Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 19&4 45 60 ár frá^fyrsta flugi til íslands FIMMTUDAGINN 2. ágúst sl. voni liðin 60 ár frá því að flugvél kom fljúgandi til íslands í fyrsta sinn. I*aö var 2. ágúst árið 1924, að flugvél af gerðinni Douglas World Cruiser úr hnattflugssveit bandaríska hers- ins lenti á Hornafirði undir stjórn þeirra liðsforingjanna Eiriks H. Nelsons og John llardings eftir SVz klukkustunda flug frá Kirkwall f Orkneyjum. Flugvél þeirra, sem bar nafnið „New Orleans", var vél nr. 4 í fjögurra flugvéla sveit, sem iagði af stað hinn 4. aprfl þetta sama ár frá Sand Point við Seattle f Washing- ton-fylki í Bandaríkjunum í fyrsta hnattflugið. Flugleið sveitarinnar lá m.a. um Kanada, Alaska, Japan, Kína, Hong Kong, Indó-Kína, Thailand og Burma til KalKútta á Indlandi þar sem flotholt flugvélanna voru fjarlægð og hjól sett undir í þeirra stað. Þaðan lá leiðin áfram um Mið-Austurlönd, Austur- og Mið- Evrópu til Parísar og þaðan áfram til London og Brough við Hull þar sem hjólin voru tekin undan og flotholtum komið fyrir á nýjan leik fyrir flugið yfir Atlantshafið um Orkneyjar, ísland og Græn- land til Kanada. Daginn eftir komu þeirra Nel- sons og Hardings kom önnur flug- vél úr sveitinni til Hornafjarðar, nr. 2 „Chicago", undir stjórn þeirra Lowells H. Smith og Leslie Arnolds, en til Reykjavíkur komu flugvélarnar tvær þann 5. ágúst. Tvær hnattflugsvélanna heltust úr lestinni á leiðinni, önnur i Al- aska og hin fyrir sunnan Færeyj- ar, en mannbjörg varð í báðum tilfellum. íslendingar fögnuðu komu hnattflugsmanna, sem og komu ít- alans Antonio Locatelli og áhafn- ar hans, sem komu til Hornafjarð- ar á Dornier Wal-flugbát hinn 16. ágúst og til Reykjavíkur daginn eftir. Það má segja að með komu þessara flugvéla til íslands hafi einangrun landsins verið endan- lega rofin, en að líkindum hefur engan þeirra sem fylgdust með órað fyrir því hversu Islendingar yrðu háðir flugsamgöngum sextíu árum síðar. Þess má geta að Flugmálafélag íslands lét á sínum tíma reisa minnisvarða á Hornafirði um fyrsta flugið til Islands og stendur hann við hótelið á Höfn. Pétur Einarsson, flugmálastjóri 95 verkalýðsfé- lög sögðu upp SAMTALS 95 verkalýðsfélög sögðu upp launaliðum kjarasamninga sinna við Vinnuveitendasamband fs- lands frá og með 1. september og hafði Vinnuveitendasambandinu borist bréf þar að lútandi í gær. Þessi félög eru: Félög innan ASÍ: Bein aðild Bakarasveinafélag tslands Mjólkurfrædingafélag íslands Bifreiðastjórafélagið ökuþór, Selfossi (7 verkalýðsfélög sem talin eru með VMSÍ félðgum) lónverkafólk Iöja, félag verksmiðjufólks Reykjavík Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri Verelunarmenn Verslunarmannafélag Suðurnesja Verslunarmannafélag Akraness Verslunarmannafélag Borgarness Verslunarmannafélag Vestur-Barðastrandar- sýslu, Bíldudal Verslunarmannafélag Bolungarvikur Verslunarmannafélag Húsavíkur Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri Verslunarmannafélag Austurlands Verslunarmannafélag Vestmannaeyja Verslunarmannafélag Árnessýslu Málmiónaóarmenn Félag bifreiðasmiða Félag bifvélavirkja Félag bflamálara Félag blikksmiða Félag járniðnaðarmanna Nót, sveinafélag netagerðarmanna Sveinafélag málmiðnaðarmanna, Akranesi Málmiðnaðardeild Iðnsveinafélags Mýrasýslu Félag járniðnaðarmanna, ísafirði Sveinafélag járniðnaðarmanna, Húsavík Málm- og skipasmiðafélag Norðfjarðar Málmiðnaðarmenn í Verkalýðsfél. Jökull, Höfn Hornafirði Sveinafélag járniðnaðarmanna, Vestmanna- eyjum Sveinafélag málmiðnaðarmanna, Rangár- valiasýslu Járniðnaðarmannafélag Árnessýslu Rafiónaóarmenn Félag ísl. linumanna Félag isl. rafvirkja Sveinafélag rafeindavirkja Rafiðnaðarmannafélag Suðurnesja Félag rafiðnaðarmanna i Vestmannaeyjum Félag rafíðnaðarmanna Suðurlandi Byggingamenn Sveinafélag bóistrara Sveinafélag húsgagnasmiða Byggingamannadeild verkalýðsfélagsins Vöku Siglufirði Byggingamannafélagið Árvakur, Húsavik Verkamenn Verkamannasamband Islands BónuHHamningar: (ákvæðisvinna og premia) Verkakvennafélagið Framsókn, Reykjavik Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágr. Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðv. Verkalýðs og sjómannafél. Gerðahrepps Verkalýðsfélag Akraness — kvennadeild — Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði Verkalýðsfél. Norðfirðingur, Neskaupstað Verkamannafél. Árvakur, Eskifirði Verkalýðs- og sjómannafél. Fáskrúðsfjarðar Verkalýðsfélagið Jökull, Höfn Hornafirði Verkakvennafélagið Framsókn, Reykjavik Verkamannafélagið Dagsbrún, Reykjavfk Verkakvennafélagið Framtiðin, Hafnarfírði Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavfkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavfkur og Njarðvíkur Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps Verkalýðsfélag Grindavfkur Verkalýðsfélag Akraness Verkalýðsfélagið Hörður, Hvalfirði Verkalýðsfélagið Afturelding, Hellissandi Verkalýðsfélagið Stjarnan, Grundarfirði Verkalýðsfélag Stykkishólms Verkalýðs- og sjómannafélagið Grettir, Reykhólum Verkalýðsfélagið Vörn, Bildudal* Verkalýðsfélagið Brynja, Þingeyri* Verkaiýðsfélagið Skjöldur, Flateyri* Verkalýðsfélagið Súgandi, Suöureyri* Verkalýðsfélagið Baldur, lsafirði Verkalýðsfélag Hólmavfkur* Verkalýðsfélag Hrútfirðinga, Borðeyri Verkalýðsfélagið Hvöt, Hvammstanga* Verkalýðsfélagið Ársæll, Hofsósi* Verkamannafélagið Fram, Sauðárkróki Verkakvennafélagið Aldan, Sauðárkróki Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði Verkalýðsfélagið Eining, Akureyri Verkalýðsfélag Húsavíkur Verkalýðsfélag Þórshafnar Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum Verkalýðsfélag Borgarfjarðar, Borgarfirði eystra Verkalýðsfélagið Fram, Seyðisfirði (einnig v. iðnaðarmanna) Verkalýðsfélagið Norðfirðingur, Neskaupstað Verkamannafélagið Árvakur, Eskifirði (sjá bréf) Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar Verkalýðs- og sjómannafélag Stöðvarfjarðar Verkalýðs- og sjómannafélag Breiðdælinga Verkalýðs- og sjómannafélag Djúpavogs Verkalýðsfélagið Jökull, Höfn Hornafirði Verkalýðsfélagið Samherjar, Kirkjubæjar- klaustri Verkalýðsfélagið Víkingur og bílstjóradeild, Vík Verkalýðsfélag Vestmannaeyja Verkakvennafélagið Snót, Vestmannaeyjum Verkalýðsfélagið Rangæingur v. sláturhúsa á félagssvæðinu Bílstjórafélag Rangæinga Verkalýðs- og sjómannafélagið Bjarmi, Stokkseyri Verkalýðsfélamð Þór, Selfossi Félög utan ASl: Félag bókagerðarmanna Blaðamannafélag íslands Verkstjórasamband íslands Verkstjórafélagið Þór Félag bifreiðastjóra Landleiða hf. Þá höfðu eftirtalin félög sagt upp bónus- samningum sinum, dagsetningar fyrir aftan: 1.2. 1985 1.9. 1984 1.9. 1984 1.9. 1984 1.12 1984 1.9. 1984 1.2.1985 1.1.1985 1.2. 1985 1.2. 1985 „Y“, nýr veitmgastaður NÝR veitingastaður var opnaður í Kópavogi á fostudag. Eigandi staðar- ins, sem hlotið hefur heitið „Y“ (yps- ilon), er Hreiðar Svavarsson og er veitingastaðurinn í sama húsi og Smiðjukaffi. „Y“ skiptist í tvo hluta, aðalsal og bjórkrá, en alls mun staðurinn rúma 280 gesti, þar af 100 manns í sæti í aðalsal. I þeim sama sal er leiksvið fyrir hljómsveitir og einn- ig er boðið upp á aðstöðu fyrir aðra skemmtikrafta. Tveir barir eru í aðalsal með sæti fyrir 50 gesti, en á kránni eru sæti fyrir 60 manns. Á bjórkránni er hljóm- flutningskerfi og mun verða leikin tónlist af léttara taginu. Aðalveitingasalur er opinn frá sunnudögum til fimmtudags frá kl. 21—01, en á föstudögum og laugardögum frá kl. 20—03. Bjórkráin verður opin frá kl. 12—14.30 og frá 18—01 sunnudaga til fimmtudaga, en lengur fram eftir nóttu föstudaga og laugar- daga, eða til kl. 03. Veitingastjóri „Y“ er Sigurjón Jónasson, en plötusnúður er Sverrir Hreiðarsson. (Úr fréttatilkynningu.) Frábærir kastarar trúlegu verði 1 o SL +4% • f fútsölustaðir um land allt: Akranes: Sigurdor Johanns- son Akureyri: Rad í óvi n nu stof an Borgarnes: Húsprýði hf. Blönduós: Kaupfélag Húnvetn- inga Egilsstaðir: Verslun Sveins Guð- mundssonar Eskifirði: Rafvirkinn Grundarfjörður: GuðniE.Hallgrims- son Homafjörður; Kaupfelag Austur- Skaftfellinga Hellisandur: Óttar Sveinbjörns- son Hafnarfjörður: Ljós og raftæki Húsavík: Grímurog Árni Hvammstangi: Versl.Sig. Pálma- sonar isafjörður: Straumur Keflavik: ReynirÓlafsson Mosfellssveit: Snerra Neskaupstaður: ENNCO Ólafsfjörður: Raftækjavinnustofan Patreksfjörður: Versl. Jonas Þór Sauðárkrókur: Rafsjá hf. Sauðárkrókur: K.S. Stykkishólmur: Husið Siglufjörðui: Aðalbuðin hf. Selfoss: Árvirkinn sf. Vestmannaeyjar: Kjarni sf. _Þórshöfn: Kaupfélag Lang- nesinga Skeifunni 8 — Sími 82660 Hverfisgötu 32 — Simi 25390
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.