Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 35 60 ára: Guðmundur Benedikts son ráðuneytisstjóri Einn ágætasti maður, sem ég hefi kynnst um mína daga, Guð- mundur Benediktsson ráðuneytis- stjóri, verður sextugur 13. ágúst nk. Er hverri þjóð happ, þegar slikir drengir fæðast enda ekki á hverju strái. Ég kynntist honum ungur að árum á Akureyri, þegar við stunduðum nám í Menntaskól- anum þar. Guðmundur var tveim- ur bekkjum á eftir mér í skóla, en við urðum vinir við fyrstu kynni og hefir það ekki breyst, nema þá til styrkingar — reyndar þess ekki þörf. Við erum líka frændur og feður okkar aldavinir, sem skrif- uðust á langa ævi. Hefi ég ekki lesið hlýrri og elskulegri bréf, en faðir Guðmundar reit föður mín- um. Okkur Guðmundi var vel kunnugt um vináttu og frændsemi feðra okkar og mun það m.a. hafa orðið til þess að aldrei örlaði á tortryggni hvors í annars garð. Heima var oft minnst á Benedikt skólastjóra á Húsavík og fjöl- skyldu hans og ég skynjaði að þá bar ekki á góma neitt hversdags- fólk. Um það var talað með sér- stökum raddblæ. Hins vegar sá ég Guðmund fyrstan þeirra systkina. Fannnst mér sem draumur rættist að sjá einhvern úr hópi þessa frændfólks míns, sem ég hafði svo oft heyrt getið. Og Guðmundur brást ekki vonum mínum. Hann var skemmtilegri og geðþekkari en aðrir menn, gæddur meira hugar- flugi en flestir eða allir þeir sem ég hafði kynnst. Einstaklega glöggur á sérkenni manna og fundvís á það, sem skoplegt er. Sjálfur er hann skáldmæltur vel, og þekking hans á innlendum og erlendum úrvalsbókmenntum ótrúlega yfirgripsmikil. Oft fórum við í gönguferðir. Aldrei höfðum við lengi labbað saman, þegar leiði og hversdagsleiki hurfu sem dögg fyrir sólu og; „Gleði og gaman gullin spunnu símu sældar um sálir órar.“ svo sem segir í Saknaðar- og kveðjudrápu, er afmælisbarnið reit okkur vinum sínum, sem urð- um stúdentar 1943 og fórum suð- ur, en hann sat þá enn nyrðra á skólabekk tvo vetur og eftir stúd- entspróf kenndi hann einn vetur við gagnfræðaskólann á Siglufirði. Mér þóttu þessi ár, er ég hitti ekki minn kærasta vin, lengi að líða, þótt margt mætti gera sér til dundurs hér syðra. En haustið 1946 kom Guðmund- ur suður og innritaðist í lagadeild Háskólans. Urðum vð vinir hans úr árgangi 1943 frá MA harla fegnir hingaðkomu hans. Oft bar fundum okkar Guðmundar saman á háskólaárum og áttum við þá glaðar stundir. Það prýddi hvern dag að hitta Guðmund Bene- diktsson. Við tókum mikinn þátt í félagslífi stúdenta, vorum m.a. báðir formenn Stúdentafélags Há- skólans og Stúdentafélags Reykja- víkur. Frá 1951 til 1959 unnum við í sömu húsakynnum. Guðmundur á málflutningsstofu Eggerts Claes- sen og Gústafs Sveinssonar, en ég hjá Vinnuveitendasambandi ís- lands. Ætíð hlakkaði ég jafn mik- ið til að hitta Guðmund. Aldrei brást, að hann hefði eitthvað ný- meti á boðstólum. Stundum vitur- lega eða skemmtilega sögu, stund- um spánnýja skrítlu. Slíkt er ekki bráðónýtt á vetrarmorgni i hríð. snjó, og skammdegismyrkri. Um þær mundir hittum við Guðmundur oft eftir vinnu þá Pét- ur heitinn Sæmundsen og Sverri Hermannsson. Voru fundir þessir í Grænustofu Vonarstræti 4, þar sem Sverrir réð ríkjum. Hér ræddu menn af eldmóði og alvöru- þunga, bæði þjóðmál, dægurmál, skáldskap fornan og nýjan og sagðar voru gamansögur. Er þetta sá skemmtilegasti og fjörmesti „klúbbur" sem ég hefi verið í. Stundum heilsuðum við Guð- mundur upp á Jónas heitinn Sveinsson lækni, sem tók okkur opnum örmum. Sagði hann okkur með sínum hrífandi frásagnar- máta sögur bæði frá stóru löndun- um þar sem hann hafði stundað nám í læknisfræði og ýmsum at- vikum er höfðu hent hann á langri leið bæði sem lækni og leikmann. Dæmisögur lágu honum einnig á tungu. Eg man ávallt er hann á góðri stundu sagði við okkur: „Minnist þess drengir mínir, að vitringurinn ornar sér við sama eld og brjálæðingurinn notar til að kveikja í húsi sínu." Haustið 1950 kvæntist Guð- mundur Kristínu sinni, gáfaðri og elskulegri konu, dóttur hinna mik- ilhæfu hjóna, Soffíu Jónsdóttur Claessen og Eggerts Claessen hæstaréttarlögmanns, sem var framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins og þá húsbóndi ® minn. Er ekki að orðlengja það, að alla tíð síðan höfum við húsfreyja mín verið tíðir gestir á hinu fagra og fágæta heimili á Reynisstað og átt þar dásamlegar og ógleyman- legar stundir. Hent hefir að dagur ljómaði í austri, er upp var staðið frá fagnafundum. Elskulegi frændi. Ég hefi hér að framan rifjað upp örfá atvik af kynnum okkar og samskiptum. Frá þeim eru allar minningar góð- ar. Orðum skrýddur innlendum og erlendum, meira en menn viti dæmi til og virtur vel í háu emb- ætti getur þú horft fram á veginn við hlið hamingjudísar þinnar Kristínar, mannkostakonunnar, sem á sér fáa líka. Á sextugsaf- mæli þinu árnum við Lúlú þér og fjölskyldu þinni allra heilla og þökkum ykkur Kristínu órofa vin- áttu liðinna ára. Barði Friðriksson Dæmi um verð: áður: nú: áður: nú: Herrabómullarbuxur 789.-kr. 589.-kr. Ferðatöskur 50sm. 689.-kr. 489.-kr. Herragallabuxur 889.-kr. 599.-kr. Sængurverase tt 689.-kr. 499.-kr. Dömubómullarbuxur 889.-kr. 599.-kr. Handklæði 65.95kr. 49.95kr. Dömugallabuxur 599.-kr. 399.-kr. Bjórkönnur 79.95kr. 49.95kr. Barnabuxur 449.-krr 349.-kr. Leikbrúður 129.-kr. 79.95kr. Barnapeysur 389.-kr. 249.-kr. Æfingaskór 489.-kr. 359.-kr. Dömus trígaskór 299.-kr. 199.-kr. Strigaskór/uppreimaðir 589.-kr. 399.-kr. K venleðurskór 789.-kr. 499.-kr. Ferðatöskur 65sm. 389.-kr. 989.-kr. áður:______nú_______ Ikea borð 90x60sm og stóll úr hvítlökkuðu beyki 2.190.-kr. 1.590.-kr. Ikea borðstofustóll úr gegnheilli hnotubrúnni furu 2.195.-kr. 1.295.-kr. HAGKAUPS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.