Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
9
HUGVEKJA
eftir séra
Guðmund Óskar Ólafsson
8. sunnud. e. þrenn. hátíð
„Hverjum sem heyrir orð mín og breytir eftir þeim má líkja
við mann er byggði hús sitt á bjargi og steypiregn kom ofan ...
og stormar blésu, en það féll ekki ... og hverjum sem heyrir
þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim má líkja við heimskan
mann, sem byggði hús sitt á sandi ... og það féll og fall þess varð
mikið." Mt. 7:24-27.
Húsasmíðar eru eflaust ís-
lendingum tamara umræðu-
efni, en almennt gerist með
öðrum þjóðum, svo sem það
tíðkast hér að flestir reyni að
eignast þak yfir höfuðið og
taki virkan þátt í smíðinni
með eigin höndum. Og margur
mun þekkja það af eigin raun
hversu miklu varðar að grunn-
urinn sé góður í fleiri en einni
merkingu, þegar hugað er að
framkvæmdum. Það væri
nægilegt efni í hugvekju að
ræða um vanda húsbyggjenda,
lánsfjárskortinn, áhyggjurnar
lífs hennar, að sandurinn var
vart merkjanlegur, því það er
önnur útsýn að vera til að
mynda fimm ára eða fimmtíu
ára ...
Hún Winnie á lítinn spegil
og eitt sinn þegar hún er að
snyrta sig, þá sér hún
ofursmáan maur í speglinum.
Maurinn er að bisa við eggja-
skurn, sem er langtum stærri
en hann sjálfur, hann bisar og
bisar, en endalokin eru manns-
auganu fyrirsjáanleg, hann
mun aldri valda þessu hlassi,
en þó er eins og ekkert geti
að við munum eiga annað hús
inni, sem eigi sé af höndum
gjört og að þess vegna megum
við syngja eins lengi og hefur
verið gjört: „Við stöndum á
bjargi, sem bifast ei má.“ Guð
er þá möguleiki, þar sem eng-
inn möguleiki er sjáanlegur,
náð hans kletturinn, bjargið
alda. Ef borin er stika hins
veraldlega kvarða á líf kristins
manns, þá er fátt, sem bendir
til að hann byggi á einhverjum
sérstökum grunni, sem óveðrin
í veröldinni vinni ekki á. Hann
hrapar og laskast í hverskyns
flugi, sem annað fólk, já ekki
síður og að lokum gengur það
jafnt yfir alla að stundaglasið
tæmist. Og það er í sviptingun-
um öllum, sem sérhver verður
fyrir í lífinu, í háska og sorg-
og áralanga erfiðleika á ýms-
um sviðum, ekki síst hjá unga
fólkinu sem stundum byrjar að
byggja með næstum því
bjartsýna eina að efnum. Og
það væri verðugt rannsóknar-
efni að kanna hversu mörg
heimili hafa farið í rúst og
hjónabönd flosnað upp sökum
fjárhagsörðugleika og vand-
ræða sem hlutust af bygg-
ingarframkvæmdum.
En þó að Jesús ynni við
smíðar á sinni tíð og væri ef-
laust hnútum kunnugur á því
sviði, þá er það ekki bygg-
ingarverkfræði í bókstaflegri
merkingu sem hann ávarpar
okkur með í sögunni af húsun-
um tveimur í guðspjalli dags-
ins. Það mun fremur vera
lífssmíðin, sem við er átt,
hvernig og hverju varðar að
þar sé vel hugað að efnum og
undirstöðu.
Margur notar glas með
sandi í til að mæla tímann við
eggjasuðu, tækið heitir reynd-
ar stundaglas, en þau geta ver-
ið með ýmsu lagi og einnig sem
í dulinni líkingu. í einu leikrita
Samuel Becketts má í upphafi
leiks sjá stúlkuna Winnie, þar
sem hún situr í miðri sand-
hrúgu, sem nær henni upp
undir hendur. Hún getur
hreyft hendurnar og notar þær
reyndar eftir mætti, eftir því
sem aðstæður leyfa. Við hlið
hennar er taskan hennar, þar
sem hún geymir varalitinn
sinn og fleiri snyrtiföng.
Henni er í mun að nota tím-
ann, halda sér ofurlítið til,
brosa, gleðjast og hressa upp á
sjálfa sig og aðra með ein-
hverju skemmtilegu, sem
henni dettur í hug að segja.
Winnie veit vel af því að hún
situr í sandhrúgu, sem sífellt
er að stækka, hún er nefnilega
í einskonar stundaglasi. Bing-
urinn hækkar, en hún er samt
ákveðin í að vera hugrökk,
brosmild og bjartsýn, þó að
hún viti vel að brátt geti hún
ekki einu sinni hreyft hend-
urnar. Sú var tíðin í upphafi
stöðvað hann. Maurinn, sem
berst við hið ómögulega eins
og hann eigi lífið að leysa,
hann verður eins og táknmynd
af Winnie, því ef hann væri
sjáandi á sama hátt og hún, þá
myndi hann greina hversu hún
er einnig að berjast við það
sem ógjörlegt er, þar sem hún
brosir og snyrtir sig á meðan
sandurinn rennur hærra og
hærra og mun hefta og lama
að lokum allt.
Þegar hendurnar eru úr leik
hjá Winnie, þá er höfuðið enn-
þá frjálst um stund svo hún
getur haldið áfram að tala,
brosa og uppörva og vera til
þangað til glaskvikan rennur
út. Síðustu orðin hennar
Winnie deyja út um leið og
tjaldið fellur og hennar sér
ekki stað framar.
Erum við ekki öll í stunda-
glasinu? Lífsbyggingin er nú
ekki traustari en svo. Er það
nema von að svo sé mælt á vís-
um stað: „Allt er hégómi, ein-
ber hégómi." Húsið okkar er
ekki sterkara en þetta, þegar
allt kemur til alls, flóðbylgjan
kemur og skolar á brott hverju
orði og andartaki að lokum.
Svo sem eins og hjá börnum
sem byggja fegurstu kastala í
fjöruborðinu, glæstar bygg-
ingar, sem fljóta út í ekki neitt
þegar aðfallið kemur, hverfa
eins og spilaborg, sem andað
er á, þannig fer líka um húsið
mitt og þitt: „Dögum mínum
fækkar ... I Engum vörnum
fæ ég viðkomið gegn tíman-
um.“ (Hannes Pétursson.)
Þegar við stöndum frammi
fyrir þessari staðreynd þá get-
ur að finna margskyns viðhorf
í mannsbarmi. Hvaða hugsun
þá kviknar getur enginn í ann-
ars brjósti greint, en ég hygg
að það fari þá eftir því hvað
hjartað hefur numið í liðinni
tíð. Víst byggjum við á sandi,
þá hugsað er til þess, sem
verða hlýtur, en hinsvegar hef-
ur það verið tekið trúanlegt í
brjósti kristinnar manneskju
að hið ómögulega sé mögulegt,
um, sem gleði og unaði, sem
það prófast hvað það var sem
hjartað festi trúnað við. Krist-
inn maður veit ekki hvað ger-
ist að andartaki liðnu eða að
morgni, en í allri óvissu með
kvikan sandinn undir fótum
dag hvern, þá veit hann þó það,
sem segir í 139. sálmi: „Augu
þín sáu mig er ég var ómyndað
efni, þú veist hvernig mér líður
og mér er ómögulegt að rata
nokkra þá leið, sem þú ekki
þekkir.“ Er það ekki þetta eina
fasta og vísa, að einn er sá,
sem veit um leiðina mína alla,
jafnvel eftir að sandurinn hef-
ur lukið mér um höfuð og hús-
ið er horfið. Hann hefur einnig
stigið inn í stundaglasið, farist
í því, þjáðst og þolað, en um
leið brotið hlekkina og greitt
auga mínu leiðina frá dimm-
unni til ljóssins. Og sem ég
veit þetta, þá veit ég um leið að
það er sama hvort húsið mitt
er hátt eða lágt, þá er hvaðeina
í efniviðnum sömu ættar og
smæsta sandkornið og stendur
ekki af sér nein veður, því
rammgerða borgin eina sem
ekki haggast heitir miskunn
Guðs, sem sleppir aldrei tök-
um af, fyrir líknarstaf Guðs,
sem er Jesús Kristur.
Að heyra heilagt orð og
breyta eftir því er hyrn-
ingarsteinn þess helga muster-
is í mannlegu hjarta, sem
Drottinn hefur fyrirheitið og
gefið og sem varir þegar sand-
kvikan hefur fært það hús
undir svörð, sem augað grein-
ir. Því „þótt við stigjum upp í
himininn, þá er Drottinn þar
og þótt vér gjörðum undir-
heima að hvílu vorri, sjá hann
er þar og þótt vér lyftum oss á
vængjum morgunroðans og
settumst við hið ysta haf,
einnig þar mundi hönd hans
leiða oss“. Og þess vegna meg-
um við og getum við sagt, hvað
sem allri okkar eigin tíman-
legu byggingarlist líður í
stundaglasinu: „Við stöndum á
bjargi, sem bifast ei má.“
yMIÐSTÖD
VERÐBREFA-
VIDSKIPTANNA
hamingju
SPARIFJÁREIGENDUR!
Enn styrkist staða
sparifjáreigenda.
Vegna aukinnar samkeppni um sparifé lands-
manna bjóðast nú eftirfarandi kjör á verðbréfa-
markaöi okkar:
□ Eldri flokkar verðtryggðra spariskírteina rík-
issjóðs.
Lánstími frá 1 mánuði til allt að 4 árum.
Vextir: 61/2% á ári og full verötrygging.
□ Verötryggð veöskuldabréf.
Lánstími 21/2 til 10 ár.
Vextir: 14—14,87% á ári, sem gefur mögu-
leika á aö tvöfalda höfuöstól aö raungildi á 5
árum.
Kynnið ykkur nýjustu ávöxtunarkjörin á mark-
aðnum í dag. Starfsfólk Verðbréfamarkaös
Fjárfestingarfélagsins er ávallt reiöubúiö aö
aðstoða viö val á hagkvæmustu fjárfestingu
eftir óskum og þörfum hvers og eins.
SÖLUGENGIVERÐBRÉFA
13. ágúst 1984
Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóði
Ar-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Avöxtun-1 Dagafjöldi arkrafa | til innl.d.
1970-2 17.415,64 Innlv. i Seölab. 5.02.84
1971-1 16.028,01 6.50% 1 ár 32 d.
1972-1 14.492,44 6,50% 1 ár 162 d.
1972-2 11.614,42 6,50% 2 ár 32 d.
1973-1 8.670,66 6,50% 3 ár 32 d.
1973-2 8.377,44 6,50% 3 ár 162 d.
1974-1 5.383,47 6,50% 4 ár 32 d.
1975-1 4.334,58 6,50% 147 d.
1975-2 3.235,12 6,50% 162 d.
1976-1 2.982,42 6,50% 207 d.
1976-2 2.421,75 6,50% 162 d.
1977-1 2.122,16 Innlv. í Seölab. 25.03.84
1977-2 1.848,25 6,50% 27 d.
1978-1 1.438,89 Innlv. i Seölab. 25.03.84
1978-2 1.180,76 6,50% 27 d.
1979-1 991,47 6,50% 192 d.
1979-2 766,98 6,50% 32 d.
1980-1 657,32 6,50% 242 d.
1980-2 502,97 6,50% 1 ár 72 d.
1981-1 429,26 6,50% 1 ár 162 d.
1981-2 314,40 6,50% , 2 ár 62 d.
1982-1 302,80 6,50% 198 d.
1982-2' 222,88 6,50% 1 ár 48 d.
1983-1 171,01 6,50% 1 ár 198 d.
1983-2 111,14 6,50% 1 ár 108 d.
1974-D 5,319,50 Innlv. í Seðlab 1984
1974-E 3.886,00 8,00% 108 d.
1974-F 3.886,00 8,00% 108 d.
1975-G 2.484,49 8,00% 1 ár 108 d.
1976-H 2.289,62 8,00% 1 ár 227 d.
1976-1 1.742,62 8,00% 2 ár 107 d.
1977-J 1.555,43 8,00% 2 ár 228 d.
1981-1. fl. 334,56 8,00% 1 ár 258 d.
Veðskuldabréf — verðtryggð
Sölugengi m.v.
2 afb. á ári
1 ár
2 ár
3 ár
4 ár
5 ár
6 ár
7 ár
8 ár
9 ár
10 ár
11 ár
12 ár
13 ár
14 ár
15 ár
93,59
89,64
87.39
84,25
81,27
78,49
75,85
73.39
71,06
68,88
66,81
64,89
63,06
61,36
59,76
Nafnvextir
(HLV)
4%
4%
5%
5%
5%
5%
5%
5%
5%
5%
5%
5%
5%
5%
5%
Avöxtun
umfram
verðtr.
13,75%
13,87%
14,00%
14,12%
14,25%
14,37%
14,50%
14,62%
14,75%
14,87%
15,00%
15,12%
15,25%
15,37%
15,49%
Veðskuldabréf óverðtryggð
Sölug.m/v 1 afb a ari 18% 20% (Hlv) 21% Þak 20%
1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár 82 70 60 52 46 83 72 62 54 48 84 73 63 55 49 80 67 56 47 41
Sölug.m/v 2 afb. á ári 18% 20% p7) 21% Þak 20%
1 ár 88 87 90 89 85
2 ár 77 76 80 78 73
3 ar 68 66 70 69 62
4 ár 60 58 62 61 54
5 ár 54 52 56 55 47
Daglegur gengisútreikningur
Vcrðbrcfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavík
lónaóarbankahúsinu Simi 28566