Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 56

Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 56
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTUfíSTRÆTI 22 INNSTRÆTI. SÍMI 11340 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆtl, SlMI 11633 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Sjávarútvegs- sýningin í Noregi: Ellefu Ólsens- gálgar seldir Þrándheimi, 11. igúsL Frá Hirti GbUsyni bladamanni Morfjunbladsinw. ÞÓ ÍSLENSKIR sýnendur séu fáir hér á sjávarútvegssýningunni f Þrándbeimi hefur framlag þeirra vakið mikla athygli, einkum örygg- isbúnaður og tölvuvogir. Sem demi um velgengnina má nefna að um hádegisbilið á laugardag var búið að selja 11 sjálfvirka sleppi- gálga, björgunarbáta frá Ólsen framleiðendunum í Njarðvík. Karl Ólsen framleiðandi Ólsen gálgans sagði I samtali við Morgunblaðið að áhuginn á sleppibúnaðinum á sýningunni væri með ólíkindum. Þeir hefðu varla við að svara fyrirspurnum og útskýra virkni útbúnaðarins. Þegar hefði verið gengið frá samningum um sðlu á 11 gálgum og margir væru að íhuga kaup. Þá væri mikill áhugi meðal danskra fyrirtækja á því að fá búnaðinn á sjávarútvegssýningu sem verður í Álaborg í nóvem- ber. Fjölmargir aðilar frá ýms- um löndum hefðu óskað eftir umboði, meðal annars frá Dan- mörku, Svíþjóð, Skotlandi og Chile. Karl sagði að engar ákvarðanir um umboðsmenn annars staðar en f Noregi yrðu teknar fyrr en síðar á árinu eða þar til endanlega hefði verið gengið frá samningum við norska umboðsaðilann, sem er samsteypan Rapp Bomek. Það eru aðeins fimm íslensk fyrirtæki sem sýna hér fram- leiðslu sína, og það eru Póllinn á fsafirði, Marel hf., sem bæði sýna tölvuvogir fyrir frystihús, vélsmiðian Þór í Vestmannaeyj- um og Olsen vélsmiðjan ( Njarð- vikum sem sýna sjálfvirkan sleppibúnað björgunarbáta og Kvikk sf. sem sýnir klofningsvél fyrir fiskhausa. Framleiðsla þessara fyrirtækja vekur mikla athygli og í framhaldi þess hefur verið ákveðin nokkurra manna hópferð frá Norður-Noregi á sjávarútvegssýninguna í Reykja- vík í september. Það er fslend- ingurinn Matthías Garðarsson, rekstrarráðgjafi í sjávarútvegi fyrir Norður-Noreg, sem skipu- leggur ferðina. .*■ ,*P «1 V - . ±1 barst nm 200 til 300 metra niður með ánni frá vaðinu. Morgunblaðið/RAX. Slysstaðurinn við Rjúpnabrekkukvísl í gærmorgun. Bfllinn er stórskemmdur á árbakkanum, en Hörmulegt slys í Rjúpnabrekkukvísl: Óttast er aö fjórir Japanir hafi farist — tvö lík fundin í gærmorgun, bfll á kafi í ánni AÐ MINNSTA kosti tveir japanskir ferðamenn fórust í Rjúpnabrekku- kvísl, milli Gæsavatna og Tungna- fellsjökuls norðan Bárðarbungu í Vatnajökli, einhverntíma á föstudag. Virðast þeir hafa ekið bílaleigujeppa sínum af gerðinni Lada Sport út í kvíslina og lent þar á kafi. Óttast er að í bílnum hafi verið fjórir menn en þegar Mbl. fór í prentun í gær höfðu aðeins fundist tvö lík. Fjórir jap- anskir karlmenn tóku bflinn á leigu í Reykjavík föstudaginn 3. ágúst sl. og ætluðu þeir að skila honum aftur ídag. Það var um kl. 17:45 á föstudag- inn, að heimilisfólk frá Víðikeri í Bárðardal, sem var á suðurleið austur með Skjálfandafljóti, ók fram á lík í Rjúpnabrekkukvísl. Kvíslin er ein margra kvísla, sem kemur úr Vatnajökli og verður að Skjálfandafljóti nokkru norðar. Þegar fólkið fór að athuga málið nánar sá það hvar bíll var á kafi í ánni, sem er mjög vatnsmikil eftir sumarhitana og rigningamar að undanförnu. Töldu þau enga leið til að komast yfir ána og fengu þau ekkert að gert á staðnum, enda bíllinn talstöðvarlaus. Óku þau því um öskju í Herðu- breiðarlindir, þar sem var næsta talstöð, og voru komin þangað um Verðfall á verð- bréfamarkaðinum VERÐFALL hefur orðið á verðbréfamarkaði hérlendis á undanförnum mán- uðum. Bæði hafa fallið í verði verðbréf með fasta vexti og eins bréf, sem ganga kaupum og sölum með hæstu lögleyfðu vöxtum, eins og þeir eru hverju sinni. Verðlækkunin á flmm ára bréfum, svo tekið sé dæmi, nemur um flmm prósentustigum, skv. upplýsingum Gunnars Helga Hálfdánarsonar, fram- kvæmdastjóra Fjárfestingafélagsins. Hann telur að gengi verðbréfa muni hækka aftur á næstunni í framhaldi af vaxtahækkuninni, sem tekur gildi eftir helgina. „Það er mikil samkeppni um sparifé landsmanna og umfram- eftirspurn hefur farið vaxandi á siðastliðnum misserum," sagði Gunnar Helgi í samtali við blaða- mann Mbl. í gær. „Til að slá á þessa umframeftirspurn og til að örva sparnaðinn i landinu er eðli- legt að vextir hækki nú, þegar bönkum er gefið aukið frelsi til vaxtaákvarðana og framboð sparnaðarforma vex. Þessi þróun hefur verið greini- leg á verðbréfamarkaði," sagði hann. „Ávöxtunar- eða vaxtakrafa sparifjáreigenda hefur vaxið á sama tíma og eftirspurn hefur aukist eftir fé þeirra. Til að mynda gefa verðtryggð veðskulda- bréf nú allt að 14% raunvöxtun á ári en svo mikil ávöxtun gefur möguleika á að tvöfalda raungildi höfuðstólsins á fimm árum. Þá er miðað við óbreytt ástand. Þegar ávöxtunarkrafan hækkar er eðlilegt að verðbréf, sem hafa fasta vexti, falli í verði. Til dæmis hafa veðskuldabréf, sem bera hæstu lögleyfðu nafnvexti, fallið í verði þar sem vextirnir hafa hald- ist óbreyttir samkvæmt ákvörðun Seðlabankans. Gengi slíkra bréfa, til dæmis fimm ára bréfa, hefur lækkað um fimm prósentustig að undanförnu." Gunnar sagði ljóst, að háir raunvextir myndu, þegar upp væri staðið, örva sparnað landsmanna og við það myndi vaxtakrafa á verðbréfamarkaði lækka aftur og gengi verðbréfa hækka. „Hversu fljótt það gerist er erfitt að spá um að svo stöddu," sagði fram- kvæmdastjóri Fjárfestingafélags- 10 20 301(111 I t -1 Vatnajökull kl. 03 aðfaranótt laugardagsins. Þá þegar var boðum komið til Slysavarnafélags íslands ( Reykjavík. Þaðan var komið boð- um til lögreglu og björgunarsveit- arinnar Garðars á Húsavík, Náðu Húsvíkingarnir fljótlega sam- bandi við vel búinn talstöðvarbfl í Nýjadal en þar voru fleiri vel bún- ir bílar. Tókst ökumönnum þeirra að komast að ánni og ná bilnum upp úr henni. Enginn var í bílnum en nokkru neðar í ánni fannst fljótlega annað lík. Lögreglu- og björgunarsveitarmenn frá Húsa- vík lögðu af stað innúr snemma í gærmorgun. Á meðan kannaði Út- lendingaeftirlitið í Reykjavík hvort Japanirnir fjórir hefðu allir lagt á fjöll á bílnum. Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélags íslands, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær, að kunnugir teldu óðs manns æði að fara yfir ár á þessu svæði þegar svo mikið vatn er í þeim. Japanirnir eru ungir menn, nærri þrítugu, frá Kobe í Japan. Þeir munu hafa verið á ferðalagi um Evrópu og komu hingað frá Englandi, skv. upplýsingum Morg- unblaðsins. 46 bátar að verða búnir með kvótann Samkvæmt upplýsingum Fiskifé- lags íslands munu um 46 bátar af 650 vera langt komnir með að veiða upp í leyfllegan þorskveiðikvóta og eiga sumir harla lítið eftir. Að sögn Jak- obs Bjarnasonar eru flestir bátarnir frá suðvesturhorninu. Gert er ráð fyrir að eigendur bátanna reyni að fá kvóta frá öðr- um, einnig munu einhverjir fara á síld í haust. Fiskifélaginu var ekki kunnugt um togara sem væru að fylla eða hefðu þegar fyllt þorsk- veiðikvótann, en eins og frá var skýrt í Morgunblaðinu í gær er Björgúlfur, togari Dalvíkinga, þeg- ar búinn að veiða leyfilegt magn af þorski.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.