Morgunblaðið - 12.08.1984, Side 32

Morgunblaðið - 12.08.1984, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON „Þ egar spurt er um kaup og kjör þá skiptir máli, hvort þjóðartekjur — það sem til skiptanna er — hafa vaxið um 16 til 17%ellegar minnk- að um 5%. Svo fráleitt sem það er að ráðast á lífskjör almennings f mesta góðæri, þegar þjóðartekjur hafa tekið stökk upp á við, þá get- ur á hinn bóginn verið með öllu óhjákvæmilegt að ieggja einhverj- ar byrðar á meginþorra þegnanna, þegar óviðráðanleg ytri áföll lækka skiptaverðmæti þjóðarteknanna. — Þetta verða menn m.a. að hafa í huga ef dæma á af einhverri sanngirni um efnahagsráðstafanir ríkisstjórna...“ Einhver kynni að halda að klausan hér að ofan sé höfð eftir talsmanni núverandi ríkis- stjórnar og fjalli um efnahags- ráðstafanir á líðandi stund. Svo er þó ekki. Þetta er kafli úr for- ystugrein Þjóðviljans, „mál- gagns sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar", 8. október 1982, þegar Alþýðubandalagið var enn í ríkisstjórn og krukkaði reglubundið í verðbætur launa á þriggja mánaða fresti. Þessi orð eru enn ekki tveggja ára gömul. Þau falla þó illa að þvi „hlut- verki" sem Þjóðviljinn leikur á líðandi stund. En tvískinnungur- inn hefur löngum kunnað vel við sig á þeim bæ. Fyrir réttum tveimur árum, eða 4. ágúst 1982, stóð Þjóðvilj- inn í því upp fyrir axlir og eina ferðina enn að undirbúa jarðveg fyrir verðbótaskerðingu launa. Þá er tíundað þvert yfir forsíðu að hætta sé á 3ja milljarða viðskiptahalla og 80% verðbólgu (sem raunar fór upp í 130% á fyrsta ársfjórðungi 1983). Orð- rétt segir í forsíðufrétt blaðsins: „Á fyrri hluta þessa árs nam vöruskiptahallinn við útlönd nær 900 milljónum króna, eða nær fjórðungi af öllum vöruút- flutningnum. Horfur eru á, að hallinn á vöruskiptajöfnuðinum verði á þessu ári ekki undir 5% af þjóðarframleiðslu ... Við þetta bætist verulegur halli á þjónustuviðskiptum, þannig að viðskiptahallinn á árinu stefnir nú í 9%. Frá áramótum til júni- loka versnaði gjaldeyrisstaða bankanna um 830 milljónir króna ... Án sérstakra ráðstaf- ana má búast við að viðskipta- hallinn verði einnig á bilinu 7—9% á næsta ári, og rýrnun „Þá var öldin önnur...“ Hér má líta þrjár forsíðufyrir- sagnir úr Þjóðviljanum frá árinu 1982, þegar Alþýðubandalagið var enn í ríkisstjórn og reiknaði „ytri áfoll“ í þjóðarbúskapnum til kjaraskerðingar. Þá settu ráðherrar flokksins upp lands- föðursvip út í þjóðfélagið. Nú er það ygglibrúnin sem gildir, enda er forystumönnum Alþýðu- bandalagsins kappsmál að kom- ast inn úr kuldanum, í velgju stjórnarráðsins og ráðherrasósí- alismans. ■ ..jjimiy, í / a ' j i > J / jr/ - •" * * ' tJLá zJ Miövikudagur 4. ágúst 1982 —174. Ibl. 47. árg. Dökkar horfur kynntar á fundi forsætisráðherra með samráðsaðilum í gær: „TUhæfulaus tllbdnlngur". tagðl Gunnar Thoroddsen á fundl meft fulltruum samtaka atvinnullfsins I Ráftherrabdstaftnum I gærmorgun um frett Morgunblaftsms sl. fösludag þar sem sagt var aft tillaga um al- gjört afnám verftbdta l septemher nk. og runnln vært undan rlfjum dr. Gunnart hefftt verift rædd I rlkisstjörnlnnl. Ljdsm. Tlmtnn. GE. Hætta á 3 mUjörðum í við- skiptahalla og 80% verðbólgu Lækkun þjóðartekna 5-6% — Raunminnkun kaupmáttar 3-4% Víðtækar ráðstafanir Vörn gegn atvinnu- leysi, viðskiptahalla yiri Þjóðhagsspá, sem forsaetisráðherra i ietur lagt fram á Alþingi, og unnin er af Þjóð- hagsstofnun, kemur fram að gert er ráð fyrir, að þjóðartekjur á mann minnki um 5% á þessu ári og síðan ennumrösklega4% á naestaári.eða samtals um 9% á tveimur árum. Til saman- burðar er vert að geta þess, að síðast þegar þjóðartekjur okkar lækkuðu svo nokkru nemur, sem var árið 1975 um 7% á mann, þá hækkuðu þær strax aftur næsta ár um 5%. . . . 9% samdráttur þjóðartekua Með landsföðursvip eða ygglibrún: Alþýðubandalag inn- an stjórnar og utan viðskiptakjara getur enn aukið hallann...“ Alþýðubandalagið, sem sat í ríkisstjórn 1982, átti ráð undir rifi hverju gegn vaxandi við- skiptahalla og erlendri skulda- söfnun, sem þá þegar kostaði i greiðslubyrði yfir 20% útflutn- ingstekna. Nauðsynlegt var að bregðast við af festu, ef ekki átti að skapast „pólskt ástand“ á Is- landi, eins og formaður þess mun hafa komizt að orði. Og festan fólst m.a. í skerðingu kaupmáttar, helmingun verð- bóta á laun. Það átti að kljást við viðskiptahallann um kaupmátt- inn. „Helmingun verðbóta á sér stað 1. desember og gæti orðið sem nemur 8%,“ segir Þjóðvilj- inn er hann kunngerir viðbrögð við 5—6% lækkun þjóðartekna. Skömmu síðar setti Alþýðu- bandalagið fram huglhyndina um fjögurra ára neyðaráætlun, hvorki meira né minna, vegna „ytri áfalla“. Síðan árið 1981, er undirbún- ingur hófst að neyðaráætlun I Alþýðubandalaginu, hafa marg- háttuð „ytri áföll“ bætzt þjóðar- búinu: • Þorskafli, sem var yfir 450 þúsund tonn 1981, verður innan við 250 þúsund tonn 1984. • Útflutningsframleiðsla er tal- in hafa minnkað um 11,3% 1982 og 3,3% til viðbótar 1983. Sam- kvæmt spám verður útflutnings- framleiðsla 1984 7% minni en 1981. • Verðþróun útflutningsvöru hefur verið óhagstæð. Verð hef- ur farið lækkandi á freðfiski í Bandaríkjunum. Verð á óverkuð- um saltfiski var fjórðungi lægra í dollurum í lok árs 1983 en 1981. Verðfall hefur einnig orðið á rækju, hörpudiski, fiskimjöli og lýsi. • Aflasamdráttur og verðfall sjávarafurða hafa enn skekkt rekstrarstöðu fyrirtækja í sjáv- arútvegi, einkum útgerðar. • Þjóðhagsstofnun spáir óhagstæðum viðskiptajöfnuði 1984 sem svarar 2.560 m.kr., eða sem nemur 7,5% af útflutnings- tekjum og nær 4% af þjóðar- framleiðslu. • Erlendar skuldir teljast um 60% af þjóðarframieiðslu. Greiðslubyrði þeirra etur upp 23—25% af útflutningstekjum. • Þjóðarframleiðsla hefur rýrn- að um 12—14% á þremur árum. • Ríkissjóður stefnir I 1.000 m.kr. rekstrarhalla 1984. Fyrir tveimur árum staðhæfði Þjóðviljinn í forystugrein, að það gæti verið með öllu óhjá- kvæmilegt, þegar óviðráðanleg ytri áföll lækka skiptaverðmæti þjóðarteknanna, eins og blaðið komst að orði, að leggja byrðar á allan þorra fólks. Þá sat Alþýðu- bandalagið I ríkisstjórn. Ráð- herrar þess settu upp landsföð- ursvip út I þjóðfélagið. Vandinn hefur vaxið á ýmsan hátt síðan, þó sigrar hafi einnig unnizt, ekki sízt í hjöðnun verðbólgu og góðu atvinnustigi. Það heyrist þó ann- að hljóð úr horni Alþýðubanda- lagsins en á valdaárum þess. Þjóðmálin horfa öðru vísi við séð úr stjórnarandstöðu en úr stjórnarráði! í þinghléi eru forystumenn flokka á faraldsfæti, inn til dala og út til nesja. Það heyrir til að heilsa upp á „háttvirta kjósend- ur“. Það er af hinu góða, jafnvel þótt sömu mennirnir lýsi sömu eða svipuðum hlutum á gjörólík- an hátt, eftir því hvort þeir eru inni í hitanum eða úti í kuldan- um, pólitískt séð. Það gæti verið skondið að klippa saman filmubúta í sjón- varpinu, þar sem forystumenn Alþýðubandalagsins setja ann- arsvegar upp landsföðursvip en hinsvegar á sig ygglibrún ófriðar í þjóðfélaginu. Sýna mætti árangurinn I þættinum: Úr grínmyndasafni sjónvarpsins. Stefin Friðbjarnarson er þing- tréttaritari Morgunbiadsins og skrifar að staðaldri um stjórnmál í blaðið. Bandaríska skipið Northwind að störfum. Skipið verður til sýnis næstkomandi þriðjudag og miðvikudag. Verður til sýnis í Sundahöfninni US CGG Northwind, ísbrjótur og haf- rannsóknaskip bandarísku strandgæsl- unnar, er að koma úr rannsóknaleið- angri á norðurslóðum og mun dvelja hér dagana 13.—17. ágúst til að hvíla áhöfn og einnig til að skipuleggja næsta rann- sóknaleiðangur. Þetta kemur fram í frétt sem Mbl. hefur borist frá Menningarstofnun Bandaríkjanna þar sem ennfremur segir að á meðan skipið dvelji hér, verði reynt að finna tækifæri fyrir áhafnarmeðlimi að keppa við tslensk íþróttalið í knattspyrnu og körfubolta. Yfirmaður skipsins er W. A. Castre, flotaforingi, og eru á skipinu 21 yfir- maður og 165 sjóliðar. Helsta verkefni skipsins er að vera ísbrjótur, en það hefur einnig verið notað til alhliða rannsóknaverkefna á norðurslóðum og á suðurheimskaut- inu. Skipið verður til sýnis fyrir almenn- ing við Sundahöfnina í Reykjavík þriðjudaginn 14. ágúst og miðvikudag- inn 15. ágúst milli kl. 14 og 16 báða dagana. Heimahöfn Northwind er Wilm- ington I Norður-Karólínu, en skipið hefur komið nokkrum sinnum áður til Reykjavíkur. Hefurðu PLÁSS fyrir þennan? æfingabekkur í heimahús Verö aðeins kr. 13.224 ÍL 1 & r utiuf Glæsibæ, sími 82922.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.