Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
t
Astkær eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma,
ANNA HULDA SÍMONARDÓTTIR,
Þinghólabraut 41, Kópavogi,
lést föstudaginn 10. ágúst. Jaröarförin auglýst síöar.
Sigurpóll A. lafjörö,
Ólafur V. Sigurpólaaon, Arndfa Þoratainadóttir,
Aóalateinn C Sigurpólaaon, Unnur Sigfúadóttir,
Gylfi Þ. Sigurpólaaon,
Árni A. Sigurpólaaon, Baldey Póturadóttir,
Hólmfrföur Á. Sigurpóladóttir, Ingi B. Erlingaaon,
Símon S. Sigurpóleaon, Karitaa Póturadóttir,
og barnabörn.
t
Sonur minn og bróðir okkar,
RAGNAR VILHELM JÓHANNSSON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu, þriöjudaginn 14. ágúst kl.
13.30.
Jóhann Kr. Hanneaaon og ayatkini.
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
JÓN S. ÓLAFSSON,
akrifatofuatjóri,
Hóvallagötu 3,
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriöjudaginn 14.
ágúst kl. 13.30.
Erna Óakaradóttir,
Ólöf S. Jónadóttir, Kjartan Gíalaaon,
Óakar G. Jónaaon, Þórunn H. Matthíaadóttir,
Herdía Þ. Jónadóttir, Ingi Sverriaaon,
Halla G. Jónadóttir og afabörn.
t
Eiginmaöur minn,
JÓN STEINAR MARINÓSSON,
ratvirkjameiatari,
sem lést þ. 5. þessa mánaöar veröur jarösettur frá Akureyrar-
kirkju, þriöjudaglnn 14. ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Borghildur Ólafadóttir.
t
Útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu,
HELGU SVEINSDÓTTUR,
Sæbóli, Foaavogi,
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhliö í Kópavogi, fer fram frá
Kópavogskirkju, mánudaginn 13. ágúst kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sunnuhlíö.
Fyrir hönd vandamanna,
Sveinn Þóröaraon.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts
og jarðarfarar
ÞURÍDAR GÍSLADÓTTUR,
Reynihlfö.
Jón Ármann Péturaaon,
Hólmfrföur Péturadóttir,
Sverrir Tryggvaaon,
Snæbjörn Péturaaon,
Guðný Halldóradóttir,
Helga Valborg Péturadóttir,
Arnþór Björnaaon
og fjölakyldur.
t
Hjartans þakklæti færum viö ykkur öllum, sem meö hlýjum vinar-
hug vottuöu okkur samúö viö fráfall og útför eiginkonu minnar,
móöur, tengdamóöur og ömmu,
GUORÚNAR HELGU RÖGNVALDSDÓTTUR,
Álfalandi 8, Reykjavfk.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspítala sem annaöist
hana í veikindum hennar.
Drottinn blessi ykkur öll.
Gfali Kriatinn Skúlaaon,
Skúli Kriatinn Gíalaaon,
Kriatfn G. Gunnaradóttir,
Guörún Helga Skúladóttir,
Gíali Kriatinn Skúlaaon yngri,
Skúii Bergmann Skúlaaon.
Solveig Kolbeins-
dóttir — Minning
Fædd 23. mars 1927
Dáin 5. ágúst 1984
Solveig fæddist á Skriðulandi i
Kolbeinsdal í Skagafirði. Hún var
dóttir hins kunna fræðimanns
Kolbeins Kristinssonar og konu
hans Kristínar Guðmundsdóttur,
en þau eru bæði látin. Solveig
taldi sjálf, að hún hefði átt góða
æsku. Hún var alin upp á menn-
ingarheimili, þar sem nákvæmni
og virðing fyrir islenskri tungu
sátu í fyrirrúmi. Skriðuland var
ekki stórt býli og sveitin afskekkt,
og Solveig varð að leggja hart að
sér til að menntast. Foreldrar
hennar studdu hana eins og þau
gátu, en hún vann alltaf með nám-
inu og varð að gera hlé á þvi einn
vetur til að afla sér fjár, svo að
hún gæti haldið náminu áfram.
Hún lauk stúdentsprófi frá MA
vorið 1951, og kennari hennar f ís-
lensku hvatti hana eindregið til
frekara náms í þeirri grein, og
lauk hún kandidatsprófi í íslensk-
um fræðum frá Háskóla íslands
1959 og kenndi við ýmsa skóla
samhliða náminu.
Solveig giftist dr. Hafþóri Guð-
mundssyni lögfræðingi 17. ágúst
1963 og eignuðust þau þrjú börn.
Anna Benedikta er fædd 31. maí
1964, Kristín Ragnheiður 15. júlí
1965 og Sigurður Kolbeinn er
fæddur 1. nóvember 1969.
Solveig hóf kennslu við Kvenna-
skólann í Reykjavík haustið 1959,
hlaut setningu sem kennari við
skólann árið eftir og skipun haust-
ið 1962. Solveig sagði stöðu sinni
lausri haustið 1966, en þá höfðu
þau hjónin eignast tvær dætur.
Solveig kenndi sögu og íslensku.
Hún var ekki stjórnsöm að eðlis-
fari og lítið fyrir að trana skoðun-
um sínum fram, en nemendur
hennar fundu brátt, að hún bjó
yfir staðgóðri þekkingu og mikilli
kunnáttu í íslenskum fræðum
ásamt einlægum vilja að verða
öðrum að liði, og þeir eiginleikar
hjálpuðu henni yfir hlédrægnina
og öfluðu henni virðingar og vin-
sælda.
Þegar Solveig lét af kennslu
sinni við Kvennaskólann, missti
skólinn ekki aðeins traustan kenn-
ara, sem vann öll sín störf af natni
og samviskusemi, heldur var Sol-
veigar einnig saknað sem góðs
samstarfsfélaga. Það var gott að
vinna með Solveigu. Hún var glað-
lynd og sá oft hið spaugilega í
hversdagslegum hlutum, var létt í
skapi að eðlisfari þrátt fyrir alla
nákvæmnina og skylduræknina.
Snögg tilsvör í gamansömum tón
voru eitt af einkennum hennar og
bros kom oft fram af litlu tilefni.
Solveig lét ekki að öllu leyti af
kennslustörfum, þótt hún segði
starfi sínu lausu vegna anna
heima fyrir. Hún tók nemendur i
kennslu og gat á ótrúlega stuttum
tima kennt þeim undirstöðuatriði
i íslenskri málfræði og bókmennt-
um og gert þeim kleift að fylgjast
með jafnöldrum sinum í námi. Oft
voru þetta nemendur, sem dvalist
höfðu erlendis mörg ár og ekki
fengið sama undirbúning og aðrir.
Gott var að leita til hennar í þess-
um efnum. Hún hafði næman
skilning á þessum vanda nemenda
sinna, hafði gott yfirlit yfir
kennsluefnið og kunni að draga
fram aðalatriðin. Áttu margir
nemendur Solveigu það að þakka
að dragast ekki aftur úr i námi, og
hlaut hún fyrir þessa góðu aðstoð
mikið lof og þakklæti.
Áhugi Solveigar á islenskum
fræðum kom margoft fram. Hún
hafði yndi af lestri góðra bóka og
fylgdist vel með á bókmenntasvið-
inu. Frá árinu 1974 vann hún í
ígripum við skráningu á bréfa-
safni i Handritadeild Landsbóka-
safns og var þar sett í stöðu að
tveimur þriðju 1. janúar 1978 og
gegndi því starfi um tveggja ára
skeið, en þá tók heilsu hennar að
hraka. Þar kom nákvæmni og
natni í góðar þarfir ásamt með-
fæddri lipurð, léttleika og hjálp-
semi.
Solveig átti við erfið veikindi að
stríða siðustu árin og kom þá vel í
ljós, að hún bjó yfir óvanalegum
sálarstyrk. Hún reyndi að gera
sem minnst úr veikindum sínum
og veita öðrum styrk. „Þetta lag-
ast“ var stundum viðkvæðið, þegar
spurt var um heilsu hennar. Eitt
sinn, þegar henni leið betur um
tíma, sagðist hún vera „á hraðri
leið til lifsins aftur."
Til er gömul sögn um það, að
landi okkar hafi rekið röggsam-
lega erindi sín fyrir konungi og
kropið á annað kné og mælt á þá
leið, að hann hafi lotið hátigninni,
en staðið á rétti sínum. Þetta ein-
kennilega sambland af eðli íslend-
ingsins að beygja aðeins annað
kné sitt, en standa á rétti sínum,
minnir á sumt í skapgerð Solveig-
ar, og þessir eiginleikar hafa gert
þessari fíngerðu og næmu konu
kleift að horfast í augu við veru-
leikann. Hún beygði aðeins annað
kné sitt fyrir erfiðleikunum án
þess að brotna, en stóð jafnframt
á þeim rétti sínum að láta ekki
bugast og vera hún sjálf til hinstu
stundar.
Ég vil votta eiginmanni Solveig-
ar og börnum þeirra innilega sam-
úð mína og þakka Solveigu góða
samfylgd á liðnum árum.
Guðrún P. Helgadóttir
Skarphéðinn Magn-
ússon — Minning
Fæddur 16. febrúar 1921
Diinn 26. júlí 1984
Leikmenn ÍBÍ og alla aðstand-
endur og velunnara ísfirskrar
knattspyrnu setti hljóða þegar
fréttin um andlát Skarphéðins
Magnússonr barst skyndilega og
óvænt þann 26. júlí sl.
Einn besti og dyggasti stuðn-
ingsmaður ísfirskrar knattspyrnu
var allt í einu horfinn af sjónar-
sviðinu.
Skarphéðinn hafði um margra
ára bil verið sérstakur heiðursfé-
lagi og velunnari knattspyrnu-
fólks á ísafirði og lagði hann
íþróttinni lið á margvíslegan hátt
sem of Iangt yrði upp að telja í
fátæklegri minningargrein.
Allt knattspyrnufólk, stjórn-
armenn og aðrir aðstandendur
knattspyrnu á ísafirði, sakna nú
góðs vinar og velunnara og vilja
færa honum alúðarþakkir fyrir
t
Innilegar þakkir fyrir auösynda samúö og hlýhug viö andlát og
útför sonar míns,
JÓNS VILBERGS JÓNSSONAR,
Barmahliö 52,
sérstakar þakkir til starfsmanna Stálsmíöjunnar.
Jónína Margrét Jónsdóttir.
t
Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför sambýlis-
konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
HULDU ÁGÚSTSDÓTTUR,
Engihjalla 3, Kópavogi.
Aiúöar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks deild 14-G Landspítalanum.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna, barnabarnabarna. og
systkina hinna látnu.
Jón Meyvantsson.
ómetanlegan stuðning og vináttu
á liðnum árum og votta um leið
eiginkonu og öllum aðstandendum
einlæga samúð við fráfall hans.
Ég sem þessar fátæklegu lfnur
rita um minn góða vin og sam-
herja þar sem Skarphéðinn var, er
þess fullviss að IBÍ-liðin munu
lengi heiðra minninguna um hann
með dugmikilli og drengilegri bar-
áttu á völlum landsins og láta ekki
deigan síga þó stundum blási á
móti „því að það kemur leikur eft-
ir þennan leik“, eins og Skarp-
héðni varð oft að orði þá er miður
gekk.
Ég vil að leiðarlokum þakka
góðum vini ágæta samfylgd og
vináttu um leið og ég votta eigin-
konu og aðstandendum samúð og
bið þeim blessunar Guðs í sorg
þeirra. Fái kær vinur minn góða
heimferð. Blessuð sé minning
hans.
Pétur Geir Helgason