Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 5

Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 5 Sumarveðrið 1984: Hlýjasti júlímánuður á Akureyri síðan 1955 VEÐURGUÐIRNIR hafa leikið Sunnlcndinga grátt í sumar, í orðs- ins fyllstu merkingu því að veðurfar hefur verið helst til grálegt og rign- ingar tíðar. Á Veðurstofu Islands er spáð í duttlunga veðurguðanna. Þótti því ráð að leita á náðir veður- frsðinga þar um upplýsjngar um tíð- arfarið og sat Markús Á. Einarsson, veðurfrKðingur, fyrir svörum. „Þegar litið skal á veðurfar í sumar er eðlilegast að taka júni og júlímánuði í heild. Á þessu tíma- bili hefur tíð verið óhagstæð Vest- anlands, en hagstæð á austan- verðu Norðurlandi og Austur- landi. ótíð þessi kemur einkum fram í mikilli úrkomu vestan til á landinu. Raunar á sama lýsing við um síðasta sumar, en þá var veðr- átta svipuð í júní og júlí, með einni veigamikilli undantekningu þó: Ofan á sólarleysi og rigningar var júlímánuður ákaflega kaldur, sá kaldasti síðan 1887, og var með- alhiti 8,7 stig. í ár var meðalhiti 11,2 stig í júlí í Reykjavík og er það í meðallagi sé miðað við tíma- bilið 1931 til 1960, en það tímabil var mjög hlýtt. Þar er því þrátt fyrir allt sá munur á að miklu hlýrra hefur verið í veðri. Á Akureyri var meðalhiti í júlí 12,7 stig sem er hlýjasti júlímán- uður síðan 1955.“ — En hvað er það sem ræður veðurfari? „Hringrás lofts og afstaða hæða og lægða ráða þessu, en afstaða þeirra er óregluleg og ekki unnt að ráða í þær með neinum fyrirvara. Til dæmis taka Norðlendingar og Austfirðingar þvi ætíð með þökk- um er hæðasvæði liggur rétt vest- an við Bretlandseyjar. Sú hefur verið reyndin í sumar og því hafa suðvestlægar áttir verið ríkjandi. Til þessa má einnig rekja úrkomu- semi sunnanlands. I Reykjavík var „Vildarkjör á Vesturlandi“: Ferðatilboð ýmissa ferða- þjónustuaðila á Vesturlandi Ferðamálasamtök Vesturlands hafa sent frá sér kynningu á ferða- tilboðum sem nefnd eru „Vildarkjör á Vesturlandi". Er hér um að rsða sérstök verðtilboð hótela, sveita- heimila, samgönguaðila og eigenda söluskála og veitingahúsa á Vestur- landi. Tilboðin eru stluð til að gefa einstaklingum og fjölskyldum tski- fsri til að dveljast á og skoða Vest- urland á betri kjörum en almennt gerist. Tilboðin eru uppbyggð þannig að keypt er 2ja nátta gisting minnst á einhverju hóteli eða sveitabæ á Vesturlandi. Þegar gistingin hefur verið keypt fær viðkomandi í hendur afsláttarkort sem veitir honum rétt til afsláttar á samgöngum til og frá Vestur- landi, á landi, í lofti og á sjó og til að kaupa sér veitingar og ýmis konar þjónustu á 9 veitingastöðum á Vesturlandi á sérstökum vild- arkjörum eins og Ferðamálasam- tökin orða það í fréttatilkynningu. Ferðamálasamtökin stóðu fyrir svipuðum ferðatilboðum á síðasta sumri við góðar undirtektir. Að þessu sinni verður gildistími „Vildarkjara á Vesturlandi" frá og með 12. ágúst til og með 30. sept- ember. Þau eru seld hjá ferða- skrifstofunum, Arnarflugi og BSÍ. Auk þess er hægt að panta þau beint hjá viðkomandi hóteli eða sveitabæ. mælanleg úrkoma 42 daga i júní og júlí, en á sama tíma á Akureyri var úrkoma mælanleg 28 daga. þess má geta að þetta var úrkomu- mesti júlímánuður í Reykjavík síðan 1926,“ sagði Markús Á. Ein- arsson, veðurfræðingur að lokum. Markús Á. Einarsson og Hafliði H. Jónsson veðurfrsðingar. Morgunblaöið/Emilía. soansvo Beröu saman mismunandi sparnaöarleiöirsem bankamireru aö bjóða þessa dagana. Athugaöu aö við bjóöum aðra leið: 6 mánaöa BANKAREIKNING MEÐ BÓNUS. Ársávöxtun: Öryggi Þú mátt færa á milli verötryggöra sem óverötn/ggöra reikninga. Slíkt er nú aldeilis öryggisatriöi ef verö- bólgan vex. Þægindí Bankareikningurinn þarfnast ekki endurnyjunar. Engarferöir í bank- ann á 6 mánaöa fresti. Iðnaðaitankinn Fer eigin leiðir - fyrir sparendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.