Morgunblaðið - 12.08.1984, Side 24

Morgunblaðið - 12.08.1984, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 Fyrsta eintakið af hinni nýju Ijósprentun Guðbrandsbiblíu. Eintakið verður afbent Hóladómkirkju á Hólahátíð í dag. Um Guðbrand biskup og Biblíu hans Eftir Sigurbjöm Einarsson biskup sigurbjöm Ewamson Á Hólahátíð í dag verður þess sérstaklega minnst að 400 ár eru liðin frá því að Guð- brandsbiblía kom út. Um þessar mundir gef- ur Lögberg út nýja Ijósprentun af Guð- brandsbiblíu í tilefni af 400 ára afmælinu. Morgunblaðið hefur fengið leyfi til að birta það sem Sigurbjörn Einarsson, biskup, ritar um Guðbrand biskup og Biblíu hans f hina nýju útgáfu Lögbergs á Guðbrandsbiblíu. Guðbrandur biskup Þorláksson hafði upplag til þess að láta um sig muna, þótt hann hefði lifað á annarri öld og átt skemmri ævi. En hann fékk hlutverk sitt á tímamótum í sögu landsins, skildi það til hlítar og neytti krafta sinna, aðstöðu og langra lífdaga af fádæma einbeitni og at- orku, enda urðu áhrif hans dýpri og lang- lífari en flestra landa hans. Mestur varð hann af stórvirkjum f bókagerð, en þeirra stærst var útgáfa hans á Biblíunni. Þegar prentun Biblíunnar lauk 6. júní 1584 hafði Guðbrandur stýrt Hólastóli í 13 ár. öll þau ár hefur hann stefnt á þetta mark. Hann var mótaður af þeirri hugsjón evangelískrar siðbótar að gera menn læsa á Heilaga ritningu sjálfa og handgengna henni. Islenskir forgöngumenn þessarar kirkjustefnu lögðu kapp á það, að þjóðin eignaðist bækur á móðurmáli til helgi- halds og uppfræðslu. Þeir hófu þegar í upphafi að þýða Biblíuna. Oddur Gott- skálksson fór þar fremstur. Hann þýddi Nýja testamentið og kom því á prent I Danmörku 1540. Gissur biskup Einarsson hvatti Odd og studdi til þessa verks og frekari ritstarfa. Þeir unnu saman að því að þýða Gamla testamentið og komust talsvert áleiðis. Auðsjáanlega stefndu þeir markvíst að því að koma islenskri Biblfu á prent hið fyrsta. Gissur biskup féll frá þessu verki og öðr- um stórum áformum sínum. Næstu eftir- menn hans í Skálholti reyndu að bæta nokkuð úr skorti á kirkjulegum bókum, en urðu að leita til útlanda um prentun. Ekki var skipulega unnið að biblíuþýðingu um sinn. Jón biskup Arason hafði fengið prent- tæki til landsins nokkru fyrr en Nýja testamenti Odds var prentað. Tækin átti sænskur prentari og prestur, Jón Matthí- asson. Jón biskup réð hann f þjónustu sína og veitti honum Breiðabólstað í Vestur- hópi. Það rýrir ekki heiður Jóns biskups af þessu frumkvæði, að ekkert er nú til af því, sem hann lét prenta, nema ef vera skyldi tvö blöð úr messubók á latínu f erlendu safni. Óljóst er, hvað hann lét prenta á íslensku, en hitt vfst, að hann mat síns „móðurlands málfar“ til jafns við hvern annan. Litlu betur var því til haga haldið, sem næsti biskup á Hólastóli, hinn fyrsti lút- erski, ólafur Hjaltason, gaf út. Hann lét prenta þrjár bækur á íslensku á Breiða- bólstað. Ein er glötuð, eitt eintak er til erlendis af hvorri hinna, hvorugt heilt. Þegar Guðbrandur varð biskup eftir ólaf Hjaltason, 29 ára gamall, var auð- sætt, að kristnihaldi á nýjum grunni var margra hluta vant. En tilfinnanlegast var, að Biblían var ekki komin út á íslensku. Ungum fullhuga hefur þótt sem hér ætti hann skyldri köllun að gegna, ef hann fengi auðnu til. Atvik á lffsvegi hans eftir að hann kom heim frá háskólanámi hafa orðið honum áminning og eggjun. Hann varð þá fyrst skólameistari í Skálholti. Þar urðu á vegi hans handrit að biblfuþýðingum Odds og Gissurar. Ekki er að efa, að Gísli biskup Jónsson hefur af áhuga rætt við sinn lærða og framavænlega skólameistara um nauðsyn þess að fullna þýðinguna og prenta Biblíuna. Frá Skálholti fór Guð- brandur til Breiðabólstaðar í Vesturhópi, varð prestur þar eftir síra Jón Matthías- son. Þar varð á vegi hans prentsmiðjan, ónotuð þá og illa nothæf orðin. Vitaskuld vissi Guðbrandur til prent- smiðjunnar áður og þekkti brautryðjenda- starf hinna fyrstu biblíuþýðenda. En samt má álykta, að þessir áfangastaðir á leið hans til Hóla hafi orðið honum bending og vel gat hann séð handleiðslu f þessu. Nú var þess skammt að bíða, að hann væri skipaður biskup. Þá var það meðal fyrstu verka hans að kaupa prentsmiðj- una, flytja hana til Hóla og gera við hana. Til þess sparði hann hvorki eigið fé, fyrir- höfn né hagleiksgáfu sína. Brátt gat hann hafið bókaútgáfu. Henni hélt hann siðan áfram nær til æviloka, samfellt að kalla f hálfa öld. AIls gaf hann út um 90 bækur og bæklinga. Enginn biskup samtfmans f neinu landi var jafnoki hans á þessu sviði og varla nokkur fyrr eða síðar. Það hlaut að vera margra ára eljuverk að undirbúa prentun Bibliunnar. Allmikill hluti hennar var enn óþýddur og ærinn starfi að bæta úr því, þótt ekki væri þýtt úr frummálum. Guðbrandur notfærði sér þýðingar Odds og Gissurar og breytti þar nær engu. Aðrar þýðingar hafði hann í höndum, en telur margar þeirra hafa verið dönskublandaðar og á brákuðu máli. Þótti honum ekki minna erfiði að lesa yfir og lagfæra þær en að þýða beint. Hann skýrir ekki frá því, hvaða rit hann þýddi sjálfur, en segist „oftast einsamall" hafa orðið að yfirlesa, leiðrétta og útleggja, þegar hon- um gafst helst tóm til. Guðbrandur fylgdist náið með prentun- inni og lagði sjálfur haga hönd á verkið, skar upphafsstafi, sá um myndir og aðra bókarprýði. Prentara sinn, Jón, son sira Jóns Matthíassonar, sendi hann til Kaup- mannahafnar til þess að fullnuma sig og kaupa nýja prentþröng, þegar hin gamla varð ónýt 1576. Hann réð sér útlendan bókbindara, Júrin að nafni, til þess að binda Biblfuna og kenna íslendingum bókband. Nokkuð af upplagi hennar var þó bundið í Kaupmannahöfn. Prentun Biblíunnar tók tvö ár og sjö menn unnu að henni að einhverju leyti. Þegar lokið var, mátti Guðbrandur vita, að þess yrði langt að bíða, að svo miklu yrði kostað til einnar bókar á íslandi. Og það hefur ekki gerst til þessa dags. Þó hefði Guðbrandur viljað gera betur, eins og fram kemur í ávarpi hans til lesar- ans. Þótt hann hafi „af öllum mætti ástundun Iagt á þetta verk“, varð hann að sætta sig við misfellur svo sem prentvillur. „Fjölskylda mfns embættis, sem trúlegt má þykja, þar með margvislegar hindran- ir, áhyggja og ómak, sem tilheyrir slfku stóru prentverks erfiði, hafa því mátt valda.“ Það skipti sköpum f sögu íslendinga, að brautryðjendur lútherskrar kristni slógu einbeittan vörð um íslenska tungu. Hún var í öndverðu tamin við „þýðingar helg- ar“. Snemma eignuðumst vér brot úr Heil- agri ritningu á tæru og tignu máli. íslensk bókmenntaerfð var auðug og sterk. En Ift- ið hafði verið ritað f óbundnu máli um langt skeið. Erlend áhrif á tunguna voru veruleg orðin og sóttu á. Róttæk umskipti í kirkjumálum með erlent vald að baki og prenttæknina tiltæka hefðu getað orðið óbætanlegt áfall fyrir íslenska tungu. Ár- vekni og metnaður siðbótarmanna kom í veg fyrir það. Þar féll trúaráhugi og þjóð- ernisvitund í einn farveg. Guðbrandur tók við merkinu úr höndum annarra. En hann bar það fram til sigurs. En því skyldu íslendingar ekki gleyma, að dönsk kirkjuyfirvöld lúthersk skildu þjóðlegan metnað íslenskra siðbótar- manna að þessu leyti. Páll Madsen Sjá- landsbiskup studdi Guðbrand drengilega f útgáfustarfi hans. Konungur veitti af tekj- um sínum af íslandi styrk til biblíuútgáf- unnar, auk þess sem hann lagði kvaðir á kirkjur landsins henni til stuðnings. Guðbrandur Þorláksson laut hugsjón og stefnu, sem glögglega birtist í formála hans fyrir Sálmabók 1589: „Að Guðs heil- aga orð, sem oss er veitt og gefið, það mætti sem Ijóslegast, réttast og fagurleg- ast hjá vorum eftirkomendum eftirlátið verða og vort móðurmál hreint og óbland- að.“ Þessi hugsun stýrði honum og bar hann uppi í önn langrar ævi. Biblía hans var sá ávöxtur hennar, sem hæst ber meðal margra. Hún hefur með réttu verið talin til þjóðargersema. En mest er hún sem meginafrek f þágu þess stefnumarks, sem Guðbrandur bendir á í greindum orðum. Þegar líða tók að því að fjögurra alda minning þessarar fyrstu og veglegustu biblíuútgáfu á íslandi yrði haldin, kom fram áhugi á því að ljósprenta hana að nýju. Ljósprentuð útgáfa Lithoprents frá 1956—’57 er til þurrðar gengin fyrir löngu. Kirkjuþing gerði samþykktir um þetta (1978 og 1980) og fól kirkjuráði að leita fyrir sér um framkvæmd. Kirkjuráð sneri sér til Stofnunar Áma Magnússonar á Is- landi og Hins fslenska biblíufélags. Sam- starfsnefnd, skipuð fulltrúum þessara þriggja aðilja, leitaði til Sverris Kristins- sonar um útgáfu. Hann tók málið að sér og fylgdi því eftir af frábærum áhuga og alúð. Honum er það miklu mest að þakka, að Guðbrandsbiblía kemur út f þriðja sinn á þessu afmælisári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.