, eru
ekki efstar á blaði. Þessar ár gáfu
1,37—1,54 laxa á dag á hverja
stöng árið 1983. Aftur á móti er
það Laxá á Ásum sem kemur
langbest út. Úr henni komu 5,7
laxar á dag á stöng árið 1983.
Þetta er mun betra en i næstbestu
ánni, sem er Álftá á Mýrum. Úr
henni fengust 2,63 laxar á stöng á
dag að meðaltali árið 1983. 1
þriðja sæti er Úlfarsá (Korpa) í
Mosfellssveit með 2,44 laxa, í
fjórða sæti er Leirvogsá með 2,43
ijtn *inmv e$v \k þemS’ íftýn 5ncci epnr
nn Órmlta böiia í«r
\u* t\t. fombagiÁ
tiv V, Jitg unj bagifj cpr jg«k nroín
^ 4 r Tmna * *$ea\ vir i
^ ' MnnryL tei^i f fuj ueúr ^
‘Mu Ý\T\ v>r moín * }p> % ueúan * prr\
vjrrofiHtyA nefi ééátþa<*tr
Váfc \1n31 \> noi&an tovmg löali^íar pr nr\
a imtu m; paujjböár
la&gHuf fylimt/ íkyftto. fifda|T«|gft
jwípv ðtia fkflfot * l«takHöa uauð> m
jWmimo Hevbi rr^Ag^íotkng úi íbaníunj
teib Tiefh* tn: rinrtm 4r mrrtc \>W)$>
Amastofnun:
Ráðstefna
ÁRNASfTOFNUN gengst fyrir
ráðstefnu um Sturlu Þórðarson
sagnaritara og skáld um næstu
helgi, dagana 28. og 29. júlí. Á
þessu ári eru liðin 700 ár frá and-
láti Sturlu, en hann andaðist í Fag-
urey á Breiðafirði 30. júlí 1284.
Fæðingardagur hans og dánardag-
ur fara saman þar sem hann fædd-
ist á Ólafsmessudag 29. júlí 1214.
Sturla Þórðarson var af ætt
Sturlunga, sonur Þórðar Sturlu-
sonar og Þóru, og var bróður-
um Sturlu
sonur Snorra. Hann ritaði Is-
lendingasögu, sem er stærsta
sagan í Sturlungusafninu og tal-
in er vera stórmerkt heimildar-
rit. Sturla ritaði einnig
svonefnda Sturlubók Landnámu,
sem er elsta gerð þeirrar bókar
er varðveist hefur.
Hann fór nauðugur utan á
konungsfund 1263, en komst
brátt i vinfengi við Magnús kon-
ung Hákonarson, er fól honum
að rita sögu Hákonar konungs
Úr Króksfjarðarbók, aðalhandriti
Sturlunga sögu. í efstu línunum er
lýsing Sturlu Þórðarsonar á vígi
Snorra frænda hans 23. sept. 1241:
(Símun) [knútur bað] Árna höggva
hann, ’Eigi skal höggva’, sagði
Snorri. ’Högg [þú’, sa]göi Simun.
’Eigi skal höggva’, sagði Snorri.
Eftir [það ve]itti Árni honum
banasár og báðir þeir Þorsteinn
unnu á honum.
Hákonarsonar föður síns og síð-
ar sína sögu. Magnúsar saga
lagabætis hefur ekki varðveist
nema að hluta, en Hákonarsaga
er til. Sturla var lögmaður
landsins 1272 til 1276 og norðan
og vestan 1277 til 1282.
Á ráðstefnunni, sem haldin
verður í hátíðasal Háskóla ís-
lands, munu tíu fræðimenn
halda erindi er snerta Sturlu
Þórðarson. Ráðstefnan er öllum
opin. Eftirtaldir fræðimenn
munu halda erindi: Marlene
Ciklamini, prófessor, sem kemur
Þórðarson
frá Bandaríkjunum, Finnbogi
Guðmundsson, landsbókavörður,
Guðrún Ása Grímsdóttir, sagn-
fræðingur, Gunnar Karlsson,
prófessor, Helgi Þorláksson,
sagnfræðingur, Hermann Páls-
son, prófessor við Edinborgarhá-
skóla, Jónas Kristjánsson, for-
stöðumaður Árnastofnunar,
Magnús Stefánsson, lektor í
Björgvin, Stefán Karlsson,
handritafræðingur, og Svein-
björn Rafnsson, prófessor.
Hrossaupprekstur á Auðkúluheiði:
Orðrómurinn byggist
á hófadyn í næturþoku
ORÐRÓMURINN um að einn Svínvetningur hafi þegar rekið stóð sitt á Auð-
kúluheiði þrátt fyrir hrossabann landbúnaðarráðuneytisins, byggist að sögn
Frímanns Hilmarssonar varðstjóra hjá lögregíunni á Blönduósi á því að fólk á
bæ einum í Svínadal heyrði hófadyn og taldi að stóð hefði verið rekið fram
Svínadal í þoku nótt eina fyrir skömmu. Frímann fór I Svínavatnshreppinn til að
athuga þessi mál með skýrslutöku af oddvitanum og fleirum og sagði hann að
þetta hefði ekki upplýstst en myndi væntanlega skýrast upp úr helginni.
Nokkrir Svínvetningar eru
ákveðnir í að reka hross sín á heið-
ina í sumar þrátt fyrir bannið eins
og fram kom í Morgunblaðinu í
gær. Einn þeirra er Einar Hös-
kuldsson bóndi á Mosfelli. Hann
sagði í samtali við blm. Morgun-
blaðsins að í hreppnum væri af-
skaplega hörð andstaða gegn þess-
um aðförum og einnig væri and-
staða gegn þessu um land allt.
Þetta væri bein árás og yrði allt
gert til að brjóta bannið á bak aft-
ur. Sagði hann að með þessu væri
verið að eyðileggja það starf sem
þarna hefði verið unnið í stofnrækt-
un hrossa. I Húnavatnssýslum og
Skagafirði hefðu menn notið þess
að láta stóðin alast upp i frjálsræði
á afrétti og ef það yrði bannað ættu
afleiðingarnar eftir að koma í ljós.
„Við tókum við þessum hrossastofni
af forfeðrunum og ber auðvitað
skylda til að skila honum jafn góð-
um til afkomendanna. Það er eins
og þessi græðgisárátta, að eyði-
leggja alla hluti og þurrausa, eigi
næst að ná til hrossastofnsins sem
hingað til hefur sloppið," sagði Ein-
ar.
Einar á Mosfelli sagðist aðspurð-
ur alls ekki vera uggandi vegna
gróðurfarsins á heiðinni því hann
væri henni gjörkunnugur og hefði
verið það síðastliðin 20 ár. „Hún
hefur aldrei verið betri en í sumar.
Þessar rannsóknir sem gerðar hafa
verið og niðurstöður þeirra eru
mjög tortryggilegar enda hafa
niðurstöðurnar stangast á með eins
eða tveggja ára millibili. Ég tek
ekkert mark á þeim því fénaðurinn
og þeir menn sem fara oft á ári um
þessar slóðir sjá þetta miklu betur,“
sagði Einar Höskuldsson á Mosfelli.
Samrýmist varla lögunum
Segir Gunnar Guðbjartsson um um-
sókn um heildsöludreifingu kartaflna
„ÉG TEL aö þetta samrýmist ekki lög-
unum eins og þau eru og lagabreytingu
þurfí til að af þessu geti orðið,“ sagði
Gunnar Guðbjartsson framkvæmda-
stjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins
er álits hans var leitað á umsókn Hag-
kaups og Eggerts Kristjánssonar um
besta veiðiáin
laxa og í fimmta sæti er svo Laxá
í Kjós með 2,17 laxa á stöng á dag.
Bestu árnar á árunum 1976-
1983 voru Laxá á Ásum með 7,25
laxa á dag á stöng, í ððru sæti var
Blanda með 3,2 laxa, i þriðja sæti
er Miðfjarðará með 2,3 laxa, í
fjórða sæti voru Víðdalsá og Fitjá
með 2,01 lax og í fimmta sæti var
Selá í Vopnafirði með 1,98 laxa á
stöng á dag.
Greininni fylgir listi yfir 42
helstu veiðiár landsins. Uppfylla
þurfti annað af tveimur skilyrð-
um til þess að komast á listann.
Annaðhvort að meðaltalsveiðin á
timabilinu 1976—1983 hafi ekki
verið minni en 250 laxar, eða að
einhvern tíma á tímabilinu hafi
ársveiðin farið upp í 400 laxa.
I greininni kemur fram að i
Laxá í Aðaldal, sem talin hefur
verið ein gjöfulasta veiðiáin,
veiddust ekki nema 0,44 laxar á
hverja stöng á dag árið 1983 og 0,8
á tímabilinu 1976—1983.
leyfi til dreifingar á kartöflum og öðru
grænmeti í heildsölu sem fyrirtækin
settu nýlega fram í bréfum til Fram-
leiðsluráös.
Gunnar sagði að stefnt væri að
fundi í Framleiðsluráði í næstu viku
og yrði málið þá tekið fyrir. Sagði
hann að málið hefði enn ekki verið
skoðað nægilega en það yrði gert og
leitað álits lögfræðinga. Gunnar
sagði einnig að innflutningur fyrir-
tækjanna á kartöflum væri grund-
vallaður á því að ráðherra hefði
einkaleyfi til innflutnings og hefði
gefiö þessum aðilum sérstakt ráð-
herraleyfi. Annað gilti hinsvegar um
dreifingu innlendu framleiðslunnar.
Leiðrétting
í FRÉTT af innflutningi til landsins
fyrstu fimm mánuði ársins í Morg-
unblaðinu í gær féll niður eitt orð
þannig að merking heillar máls-
greinar breyttist.
Var sagt að tölur um innflutning
fynr júnímánuð væru fjarri lagi
miðað við spá Þjóðhagsstofnunar
fynr þetta ár. Hið rétta er að tölur
fyrir júnímánuð, eru ekki fjarri lagi
miðað við spá Þjóðhagsstofnunar