Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 5 Sumarveðrið 1984: Hlýjasti júlímánuður á Akureyri síðan 1955 VEÐURGUÐIRNIR hafa leikið Sunnlcndinga grátt í sumar, í orðs- ins fyllstu merkingu því að veðurfar hefur verið helst til grálegt og rign- ingar tíðar. Á Veðurstofu Islands er spáð í duttlunga veðurguðanna. Þótti því ráð að leita á náðir veður- frsðinga þar um upplýsjngar um tíð- arfarið og sat Markús Á. Einarsson, veðurfrKðingur, fyrir svörum. „Þegar litið skal á veðurfar í sumar er eðlilegast að taka júni og júlímánuði í heild. Á þessu tíma- bili hefur tíð verið óhagstæð Vest- anlands, en hagstæð á austan- verðu Norðurlandi og Austur- landi. ótíð þessi kemur einkum fram í mikilli úrkomu vestan til á landinu. Raunar á sama lýsing við um síðasta sumar, en þá var veðr- átta svipuð í júní og júlí, með einni veigamikilli undantekningu þó: Ofan á sólarleysi og rigningar var júlímánuður ákaflega kaldur, sá kaldasti síðan 1887, og var með- alhiti 8,7 stig. í ár var meðalhiti 11,2 stig í júlí í Reykjavík og er það í meðallagi sé miðað við tíma- bilið 1931 til 1960, en það tímabil var mjög hlýtt. Þar er því þrátt fyrir allt sá munur á að miklu hlýrra hefur verið í veðri. Á Akureyri var meðalhiti í júlí 12,7 stig sem er hlýjasti júlímán- uður síðan 1955.“ — En hvað er það sem ræður veðurfari? „Hringrás lofts og afstaða hæða og lægða ráða þessu, en afstaða þeirra er óregluleg og ekki unnt að ráða í þær með neinum fyrirvara. Til dæmis taka Norðlendingar og Austfirðingar þvi ætíð með þökk- um er hæðasvæði liggur rétt vest- an við Bretlandseyjar. Sú hefur verið reyndin í sumar og því hafa suðvestlægar áttir verið ríkjandi. Til þessa má einnig rekja úrkomu- semi sunnanlands. I Reykjavík var „Vildarkjör á Vesturlandi“: Ferðatilboð ýmissa ferða- þjónustuaðila á Vesturlandi Ferðamálasamtök Vesturlands hafa sent frá sér kynningu á ferða- tilboðum sem nefnd eru „Vildarkjör á Vesturlandi". Er hér um að rsða sérstök verðtilboð hótela, sveita- heimila, samgönguaðila og eigenda söluskála og veitingahúsa á Vestur- landi. Tilboðin eru stluð til að gefa einstaklingum og fjölskyldum tski- fsri til að dveljast á og skoða Vest- urland á betri kjörum en almennt gerist. Tilboðin eru uppbyggð þannig að keypt er 2ja nátta gisting minnst á einhverju hóteli eða sveitabæ á Vesturlandi. Þegar gistingin hefur verið keypt fær viðkomandi í hendur afsláttarkort sem veitir honum rétt til afsláttar á samgöngum til og frá Vestur- landi, á landi, í lofti og á sjó og til að kaupa sér veitingar og ýmis konar þjónustu á 9 veitingastöðum á Vesturlandi á sérstökum vild- arkjörum eins og Ferðamálasam- tökin orða það í fréttatilkynningu. Ferðamálasamtökin stóðu fyrir svipuðum ferðatilboðum á síðasta sumri við góðar undirtektir. Að þessu sinni verður gildistími „Vildarkjara á Vesturlandi" frá og með 12. ágúst til og með 30. sept- ember. Þau eru seld hjá ferða- skrifstofunum, Arnarflugi og BSÍ. Auk þess er hægt að panta þau beint hjá viðkomandi hóteli eða sveitabæ. mælanleg úrkoma 42 daga i júní og júlí, en á sama tíma á Akureyri var úrkoma mælanleg 28 daga. þess má geta að þetta var úrkomu- mesti júlímánuður í Reykjavík síðan 1926,“ sagði Markús Á. Ein- arsson, veðurfræðingur að lokum. Markús Á. Einarsson og Hafliði H. Jónsson veðurfrsðingar. Morgunblaöið/Emilía. soansvo Beröu saman mismunandi sparnaöarleiöirsem bankamireru aö bjóða þessa dagana. Athugaöu aö við bjóöum aðra leið: 6 mánaöa BANKAREIKNING MEÐ BÓNUS. Ársávöxtun: Öryggi Þú mátt færa á milli verötryggöra sem óverötn/ggöra reikninga. Slíkt er nú aldeilis öryggisatriöi ef verö- bólgan vex. Þægindí Bankareikningurinn þarfnast ekki endurnyjunar. Engarferöir í bank- ann á 6 mánaöa fresti. Iðnaðaitankinn Fer eigin leiðir - fyrir sparendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.