Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 7 Miði til draumalandsins Kirsten Hofseth og Marit Syversen í hlutverkura sínum. Þorkell Sigurbjörnsson er umsjónar- maður þáttarins. SKELLUM OKKUR MEÐ SKAGAMÖNNUM Á mánudag verður sýnt í sjónvarpi norskt sjónvarpsleikrit eftir Björg Vik og nefnist það „Miði til draumalands- ins“ (Fribillett til Soria Moria). Elise og Mabel, báðar á fertugs- aldri, vinna í kvikmyndahúsi og leigja íbúð saman. Þær reynast vera afar ólíkar. Elise, sem aldrei hefur gifst, er heimakær og unir sér best í rólegheitum, hlustandi á góða tón- list. Mabel er fráskilin og á uppkom- inn son af óhamingjusömu hjóna- bandi. Hún er áfjáð í einhverja til- breytingu í lífinu og sækir óspart skemmtanir og næturlífið. En þrátt fyrir að Elise og Mabel séu ólíkar, þá eiga þær sér sameig- inlegan draum um betra lff. Þær kynnast manni sem orsakar árekstra á milli þeirra tveggja og slettist því upp á vinskapinn hjá þeim. Kirsten Hofseth fer með hlutverk Elise en Marit Syversen leikur Mab- el. Með önnur aðalhlutverk I sjón- varpsleikritinu fara Knut M. Hans- son og Johannes Joner. Leikstjóri er Kirsten Sörlie. Sjónvarp mánudag kl. 20.35: Útvarp kl. 21.10: Nútímatónlist f útvarpi í kvöld er á dagskránni þátturinn „Nútímatónlist" í umsjá Þorkels Sigurbjörnssonar. Þátturinn er mjög óvenjulegur að því leyti að í honum verður eingöngu leikin kínversk nútlmatónlist af Sin- fóníuhljómsveitinni f Shanghai f Kfna. Á dögum menningarbyltingar- innar f Kína var algerlega lokað fyrir alla tónlist f landinu og eru kínverskir tónlistarmenn núna fyrst að láta í sér heyra á nýjan leik. Það verður að viðurkennast, að kínversk tónlist er afar fáheyrð f fs- lensku útvarpi og kfnverskir tónlist- armenn því lítt þekktir hér hér á landi. Sinfónfuhljómsveit Shanghai hefur þá forsögu að hafa talist hvað „vestrænust“ kfnverskra hljóm- sveita hér áður fyrr og fáum við ör- lftið sýnishorn af tónlist hennar f þættinum f kvöld. Tónlistarunnend- ur geta þá borið hana saman við það sem við eigum að venjast og er fróð- legt að vita hverjar niðurstöðurnar verða. Útvarp kl. 20J Sumarútvarp unga fólksins Helgi Már Barðason verður með þátt sinn „Sumarútvarp unga fólksins“ f útvarpi í kvöld kl. 20.00. { þættinum fáum við að heyra af- rakstur ferðar sem Helgi fór ásamt tæknimanni í Viðey og Þjórsárdal um verslunarmannahelgina. Rætt verður við unglinga og gesti útihá- tíðanna sem haldnar voru þar eða halda átti, svo og við starfsfólk á svæðunum. Karl Ágúst Úlfsson leikari verður gestur ' þáttarins að þessu sinni. Hann mun segja frá starfi sínu sem kvikmyndaleikari og ræðir i þvf sambandi um hina bráðsmellnu mynd „Nýtt líf“ sem hann lék sem kunnugt er annað aðalhlutverkið f. Einnig mun hann skýra frá fram- haldsmyndinni „Dalalff", en ráðgert er að hún verði frumsýnd á hausti komanda. Haldið verður áfram með lestur framhaldssögunnar „Punktur, punktur, komma, strik“ eftir Pétur Gunnarsson og er nú farið að sfga á seinni hluta sögunnar. Lesin verða bréf sem borist hafa frá hlustendum og sjöundi hluti getraunarinnar, og jafnframt sá næstsfðasti, verður á dagskrá. Loks verður sagt frá nýju popp- blaði sem hefur göngu sfna f haust og ber nafnið „Hjáguð“ og á milli dagskrárliða verður sfðan leikin létt tónlist af nýjum fslenskum og er- lendum plötum. Nú fjölmenna allir stuöningsmenn hins frábæra ÍA-liös og aðrlr knattspyrnuáhugamenn á leik Skagamanna og Belgíumeistara Beveren í Evrópukeppninni í Belgíu. Meö hressilegum stuðningi sam- stillts hóps frá íslandi er lið Akraness til alls líklegt í Ijónagryfjunni í Beveren, þar sem mörg stórlið hafa orðið heimamönnum að bráð. í ferðinni verður hörkugóð hópstemmning — allir verða saman á hóteli og allir fá miða í bestu sæti á sama stað á vellinum! Flogið er til Amsterdam þriðjudaginn 2. október og gist þar allar næturnar á Hótel Victoria, öndvegis hóteli á besta stað í borginni (öll herbergi með baði og litsjónvarpi). Auk þess er innifalin í verðinu rútuferð á leikinn ásamt stúkumiða, íslensk fararstjórn og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Við bjóðum þrjá ferðamöguleika: 3 dagar (heimferð fimmtudag 4. okt.) Aðeins kr. 9.900 5 dagar (heimferð laugardag 6. okt.) Aðeins kr. 11.850 1 vika (heimferð þriðjudag 9. okt.) Aðeins kr. 14.800 44PPDRÆTTÍÐÍ98Í ^iÞri6,aérs»i6.öu^a9Btals- um "U9^,r6.aSmöSm atno.- jiibíU w®rvíKur. Vínningurinn kom mer 1805. fyrsta og ^TKo9lnéd,9a.ö.númer Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 8 23727 AUGLÝSINGAPJÓNUSTAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.