Morgunblaðið - 22.07.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984
7
HUGVEKJA
eftir séra
Guðmund Óskar Ólafsson
„MeisUri — hvar býr þú?“ Jóh. 1:39
Það eru ýmsir, já líklega
fleiri en tölu verður á komið,
sem hafa spurt eftir bústað
meistara síns einhverntíma. í
ritum Sören Kierkegaard má á
einum stað lesa eftirfarandi:
„Hvar er ég? í heiminum?
Hvað merkir þetta orð? Hver
hefur ginnt mig hingað og skil-
ið mig hér eftir? Hver er
ég... ? Hvernig varð ég hlut-
hafi í þessu mikla fyrirtæki,
sem menn kalla veruleika?
Hversvegna á ég að vera hlut-
hafi? ... Og ef ég er tilneydd-
ur, hvar er þá forstjórinn? Ég
leyfi mér að gera athugasemd:
Er kannski enginn forstjóri?
Hvert á ég að snúa mér með
umkvörtun mína?“
Eitthvað ámóta hefur lík-
lega flogið um huga hjá flest-
um, það þarf ekki einu sinni
skakkaföll til í lifinu að hvarfli
að hversu notalegra væri að
vita einhver skil á því hver eða
hvað réði þeim ósköpum að
senda mann inn í þessa veröld.
En þrátt um þessa þörf að vita
til uppruna síns og markmiðs i
för, þá höfum við trúlega öll
uppgötvað að hér þýðir ekki að
skjóta máli til dóms, ekki held-
ur dugir að skrifa Velvakanda,
því svörin verða ætíð legio-
óteljandi, með allskonar lausn-
ir, en enga endanlega og sann-
aða. Það hefur enginn til þess
afl eða auðnu að leiða fram
meistarann eða forstjórann
fyrir lífinu, að við megum á
honum þreifa og krefjast svara
augliti til auglitis. Maður verð-
ur að gjöra svo vel og búa við
það fús eða tregur að fá ekki
að sjá þennan hæstráðanda yf-
ir lífi manns — vel að merkja
ef hann þá einhver er. En
hætta menn þá að leita hans?
Það er ekkert sem bendir til
þess. Fremur að nú sem áður
vilji menn allt til gefa og selja
hvað þeir eiga til að finna.
Meistarans er leitað í töfrum
nýrra og nýrra kenninga og
kerfa sem kenna eiga ham-
ingju og gleði af hinum og öðr-
um toga og ýmsir leita vitandi
eða óafvitandi í heillandi
blossum skammvinnra sælu
stunda, sem sumar hverjar
brenna svo aldrei verður bætt.
En forstjórinn hefur dulist,
hvað sem menn hafa sogað til
sín, teygt sig hátt eða hugsað
djúpt og raunin ætíð orðið sú
að þessi varð niðurstaðan á
einn eða annan veg:
„Ekkert eins takmarkalaust
takmarkað
og hugsunin.*
Hún er óþreytandi og frið-
laus en fær þó aldrei ró í þeim
meistara, sem hún skapar
sjálf.
Meistarinn hefur ætíð
reynst stærri en svo, huldari
en það, að menn gætu litið
hann augum eða hugsað hann
upp á yfirborðið í sínum eigin
krafti. Hver væri hann líka að
mætti og mikilleika, sá sem
stýrir himni og jörðu ef að við
gætum gert hann að þeirri
vasaútgáfu sem okkur þóknað-
ist með þenkingum okkar? Og
hverskonar meistari væri
hann eiginlega, ef að það væru
aðeins þeir, sem hafa djúpu
gáfurnar og kunnáttusamlegu
æfingarnar, sem gætu fundið
hann? Hvers ættu þeir vesal-
ingar að gjalda, sem hann
hefði sent út í lífsveruleikann
svo fátæklega nestaða móts
við aðra, aö geta aldrei til hans
vitað?
Þetta er nú orðinn all rauna-
legur pistill hjá mér, kominn
tími til að lita á bjartari hlið á
málinu. Því hefur stundum
verið kastað fram að kristin-
dómurinn væri barnalegur og
mér hefur í rauninni alltaf lík-
að sú athugasemd vel á sinn
Leitin
mikla
hátt. Þar er nefnilega gert ráð
fyrir að spekingarnir þurfi að
gerast barnalegir til að með-
taka hann og það er langtum
auðveldara heldur en að öll
börnin verði að spekingum.
Þegar menn spurðu um for-
stjórann fyrir lífinu fyrir nær
tvö þúsund árum og þegar
menn spyrja hins sama á
Reyðarfirði eða í Reykjavík á
þessum degi, þá er komið svar
í kristinni boðun af vörum
Jesú Krists: „Ég og faðirinn
erum eitt... Hver sem hefur
séð mig hefur séð föðurinn"
Komið til mín ... Trúið á Guð
og trúið á mig. Hér þarf enga
yfirburða speki framar, engar
æfingar, sem einum eru léttar
og öðrum ófærar, heldur hefur
forstjórinn fyrir lífinu gert sig
kunnan börnum sínum, hefur
látið þekkja sig, vilja sinn,
ljúfleika elsku sinnar og mis-
kunnar á jörðu. Þeir eru grát-
lega margir, sem hafa heyrt
þetta, hafa numið þetta frá
bernsku, en róa stöðugt á önn-
ur mið til leitar að meistara
sínum. Ekki þar fyrir, margt
er fallegt að finna víðsvegar,
en það er bara svo takmarka-
laust takmarkað sem hugsunin
getur borið okkur í átt til for-
stjórans, ef að við höfnum
Honum sem hefur borið him-
ininn á jörðu niður. Víst veit
ég að við lifum á tímum þeirr-
ar fjölhyggju, þegar fast er
haldið að okkur vel auglýstum
hamingjuleiðum af hverskyns
toga og það á vel við um slíkt
er Ólafur Jóhann kveður:
„Þúsund bumbur eru barftar þér við hlift
galdranornir beina að þér gjallandi hljððfæmm
málmkynjaðir tónar setjast að i eyrum þtnum
hinir onJiuryioðu aðngvarar ávarpa þig f sífellu.”
Já, hann er megn slátturinn
í eyrum, sem flytur þann
boðskap að meistarinn sé á
þessu leitinu eða hinu, helst á
hverju horni, nema þar sem
kirkjan er með tíðindin um að
Guð hafi komið til lítilmagn-
ans og látið hann þekkja sig.
Okkur hættir svo til þess að
vilja hafa þetta eitthvað miklu
öðruvísi og finna, eitthvað örð-
ugra, eitthvað sem bara út-
valdir geta aflað sér. Meira að
segja þeir sem trúa á Guð og
telja sig þekkja hann i Kristi
Jesú, þeir eru oft á tíðum ekki
í næmari snertingu en það, að
vera að argast hver út í annan
fyrir blæbrigði í túlkun á
þessu eða hinu. Það er hollt að
rökræða og hafa skiptar skoð-
anir, en engum er það til góðs
og allra sist kristninni að vera
með fjas, sem hneykslar hina
trúarveiku. Það sagði einu
sinni við mig kona eftir að
hafa lesið eitt dellubréfið um
trúmál í lesendadálki dag-
blaðs: „Mikið vildi ég að fólkið
rifist frekar um simaskrána,
það mundi gera minni skaða.“
Hjartanlega var ég henni sam-
mála. Við þurfum nefnilega á
öllu okkar að halda i samstöðu
við að segja frá þeirri stað-
reynd sem ein skiptir sköpum
að meistarinn býr hér, hann er
með oss á jörðu og hefur geng-
ið inn í torkennilegan veru-
leikann með okkur og leyst
okkur frá þeirri sáru spurn i
eitt skipti fyrir öll að efast um
tilgang og mark með þessari
vegferð okkar. Hin sára spurn-
ing er nefnilega ekki nema ein,
hún er þessi: Hver á mig og
stjórnar öllu og hvernig er
hann. Á meðan við spyrjum út
i tómið þá verður svarið svona
— svo ég vitni nú aftur i ólaf
Jóhann:
Einn er að spyrja sjálfan sig
svarar þvf hjartað fáu.
— Það er vfst hætt að hugsa um mig
handan við fjðllin bláu.
En þegar við spyrjum Guð í
nafni Jesú Krists, leitum til
hans í bæn, upplýsumst i orði
hans og vitjum helgunar af
elsku hans, þá erum við orðin
þau börn, já, svo barnaleg að
hann getur gefið okkur þann
hjartans frið sem við þráum og
leitum og vitum hann meistara
og Herra yfir lífi okkar og
veru. Við höfum þá eignast
þann auð í lífsfyrirtækið sem
hvorki mölur né ryð getur
grandað. „Og ef Drottins perlu
dýpst í sál þú geymir/ og
Drottins náð og kærleik aldrei
gleymir/ þig sjálfan geymir
Guð í sínu hjarta."
rkaíi Fj<Z£P***
« stfíSÍgSíg
sinn '
Samanburöur á óvöxtun Júlí 1984
Ávðxtun ééri
T*gund Bindi- Art- 15% 20,0% 25%
rjantiiingar tfmf ivðxtun vöröbótga
Verðtr veöskuldabr. 1-10 ár 11-12,00% verfttr. 28,8% 34,4% 40,0%
Eklri spariskirt 2m-4ár 5,80% + verðtr. 21,7% 27,0% 32,3%
Happdr skuidabr 5m-3ár 8,00% + verfttr. 24,2% 29,6% 35,0%
Ny spariskírt 3ár 5,08% + verfttr. 20,8% 26,1% 31,4%
Gengistr. sparisk. 5ár 9,00% + gengistr. ? ? ?
Rikisvixlar 3 m 25,57% 25,6% 25,6% 25,6%
Banka + sparisj.skirt. 6m 22,10% 22,1% 22,1% 22,1%
Iftnaöarb. + bónus 6m 21,60% 21,6% 21,6% 21,6%
Sparisj.reikn. 3 m 17,70% 17,7% 17,7% 17,7%
Alm. sparisj.bók 0 15,00% 15,0% 15,0% 15,0%
SÖLUGENGIVERÐBRÉFA
23. júlí 1984
Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóös
Veðskuldabréf — verðtryggð
Ar-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Avöxtun-1 arkrafa Dagafjöldi til innl.d.
1970-2 17.415,64 Innlv. f Seftlab. 5.02.84
1971-1 15.933,47 5,80% 1 ár 52 d.
1972-1 14.441,32 5,80«/. 1 ár 182 d.
1972-2 11.622,31 5,80«/. 2 ár 52 d.
1973-1 8.733,96 5,80% 3 ár 52 d.
1973-2 8.458,71 5,80«/. 3 ár 182 d.
1974-1 5.458,64 5,80«/. 4 ár 52 d.
1975-1 4.289,72 5,80% 167 d.
1975-2 3.202,52 5,80% 182 d.
1976-1 2.954,80 5,80«/. 227 d.
1976-2 2.397,34 5,80«/. 182 d.
1977-1 2.122,16 Innlv. í Seftlab. 25.03.84
1977-2 1.825,11 5,80% ó 47 d.
1978-1 1.438,89 Innlv. f Seftlab 25.03.84
1978-2 1.165,97 5,80% 47 d.
1979-1 982,01 5,80% 212 d.
1979-2 757,45 5,80«/. 52 d.
1980-1 652,85 5,80% 262 d.
1980-2 501,30 5,80% 1 ár 92 d.
1981-1 428,54 5,80% 1 ár 182 d.
1981-2 315,37 5,80% 2 ár 82 d.
1982-1 300,50 5,80«/. 218 d.
1982-2' 222,04 5,80«/. 1 ár 68 d.
1983-1 170,84 5,80% 1 ár 218 d.
1983-2 110,84 5,80% 1 ár 128 d.
1974-D 5,319,50 Innlv. f Seftlab. 1984
1974-E 3.811,03 8,00% 128 d.
1974-F 3.811,03 8,00«/. 128 d.
1975-G 2.436,56 8,00% 1 ár 128 d.
1976-H 2.245,45 8,00% 1 ór 247 d.
1976-1 1.709,00 8,00% 2 ár 127 d.
1977-J 1.525,42 8,00% 2 ár 248 d.
1981-1.«. 330,31 8,00% 1 ár 278 d.
Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Ávöxtun umtram verötr.
1 ár 95,46 4% 10,75%
2 ár 92,56 4% 10,87%
3 ár 91,27 5% 11,00%
4 ór 88,94 5% 11.12%
5 ár 86,67 5% 11,25%
6 ár 84,49 5% 11,37%
7 ár 82,36 5% 11,50%
8 ár 80,32 5% 11,62%
9 ár 78,34 5% 11,75%
10 ár 76,45 5% 11,87%
11 ár 74,61 5% 12,00%
12 ár 72,87 5% 12,12%
13 ár 71,17 5% 12,25%
14 ár 69,57 5% 12,37%
15 ár 68,03 5% 12,49%
Veðskuldabréf óverðtryggð
Sölug.m/v 1 afb a an 18% 20% (Hlv) 21% Þak 20%
1 ár 84 85 86 82
2 ár 72 74 75 69
3 ár 62 64 65 58
4 ár 54 56 57 49
5 ár 48 51 52 43
Sölug.m/v 2 afb. á ári 18% 20% (Hlv) 21% Þak 20%
1 ár 88 90 90 87
2 ár 78 80 80 75
3 ár 68 70 71 64
4 ár 60 62 63 56
5 ár 54 56 58 49
Daglegur gengisútreikningur
Vcrðbréfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lónaóarbankahúsinu Sími 28566