Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 47 Hvalfjarðarstrandarhreppur, Borgarfirði: Nýir verkamannabú- staðir teknir í notkun Borgarfirði, 1. ágúst EITT AF fyrstu verkefnum núver- andi hreppsnefndar sumarið 1982 var að sækja um leyfi til að byggja verkamannabústaði í hreppnum. Fékk hreppsnefndin strax jákvett svar og loforð um þessa 2 bústaði. Þurfti að skipa sérstaka stjórn verkamannabústaða til þess að fylgja þessum málum eftir. Var leit- að til Loftorku í Borgarnesi til að fá steyptar einingar frá þeim. Byrjað var í ágúst '83 á framkvemdum og flutt inn fyrir síðustu jól í alveg full- frágengið húsneði. Fólkið, sem flutti inn, var úr sveitinni og stundar verkamannavinnu eða afgreiðslu f gildaskálunum í Hvalfirðinum. Þannig fórust Jóni Einarssyni, oddvita og sóknarpresti í Saurbæ orð um nýja verkamannabústaði, sem voru byggðir í hlíðinni fyrir ofan félagsheimili þeirra í Hval- firðinum, Hlaðir. Eru bústaðirnir kallaðir Hlíðarbær. Jón sagði, að það, sem hefði vak- að fyrir hreppsnefndinni með að fara út í þessa verkamannabú- staðabyggingu, væri, að fólki hefði fækkað í Hvalfjarðarstrandar- hreppi á árunum 1966—1982 um 15%, en með tilkomu þessara húsa fjölgaði íbúunum í hreppnum. Húsin eru 116 m* að stærð, og er 4ra manna fjölskylda í hvoru húsi. Hreppsnefndin hefur fengið heim- ild fyrir enn öðrum 2 bústöðum og verða þeir væntanlega reistir á næsta ári. Með þessum bústaða- byggingum væri verið að styrkja byggðina og fjölga fólki. Hvernig gekk að fá fólk í húsin? Sex sóttu um þessar íbúðir í fyrra og ætla má, að sumar um- sóknirnar verði enn í gildi þegar hinir tveir næstu verða tilbúnir, svo það er til fólk, sem vill komast inn. — Nú er áformað, að hvalveiðar verði stundaðar í eitt sumar enn, þ.e. þeim ljúki næsta sumar, 1985. Er ekki hætta á, að um fólksflótta verði að ræða úr hreppnum og er þetta ekki mikið tekjutap fyrir hreppinn? Jú. Aðstöðugjaldið í ár var 580 þúsund, svo það munar töluvert um þá upphæð fyrir lítinn og fjár- vana hrepp. Það er mesta óráð að leggja niður hvalveiðarnar. Núna stefnir í metvertíð, svo það er eitthvað til af hvalnum í sjónum. Þetta hval- veiðibann er ögrun við sjálfs- ákvörðunarrétt þjóðarinnar og sjálfstæði innan landhelginnar. Hvalveiðarnar hafa verið reknar undir vísindalegu eftirliti til að afla tekna í þjóðarbúið. Hið opin- bera hefur aldrei lagt krónu fram og tekjutapið verður upp á hundr- uð milljóna fyrir þjóðarbúið. Þessi vertíð sýnir, að það er nóg af hval til i sjónum og nú hefur verið töluvert um stórhveli, milli 60—70 fet að stærð. Það er ákaflega óeðlilegt, að landluktar þjóðir, sem engra hagsmuna hafa að gæta, geti tekið ákvörðun um, hvað aðrar þjóðir geti veitt innan sinnar landhelgi. Þeir ættu að líta sér nær sumir hverjir, beina augum sínum og spjótum að sínu súra regni og annarri mengun. Á sl. ári var stofnaður Iðn- þróunarsjóður Vesturlands. Bind- um við vonir við þennan sjóð, Treystum því, að stjórnvöld og þingmenn sjái um, að önnur at- vinna komi í staðinn — ef svo skyldi fara, að hvalveiðunum verði hætt með öllu — ekki aðeins fyrir sveitarfélagið, heldur og einnig fyrir þjóðarbúið — pþ Frágengnir listar til varnar snjóhruni og rennustíflum á húsþaki. Listar til varnar snjó- hruni og rennustíflum ÁRLEGA amar snjóhrun af húsþök- unni tekur fyrirtækið að sér að um vegfarendur og stíflaðar þak- leysa vanda þennan með lagningu rennur og rennuföll húseigendur. vinkillaga lista á húsþök. Fyrir- Samkv. fréttatilkynningu frá ís- tækið útvegar bæði efni og annast lensku handverksmannaþjónust- uppsetningu. Ný ljóÖabók Stefán Snævarr hefur nýverið gef- safnritum. ið út eigin Ijóðabók, sem ber heitið Magnús V. Guðlaugsson hann- „Greifinn af Kaos“. Er þetta þriðja aði kápu bókarinnar, sem skiptist Ijóðabók höfundar, en áður hafa niður í átta kafla, sem allir bera birst eftir hann Ijóð í nokkrum sjálfstæð heiti. jllgggittiMiiftfft MetsöluMaóá hverjum degi! Félagsheimilið Hlaðir. Fjær sést í Hlíðarbæ, verkamannabústaðina tvo. FRAM TÖLVUSKÓLI ALMENN GRUNNNAMSKEH) UM TÖLYUR 0G TÖLVUNOTKUN Námskeiö þessi henta öllum þeim er hafa áhuga á aö kynnast tölvum og notkunarmöguleikum þeirra, sem og starfsmönnum fyrirtækja og stofnana er munu koma til meö aö nota tölvur. Markmiö námskeiöanna er aö veita almenna grunnþekkingu á tölvum og tölvuvinnslu, uppbyggingu tölva, helstu gerðir og notk- unarmöguleikar. Fariö er m.a. í eftirfarandi atriöi: ★ Saga, þróun og uppbygging tölva. ★ Hugtökin vélbúnaöur og hugbúnaður. ★ Stýrikerfi. ★ Tölvulausnir og framkvæmd tölvuvinnslu. ★ Forritun og uppbygging forrita. ★ Forritunarmálin BASIC, COBOL, FORTRAN, Pascal o.fl. ★ Notkun tölva við m.a. ritvinnslu og gagnasöfnun. ★ Framtíðarhorfur í tölvumálum. Námskeiöin standa yfir í tvær vikur (samtals 18 tímar) kennt er annan hvern dag og hægt er aö velja á milli tveggja tíma þ.e. kennsla frá 18.15 til 20.30 eöa 20.45 til 23.00. Námskeiöin eru í formi fyrirlestra og dæma, ásamt raunverulegum verkefnum er þátttakendur þurfa aö leysa sjálfstætt meö aöstoö tölvu. Nemendur skólans eru á öllum aldri, úr öllum starfsstéttum, meö mismunandi menntun aö baki og alls staöar aö af landinu. Stöö- ugur straumur nýrra nemenda sýnir svo ekki verður um villst aö FRAMSÝN er tölvuskóli meö tilgang og nám viö skólann hentar allra þörfum, enda er skólinn nú í dag sá stærsti sinnar tegundar á sviöi tölvumenntunar. NÝ NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST Innritun og nánari upplýsingar fást í síma 39566, frá kl. 10 til 12 og 13 til 18. TÖLVUNÁM ER FJÁRFESTING í FRAMTÍÐ ÞINNI. FRAMSÝN — TÖLVUSKÓLI — TÖLVULEIGA. SÍÐUMÚLI 27. PÓSTHÓLF 4390, 124 REYKJAVÍK, SÍMI: 91-39566.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.