Morgunblaðið - 12.08.1984, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.08.1984, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGOST 1984 píi0fi0Júl Útgefandi niribifrft hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Vaxtafrelsi f sjö bönkum hafa sex pegar tilkynnt hvaða vaxta- kjör þeir ætla að bjóða á morgun þegar samþykkt rík- isstjórnarinnar frá því fyrir tveimur vikum að veita inn- lánsstofnunum frelsi til vaxtaákvarðana kemur til framkvæmda. Athygli vekur að stærsti og öflugasti bank- inn, Landsbankinn, heldur enn að sér höndum og ætlar ekki að gera opinskátt um vaxtastefnu sína fyrr en á morgun. Sömu sögu er að segja um Samband spari- sjóða, það beið átekta á föstudag enda er þar um inn- lánsstofnanir að ræða sem dreifðar eru um land allt. Eftir að glufa myndaðist í miðstýringuna í vaxtamálum í janúar síðastliðnum hófst þróun í bankakerfinu sem ís- lendingar hafa ekki átt að venjast, innlánsstofnanir tóku að keppa um sparifé. Nú mun þessi samkeppni harðna eins og menn sjá þegar þeir kynna sér hin nýju vaxta- kjör. Með hliðsjón af þróun- inni í peningamálum undan- farna mánuði er eðlilegt að vextir hækki nokkuð að minnsta kosti fyrst eftir að þeir eru gefnir frjálsir, fram- boð á peningum hefur verið minna en eftirspurn. Nái að myndast hér heilbrigður pen- ingamarkaður munu vextir síðan laga sig að eftirspurn en hún á aftur á móti að ráð- ast af arðsemi þeirrar fjár- festingar sem lántakendur hafa á prjónunum. Þótt frelsi hafi verið gefið í vaxtamálum er ekki þar með sagt að sá siður leggist af að veita fjármagni í óarðbær fyrirtæki af margvíslegum toga. Með aukinni samkeppni milli innlánsstofnana þreng- ist svigrúm þeirra til að stunda félagslega lánafyr- irgreiðslu af þessu tagi, þær geta ekki greitt nægilega hátt verð fyrir spariféð sem þær keppa allar um ef þeim er jafnframt gert skylt að lána út peninga undir kostn- aðarverði. Á vegum Fram- kvæmdastofnunar ríkisins hefur verið stunduð félagsleg lánafyrirgreiðsla undir stjórn þingmanna, athyglis- vert verður að fylgjast með því hvernig hún bregst við vaxtafrelsinu. Á baksíðu Morgunblaðsins í gær er vakin athygli á mis- munandi kjörum sem þeir sex bankar bjóða sem ákváðu vexti sína á föstudag. í Morg- unblaðinu má einnig sjá auglýsingar frá ýmsum þess- ara stofnana þar sem kjörin eru kynnt enn frekar. Hér skal ekki tekin afstaða til þeirra tilboða. Á hinu skal þó vakin sérstök athygli hve flókið þetta innlána- og út- lánakerfi okkar er orðið eftir margra áratuga miðstýringu og verðbólguholskeflu í tíu ár. Sýnir reynslan að þeir sem leggja fé í banka telji sig þurfa að hafa 11 mismunandi leiðir til að ávaxta fé sitt í sama bankanum? Skref frá þessum frumskógi hefur Verslunarbankinn nú stigið með svonefndum Kaskó- reikningi sínum. Eru slík innlánsform það sem koma skal? Á peningamörkuðum þar sem eðlilegar aðstæður ríkja keppa bankar ekki aðeins um sparifjáreigendur heldur einnig um lántakendur. Út- lansvextir bankanna sex sem riðu á vaðið eru misháir. Er það til marks um að Útvegs- bankinn standi best að vígi að útlánsvextir hans virðast að jafnaði lægri en annarra? Vaxtafrelsið mun hafa í för með sér margvíslegar breytingar sem ekki er unnt að sjá fyrir á þessari stundu. Þær munu í senn gera meiri kröfur til innlánsstofnana og viðskiptavina þeirra. Á verð- bólguárunum var mikið rætt um verðskyn neytenda, að þeir áttuðu sig á því hvar þeir gætu keypt vörur á hag- stæðasta verði. Með aukinni samképpni í verslun og skipulegri upplýsingamiðlun Verðlagsstofnunar hefur tek- ist að þróa verðskyn á ótrú- lega skömmum tíma. Nú þurfa menn að tileinka sér vaxtaskyn í viðskiptum við innlánsstofnanir. Það tekst ekki nema með rækilegri kynningu og einföldun á inn- láns- og útlánsvöxtum. í verslunarviðskiptum tíðkast opinberar niðurgreiðslur á einstökum vöruflokkum, þar sem skattfé almennings er notað til að lækka vöruverð. Vinsældir slíkra millifærslna fara réttilega dvínandi. Ekki er vafi á að þrýst verður á um niðurgreiðslur á lánsfé svo að stjórnmálamennirnir geti áfram haft ítök á lána- markaði. Gegn þeim þrýst- ingi er nauðsynlegt að spyrna af öllum mætti. Vaxandi atvinnuleysi víða um heim er vágest- ur sem er þungbærari en flest annað. Kreppu- árin á fjórða áratug aldarinnar eru enn þann dag í dag martröð í hugum fullorðins fólks sem man þá tíma. Dýrmætasta auðlind hverrar þjóðar eru einstaklingarnir, sem hana mynda, menntun þeirra, þekking og starfs- hæfni. Smæð íslenzku þjóðarinnar, fá- mennið, eykur á verðgildi hverrar manneskju, þýðingu hennar í þjóðar- búskapnum. Öll sóun er af hinu illa en sýnu verst sú sóunin þegar þjóðfélags- þegnarnir ganga atvinnulausir. Hin hliðin á atvinnuleysinu snýr að einstaklingnum sem manneskju. Hver heilbrigð manneskja hefur þörf fyrir þátttöku í önn hvunndagsins, finna sig fullgildan aðila í atvinnulífinu, sjá sér og sínum farborða og skapa eigin af- komuöryggi. Rétturinn til atvinnu er í raun vegamikill þáttur þess, sem flokk- ast undir samheitið mannréttindi. Kreppuár fjórða áratugarins eru langt að baki. Við búum við atvinnuör- yggi á líðandi stund. Engu að síður bendir margt til þess að sú varðstaða, sem standa þarf um atvinnuöryggið, gæti traustari verið, svo hóflega sé að orði komizt. Þrjátíu milljónir atvinnulausra Efnahagsþróun í heiminum hefur síð- ustu misseri einkennzt af rísandi hag- vexti og sígandi verðbólgu. Það er góðs viti eftir allnokkur erfiðleikaár. Horf- urnar eru að visu mjög breytilegar, eftir löndum, en talið er að meðalhagvöxtur í OECD-ríkjum 1983 hafi verið 2,5%, eft- ir 0,5% samdrátt 1982. Meðalverðbólga í þessum ríkjum á sl. ári var 5,5%. Þrátt fyrir þessa framför hefur hægt miðað í baráttunni gegn átvinnuleysi. í nýlegu fréttabréfi Þjóðhagsstofnunar segir „að 32,5 milljónir manna, eða tæpleg 9% mannafla (fólks á vinnu- aldri) þessara ríkja, hafi verið atvinnu- lausar í aðildarríkjum OECD“ á liðnu ári. Orðrétt segir í tilvitnuðu riti Þjóð- hagsstofnunar, „Ágripum úr þjóðar- búskapnum": „Af framansögðu má ráða, að þótt heimsbúskapurinn hafi þokazt upp úr þeim öldudal, sem hann var í á árunum 1979—1982, sé enn við erfið vandamál að stríða á ýmsum sviðum efnahagslífs- ins. í Evrópu er atvinnuleysið enn eitt helzta vandamálið á sviði efnahags- mála, en í Bandaríkjunum eru raun- vextir og mikill fjárlagahalli helzta áhyggjuefnið. Við þetta hefur svo bætzt upp á síðkastið aukin óvissa um olíu- framboð og olíuverð vegna harðnandi átaka milli írana og íraka ... “ Atvinnuleysi hrjáir áfram heims- byggðina 1984 og svo verður í næstu framtíð. í þeim efnum eru velferðarrík- in, hin tækniþróuðu iðnaðarsamfélög, engin undantekning. Norðurlöndin, sem við berum okkur gjarnan saman við, ekki heldur. Það er að vísu erfitt að bera saman tölulegar upplýsingar um at- vinnuleysi í einstökum ríkjum, vegna þess að mismunandi reikniaðferðum er beitt við mælingu þess, en atvinnuleysi á Norðurlöndum var á sl. ári, sam- kvæmt heimildum frá Norðurlandaráði: Danmörk 10,5%, Finnland 6,2%, Sví- þjóð 4,1%, Noregur 3,8% og ísland 1%. Minnkandi skiptahlutur óþarfi er að tíunda enn og aftur þann samdrátt sem orðinn er í undirstöðuat- vinnuvegi okkar, sjávarútveginum. Þorskurinn, helzti nytjafiskur okkar, skilar helmingi minna aflamagni 1984 en 1981. Útflutningsframleiðsla íslend- inga er talin hafa minnkað um 11,3% 1982 og 3,3% 1983, eða nálægt 14% 1981—1983. Hvernig árið 1984 skilar sér skal ósagt látið. Ljóst er þó að botnfisk- aflinn dregst enn saman, en hinsvegar er reiknað með aukinni útflutnings- framleiðslu iðnaðarvöru. Ekki hefur það bætt úr skák að verð- fall útflutningsframleiðslu hefur fylgt í kjölfar aflasamdráttar. Um þetta efni segir í júlíhefti „Ágripa úr þjóðarbú- skapnum": „Verðþróun útflutningsvöru á fyrri hluta ársins hefur reynzt nokkru óhagstæðari en reiknað var með í árs- byrjun. Verð á frystiafurðum á Banda- ríkjamarkaði fór lækkandi á fyrstu mánuðum ársins og er freðfiskverð um þessar mundir 3—5% lægra í dollurum en á síðustu mánuðum ársins 1983. Þá hefur verð á rækju og hörpudiski farið lækkandi að undanförnu. Verð á óverk- uðum saltfiski lækkaði enn nokkuð í byrjun þessa árs eftir mikið verðfall ár- in 1982 og 1983 og var þá orðið fjórðungi lægra í dollurum en árið 1981. í samn- ingum við Portúgali um sölu fram- leiðslu þessa árs hækkaði verðið hins- vegar um 10—12% í dollurum. Fiski- mjöls- og lýsisverð féll i byrjun þessa árs ... “ Aflasamdráttur og verðfall hafa ekki sagt til sín í atvinnuleysi svo orð sé á gerandi. Þessi þróun hefur hinsvegar skert kaupmátt framleiðslunnar og þar með lífskjör í landinu. Aflasamdráttur- inn hefur enn skekkt rekstrarstöðu út- gerðar, sem var bágborin fyrir. Tekju- möguleikar sjómanna og fiskvinnslu- fólks hafa skerzt. Sjávarplássin vítt um land standa mun verr að vígi eftir en áður. Aflasamdráttur í sjávarútvegi og framleiðslutakmarkanir í landbúnaði, vegna offramleiðslu miðað við neyzlu- þarfir á innlendum markaði, hafa síðan ýtt undir fólksstreymi til þéttbýlisins á suðvesturhorni landsins, þar sem þjón- ustugreinar og iðnaður vega þyngra í atvinnulífinu. Máske er réttara að skrifa þetía fólksstreymi úr strjálbýli á reikning þeirrar vanrækslu fyrri stjórn- valda, að skapa ekki skilyrði fyrir fjöl- þættara atvinnulífi út um land. Nefna rná lífefnaiðnað, fiskeldi og stóriðju, þar sem fallvötnum er breytt í vinnu og verðmæti, þ.e. lífskjör. Fólksstreymið til höfuðborgar- svæðisins Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, kemst m.a. svo að orði í nýlegum „Vett- vangi" NT: „Síðustu misseri hefur legið alltof stríður straumur fólksflutninga frá landsbyggðarsvæðinu svonefnda til höf- uðborgaravæðisins. Þetta er hvorugu Hlutfallslegt atvinnuleysi af mannafla i Norðurlöadum. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 29 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 11. ágúst Hefðbundnir atrinnuregir rerða meginstoðir f þjóðarbúskapnum lengi enn. En til þess að tryggja framtíðaratrinnuöryggi og framtíðarlífskjör þarf að skjóta nýjum stoðum undir atrinnu og afkomu landsmanna. svæðinu heppilegt. Landsbyggðin tapar augljóslega á því að missa marga af íbúum sínum burtu. Á höfuðborgar- svæðinu valda örir fólksflutningar þangað margvíslegum vanda, félagsleg- um og fjárhagslegum." Þetta eru orð í tíma töluð. Ekki er vafi á því að aflasamdráttur og framleiðslutakmarkanir í landbún- aði, vegna offramleiðslu, vega þungt í fólksstreymi úr strjálbýli. Atvinnulíf er þar einhæft og nær alfarið tengt tveim- ur frumframleiðslugreinum: fiskveiðum og ræktun. Þær sýnast báðar háðar takmörkunum sem ekki má yfir fara. Hinsvegar hefur láðst að byggja upp hliðarstoðir undir atvinnu og afkomu fólksins. Sú er höfuðmeinsemdin. Landbúnaður og sjávarútvegur verða um langa framtíð höfuðþættir atvinnu- lífs í strjálbýli og hráefnagjafar iðnaðar í þéttbýliskjörnum. Ef strjálbýlið vill hinsvegar halda sínum eðlilega hlut í íbúaþróun landsins þarf þar að þróast fjölþættara atvinnulíf, m.a. á sviði líf- efnaiðnaðar, fiskeldis og stóriðju. Van- rækslusyndir fyrri stjórnvalda á þess- um vettvangi eru ekki einungis höfuð- orsök fólksflóttans úr strjálbýlinu held- ur jafnframt erfiðasti þröskuldurinn á vegi þjóðarinnar til bættra lífskjara. Þau rúmlega 120 verkalýðsfélög, sem sagt hafa upp samningum frá 1. sept- ember nk., stæðu betur að vígi í kjara- baráttunni ef þröngsýnin hefði ekki set- ið við stjórnvöl iðnaðarráðuneytis 1978—1983. Þessi ár glataðra tækifæra eru uppistaðan í kjararýrnun síðustu missera. Átakahaust? Haustið, sem framundan er, vekur ýmsar spurningar í hugum fólks. I kjöl- far aflasamdráttar, verðfalls sjávaraf- urða og framleiðslutakmarkana í land- búnaði hafa um 120 verkalýðsfélög sagt upp samningum frá og með 1. septem- ber nk. Það blæs ekki byrlega til að sækja aukinn hlut á sameiginleg mið í þjóðarbúskapnum, a.m.k. ekki til undir- stöðugreina, sjávarútvegs og landbún- aðar. Skiptahluturinn í þjóðarbúskap Islendinga hefur síður en svo aukizt, þó tekizt hafi að sigla milli skers og báru til að forðast atvinnuleysi; það stóra böl, sem hrjáir flestar viðskiptaþjóðir okkar. Bætt lífskjör þjóðarinnar, sem unnizt hafa á liðnum mörgum áratugum, hafa fyrst og fremst náðst fram fyrir tilstilli aukinnar verðmætasköpunar, þ.e. marg- földunar á þjóðartekjum. Þessi marg- földun á skiptahlut þjóðarinnar á rætur í tæknibyltingu, vélvæðingu atvinnu- greina, aukinni menntun og þekkingu þjóðarinnar og hagstæðum verzlunar- samskiptum við aðrar þjóðir. Lífskjör hafa aldrei orðið til í samn- ingum, aðeins í verðmætasköpun. Þó skal á engan hátt gert lítið úr gildi stéttarfélaga né frjálsra kjarasamninga á vinnumarkaði. Þeir hafa án efa stuðl- að að réttlátari skiptingu þjóðartekna. Þegar hinsvegar er samið út fyrir ramma þjóðarteknanna, samið um það sem ekki er til, verður niðurstaðan verð- bólga, smækkað kaupgildi krónunnar og erlendar skuldir. Það hefur reynslan oftlega sýnt. Fyrr í þessu bréfi er vikið að nýjum stoðum undir atvinnu og afkomu lands- manna. Á þeim vettvangi eru ýmsir veg- ir færir. Tíndir vóru til þrír álitlegir en vannýttir kostir: lífefnaiðnaður, fiskeldi og stjóriðja. Síðast taldi kosturinn hef- ur sætt gagnrýni, sem gaumgæfa þarf vel, en hinsvegar má nátttröll þröng- sýninnar ekki standa í vegi fyrir lífskjarasókn þjóðarinnar. Með nútíma tækni og þekkingu á að vera hægt að gera hvorttveggja: að lifa í sátt við nátt- úru landsins og breyta auðlindum þess í vinnu og verðmæti. Það má vera að ævi- ráðnir ríkisstarfsmenn geti hunzað möguleika þá sem í stóriðju felast. En hinn venjulegi maður, sem á allt sitt undir framboði á frjálsum vinnumark- aði, horfir á þessi mál frá öðrum sjón- arhóli, sjónarhóli framtíðaratvinnuör- yggis og framtíðarlífskjara. Þau öfl eru komin á stjá er blása í herlúðra innbyrðis átaka; vilja átaka- haust og darraðardans að Hruna þjóð- arbúskapsins. En kröfuspjöld hafa aldr- ei verið látin í aska. Og pólitískir æs- ingamenn detta um síðir „ofan í kjaft- inn á sjálfum sér“, eins og orðhagur maður sagði. Mestu máli skiptir að stefna að grósku í þjóðarbúskapnum og auka svo afla- og skiptahlut þjóðarinn- ar, að hagur hennar sé vel tryggður til langrar framtíðar. Þjódarfridur Friður er orð sem mikið hefur verið notað í skrafi og skrifum fólks, sem tek- izt hefur á hendur hlutverk vegvísa meðal samborgaranna. Fátt er nauð- synlegra en að rækta frið í sambúð manna og þjóða. En þeir sem frið boða mega gjarnan ástunda hann með góðu eftirdæmi. Það er ekki sízt um vert að rækta frið i heimaranni, áður en hann er borinn á „sölutorg". Margvíslegur vandi sækir nú að ís- lenzku þjóðfélagi: aflasamdráttur, rýrn- un þjóðartekna, skertur kaupmáttur launa, taprekstur í sjávarútvegi, við- skiptahalli við útlönd og erlendar skuld- ir, sem eta upp fjórðung af útflutnings- tekjum þjóðarinnar. Það er ekki á bæt- andi að efna nú til ófriðar i þjóðarbú- skapnum, eins og allt er í pottinn búið. Oft var þörf en nú er nauðsyn á þjóðar- friði — meðan rétt er úr kútnum. Það er samhugur og samstaða um að vinna þjóðarbúið út úr vandanum, sem að steðjar, sem gildir á líðandi stund. Það þarf að auka frjálsræði, hvað fram- tak varðar, og virkja alla hvata til áræðis í atvinnustarfsemi. Það þarf að skapa hefðbundnum atvinnugreinum skilyrði til arðbærs rekstrar og skjóta nýjum stoðum undir atvinnu og afkomu landsmanna. Það þarf að auka þjóðar- tekjur, þann skiptahlut, sem tekizt er á um. Lífskjör verða ekki til við samn- ingaborð — heldur í kviku hinnar dag- legu annar, atvinnulífinu. Stjórnarandstaða, sem telur það hlut- verk sitt, undantekningarlaust, að berj- ast gegn nauðsynlegum efnahags- ráðstöfunum, til að halda þjóðarskút- unni á réttum kili, misskilur hlutverk sitt. Fólkið í landinu leggur fyrst og síð- ast arðsemismat á stjórnmálamenn. Niðurrifsmenn eiga því ekki á vísan að róa, þegar fólk nær áttum í þjóðmálun- um. Alþýðubandalagið, sem fyrir fáum misserum boðaði „neyðaráætlun" í ís- lenzkum þjóðarbúskap, en lofar nú gulli og grænum skógum, þó enn hafi sigið á ógæfuhliðina, ofleikur í tvískinnungi sínum. Það blæs til þjóðarófriðar. Spurning er, hvort það hafi erindi sem erfiði. Hingað til hafa það ekki þótt rétt viðbrögð, þegar skip er í háska, að áhöfnin berjist innbyrðis. „Ef strjálbýlið vill hinsvegar halda sínum eðlilega hlut í íbúaþróun landsins þarf þar að þróast fjölþættara at- vinnulíf, m.a. á sviði lífefna- iðnaðar, físk- eldis og stór- iðju. Vanrækslu- syndir fyrri stjórnvalda á þessum vett- vangi eru ekki einungis höfuð- orsök fólks- flóttans úr strjálbýlinu heldur jafn- framt erfíðasti þröskuldurinn á vegi þjóðar- innar til bættra lífskjara. Þau rúmlega 120 verkalýðsfé- lög, sem sagt hafa upp samn- ingum frá 1. september nk., stæðu betur að vígi í kjarabar- áttunni ef þröngsýnin hefði ekki setið við stjórnvöl í iðnaðarráðu- neytinu 1978-1983. Þessi ár glat- aðra tækifæra eru uppistaðan í kjararýrnun síðustu miss- era.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.