Morgunblaðið - 22.07.1984, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.07.1984, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLl 1984 VERÐUM AÐ DRAGA UR KOSTNAÐIVIÐ ÖFLUN HRÁEFNIS - Ot AUM FRAMLEItM í MNNSLUNM Rætt við Brynjólf Bjarnason, for stjóra, um breytingar á rekstri BÚR Við Bæjarútgerð Reykjavíkur starfa að jafnaði um 450 manns og er fyrirtækið því eitt stærsta atvinnufyrirtæki í höfuðborginni. Á síðasta ári nam framleiðsla á frystum afurðum hjá BÚR 6500 tonnum, en framleiðsla á saltfiski nam 1000 tonnum og skreið um 300 tonnum. BÚR á nú sex togara og af þeim gerir fyrirtækið út fjóra. Tapið á síðasta ári nam 141 milljón króna eða 25% af veltu. Um síðustu áramót urðu miklar breytingar á rekstri BÚR er Brynjólfur Bjarnason, rekstr- arhagfræðingur, var ráðinn forstjóri BÚR. Hann hafði áð- ur stjórnað Almenna bókafélaginu um langt árabil. Síðan hafa víðtækar breyt- ingar verið gerðar á starfsemi fyrirtækis- ins, togarar verið teknir úr rekstri og grip- ið til annarra róttækra ráðstafana til þess að draga úr taprekstri. Morgunblaðinu þótti tímabært hálfu ári eftir að þessar breytingar urðu, að ræða við Brynjólf Bjarnason um rekstur BÚR og viðhorf hans til þeirra vandamála, sem að steðja í sjávarútvegi og fiskvinnslu og fer þetta viðtal hér á eftir. — Hrerjar eru helztu breytingar, sem þú befur gert í rekstri BÚR mí þegar og hvaia breytingar eru framundan? — Þegar ég kom að fyrirtækinu lá fyrir að gífurlegt tap yrði á síðasta ári og helztu vanskil auk vanskila við fjárfestingarsjóði námu um 73 millj. kr. Strax í byrjun árs- ins fékk ég endurskoðunarfyrirtæki til þess að gera Bæjarútgerðina upp og lágu þær upplýsingar fyrir þann 15. febrúar sl. Jafnframt hófst gífurleg vinna við að koma í framkvæmd því stjórnskipulagi, sem borgarstjórn samþykkti að tekið yrði upp hinn 15. september á sl. ári, sam- kvæmt tillögum Hagvangs hf. Það fyrir- tæki var fengið til liðs við okkur til þess að koma þessu skipulagi f framkvæmd. í þetta fór mikill tími og fundahöld, en formlega tók þetta stjórnskipulag gildi 1. marz sl. Segja má, að þessi tæki, þ.e. uppgjörið frá 15. febrúar og nýtt stjórnskipulag frá 1. marz, hafi síðan verið notuð til þess að stjórna fyrirtækinu og sjá um að mál kom- ist réttar boðleiðir. Margvísleg rök liggja að baki því, sem við höfum gert, fyrir utan þetta. Við hætt- um rekstri tveggja togara snemma á ár- inu. Vegna markaðsaðstæðna er mikið tap á þeim togarafiski sem fer í salt og skreið. Þess vegna var ákveðið að draga úr þessari framleiðslu. Það þýddi aftur að við þurft- um ekki á öllum þeim afla að halda, sem sex skip gátu borið að landi. Sfðan voru settar takmarkanir á framleiðslu sjö punda karfapakkninga á Rússlandsmark- að, sem ýtti líka undir það, að við beindum hráefninu í vinnslu í fiskiðjuverinu en settum það ekki f salt og skreið, sem fyrir- sjáanlegt tap var á. Á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra fóru 75% af hráefninu í vinnslu í fiskiðjuverinu, en á sama tíma- bili á þessu ári fóru 90% í gegnum fisk- iðjuverið. — Voru þetta einu rökin fyrir því að togar- arnir treir voru teknir úr rekstri? Hvað um útgerð þeirra sjálfra? — Það fer ekki á milli mála, að Spán- artogararnir eru mjög óhagkvæmir í rekstri. I fyrra aflaði enginn þeirra fyrir breytilegum kostnaði og við þurftum að borga með hverju einasta skipi. — Af brerju eru Spánartogararnir sérstak- lega óhagkvæmir? — Þeir eru stórir, eyða mikilli olfu, eru með 24 menn um borð í staðinn fyrir 15 og bera ekki mikið meira aflamagn en minni togararnir. Þetta lá í raun og veru alveg ljóst fyrir. í hvert skipti, sem ég sá togara okkar koma hér siglandi inn um hafnar- mynnið, vissi ég að það vantaði 300—400 þús. kr. bara til þess að borga breytilegan kostnað. Ég gat sagt sem svo, að við mund- um vinna þetta tap upp f fiskiðjuverinu, en þegar takmarkanir komu á 7 punda karfa- pakkningar á Rússland, sem frystihús BÚR er stærst i og hefur náð mikilli leikni í, þá ýtti það mjög undir þá ákvörðun að ieggja togurunum. Til viðbótar við þetta vissum við fyrir- fram hvað við gátum búizt við miklum afla á þessu ári vegna kvótakerfisins. Þar sem gengið er stöðugt gátum við reiknað út verðmæti þessa afla. í kjölfarið á þessum útreikningum fórum við að íhuga hvort við gætum náð þessum afla með minni kostn- aði. Við reyndum sem sagt að draga úr sóknarkostnaði. Þetta gerðum við í fyrsta lagi með því að taka tvö skip af sex úr rekstri. 1 öðru lagi með því að hafa eftirlit með olíueyðslu, með daglegri skráningu um borð í skipunum. Við ræðum við skip- stjórana, vélstjórana og við reiknum út framlegð hvers túrs fyrir sig og reynum að finna út hvað gera má betur í nýtingu veiðarfæra o.s.frv. Ég viðurkenni fúslega að það er mikill munur að leggja tveimur togurum af sex eða einum af einum. Að öðru leyti munum við halda áfram að láta aflann fara í gegnum þá vinnslurás, sem gefur okkur hæsta framlegð og mesta verðmætasköpun. Við reynum að stýra hráefninu inn í þær pakkningar, sem gefa mestan arð miðað við þær aðstæður sem við búum við. Aukin sala á ferskum flski — Sumir telja vaxandi möguleika í sölu á ferskum fiski, hver er þín afstaða til þess? — Við höfum reynt að auka ferskfisk- sölur, sem ég tel vera mikla framtíð í. Markaðirnir hafa breytzt, matarvenjur fólks hafa breytzt og það gerir nú auknar kröfur um ferskan fisk. Ég tel, að við eig- / um að sinna meira ferskfiskmörkuðum erlendis og einnig að auka vöruþróun eins og tíðkast í iðnaði. Ég bendi ( þvi sam- bandi á kjötiðnaðinn í samanburði við fiskiðnaðinn. Ferskfiskmarkaðurinn fer stækkandi og hann er nær okkur en áður var vegna breytinga á samgöngum. Við höfum sent fisk á Bandaríkjamarkað i flugi og einnig til Evrópu. Min skoðun er sú, að ef hægt er að sinna þessum markaði og hann getur borgað fullt verð, þá getum við unnið fiskinn í fiskiðjuverunum hér alveg að því tæki sem heitir frystiklefi. Um leið og fiskurinn fer inn í hann fellur hann í verði vegna þess að þá hleðst á hann geymslu- kostnaður og ýmislegt fleira. Við þurfum sem sagt að leggja áherlzu á að koma hon- um frá pökkunarborðinu á markaðinn. Við hðfum flogið út með fisk og á fyrstu * 6 mánuðum þessa árs höfum við selt 228 tonn með þessum hætti. Til viðbótar höf- um við flutt út ísaðan fisk í gámum og þannig höfum við flutt út á þessu ári 467 tonn. Við höfum einnig reynt við innan- landsmarkaðinn og það hefur gengið von- um framar. Við höfum yfirleitt ekki annað eftirspurn. Á þann markað hafa farið á einum mánuði 10 tonn, um 2lÆ tonn á viku, sem er heldur meira en við gerðum ráð fyrir í upphafi. Þetta jafnar sig út með 500 kg á dag. Þetta er að sjálfsögðu dropi í hafið, en viðleitni samt til þess að sinna heimamarkaði. Hvað er framundan? — Hvaða umbætur eru sro framundan í rekstri BÚR? — Ef við göngum út frá því að stjórn- völd haldi sig við stöðugt gengi og þar sem fyrir liggur ákvörðun um fiskverð sem gildir út þetta ár verður ljóst að nú í fyrsta sinn störfum við á grundvelli sama gengis og fyrir ári síðan. Framleiðslan er seld á erlendum markaði, þar sem viðskiptavin- urinn borgar ákveðið verð og það verð í íslenskum krónum er það sama og fyrir ári. Að því er Bæjarútgerð Reykjavíkur varðar þá er alveg ljóst, að kostnaðurinn við að framleiða afurðirnar við þessar að- stæður er of mikill. Þetta er ósköp einföld staðreynd, sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Framleiðslukostnaður er að sjálf- sögðu settur saman úr ótal mörgum þátt- um. það er ljóst, að i dag eru fiskiskipin of mörg að elta of fáa fiska. Það má lækka kostnaðinn með ýmsum framleiðniaukandi aðgerðum og betri nýtingu á því fjármagni sem bundið er í vélum og framleiðslutækj- um. Til viðbótar við þann reglulega kostn- að, sem sjávarútvegurinn býr við verðum við að taka þann kostnað, sem umhverfið leggur á hann og þar er stærsta málið sá hluti, sem fer i rikisgeirann beint og óbeint til þess að halda uppi eða greiða ýmsan sameiginlegan kostnað og tilflutn- ing á fjármunum milli atvinnugreina og er mér þá landbúnaðurinn efstur i huga. Hitt er alveg ljóst, að menn verða að velta þvi fyrir sér, hvort þessi atvinnu- grein, sem skapar mikil verðmæti, getur lengur staðið undir þeim lifskjörum, sem við búum nú við. — Hvaða ályktun dregur þú af þessum niðurstöðum að þrí er varðar rekstur Bæjar- útgerðar Reykjavíkur? — Ég dreg þá ályktun af þessu, að það er ekki um annað að ræða fyrir fyrirtœkið sjálft en að reyna að draga úr kostnaði við öflun hráefnis og reyna að hagnýta og auka framleiðni i vinnslunni til þess að framleiðslukostnaður verði ekki hærri en söluverð stendur undir. Þetta er það, sem snýr að fyrirtækinu sjálfu, en umhverfið er svo að sjálfsögðu einn af kostnaðarlið- unum. — Er rit í að veiða og vinna allan þann karfa, sem berst að landi? — Nei, ekki ef kostnaðurinn er meiri en markaðurinn getur tekið á sig og greitt fyrir, enda hef ég minar efasemdir um að BÚR muni fullnýta karfakvótann á þessu ári. — Ef karfakrótinn verður ekki fullnýttur brað þá? — Karfinn er á fyrstu sex mánuðum ársins 74% af aflanum á móti 64% i fyrra. f tonnum talið er það 21% minnkun á Þórður Arnason gítar- leikari fær námsstyrk Kína — Indland: Reynt að jafna landamæradeilur NÝLEGA veitti bandarískur djassskóli, Berkiee College of Mus- k, Þórði Árnasyni, styrk til nims næsta skólaár. Styrkurinn sem nemur 800 doll- urum er veittur úr sjóði djass- meistara skólans þeim nýnemum sem bestum árangri hafa náð. í hann rennur hagnaður af tónleik- um þekktra djassleikara á vegum skólans. Má þar nefna Duke Ell- ington, Buddy Rich, Woody Her- man og Quincy Jones. Skólinn sem er i Boston i Massachusetts heldur námskeið i hagnýtum fræðum fyrir upprenn- andi atvinnutónlistarmenn. Þórður Árnason er þekktastur fyrir gitarleik sinn með hljóm- sveitinni Stuðmönnum en einnig vann hann að gerð myndarinnar Rokk í Reykjavik og hefur leikið inn á fjölda hljómplatna með ýms- um listamönnum. Þórður Árnason Nýju Delf, 18. júlf. AP. INDVERSKIR og kínverskir emb- ættismenn hittast í Peking í sept- ember nk. til að leita lausnar á landamæradeilum ríkjanna. Verður þetta i fímmta skipti sem forsvarsmenn Kfna og Ind- lands koma saman til viðræðna um þetta viðkvæma deilumál, sem á rót sína að rekja til landamæra- striðs landanna árið 1962. Þá náðu Kínverjar miklu landsvæði af Indverjum. Kinverjar eru reiðubúnir að láta af hendi nokkurn hluta af þessu landi, en fram að þessu hefur Indverjum ekki þótt það nægja. Samt eru embættismenn ríkjanna tveggja nokkuð vongóðir að takast muni að ná samkomulagi um þetta mál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.