Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 27 eiginleikum báta, bæði í landi og á sjó. Og ég er ennþá að smiða báta þótt það séu bara smá kríli nú orð- ið — það eru margir sem vilja eiga eftirlíkingar af gömlu áraskipun- um, og ég hef ekki undan að smíða. Sérðu hvernig þetta módel hérna er lagað við stafninn að framan — það skiptir afar miklu hvernig byrðingurinn er lagaður. Smá reiging á bógnum getur gert gæfumuninn hvernig sjóskip bát- urinn verður. Sé stafninn með réttu lagi fara þeir mjúkt í ölduna framan og setjist hæfilega á skut- inn. Ef rétta lagið hefur ekki náðst fara bátarnir að höggva þegar eitthvað er að sjó, og geta það verið hættuleg skip, jafnvel hreinir manndrápsbollar. Alls smíðaði ég níu báta og var sá stærsti 7 tonn og svo eru það ein 9 hús sem ég hef byggt hér í Höfn- um. — Þú varst hreppstjóri hér í Höfnum og stundaðir hér for- mennsku lengi. Já, ég var hreppstjóri hér frá því árið 1956, að mig minnir, þar til ég varð áttræður. Þá greip ég tækifærið og lét af starfinu. Ég réri hér á hverri einustu vertíð frá 1931 en hætti 1978. Þá var róið út með Stafnesi eða fyrir Reykjanes, allt inn að Háleyjabungu og Stað- arbergi. Þetta gat verið einn vöku- sprettur ef gott veður hélst marga daga samfleytt og þótti ekki gott nema famir væru tveir róðrar á sólarhring að sumrinu. Sjómennska Þetta er fornfræg veiðistöð hér í Höfnum og héðan hafa róið fræknir formenn. Héðan réri Eld- eyjar-Hjalti um eitt skeið, en það var löngu fyrir mína tíð. Þá var Eldeyjar-Hjalti svo fátækur að hann átti ekki heilan stakk og vantaði alveg ermina öðru megin. Þeir sögðu að hann hefði fært stakkinn til eftir því sem hann krusaði og haft heilu ermina áveð- urs. Þetta var hörku karl en varð víst rembinn með aldrinum — það hefur sjálfsagt verið tíðarandinn öðrum þræði. Framanaf voru alltaf einhverjir með mér á sjónum en svo réri ég mest einn síðustu árin. Flugvöll- urinn breytti öllu hérna, það fóru allir að vinna þar og menn urðu svo kostbærir að maður hætti að fá nokkurn til að róa með sér. Lengi réri ég héðan úr Merkines- vörinni en svo var gerð bryggja í Höfnum og eftir það fór ég að róa þaðan. Það urðu margar ferðirnar hjá mér á hjóli hér á milli — að athuga með bátinn, maður þurfti alltaf að vera að athuga með bát- inn. Nú er ég fyrir löngu hættur öllu sjógutli en maður gat þetta hér í gamla daga — þá gerðist maður mótoristi þegar vélarnar komu og kunni þetta allt saman he, he, ... ég veit ekkert núna hvernig maður fór að þessu. Annars er hafsbotninn hérna útifyrir rannsóknarefni útaf fyrir sig. Það hafa orðið alveg hrika- legar breytingar á landinu hér frá landnámi, og sennilegt að mikið land, sem líklega hefur náð allt út að Eldey, hafi sigið í sæ. í íslend- ingasögum stendur að landnáms- menn hafi siglt vestur með Reykjanesi þar til þeir höfðu opinn Hvalfjörð — og þá sérðu að þeir hafa þá verið langt úti. Þá hefur Reykjanes verið eitt gjós- andi krap og mikið gengið á. Það er grunnt hér út með öllu Reykjanesinu töluvert langt út, og er að jafnaði um 12 faðma dýpi. Svo snöggdýpkar, eins og farið sé fram af klettavegg og er þá um 30 faðma dýpi sem helzt langleiðina út í Eldey. Þegar komið er svo sem þrjá fjórðu af leiðinni í Eldey tek- ur við hraunkargi í botninum og síðan kemur stallur þar sem dýpið er aðeins 6 faðmar, en þar á milli er dýpið aftur um 30 faðmar þar til kemur að Eldeyjargrunninu. Þarna hefur mikil landspilda sigið í sæ og hafa það verið ólitlar nátt- úruhamfarir. — Nú varst þú grenjaskytta hér í Hafnahreppi um langt skeið. Já, frá 1948 stundað ég grenja- skytterí og síðar minkaveiði. Ég veit um 14 greni hér á svæðinu og vann mest 4 greni á ári. Afkvæmi andskotans Núna seinni árin höfum við ekki orðið vör við tófu hér í Hafna- hreppi. Ég vorkenndi alltaf refn- um — en minkinn hef ég hatað og minkurinn er sú eina skepna sem ég hef haft gaman af að drepa. Það verður þó ekki borið á móti því sem hann Þórður Halldórsson frá Dagverðará hefur sagt, „að þetta meindýr er til okkar komið í gegn um sali hins háa alþingis". Minkurinn er grimmdarskepna — hann drepur til þess eins að drepa og nýtir ekki nærri alltaf það sem hann drepur. Drápsgirndin er al- veg ótrúleg í honum, hann eyðir öllu fuglalífi og er sannkallað af- kvæmi andskotans. Tófan vinnur hins vegar upp sína veiði og drep- ur ekki nema sér til matar. Eg komst upp í 63 minka mest um árið en nú verður ekki vart við mink hérna. — Hver heldurðu að sé skýring- in á því? Ég hef tvær teoríur, en hvoruga get ég þó sannað. Sko, núna und- anfarin 2 ár hefi ég gaumgæft landsvæðið hér umhverfis, og aldrei séð far eftir mink, hvorki í snjó eða sandi. Svo virðist sem minkurinn sé hér alveg horfinn. Á sama tíma gengur farsótt i minka- búunum þannig að þeir þurftu að farga hverjum einasta mink. Teóríurnar Gæti ekki verið að villiminkur- inn hafi fengið þessa sömu veiki? Því þetta virðist gilda um landið allt, að menn verða lítið varir við mink. Vinur minn, Þór Jónsson í Fljótum, hefur veitt 90 minka mest um árið en í fyrra náði hann aðeins tveim. Hann hefur víst veitt eina 6 í vor þannig að þeim er eitthvað að fjölga aftur. Svo er það önnur teoría sem ég hef. — Hér á árum áður tóku menn það upp að eitra fyrir refn- um og þótti öllum þjóðráð. Upp úr því fækkaði refnum mikið og þökkuðu menn það þessum að- gerðum. En ég er alls ekki á því að þessar eitranir hafi fækkað refn- um. Athugaðu að á þessum tíma gekk hér einmitt mikið hundafár svo að heilu sýslurnar urðu hund- lausar. Refurinn er mjög skyldur hundinum og hefur að minni hyggju smitast af sömu veiki og fækkað vegna þess. Ég eitraði einu sinni fyrir ref hér í Hafnahreppi á 38 stöðum — með fjallahringnum allt frá Sýr- felli til Hvassahrauns. Ég merkti staðina alla en hræin höfðu aðeins verið snert á tveimur, og ég er alls ekki viss um að það hafi verið tófa sem það gerði. I það minnsta var ég með afar glöggan hund og hann hafði ekki veður af neinu tófuhræi á allri þessari leið. Ég tel því að fækkun refs á þessum tíma hafi stafað af sjúkdómi í refastofnin- um en ekki af þessum eitrunum. Veiöisögur Það er nú svona með það sem maður er hneigður fyrir — það lifa margar minningar frá þessum veiðum í gegnum árin. Það skiptir öllu á minkaveiðum að hafa góðan hund. Ég var alltaf með byssu til taks þegar ég var á ferðinni ef ég rækist á einhvern af þessum and- skotum. Bezt reyndist mér hagla- skambyssa sem ég hef lengi átt en hef nú lánað frá mér. Einu sinni vann ég þó mink byssulaus — var þá að koma inn úr Kirkjuvogi og verð var við mink í malarkambi hér á Hnausendun- um. Ég var með góðan hund með mér og finnur hann strax hvar minkurinn er undir. Ég var ekki einu sinni með hníf og gat ekki farið heim eftir byssu því þá hefði minnkurinn sloppið á meðan. Þarna er kastmöl og fer ég að róta til nokkrum steinum þar sem hundurinn ólmaðist og sé þá i skottið á minknum. Ég bregð þá við, gríp í skottið og kasta honum í háaloft, en svo mikil var snerpan í hundinum að hann greip mink- inn á fluginu og allt að því klippti hann í tvennt með kjaftinum. Nú berst talið að ótrúlegum veiðisögum, og'Hinrík segir mér veiðisögu sem hlýtur að teljast verulega ótrúleg. Þegar ég dró sama silunginn tvisvar Ég var einu sinni í heimsókn hjá honum séra Lárusi Arnórssyni í Miklabæ. Við vorum að tala um veiðar og ég segi sem svo: „Mikið andsk... hefur þetta gengið illa hjá honum Gísla að missa svona þennan stóra fisk.“ Þá segir séra Lárus: „Þegar menn eru að segja þessar veiðisögur ýkja þeir að minnsta kosti til helminga." Ég varð reiður við og sagðist skyldi segja ótrúlega veiðisögu sem engu að síður væri sönn, og sagði hon- um þessa sögu: Sumurin 1922 og 1923 var ég við stangveiði við Kaldárhöfða við Úlfljótsvatn. Þar veiddist oft vel, upp i 111 á einum degi. Þar er bezt veiðin snemmsumars og veiðist þá þriggja punda bleikja, en nú var komið fram í ágúst og veiddist bara depla og dauft við veiðina. Einhvern daginn fer ég þó út á ána — það þurfti að sperra sig töluvert á móti straumnum til að komast á góðan veiðistað og leggj- ast þar við dreka. Nú, þarna set ég í allvænan fisk og verð að sleppa drekanum svo hann slíti ekki fyrir mér. Svo kem ég fisknum alveg að borðstokknum og sé þá að hann er kræktur í gegnum fremri bakugg- ann. En þegar ég ætla að innbyrða fiskinn sé ég að háfurinn hafði gleymst í landi. Ég reyni þá að ná fisknum með höndunum en hann sleppur frá mér. Þegar ég kem í land gengur mér auðvitað illa að sannfæra hina um að ég hafi misst þennan stóra fisk. Daginn eftir fer ég svo aftur út — og hvað heldurðu gerist þá. Set ég ekki aftur í vænan fisk á sama stað og í þetta skiptið var háfur- inn með í bátnum. Mér brá þó heldur betur í brún þegar ég fór að skoða fiskinn — fremri bakugginn var rifinn að endilöngu, og þarna var kominn sami fiskurinn og ég hafði sett í daginn áður. Sr. Lárus gapti alveg þegar ég sagði honum þetta — hann sagði ekki eitt einasta orð og ég veit ekki enn hvort hann hefur trúað mér. — Hefurðu ekki lent í ýmsu misjöfnu til sjós? Jú, það var nú sitthvað sem kom fyrir. Einu sinni hafði ég næstum álpast fyrir borð — það er ekki segjandi frá því... Jæja, það vildi nú svona til. Það var stýrishús á bátnum, og þilfar út í lunninguna frá því öðru megin. Þarna sem ég var hagar svo til að snardýpkar og var lygnt fyrir innan en tölverð ólga utar enda allmikill straumur. Ég var að kippa inn á lygnuna og ætla að fara að fá mér í nefið, en þá tek ég eftir því að ég hef gleymt bauknum frammí. „Er það nú búið lagsi minn“ Nú ég get ekki á mér setið og ákveð að skjótast fram í bátinn og ná í baukinn. Það var handrið meðfram stýrishúsinu og held ég mér i það en þegar ég ætla að fara niður í pontuna skriplast mér fót- ur... þá kemur kröpp alda á bát- inn og skiptir það engum togum að ég missi fótanna og fer í sjóinn. Svo einstaklega vildi þó til að í fallinu næ ég taki á borðstokknum og gat hangið þar. „Er það nú búið lagsi minn,“ sagði ég þá við sjálf- an mig — ég fór alveg í sjóinn upp fyrir haus, en þegar báturinn rétti sig af og valt yfir á hina siðuna, gat ég vegið mig upp og komist um borð aftur. — En hvað um refaveiðarnar, á æim hefur sitthvað borið við er >að ekki? Jú, það er ekki fyrir aðra en vana menn að sjá við tófunni — hún er svo klækjótt og vör um sig. Svo hafa þau svo ólíkt lundarfar þessi dýr, þau eru rétt eins og menn hvað það varðar. Ég hef oft alið yrðlinga hér sumarlangt og þau geta orðið afskaplega gæf þessi dýr, en svo er eins og önnur sé ómögulegt að temja. Ég var einu sinni með högna og læðu eitt sumar. Högninn var alveg forhert- ur — virkilegt óartarkvikindi, kom aldrei fram í búrið þegar ég gaf honum og byrjaði aldrei að éta fyrr en ég var farinn. Læðan aftur var afskaplega blíð og vinaleg. Einu sinni ól ég yrðling hérna heimavið og tókst að temja hann. Það var maður sem hét Sólmund- ur og bjó í Sandgerði sem fékk hann hjá mér og átti hann í tvö ár. Rebbi elti hann um allt eins og hundur og lagðist aldrei í strok. Það er hægt að temja refinn furð- anlega, en þeir verða aldrei allra og það er alltaf grunnt á villidýrs- eðlið í þeim. Hver grenjaferð saga útaf fyrir sig Oft hef ég tekið það nærri mér að vinna greni og sárvorkennt þessum greyjum. Maður verður að spila á þessar helgustu tilfinn- ingar, móðurástina, og það er heldur óskemmtilegt. En þau mega ekki vaxa manninum yfir höfuð. Annars er gaman að tilstandinu við þetta, og má segja að hver grenjaferð sé saga útaf fyrir sig. Einu sinni sem oftar var ég búinn að vinna bæði læðuna og yrðl- ingana á greni. Rebba skaut ég í munanum en hann var það innar- lega að ég náði honum ekki. Ekki var hann alveg dauður og gat skreiðst innar í grenið með því að krafsa með löppunum. Nú, ég gat lítið aðhafst og sneri heim við svo búið. Þegar ég kem til hreppstjór- ans til að fá greitt segi ég honum að ég hafi unnið grenið en misst stegginn inn. „Það er nú venja að sýna þá,“ segir þá hreppstjórinn. Nú, ég fer aftur af stað nokkr- um dögum siðar, og þá eru þau i för með mér Maron sonur minn sem var 8 ára og Eldey dóttir mín. Ég hafði með stöng, kerti, band og sitthvað fleira sem að gagni gat komið við að ná refnum. Þegar við komum að grenismunanum sést hvergi til rebba og var þar myrkt innifyrir. Það verður að ráði hjá mér að láta strákinn skríða inn en bind fyrst kaðalinn um lappirnar á honum. Hann skriður svo inn og lýsir fyrir sér með kertinu sem ég hafði fest framaná prikið, en mér er um og ó ef eitthvað líf væri i refnum sem þá gat bitið illa. Nú, ég öskra á strákinn hvort hann sjái nokkuð refinn. Hann öskrar á móti að þarna sé hann og virðist dauður. Ég öskra á strákinn að taka kertið setja það fram á prikið og bera upp að nefinu á rebba — því þá hlaut hann að sýna við- brögð. Nú stráksi gerir þetta og reynist refurinn steindauður. Nú, ég dreg svo strákinn út úr greninu með kaðlinum og strákurinn ref- inn. Þannig lauk þeirri viðureign. - bó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.