Morgunblaðið - 22.07.1984, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984
Helstu
óperuhúsin
í Evrópu
Það er oft meiri við-
burður að fara í óper-
una en á tónleika eða í
leikhús. Margar list-
greinar koma þar sam-
an (einn gagnrýnandi
hefur sagt að óperunni
takist að eyðileggja þær
allar) og hafa alveg sér-
stök áhrif á tilflnningar
og fegurðarskyn.
Áhorfendur vilja oft
helst ekki yfirgefa
óperusalinn að sýningu
lokinni og margir reyna
að bera frammistöðu
IEvrópu eru nokkur óperuhús
sem hafa aðstöðu og fjármagn
til að setja frægustu óperum-
ar veglega á svið. En jafnvel þar
tekst misjafnlega vel til og venju-
legar sýningar eru oft ekki nema
þokkalegar og stundum sveita-
legar og þaðan af verra. Óperu-
gestir fá þó alltaf eitthvað út úr
ferð í helstu óperuhús Evrópu,
þótt sýningin sé ekkert sérstök.
Hefðir þeirra eru rótgrónar og
saga húsa eins og La Scaia í Míl-
anó, Wiener Staatsoper í Vín, Cov-
ent Garden í London og L’Opéra
de Paris nær aftur á 18. öld. And-
ar gamalla alþjóðastjarna, sem
höfðu oft ekki útlitið með sér en
bjuggu yfir stórkostlegri rödd,
svífa enn í þessum húsum og gest-
irnir geta fundið það.
Að sumu leyti er gamli tíminn
auðfinnanlegastur í Parísaróper-
unni, þar sem enn eimir eftir af
Gounod og Massenet. Byggingin
var reist 1875 í anda ríkidæmis og
hefðarfólks. Prjálið er mikið, for-
salurinn og stiginn stór og mikill,
en salurinn ótrúlega lítill og sætin
heldur óþægileg fyrir nútíma
bakhluta.
Þýsku og austurrísku óperuhús-
in eru hversdagslegri. Ríkisóperan
í Vín er að mörgu leyti tákn um
ysinn og þysinn á götunum,
kjaftaganginn og þóttafullan
braginn í borginni. Vínarbúar
taka tónlistina mjög hátíðlega og
gleyma aldrei að Mozart, Haydn,
Beethoven, Schubert, Brahms,
Bruckner, Mahler og fleiri bjuggu
eins eða annars söngv-
ara saman við söng ein-
hvers gamals uppá-
halds. Kunnáttumenn
velta einstökum atrið-
um fyrir sér og spyrja
sjálfa sig hvort hraðinn
hafí verið réttur,
skrautmunirnir hafí átt
við, hvaða lokatónar
þetta hafa verið hjá ein-
um söngvaranum og
hvort að stjórnandinn
hafí ekkert vitað um
sýningarvenjur á dög-
um Mozarts.
þar. Þeir eru uppteknir af tónlist-
arpólitíkinni og taka afstöðu til
ákveðinna söngvara, stjórnenda,
framkvæmdastjóra og höfunda.
Heimsfrægir listamenn hafa kom-
ið fram í Vínaróperunni og stjórn-
að henni og má þar til dæmis
nefna Richard Strauss og Herbert
von Karajan. — Gamla Volk-
óperan í Vín er enn í'gangi. Sagt
er að Vínaróperettur séu hvergi
betur fluttar en þar. Og sýningar
eru einnig enn fluttar í Theater an
der Wien, þar sem Fidelio eftir
Beethoven var frumflutt.
Þjóðleikhúsið í Múnchen er fal-
leg og virðuleg bygging. Óperusýn-
ingarnar þar eru ávallt mjög vel
æfðar og á heimsmælikvarða, en
það vantar eitthvað á flottheitin.
Gamla Cavillies-leikhúsið er
skammt frá. Það er fullkomnasta
Roccocco-leikhúsið í Evrópu. Moz-
art setti Idomeneo á svið þar árið
1781 og byggingin hefur sama og
ekkert breyst síðan. Þjóðverjar
tóku leikhúsið í sundur í heims-
styrjöldinni síðari og settu í ör-
ugga geymslu og röðuðu því síðan
saman aftur að styrjöldinni lok-
inni.
Berlín var ein af helstu óperu-
borgum heims á 3ja áratugnum.
Það hefur breyst þótt Deutsche-
óperan í Vestur-Berlín hafi uppá
mjög margt að bjóða og heimsins
bestu söngvarar komi þar fram.
Byggingin var vígð árið 1961 og
hún höfðar ekki til sömu tilfinn-
inga og gömlu óperuhúsin í Evr-
ópu. — Fólk gerði sér sérstakar
ferðir í Komische-óperuna í
Austur-Berlín á meðan Walter
Felsenstein lifði. Hann stjórnaði
óperunni með glæsibrag, en fátt
hefur heyrst þaðan síðan hann
lést árið 1975. Hið sama má segja
um Ríkisóperuna í Berlín og mjög
fáir Vesturlandabúar komast í
hina víðfrægu Dresden-óperu.
Stór hluti óperuhúsa er frægur
fyrir góða höfunda eða stjórnend-
ur, en Konunglega óperan í
Stokkhólmi er þekktust fyrir
fyrsta flokks söngvara. Jenny
Lind, Birgit Nilsson, Kerstin
Thorborg, Jussi Björling, Set
Svanholm og Elisabeth Söder-
ström stigu sín fyrstu skref þar.
Húsið var vígt 1898 og æ síðan
hafa ungir söngvarar á uppleið
komið þar fram.
i
Óperan í Prag ber af öðrum
óperum í Austur-Evrópu. Bygg-
ingin stendur við Vltava-ána eða
Moldau, sem Smetana samdi um í
tónverki sínu „Föðurland rnitt".
Þar gefst Vesturlandabúum tæki-
færi til að heyra óperur sem eru
yfirleitt ekki fluttar annars stað-
ar, en þó sérstaklega tóntist eftir
Smetana og Dvorák á tékknesku.
Bolshoi þýðir „stór“ og allt í
sambandi við Bolshoi-óperuna í
Moskvu er stórt. Hún er ein ör-
fárra staða þar sem óperur eru
enn fluttar eins og þær voru flutt-
ar á síðustu öld. Allt er haft sem
raunverulegast og hermenn í ein-
um þætti óperunnar The Dec-
embrists skjóta alvöru byssukúl-
um í bardagaatriði. Sovéskir
áhorfendur skemmta sér konung-
lega þegar borgir virðast brenna
til kaldra kola og skip í óperunni
Sadko eftir Rimsky-Korsakov
virðist sökkva og hetjan situr á
hafsbotni. Óperur eftir Tchaiko-
vsky, Glinka og Mussorgsky eru
enn fluttar í Bolshoi í sama bún-
ingi og þegar þær voru frumflutt-
ar. Verk eftir Verdi og öll önnur
verk eru flutt á rússnesku.
Saga Feneyjaóperunnar nær
aftur til 1792 og er uppáhaldsóp-
era margra. Þar voru frumflutt
mörg verka Rossinis, Bellinis og
Donizettis upp úr 1820, en starf-
semi óperunnar var ekki flutt í Te-
atro la Fenice-bygginguna fyrr en
1854. Byggingin er næstum jafn
fullkominn minjagripur og Cu-
villies-byggingin í Múnchen. Hún
er lítil, en mikill fjöldi stórverka
hefur verið frumfluttur þar.
Nokkur verk eftir Verdi voru
frumflutt þar og árið 1883 var Der
Ring des Nibelungen eftir Wagner
fyrst sett þar á svið á Ítalíu.
óperusöngvarar eru yfirleitt
glorhungraðir að sýningum lokn-
um og þekkja bestu matsölustað-
ina sem enn eru opnir í nágrenni
óperuhúsanna. Þeir fara á Vier
Jahreszeiten eða Franziskaner
Keller í Múnchen, oftast á Hotel
Sacher I Vín og stórstjörnurnar
fara á Savoy í London. Nag’s
Head-kráin við Covent Garden er
þó einnig vinsæl og Café de la Paix
í París. Söngvararnir í Berlín leita
sér að stað við Kúrfúrstendamm
og Aragvi-matstaðurinn er vin-
sæll í Moskvu. Eftir sýningu í La
Scala fara margir söngvarar á
Biffi Scala, en þar ku þjónninn
skræla appelsínur af jafnmikilli
list og Michaelangelo skapaði
höggmyndir.
(Endursagt úr grein í Her-
ald Tribune eftir Harold
C. Schonberg. — ab.)
Arnaldur Arnarsson
heldur gítartónleika
Arnaldur Arnarsson gítarleikari
heldur tónleika í Norrcna húsinu
þriðjudaginn 24. júlí og í Menning-
armiðstöðinni vid Gerðuberg fimmtu-
daginn 26. júlí. Hefjast báðir tónleik-
arnir kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk
eftir John Dowland, Benjamin Britten,
Alexander Tansman og Joaquin Rod-
rigo.
Arnaldur hóf gítarnám tíu ára að
aldri í Svíþjóð. Hann hélt áfram hjá
Gunnari H. Jónssyni við Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar í
Reykjavík og við Konunglega tón-
listarskólann í Manchester. Þar var
Gordon Crosskey kennari hans í gít-
arleik. í vetur var hann við fram-
haldsnám hjá José Tomás í Alicante
á Spáni. Hann er nú búsettur í
Barcelona og starfar bar við tónlist.
Á tónleikunum leikur Arnaldur
verk John Dowland á ellefu strengja
altgítar sem sérstaklega er hannað-
ur til flutnings á lútutónlist.
Arnaldur Arnarsson gítarleikari
Eiðfaxi
SJÖUNDA tölublað tímaritsins Eið-
faxa er komið út.
Meðal efnis 1 blaðinu er frásögn
Hjalta Jóns Sveinssonar af hesta-
mönnum á Varmalæk í Skagafirði.
Rætt er við Svein Runólfsson, land-
græðslustjóra, fjallað um hugmynd-
ir um Reiðkennaraskóla íslands að
Hólum í Hjaltadal og Þorgeir Guð-
laugsson skrifar um hestanöfn. Knú-
ið er dyra á Skarði í Landssveit og
spjallað við þá feðga Guðna Krist-
insson og Kristin Guðnason. Auk
þessa eru fastir þættir svo sem Hitt
og þetta og Orð f eyra.
Ritstjóri Eiðfaxa er Hjalti Jón
Sveinsson.
EI-pFAXIzS