Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 181. tbl. 71. árg.___________________________________SUNNUDAGUR 12. ÁGÚOT 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Sfmamynd AP. Umdeilt atvik átti sér stað í 3.000 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Los Angeles í fyrrinótt. Mary Decker, Bandarikjunum, og Zola Budd, Bretlandi, rákust saman með þeim afleiðingum að Decker datt og hætti keppni. Budd varð í sjöunda s*ti — var síðan dæmd úr keppni fyrir að fella Decker, en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandsspólu, endurskoðuðu dómararnir afstöðu sína og Budd hélt sjöunda sstinu í hlaupinu. Sjá nánar á íþróttasíðu á bls. 55. Sýrlendíngar hóta að beita hervaldi — til að tryggja yfir- ráð líbanska stjórnarhersins að tryggja það,“ sagði í blaðinu. Yfirlýsing sýrlensku stjórnar- inpar birtist nokkrum dögum áður en Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, og Nabih Berri, leiðtogi shíta, eru væntanlegir til Damaskus til við- ræðna við Assad, Sýrlandsforseta. Jumblatt, sem situr í rikisstjórn Gemayels ásamt Berri, hefur fall- ist á að þrjár mikilvægar þjóðleið- ir verði opnaðar á ný en hann vill hins vegar ekki leyfa stjórnar- hernum að koma til Chouf-fjalla, þar sem drúsar fara með öll völd. Mannfjöldaráðstefna SÞ: Samþykkt gegn fóstureyðingum Mexíkóborg, 11. ágúst AP. RÁDSTEFNA Sameinuðu þjóðanna um mannfjölgunarvandamálið, sem fram fer í Mexíkóborg, samþykkti í gærkvöldi þá tillögu Páfagarðs, að fóstureyðingum skuli ekki beitt við fjölskylduáætlanir og til þess að hafa hemil á vaxandi mannfjölda. Nokkrar deilur urðu um tillög- una enda er fóstureyðingum sums staðar beitt til að takmarka mannfjölgunina eins og t.d. i Kina og það voru einkum kommúnista- ríkin, sem voru andvig henni. Hún var þó samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. „Mannlegt lif verður að vernda allt frá þvi það kviknar fyrst,“ sagði einn úr sendinefnd Páfagarðs, presturinn Diarmud Martin. Sendinefnd Bandaríkjanna á ráðstefnunni hefur tekið mjög ein- dregna afstöðu gegn fóstureyðing- um og nú eru fyrirhugaðar við- ræður við forsvarsmenn tveggja alþjóðlegra stofnana, en það er það ætlun Bandaríkjamanna að hætta öllum fjárstuðningi við samtök og stofnanir, sem stuðla að fóstureyðingum. Líbýa: Fyrrum sendiráðs- menn teknir af lífi London, 11. ifpist. AP. FJÓRIR af þeim þrjátíu Líbýu- mönnum, sem voru í líbýska sendi- ráðinu hér í borg meðan á umsátri lögreglunnar stóð í aprfl sl., hafa verið teknir af lífi í Trípólí að skipun þjóðarleiðtogans, Mohammar Kadd- afys, að því er fram kemur i breska blaðinu Daily Express í dag, laug- ardag. Blaðið hefur eftir ótilgreindum leyniþjónustuupplýsingum, að fjórmenningarnir hafi verið tekn- ir af lífi fyrir glæpi gegn ríkinu, að undangengnum leyniréttar- höldum. Er sagt, að hér hafi verið um að ræða dr. Omar Sodani, Ali Abuzieh, Matouk Matouk og Abd- ul Ghadir Baghdadi. Blaðið segir: „Opinberlega voru þeir fundnir sekir um að klúðra verkefni sem þeir áttu að leysa í Bretlandi og fólst í að leita uppi og gera út af við fjandmenn Khadd- afys í hópi líbýskra útlaga. En þessar upplýsingar sýna, að raunverulega lá glæpur þeirra í því, að þeim skyldi fipast með skotvopnin, þegar þeir særðu bresku lögreglukonuna fyrir utan sendiráðið, svo að hún hlaut bana af, og afhjúpuðu þá staðreynd, að sendiráðið væri vojftiabúr og at- hvarf hryðjuverkamanna." Libýumönnunum 30 var tekið sem þjóðhetjum er þeir sneru heim til Trípólí 27. apríl sl. er Bretland og Líbýa höfðu slitið stjórnmálasambandi. Persaflóastríðið: Átök á sjó og í lofti Nikósíu, 11. ágúst. AP. ÍRAKAR greindu í dag frá mikilli orrustu í lofti og á sjó við írani og segjast þeir hafa skotið niður þrjár íranskar þotur og flmm skip. Útvarpið i Bagdad sagði frá átökunum, sem urðu í nótt nyrst í Persaflóa og stóðu fram til dögun- ar. Halda írakar því fram, að þeir hafi skotið niður þrjár íranskar F-14-þotur, en segja það eitt um skipin, að þau hafi verið fimm talsins. íranir hafa ekkert sagt um þessar fréttir. Oft hefur komið til mikilla átaka á þessum slóðum, við mynni Khormousa-sundsins, en um það liggur siglingaleiðin til írönsku hafnarborgarinnar Band- ar Khomeini. Irakar hafa sett hafnbann á borgina og ráðast á öll skip, sem þangað sigla. Beirút, 11. á{(Ú8t AP. SÝRLANDSSTJÓRN hét því í dag að koma á friði í Líbanon og hjálpa líbanska stjórnarhernum að koma á röð og reglu á miðhálendi landsins. Skýrði málgagn stjórnarinnar frá þessu og sagði, að ekki yrði skirrst við að beita hervaldi i þessum til- I forsíðuleiðara „Tishrin", mál- gagns sýrlensku stjórnarinnar, í dag var látin í ljós mikil óánægja með það hve tregir líbönsku stríðsherrarnir hafa verið til að leyfa stjórnarhernum að leggja undir sig miðhálendi landsins og opna helstu þjóðvegi. „Sá Libani, sem heldur, að hann geti komið af stað vandræðum á ný, veður i villu og svíma. Hér eftir verður stefnt að friði i landinu og við munum ekki hika við að beita hervaldi til Flóttamönnum frá A-Þýskalandi fjölgar og einnig þeim sem leyft er að fara vestur yfir Berlín, 11. ágúst. AP. FJÖLDI þeirra Austur-Þjóðverja, sem flúið hafa yfír til Vestur- Þýskalands, hefur aukist gífurlega það sem af er þessu ári, eða um 150% og fleiri en nokkru sinni fyrr hafa hætt lífi sínu á flóttanum, að sögn samtaka sem fylgjast með og hjálpa flóttamönnum frá Aust- ur-Þýskalandi. Flestir flúðu, þegar þeir voru staddir í einhverju öðru landi eða með því að nota fölsk vega- bréf. Þrátt fyrir þetta hefur þeim einnig fjölgað mikið sem flust hafa á lögiegan hátt vestur yfir, og því meira sem samband þýsku ríkjanna hefur orðið betra. Af 2.725 manns sem flúðu á árinu, hættu a.m.k. 86 lífi og lim- um á flóttanum, að sögn dr. Rainers Hildebrandts, formanns 13. ágúst-samtakanna, sem láta sig varða mannréttindi í Aust- ur-Þýskalandi og kenna sig við daginn, sem lokað var fyrir um- ferð milli Austur- og Vestur- Berlínar árið 1961. Upplýsingar samtakanna eru taldar áreiðanlegar, en þær eru fengnar hjá vestur-þýskum yfir- völdum. Aðeins 2.259 manns flúðu frá Austur-Þýskalandi í fyrra og hafa flóttamennirnir aldrei ver- ið færri. Á þeim 23 árum, sem liðin eru frá því að Berlínarmúrinn var reistur, hafa um 296.273 Aust- ur-Þjóðverjar fengið leyfi til að flytjast vestur yfir og 195.613 hafa flúið, að sögn dr. Hilde- brandts. Af þeim sem flúðu létu 183 lífið á flóttanum. Fyrstu fimm mánuði þessa árs hafa 26.018 Austur-Þjóðverjar fengið leyfi til að flytjast vestur yfir, en aðeins 7.700 allt árið 1983. Austur-þýsk yfirvöld hafa enga skýringu gefið á þessari miklu fjölgun leyfisveitinga, en vestrænir fréttaskýrendur hafa leitt að þvi líkum, að stjórn Er- ich Honeckers forseta kunni að vilja losa sig við fólk sem lætur óánægju sína með veruna i Austur-Þýskalandi opinberlega í ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.