Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 Áður var mér gatan greið „Rætt við Hinrík í Merkinesi, sem er 85 ára í dag, um veiðar sjómennsku, skipasmíðar o.fl. Viðtal: BRAGI ÓSKARSSON Hinrík í Merkinesi stendur þarna rið hliðina á líkani af áttæringi sem bann befur í smíðum. _______Hinrík í Merkinesi, er hann nefndur í daglegu tali en heitir fullu nafni Vilhjálmur Hinrík ívarsson. Vegna þeirra sem ekki eru kunnugir á Suður- nesjum er rétt að taka fram að jörðin Merkines er skammt fyrir utan Hafnir en Hafnir eru vestan Miðnesheiðar — það er því skammt inn í Keflavík, um 15 km, en þó greina annálar að 19 manns hafi orðið úti á þessari leið. Fyrir utan Merkines eru jarðirnar Kalmarstjörn og Junkaragerði, sögufræg býli, en svo tekur við hraun og sandur og verður að fara allt út á Reykjanes til að finna grænan bala. Úti í hafinu trónar Eldey við sjóndeildarhring — Hinrík skírði dóttur sína Eldey, í höfuðið á eynni, og Elly Vilhjálms var um eitt skeið ein kunnasta söngkona landsins. Vilhjálmur heitinn sonur hans, flugmaður hjá Arnarflugi, var einnig kunnur fyrir söng. Maron sonur hans hlaut útþrána í ______vöggugjöf og hefur farið um víða veröld og er nú búsettur í Ástralíu en þangað fór hann frá Suður-Ameríku um Bandaríkin. Þá eru tveir synir þeirra hjóna ótaldir, þeir Sigurjón og Þóroddur sem báðir eru búsettir hér á landi. Þau Hinrík og konan hans, Hólmfríður Oddsdóttir, hafa lengi átt heima í Merkinesi og ég byrja á því að spyrja Hinrík hvort hann hafi kannski alltaf átt þar heima. „Kafteinn ör á öldujó“ Nei, ég er Eyrbekkingur en fæddur í Grímsneai þar sem for- eldrar mínir voru vinnuhjú hjá Jóni Sigurðssyni á Búrfelli. Faðir minn var jafnframt formaður í Þorlákshöfn. Siðar gerðist hann skipsformaður fyrir Lefolii- verzlun, og var með áttæringinn Vonina frá Þorlákshöfn allt til 1913. Þá hvað Einar Sæmundsson þessar formannavísur um hann og skipið: Kafteinn ör á öldujó Ivar geiri borinn. Æ með fjöri sækir sjó seigur, eirinn, þorinn. Vonin ilýtur ferða trygg faldar hvitu boðinn. Sundur brýtur báruhrygg byrjar nýtur gnoðin. Eftir að faðir minn lét af for- mennsku fyrir Lefolii-verzlun, var hann fenginn til formennsku á teinæring er gera skyldi út frá Herdísarvík. En það var alveg dauðadæmt fyrirtæki frá upphafi því landtaka var þar svo slæm. Ég átti að vera landmaður hjá þeim, en lendingarskilyrðin voru svo vond þarna að þeir urðu að gefast upp á þessari útgerð eftir þrjár vertíðar. Ég gerðist þá vinnumað- ur hjá Þórarni bónda í Herdísar- vík og var þar næstu 3 árin. Jú, Lefollii-verzlunin hafði mik- il umsvif á Eyrarbakka — sveita- menn verzluðu svo mikið þar. En svo fór þetta að breytast fljótlega eftir aldamótin, og verzlunin byrj- aði að færast til Reykjavíkur — prísarnir voru víst lægri þar. Menn sögðu prísar í þá daga, he, he. En í minni bernsku var mikil stasjón á Bakkanum. Það voru þarna a.m.k. tveir menn sem stunduðu akstur með hestvögnum: þeir ólafur í Sandprýði og Loftur í Sölkutóft, og alltaf var nóg að gera hjá þeim við aksturinn. Vinnumennska Þórarinn í Herdísarvík átti um 400 fjár og var fénu þar haldið til beitar allan veturinn. Það var allt- af byrjað á að reka upp úr fjör- unni á morgnana því féð mátti ekki nærast á eintómum þara. Þarna er gott beitiland víða um hraunið og gott að halda því til haga. Við misstum tvö lömb eitt árið man ég, þrjú annað og ekkert það þriðja, — þannig þú sérð að skepnurnar hafa ekki verið illa haldnar. Þarna er mikið og gott fjárland, féð komst hvergi að sjó nema heim við bæinn, því alls staðar annars staðar er berg með sjó. Jú, jú, þetta kostaði óskapleg- ar göngur þetta kindarag. Tveggja tíma ganga er út í Krísuvík og um einn tími út í Vogsósa. Ég þurfti að fara í allar Krísu- víkurréttir og eins Gjárréttir fyrir ofan Hafnarfjörð. Þá skellti ég mér bara beinustu leið yfir fjallið. Þarna var ég í 3 ár, þar til ég var 19 ára. Já, maður var léttur á sér Þarna er Hinrík á síðasta bátnum sem bann smíðaði, og þeim níunda í röðinni. hér í gamla daga og lét sér ekki muna um að skreppa bæjarleið — ég hef verið að yrkja vísur við hin og þessi tækifæri og eitthvað af því er til prentað. Nú er maður engin göngugarpur lengur og fyrir nokkru setti ég saman þessa vísu: Áður var mér gatan greið, gönguslóðir ýmsar kanna. En nú er orðin lengsta leið að labba á milli herbergjanna. Svo fór ég til Hafnarfjarðar — var vinnumaður á Jófríðarstöðum hjá Þorvarði Þorvarðssyni, en þar var ég aðeins í eitt ár. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem ég lærði trésmíði hjá Bjarna Símon- arsyni húsasmið. Þar kynntist ég konunni minni og giftum við okkur árið 1923. Það var nóg að gera í trésmíðaiðninni — þó tók ég ekki að mér nein meiriháttar verk til að byrja með heldur var í við- gerðum og ýmsu snatti. Við bjuggum í Reykjavík fyrstu árin og fluttum ekki hingað í Hafnir fyrr en 1933. Ég hafði þó unnið hér töluvert í bátaviðgerð- um og byggt hér 4 hús, þannig að við vorum vel kunnug hér áður en við fluttum hingað. Það mun hafa verið árið 1930 að ég smíðaði fyrsta áttæringinn minn, og var svo með hann héðan í 3 vertíðir — eina frá Kirkjuvogi og tvær héðan frá Merkinesi. Um það leyti dó hann Guðmundur sem bjó hér á Veturbænum og talaðist svo til milli mín og erfingjanna að ég fengi jörðina keypta. Bátasmíði — Var það ekki í töluvert mikið ráðist að byrja í bátasmíði? Jú, en það fór nú svo að þeir hafa líkað vel þessir bátar sem ég hef smíðað — þetta hafa verið blendingar af árabátum og vélbát- um, allir staðið sig vel held ég. Ég lærði aldrei skipasmíðar sérstak- lega en á Eyrarbakka voru miklir skipasmiðir eins og t.d. Steinn í Einarshöfn — og ég hafði þetta svona í blóðinu. Ég gerði mér far um að ná laginu hans Hallgríms á Kalastöðum á Stokkseyri — það voru úrvals skip sem hann smíð- aði. Annars hef ég farið mikið eftir því sem maður hefur fundið og séð. Ég tel mig hafa haft töluverða tilfinningu fyrir þessu, enda lagði ég mig fram um að glöggva mig á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.