Morgunblaðið - 22.07.1984, Síða 47

Morgunblaðið - 22.07.1984, Síða 47
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984 47 Ford Escort, mest seldi bíll í heimi þriðja árið í röð. Ljósm. Mbl. Árni. Björn Jónsson, sem nú er hættur búskap. Stykkishólmur: Björn á Innri Kóngsbakka hættir búskap BJÖRN Jónsson fyrrum bóndi að Innri Kóngsbakka í Helgafellssveit, hefir fyrir nokkru hætt búskap og er fluttur til Stykkishólms ásamt bræðrum sínum Jóni og Lárusi. Björn bjó lengi á Kóngsbakka í samstarfi við systkini sín, hann var um skeið oddviti, einnig sýslu- nefndarmaður og fleiri opinberum störfum hefir hann gegnt. Hann hefir verið alla tíð ákveðinn bind- indismaður, skildi snemma það böl og þau vandræði sem áfengið veldur. Um skeið hefir Björn ritað ýmsan fróðleik úr sínum átthög- um og eru handrit geymd í Amt- bókasafninu í Stykkishólmi. Fyrr á árum fékkst Björn við smíðar, hyggði íbúðar- og útihús, auk ann- arra algengra starfa. Björn heimsótti undirritaðan nú fyrir skömmu og þá voru þessar myndir teknar. Ræddu þeir saman um ýms málefni nú á döfinni og minntist Björn þá á ýmsa siði og atriði sem voru í hefð í ungdæmi hans, meðal annars hvernig menn nýttu sér allar breytingar á lofti og spáðu þannig í veður. Hann bar saman aga dagsins í dag og áður og hefir hann ritað um heimilislíf æsku sinnar meðal annars. Björn er nú 82 ára gamall. Hann var kvæntur Sigurborgu Magn- úsdóttur en hún er látin fyrir nokkrum árum. Árni Hijómtnltlakvnnlng: AIWA V 1100 »natsoðan SASIC o« (Mrl tölvumM CDsptiarar Fjonrtýringar - TAkninýjungar Nýtt ,í (Twrkaðnum Rafeindin ÍIT ER komið tímaritið Rafeindin 3. tbl. annars árgangs. Meðal greina í Rafeindinni að þessu sinni má nefna: Saga hljóð- ritunar frá 1802—1983, hljómtækja- kynning, greinar um Digital-plötu- spilara, tölvumálið BASIC, fjarstýr- ingar, teikningar og leiðbeiningar um smíði á ódýrum magnara. Sagt frá ýmsum tækninýjungum s.s. nýjum minnisgeymslum, rafknún- um bílum og nýjum leiftursnögg- um samrásum. Að lokum skal get- ið greinar um meðferð á hljóm- plötum og hljóðböndum. Greinahöfundar: Einar Erlends- son, Níels Kristjánsson, Páll Theódórsson, Sigurður Reynisson og Steinþór Þóroddsson. Rafeindin er 48 síður að stærð, útgefandi er útgáfufélagið Raf- eind hf. Ritstjóri er Steinþór Þóroddsson. Ford Escort er mest seldi bfll f heimi 1983 ALLS seldust 827.000 bílar af gerðinni Ford Escort á árinu 1983 og er sú bílategund þar með sú mest selda í heiminum þriðja árið í röð. Næst á eftir fylgir Renault R-9, en af þeirri tegund seldust alls 727.000 bílar á síðasta ári. f þriðja sæti er Toyota Corolla, 707.000 bflar seldir á árinu 1983. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Sveini Egilssyni hf. sem hefur Ford-umboðið hér á landi. í tilkynningunni segir að þetta sé þriðja árið í röð sem Ford Escort er mest seldi bíll heimsins. Þar segir ennfremur að enginn bíll sé framleiddur á jafn mörgum stöðum, en Es- cortinn er framleiddur í níu löndum. Þá segir að þetta sé fyrsti og eini bíllinn sem hlotið hafi nafnbótina „bíll ársins" austan hafs og vestan sama ár- ið. Síkhar gera fyrirsát Nýju Delhí, 20. júlí. AP. SEX síkhar, sem grunaðir eru um hryðjuverk, gerðu þjóðvarðliðum fyrirsát í dag í Punjab-héraði á Ind- landi. Að sögn hinnar opinberu frétta- stofu landsins féll einn úr hópi síkhanna, og tveir særðust í skot- bardaga, sem sigldi i kjölfar fyrir- sátursins. Talsmaður indverska hersins sagði í dag að 25 herdeildir mundu gæta 473 skóla, þar sem háskóla- nemar þreyta próf á mánudag. Var þessum prófum frestað fyrir þremur mánuðum vegna þess að stúdentasamtök síkha hótuðu að fremja hryðjuverk yrðu þau hald- in. (FrétUtilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.