Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON „Þ egar spurt er um kaup og kjör þá skiptir máli, hvort þjóðartekjur — það sem til skiptanna er — hafa vaxið um 16 til 17%ellegar minnk- að um 5%. Svo fráleitt sem það er að ráðast á lífskjör almennings f mesta góðæri, þegar þjóðartekjur hafa tekið stökk upp á við, þá get- ur á hinn bóginn verið með öllu óhjákvæmilegt að ieggja einhverj- ar byrðar á meginþorra þegnanna, þegar óviðráðanleg ytri áföll lækka skiptaverðmæti þjóðarteknanna. — Þetta verða menn m.a. að hafa í huga ef dæma á af einhverri sanngirni um efnahagsráðstafanir ríkisstjórna...“ Einhver kynni að halda að klausan hér að ofan sé höfð eftir talsmanni núverandi ríkis- stjórnar og fjalli um efnahags- ráðstafanir á líðandi stund. Svo er þó ekki. Þetta er kafli úr for- ystugrein Þjóðviljans, „mál- gagns sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar", 8. október 1982, þegar Alþýðubandalagið var enn í ríkisstjórn og krukkaði reglubundið í verðbætur launa á þriggja mánaða fresti. Þessi orð eru enn ekki tveggja ára gömul. Þau falla þó illa að þvi „hlut- verki" sem Þjóðviljinn leikur á líðandi stund. En tvískinnungur- inn hefur löngum kunnað vel við sig á þeim bæ. Fyrir réttum tveimur árum, eða 4. ágúst 1982, stóð Þjóðvilj- inn í því upp fyrir axlir og eina ferðina enn að undirbúa jarðveg fyrir verðbótaskerðingu launa. Þá er tíundað þvert yfir forsíðu að hætta sé á 3ja milljarða viðskiptahalla og 80% verðbólgu (sem raunar fór upp í 130% á fyrsta ársfjórðungi 1983). Orð- rétt segir í forsíðufrétt blaðsins: „Á fyrri hluta þessa árs nam vöruskiptahallinn við útlönd nær 900 milljónum króna, eða nær fjórðungi af öllum vöruút- flutningnum. Horfur eru á, að hallinn á vöruskiptajöfnuðinum verði á þessu ári ekki undir 5% af þjóðarframleiðslu ... Við þetta bætist verulegur halli á þjónustuviðskiptum, þannig að viðskiptahallinn á árinu stefnir nú í 9%. Frá áramótum til júni- loka versnaði gjaldeyrisstaða bankanna um 830 milljónir króna ... Án sérstakra ráðstaf- ana má búast við að viðskipta- hallinn verði einnig á bilinu 7—9% á næsta ári, og rýrnun „Þá var öldin önnur...“ Hér má líta þrjár forsíðufyrir- sagnir úr Þjóðviljanum frá árinu 1982, þegar Alþýðubandalagið var enn í ríkisstjórn og reiknaði „ytri áfoll“ í þjóðarbúskapnum til kjaraskerðingar. Þá settu ráðherrar flokksins upp lands- föðursvip út í þjóðfélagið. Nú er það ygglibrúnin sem gildir, enda er forystumönnum Alþýðu- bandalagsins kappsmál að kom- ast inn úr kuldanum, í velgju stjórnarráðsins og ráðherrasósí- alismans. ■ ..jjimiy, í / a ' j i > J / jr/ - •" * * ' tJLá zJ Miövikudagur 4. ágúst 1982 —174. Ibl. 47. árg. Dökkar horfur kynntar á fundi forsætisráðherra með samráðsaðilum í gær: „TUhæfulaus tllbdnlngur". tagðl Gunnar Thoroddsen á fundl meft fulltruum samtaka atvinnullfsins I Ráftherrabdstaftnum I gærmorgun um frett Morgunblaftsms sl. fösludag þar sem sagt var aft tillaga um al- gjört afnám verftbdta l septemher nk. og runnln vært undan rlfjum dr. Gunnart hefftt verift rædd I rlkisstjörnlnnl. Ljdsm. Tlmtnn. GE. Hætta á 3 mUjörðum í við- skiptahalla og 80% verðbólgu Lækkun þjóðartekna 5-6% — Raunminnkun kaupmáttar 3-4% Víðtækar ráðstafanir Vörn gegn atvinnu- leysi, viðskiptahalla yiri Þjóðhagsspá, sem forsaetisráðherra i ietur lagt fram á Alþingi, og unnin er af Þjóð- hagsstofnun, kemur fram að gert er ráð fyrir, að þjóðartekjur á mann minnki um 5% á þessu ári og síðan ennumrösklega4% á naestaári.eða samtals um 9% á tveimur árum. Til saman- burðar er vert að geta þess, að síðast þegar þjóðartekjur okkar lækkuðu svo nokkru nemur, sem var árið 1975 um 7% á mann, þá hækkuðu þær strax aftur næsta ár um 5%. . . . 9% samdráttur þjóðartekua Með landsföðursvip eða ygglibrún: Alþýðubandalag inn- an stjórnar og utan viðskiptakjara getur enn aukið hallann...“ Alþýðubandalagið, sem sat í ríkisstjórn 1982, átti ráð undir rifi hverju gegn vaxandi við- skiptahalla og erlendri skulda- söfnun, sem þá þegar kostaði i greiðslubyrði yfir 20% útflutn- ingstekna. Nauðsynlegt var að bregðast við af festu, ef ekki átti að skapast „pólskt ástand“ á Is- landi, eins og formaður þess mun hafa komizt að orði. Og festan fólst m.a. í skerðingu kaupmáttar, helmingun verð- bóta á laun. Það átti að kljást við viðskiptahallann um kaupmátt- inn. „Helmingun verðbóta á sér stað 1. desember og gæti orðið sem nemur 8%,“ segir Þjóðvilj- inn er hann kunngerir viðbrögð við 5—6% lækkun þjóðartekna. Skömmu síðar setti Alþýðu- bandalagið fram huglhyndina um fjögurra ára neyðaráætlun, hvorki meira né minna, vegna „ytri áfalla“. Síðan árið 1981, er undirbún- ingur hófst að neyðaráætlun I Alþýðubandalaginu, hafa marg- háttuð „ytri áföll“ bætzt þjóðar- búinu: • Þorskafli, sem var yfir 450 þúsund tonn 1981, verður innan við 250 þúsund tonn 1984. • Útflutningsframleiðsla er tal- in hafa minnkað um 11,3% 1982 og 3,3% til viðbótar 1983. Sam- kvæmt spám verður útflutnings- framleiðsla 1984 7% minni en 1981. • Verðþróun útflutningsvöru hefur verið óhagstæð. Verð hef- ur farið lækkandi á freðfiski í Bandaríkjunum. Verð á óverkuð- um saltfiski var fjórðungi lægra í dollurum í lok árs 1983 en 1981. Verðfall hefur einnig orðið á rækju, hörpudiski, fiskimjöli og lýsi. • Aflasamdráttur og verðfall sjávarafurða hafa enn skekkt rekstrarstöðu fyrirtækja í sjáv- arútvegi, einkum útgerðar. • Þjóðhagsstofnun spáir óhagstæðum viðskiptajöfnuði 1984 sem svarar 2.560 m.kr., eða sem nemur 7,5% af útflutnings- tekjum og nær 4% af þjóðar- framleiðslu. • Erlendar skuldir teljast um 60% af þjóðarframieiðslu. Greiðslubyrði þeirra etur upp 23—25% af útflutningstekjum. • Þjóðarframleiðsla hefur rýrn- að um 12—14% á þremur árum. • Ríkissjóður stefnir I 1.000 m.kr. rekstrarhalla 1984. Fyrir tveimur árum staðhæfði Þjóðviljinn í forystugrein, að það gæti verið með öllu óhjá- kvæmilegt, þegar óviðráðanleg ytri áföll lækka skiptaverðmæti þjóðarteknanna, eins og blaðið komst að orði, að leggja byrðar á allan þorra fólks. Þá sat Alþýðu- bandalagið I ríkisstjórn. Ráð- herrar þess settu upp landsföð- ursvip út I þjóðfélagið. Vandinn hefur vaxið á ýmsan hátt síðan, þó sigrar hafi einnig unnizt, ekki sízt í hjöðnun verðbólgu og góðu atvinnustigi. Það heyrist þó ann- að hljóð úr horni Alþýðubanda- lagsins en á valdaárum þess. Þjóðmálin horfa öðru vísi við séð úr stjórnarandstöðu en úr stjórnarráði! í þinghléi eru forystumenn flokka á faraldsfæti, inn til dala og út til nesja. Það heyrir til að heilsa upp á „háttvirta kjósend- ur“. Það er af hinu góða, jafnvel þótt sömu mennirnir lýsi sömu eða svipuðum hlutum á gjörólík- an hátt, eftir því hvort þeir eru inni í hitanum eða úti í kuldan- um, pólitískt séð. Það gæti verið skondið að klippa saman filmubúta í sjón- varpinu, þar sem forystumenn Alþýðubandalagsins setja ann- arsvegar upp landsföðursvip en hinsvegar á sig ygglibrún ófriðar í þjóðfélaginu. Sýna mætti árangurinn I þættinum: Úr grínmyndasafni sjónvarpsins. Stefin Friðbjarnarson er þing- tréttaritari Morgunbiadsins og skrifar að staðaldri um stjórnmál í blaðið. Bandaríska skipið Northwind að störfum. Skipið verður til sýnis næstkomandi þriðjudag og miðvikudag. Verður til sýnis í Sundahöfninni US CGG Northwind, ísbrjótur og haf- rannsóknaskip bandarísku strandgæsl- unnar, er að koma úr rannsóknaleið- angri á norðurslóðum og mun dvelja hér dagana 13.—17. ágúst til að hvíla áhöfn og einnig til að skipuleggja næsta rann- sóknaleiðangur. Þetta kemur fram í frétt sem Mbl. hefur borist frá Menningarstofnun Bandaríkjanna þar sem ennfremur segir að á meðan skipið dvelji hér, verði reynt að finna tækifæri fyrir áhafnarmeðlimi að keppa við tslensk íþróttalið í knattspyrnu og körfubolta. Yfirmaður skipsins er W. A. Castre, flotaforingi, og eru á skipinu 21 yfir- maður og 165 sjóliðar. Helsta verkefni skipsins er að vera ísbrjótur, en það hefur einnig verið notað til alhliða rannsóknaverkefna á norðurslóðum og á suðurheimskaut- inu. Skipið verður til sýnis fyrir almenn- ing við Sundahöfnina í Reykjavík þriðjudaginn 14. ágúst og miðvikudag- inn 15. ágúst milli kl. 14 og 16 báða dagana. Heimahöfn Northwind er Wilm- ington I Norður-Karólínu, en skipið hefur komið nokkrum sinnum áður til Reykjavíkur. Hefurðu PLÁSS fyrir þennan? æfingabekkur í heimahús Verö aðeins kr. 13.224 ÍL 1 & r utiuf Glæsibæ, sími 82922.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.