Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 55 Metaðsókn á leikana Los Angelet, 11. ágúst. Frá Þórarni Ragnarssyni, blaöamanni Morgunblaósins. ÞEGAR TVEIR dagar eru eftir af Ólympíuleikunum hafa 4,6 millj- ónir áhorfenda greitt aógang aö leikunum og nokkuö Ijóst er aö metaósókn veröur. Uppselt er á allar keppnir sem fram fara á laugardag og sunnudag hór í Los Angeles og áhugi Bandaríkja- manna viróist vera meö ólíkind- um. Þeir eru nú þegar mjög sterkir á íþróttasvæðinu eins og fram kemur á verölaunasafni þeirra. Æskan mun feta (fótspor stjarnanna og íþróttaáhugi ef- laust veröa hér meiri en nokkru sinni fyrr. Bandaríkjamönnum, sem kunna betur en nokkrir aörir aö setja slíka leika í sviösljósið og hrífa alla meö sór, hefur tekist geysilega vel upp. Leikarnir, sem enda á sunnu- dagskvöld, veröa stór sigur fyrlr bandarískt íþróttafólk, frjálst einkaframtak og alla þá fjölmörgu sjálfboöaliöa sem gert hafa leikana aö veruleika. Lokahátíðin stórkostleg Loa Aogolet 11. ágúet. Fré Þórarni Rsgnart- ■yni, bleOamenm Morgunbieðeina. ÓLYMPÍULEIKUNUM í Los Angel- es lýkur hér á sunnudagskvöld. Þá veröur stór íþróttahátíö til lykta leidd. Hápunktur leikanna var án nokkurs efa setningarat- höfnin, en þaö er ekkert launung- armál aö Bandaríkjamenn ætla aö gera enn betur er lokaathöfnin fer fram á Los Angeles Memori- al-leikvanginum síöla á sunnu- dagskvöld. Lokaathöfnin mun ekki hefjast fyrr en rökkva tekur og þaö er gert meö vissum ásetningi þar sem sýna á stórkostlegt atriöi með LASER-ljósabyssu sem varpa mun hinum ýmsu myndum á himininn. Hinn kunni söngvari, Lionel Ritch- ie, mun syngja vinsæl lög á athöfn- inni, og því hefur veriö haldiö fram aö hinn frægi Michael Jackson muni einnig syngja — en þaö hefur ekki enn verið staöfest. Hvaö sem ööru líöur varöandi fræga menn er alveg Ijóst aö íþróttafólk 140 þjóöa mun eiga stóra stund á leikvanginum á morgun er Ólympíuleikunum verö- ur slitiö. Hugur þelrra og hjörtu munu án efa fylgja eldinum til Seoul í Kóreu, en þar fara næstu leikar fram eftir fjögur ár. • islendingar ( annaó sinn á verölaunapalli á Ólympíuleikum. Bjarni Friöriksson, annar frá hægri. Lengst til vinstrí er Brasilíumaóurinn Viera sem varó annar, þá sigurvegarinn Hyoung-Zoo Ha frá Suður-Kóreu, Bjami og lengst til hægri er Evrópumestarínn GUnter Neureuther, Vestur-Þýskalandi, sem varö í þriöja sæti ásamt Bjarna. Morgunwaðtð/ símamynd ap. Bjarni Friðriksson — afreksmaður í fremstu röð: Sönn fyrirmynd íslenskrar æsku Lo« Angelat, 11. égúat. Fré Þðrarni Ragnaruyni, blaðamanni Morgunblaðaina. HANN byrjaöi aö æfa júdó fyrir átta árum. Hann er einn af þess- um íþróttamönnum sem ekki fer mikiö fyrir en tekur (þrótt sina afar alvarlega. Hann er alvörug- efinn og hæglátur og hreykir sér ekki af afrekum sfnum. Þannig er Bjarni Friöriksson, júdómaðurinn sem vann bronz- verölaun á Ólympíuleikunum fyrir hönd islands. Hann hefur lagt hart aö sér viö æfingar og keppni síöastliöin átta ár en þar sem jú- dó er kannski ekki vinsælasta íþróttagreinin á islandi hefur hann máske ekki hlotiö þá athygli sem skyldi. En nú hefur þessi ungi og sanni íþróttamaöur upp skoriö eins og hann hefur sáö. Hann hefur lagt haröar aö sór en margir aörir — aldrei kvartaö eöa kveinaö, fariö í gegnum súrt og sætt einsog sönnum íþróttamanni sæmir og skilaö árangri eins og hann gerist bestur. Viö veröum aö gera okkur grein fyrir því að frægö á Ólymp- íuleikum skiptir miklu máli fyrir land og þjóö. Hún er ekki eins og blossi af eldspýtu. Margir hafa grennslast fyrir um Bjarna og innt mig eftir því hvaöan hann komi — þó svo hann sé mjög þekktur í heimi júdóíþróttarinnar í Evrópu. Fjögur ár viö stífar æfingar á hverjum degi voru ekki til einskis og það var stórkostlegt aö ís- lenski fáninn skyldi fara upp á verölaunaflaggstöng leikanna því aö Ólympíueldurinn og íslenski fáninn eiga vel saman. Ólympíu- eldurinn getur brætt hatriö í heiminum og virkaö sem sól á svörtustu ský. islenska þjóöin getur veriö stolt af því aö eiga íþróttamann eins og Bjarna Friö- riksson — afreksmann í fremstu röö sem hefur ekki látið deigan síga. Hann hefur barist til hinstu stundar og gefiö skólagöngu upp á bátinn til aö komast í fremstu röö. Hann er sönn fyrirmynd ís- lenskrar æsku og ekki stærri þjóö en ísland má vera hreykin af því hvílíkan hróöur Bjarni ber víöa um álfur, því vel er fylgst meö því hvað fram fer hér á Ólympíulelk- unum í Los Angeles. Oft hafa íslenskir íþróttamenn kynnt land og þjóö vel og enn á ný bætist þar viö rós i hnappagat þjóöarinnar — nafn hennar berst víöa og vitaö er aö þar búa vaskir afreksmenn. Ekki Zolu Budd að kenna að Decker féll — var fyrst dæmd úr leik, en niðurstöðunni svo breytt Lo* Angeles, 11. égútt. Fré Þórnrni Rsgnsrssynl, HÁPUNKTUR leikanna ( gær- kvöldi voru úralitin ( 3.000 metra hlaupf kvenna og þar voru meet í sviösljósinu bandaríska stúlkan Mary Decker og hin 18 ára gamla Zola Budd frá Suóur-Afríku, sem nýveriö fékk breskan ríkisborg- ararétt. Þegar hlaupið var u.þ.b. hélfnað reyndi Decker, sem haföi forystu á innstu braut, að koyra upp hraðann on Zola Budd, som var rétt fyrir aft- an hana, jók hraöann líka — hún hljóp að venju berfætt, on varð fyrir því óhappi að stiga fyrir Decker, greinilega án ásetnings, og þaö varð til þess að Decker, sem svo margir höfðu spéð sigri, féll é brautinni og varð að hætta keppni. Áhorfendur voru æfir af reiði yfir þessu óvænta atviki og Zola Budd, sem kom sjöunda í mark, var dæmd úr leik fyrir ólöglegt athæfi — er hún steig fyrir bandarísku hlaupa- drottninguna. Nokkru síðar, eftir að dómarar höföu skoóað myndbands- blaðamsnni Morgunblaðaina. upptöku af atvikinu, endurskoðuöu þeir afstöðu sína — komust aö þeirri niöurstööu aö ekki hefói veriö við Budd aö sakast er Decker féll. Hún hélt því sjöunda sætinu. Ekki er gott að segja hvort þær stöllur, Decker og Budd, hefðu náð að veita rúmönsku stúlkunni Maric- ica Puica haröa keppni um gull- verðlaun I hlaupinu heföi ekkert ( skorist. Rúmenska stúlkan var geysilega sterk é síðasta hringnum og sigraöi é 8:35,96 m(n. Hún virtist svo til óþreytt er hún kom (mark og var hinn öruggi sigurvegari í þessu erfiöa hlaupi. Önnur varó Wendy Sly fré Bretlandi é 8:39,47 m(n. og þriöja Lynn Williams, Kanada, é 8:42,14 m(n. Tími Zola Budd (7. sæti var 8:48:80 min. • Bjarni Frióriksson meö brons verölaunapening sinn. Morgunblaöiö/ Þórarlnn Kyssti verðlaunahafa! Los Angolos, 10. égúst. Fré Þórsrni Rsgnsrssyni, blaðsmanni Morgunblaðsins. ÉG VAR ekki búinn aö taka marg- ar myndir af Bjarna meö verö- launapening sinn fyrir utan Ólympíuþorpiö þegar en nokkur hópur Bandaríkjamanna kom aö og vildi fé aö mynda Bjarna líka og þé var vinsælt aö fá aö mynda hann meö syni eöa dóttur þar sem hann var meö verölaunapen- inginn um hálsinn. Þá báðu margir um eiginhand- aráritun og þegar Bjarni var nýbú- inn aö taka verölaunapeninginn af hálsi sínum og setja í vasann kom til hans bandarísk blómarós, baö um eiginhandarárltun og spuröi hver maöurinn væri. Viö tjáöum henni aö hann væri íslendingur sem heföi unniö til bronzverðlauna í júdókeppni leikanna. Sú stutta geröi sér þá lítiö fyrir og óskaöi eftir því aö fá aö kyssa Bjarna. Bjarni varö viö ósk hennar og varö hún yfir sig hrifin aö fá aö kyssa verölaunahafa á Ólymptuleikunum. Hindrunarhlaupiö: Kenýamaö- ur sigraöi af öryggi Los Angelet 11. ágútt. Fré Þórarni Ragn- arttyni, blaöamanni Morgunblaöaint. ÞAÐ VAR Kenýamadurinn Julius Köernes sem sigraöi með glæsibrag f 3.000 m hindrunarhlaupi karla ( gærkvöldi. Yfirburöir hans voru ótvíræðir og enginn veitti honum keppni síöustu 200 metrana ( hlaupinu. Tími hans var 8:11,80 mín. Bandaríkjamaðurinn Henry Marsh, sem margir höföu spáö sigri í hlaupinu, og haföi hlaup- iö mjög vel í undanúrslitunum, varð aö sætta sig viö fjóröa sætiö og var þaö aö vonum mikil vonbrigöi fyrir heima- menn. Ekki voru þaö síður vonbrigöi fyrir þennan frábæra hindrunarhlaupara, sem haföi ætlað sér stóra hluti á Ólympí- uleikunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.