Morgunblaðið - 12.08.1984, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 12.08.1984, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 7 Miði til draumalandsins Kirsten Hofseth og Marit Syversen í hlutverkura sínum. Þorkell Sigurbjörnsson er umsjónar- maður þáttarins. SKELLUM OKKUR MEÐ SKAGAMÖNNUM Á mánudag verður sýnt í sjónvarpi norskt sjónvarpsleikrit eftir Björg Vik og nefnist það „Miði til draumalands- ins“ (Fribillett til Soria Moria). Elise og Mabel, báðar á fertugs- aldri, vinna í kvikmyndahúsi og leigja íbúð saman. Þær reynast vera afar ólíkar. Elise, sem aldrei hefur gifst, er heimakær og unir sér best í rólegheitum, hlustandi á góða tón- list. Mabel er fráskilin og á uppkom- inn son af óhamingjusömu hjóna- bandi. Hún er áfjáð í einhverja til- breytingu í lífinu og sækir óspart skemmtanir og næturlífið. En þrátt fyrir að Elise og Mabel séu ólíkar, þá eiga þær sér sameig- inlegan draum um betra lff. Þær kynnast manni sem orsakar árekstra á milli þeirra tveggja og slettist því upp á vinskapinn hjá þeim. Kirsten Hofseth fer með hlutverk Elise en Marit Syversen leikur Mab- el. Með önnur aðalhlutverk I sjón- varpsleikritinu fara Knut M. Hans- son og Johannes Joner. Leikstjóri er Kirsten Sörlie. Sjónvarp mánudag kl. 20.35: Útvarp kl. 21.10: Nútímatónlist f útvarpi í kvöld er á dagskránni þátturinn „Nútímatónlist" í umsjá Þorkels Sigurbjörnssonar. Þátturinn er mjög óvenjulegur að því leyti að í honum verður eingöngu leikin kínversk nútlmatónlist af Sin- fóníuhljómsveitinni f Shanghai f Kfna. Á dögum menningarbyltingar- innar f Kína var algerlega lokað fyrir alla tónlist f landinu og eru kínverskir tónlistarmenn núna fyrst að láta í sér heyra á nýjan leik. Það verður að viðurkennast, að kínversk tónlist er afar fáheyrð f fs- lensku útvarpi og kfnverskir tónlist- armenn því lítt þekktir hér hér á landi. Sinfónfuhljómsveit Shanghai hefur þá forsögu að hafa talist hvað „vestrænust“ kfnverskra hljóm- sveita hér áður fyrr og fáum við ör- lftið sýnishorn af tónlist hennar f þættinum f kvöld. Tónlistarunnend- ur geta þá borið hana saman við það sem við eigum að venjast og er fróð- legt að vita hverjar niðurstöðurnar verða. Útvarp kl. 20J Sumarútvarp unga fólksins Helgi Már Barðason verður með þátt sinn „Sumarútvarp unga fólksins“ f útvarpi í kvöld kl. 20.00. { þættinum fáum við að heyra af- rakstur ferðar sem Helgi fór ásamt tæknimanni í Viðey og Þjórsárdal um verslunarmannahelgina. Rætt verður við unglinga og gesti útihá- tíðanna sem haldnar voru þar eða halda átti, svo og við starfsfólk á svæðunum. Karl Ágúst Úlfsson leikari verður gestur ' þáttarins að þessu sinni. Hann mun segja frá starfi sínu sem kvikmyndaleikari og ræðir i þvf sambandi um hina bráðsmellnu mynd „Nýtt líf“ sem hann lék sem kunnugt er annað aðalhlutverkið f. Einnig mun hann skýra frá fram- haldsmyndinni „Dalalff", en ráðgert er að hún verði frumsýnd á hausti komanda. Haldið verður áfram með lestur framhaldssögunnar „Punktur, punktur, komma, strik“ eftir Pétur Gunnarsson og er nú farið að sfga á seinni hluta sögunnar. Lesin verða bréf sem borist hafa frá hlustendum og sjöundi hluti getraunarinnar, og jafnframt sá næstsfðasti, verður á dagskrá. Loks verður sagt frá nýju popp- blaði sem hefur göngu sfna f haust og ber nafnið „Hjáguð“ og á milli dagskrárliða verður sfðan leikin létt tónlist af nýjum fslenskum og er- lendum plötum. Nú fjölmenna allir stuöningsmenn hins frábæra ÍA-liös og aðrlr knattspyrnuáhugamenn á leik Skagamanna og Belgíumeistara Beveren í Evrópukeppninni í Belgíu. Meö hressilegum stuðningi sam- stillts hóps frá íslandi er lið Akraness til alls líklegt í Ijónagryfjunni í Beveren, þar sem mörg stórlið hafa orðið heimamönnum að bráð. í ferðinni verður hörkugóð hópstemmning — allir verða saman á hóteli og allir fá miða í bestu sæti á sama stað á vellinum! Flogið er til Amsterdam þriðjudaginn 2. október og gist þar allar næturnar á Hótel Victoria, öndvegis hóteli á besta stað í borginni (öll herbergi með baði og litsjónvarpi). Auk þess er innifalin í verðinu rútuferð á leikinn ásamt stúkumiða, íslensk fararstjórn og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Við bjóðum þrjá ferðamöguleika: 3 dagar (heimferð fimmtudag 4. okt.) Aðeins kr. 9.900 5 dagar (heimferð laugardag 6. okt.) Aðeins kr. 11.850 1 vika (heimferð þriðjudag 9. okt.) Aðeins kr. 14.800 44PPDRÆTTÍÐÍ98Í ^iÞri6,aérs»i6.öu^a9Btals- um "U9^,r6.aSmöSm atno.- jiibíU w®rvíKur. Vínningurinn kom mer 1805. fyrsta og ^TKo9lnéd,9a.ö.númer Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 8 23727 AUGLÝSINGAPJÓNUSTAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.