Morgunblaðið - 22.07.1984, Page 48

Morgunblaðið - 22.07.1984, Page 48
~~mSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI. SÍMI ’tm? OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTRÆtl 22 INNSTRÆTI, SlMI 11340 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Gullskipsmeim: Losun þilsins hefst í dag GULLSKIPSMENN ráðgera að hefja í dag lo.sun stálþilsins á Skeiðarársandi en undanfarnar vikur hafa þeir unnið að undirbúningi verksins, lagt veg niður á fjörukambinn og komið fyrír Uekjum og búnaði. Stálþilið, sem er milljónavirði, er orðið fullt af sandi síðan siðastliðið haust en nauðsynlegt var að fylla það af sandi til að ná því upp. Gullskipsmenn hafa átt i nokkr- um erfiðleikum með vegarlagning- Afbragðs- góð vertíð 137 hvalir eru komnir á land una niður 15 kílómetra langt vatna- svæði Skeiðarár vegna ágangs ár- innar. Tækjabúnaður hefur verið sérstaklega útbúinn til þessa verks og meðal annars smíðaður sérstakur krani á spilbíl. Átta menn vinna að verkinu og búa þeir í búðum gull- skipsmanna á Lækjarbakka á miðj- um sandinum, en flugvöllurinn á Brúsastöðum er nú undir vatni. Reiknað er með að það taki eina til tvær vikur að koma þilinu af sand- inum. Að því loknu hefst annar kap- ítuli gullskipsmanna á þessu sumri, en stefnt er að því að hefja þá leit að nýju að Het Wapen van Amsterdam á hinum nýja loftpúðabíl sem gullskipsmenn hafa smíðað i vetur og verður búinn fullkomnum leitar- tækjum. Svifnökkvinn á að vera jafnvígur yfir landi og vatni, en að- alvandinn hefur verið að leita á svæðum þar sem sandbleyta er mik- il. Forskot á tívolísæluna UNDIRBÚNINGUR að tívolí á Melavelli er nú hafinn og verður það rekið af Kauplandi sf., sem einnig rekur leiktækjasali í borginni. Ætlunin er að opna tívolíið um næstu mánaðamót og að sögn annars eiganda Kaup- lands sf., Pálmars Magnússonar, verður það látið ráð- ast hversu lengið það verður rekið, sem fer að sjálf- sögðu eftir aðsókn og veðri. Meðfylgjandi mynd tók Ijósmyndari Morgunblaðsins, Júlíus, af reykvískum krökkum, sem tóku smá forskot á tívolísæluna. Hagkaup og Vörumarkaðurinn: Vilja taka sláturhús KS á Sauðárkróki á leigu Treysta sér til að greiða bændum fullt verð „ÞETTA hefur verið afbragðsgóð vertíð. Að undanfbrnu hafa þokur hrellt okkur lítillega, en bátarnir þrír hafa alltaf verið að veiðum. Því eru nú komnar 129 langreyðar og 8 sandreyðar á land, sem er mun betra en í fyrra,“ sagði Magn- ús Gunnarsson á skrifstofu Hvals hf. í samtali við Morgunblaðið i g*r, laugardag. Magnús sagði, að veiðin væri nú djúpt út af Vesturlandi og virtist hvalurinn vera að færa sig norðar, en veiðin hefði hafizt út .af Garðskaga. Enn sem komið væri beindist veiðin í langreyðina, en ein og ein sandreyður slæddist með. Sandreyðurin gengi venju- lega seinna á miðin, ekki fyrr en í ágúst. Samkvæmt ákvörðun Alþjóða- hvalveiðiráðsins má nú veiða 167 langreyðar og mest 100 sandreyð- ar. Samkvæmt úthlutun veiði- kvóta áttu íslendingar rétt á 131 sandreyði alls á þessu ári og næsta, en aldrei má veiða meira en 100 sandreyðar árlega. Hagkaup hf. og Vörumarkaóurinn hf., sem reka eins og kunnugt er stórar verslanir í Reykjavík og víðar, hafa skrifaó stjórn Kaupfélags Skagfiróinga bréf og óskað eftir vió- ræóum um möguleika á aó fyrirtækin fái siáturhús KS á Sauðárkróki leigt næsta haust, ásamt nægjaniegum frystigeymshim, í því skyni aó taka að sér sauófjár- og stórgrípasiátrun, kjötgeymslu og söhi. Ef samningar um sanngjarnt leigugjald nást telja þessir aóilar mögulegt aó greiða bændum fullt grundvallarveró en KS treysti sér ekki til aó greiða bændum fullt veró vegna innlagðra sauðfjáraf- urða vió síðasta uppgjör. Bréfið verð- ur tekið fyrir á næsta fundi í kaupfé- lagsstjórninni en formaður stjórnar- innar sagði í samtali við Mbl. í gær að sér litist ekki vel á þessa hug- mynd. „Með þessu viljum við gera til- raun til að opna þetta kerfi, sem hingað til hefur verið misnotað af einokunaraðilum og þá á ég við Sambandið og Sláturfélagið," sagði Gísli Blöndal fulltrúi fram- kvæmdastjóra hjá Hagkaup hf. er hann var spurður af hverju fyrir- tækin sæktust eftir þessu. „Við teljum að þau sláturhús sem ekki hafa greitt fullt verð til bænda hafi þar með haft geysilegar fjár- hæðir af bændum og tími til kom- inn að leyfa öðrum að spreyta sig á þessum rekstri og sýna fram á að hægt sé að reka þetta vel eins og hvert annað fyrirtæki." í bréfi fyrirtækjanna segjast þau vera eignaraðilar að slátur- húsum sem hafi greitt bændum fullt grundvallarverð undanfarin ár og jafnframt skilað góðum hagnaði. Telja þeir sig því hafa nægjanlega reynslu til að taka þetta verkefni að sér og sölumögu- leika fyrir allt kjötið. Gisli sagði nánar spurður um þetta að Hag- kaup væri hluthafi í Höfn á Sel- fossi en það sláturhús hefði skilað fullu verði til bænda og jafnframt hagnaði. Vörumarkaðurinn væri aðili að sláturhúsi í Þykkvabænum sem jafnframt hefði greitt fullt verð. „Við teljum að sláturkostn- aður hafi verið allt of hátt metinn á undanförnum árum og sex- mannanefndin aldrei haft aðstöðu til að vefengja þær tölur sem fyrir fyrir hana hafa verið lagðar," sagði Gísli er hann var spurður að því með hvaða móti þeir teldu sig geta borgað bændum hærra verð en sláturleyfishafar almennt gera. „Við teljum einfaldlega að við get- um rekið þessi hús miklu betur og slátrað með minni tilkostnaði," sagði Gísli einnig um þetta atriði. Gunnar Oddsson bóndi I Flata- tungu í Skagafirði, formaður stjórnar Kaupfélags Skagfirðinga, sagði að bréfið hefði ekki verið rætt í stjórninni en það yrði vænt- anlega gert á næsta stjórnarfundi um eða uppúr næstu mánaðamót- um. Gunnar sagði að sér litist ekk- ert sérstaklega vel á þetta í fljótu bragði séð. Hann gæti ekki séð að þessir aðilar hefðu aðstöðu eða getu til að vinna þetta ódýrara en gert er nú. Er Gunnar var spurður að því hvort það skipti bændur nokkru máli hver sæi um slátrun- ina ef þeirra hagsmunum væri bet- ur borgið, sagði hann að í sjálfu sér væri ekkert á móti því en þeir þyrftu þá að setja tryggingar og athuga þyrfti hvað þetta væru ábyggilegir menn því bændur ættu allt sitt undir þessu. Skattseölar bornir út eftir helgina DREIFING á álagningarseðlum frá Skattstofunni i Reykjavik hefst eftir belgina og á miðviku- dag, 25. júlí nk., verður skatta- skráin lögð fram, að sögn Gests Steinþórssonar, skattstjóra i Reykjavík. „Það verður byrjað að dreifa álagningarseðlum á mánudag og á miðvikudag eiga allir að vera búnir að fá sína seðla," sagði Gestur í samtali við Mbl. í gær. Gestur sagði að engar umtalsverðar breytingar væru á álagningunni frá þvf sem verið hefði og yrði fjölmiðlum birtar helstu niðurstöður á miðvikudaginn nk. Morgunblaðid/Arni Sæberg. Nú er unnið við að talui í sundur flak TF Rán, þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fórst í Jökulfjörðum í haust, en í athugun er að selja það til útlanda, þar sem hægt yrði að nota það sem nýtilegt er úr því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.