Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 Þetta er kjaradeila — ekki stjórnmálabarátta — segir Margrét S. Einarsdóttir í samtali við Mbl. um deilu BSRB og ríkisins „Fjöidi fólks heldur því fram um þesnar mundir að verkfall BSRB snúist um það að koma ríkisstjórninni frá. Það er ekki mitt mat. Þetta er kjaradeila fyrst og fremst. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem í þessari baráttu standa eru raeð það eitt í huga að fá kjör sín bætt, fá leiðréttan þann mismun sem orðinn er á kjörum starfsmanna BSRB og ýmissa annarra stétta þjóðfélagsins. Þetta er barátta fólks fyrir launum sem geri því kleift að láta enda ná saman. Hitt er annað mál, að þessi deila hefur einkennst af mikilli hörku og af þeim sökum spunnið utan um sig ýmislegan óþverra," svaraði Margrét S. Einarsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags íslands, þeirri spurningu blaðamanns, hvort hún teldi að deila BSRB og ríkisins væri að einhverju leyti af stjórnmálalegum toga spunn- in. Blm. Morgunblaðsins ræddi við Margréti í gær um afstöðu hennar til yfirstandandi kjaradeilu, en hún situr í samninganefnd BSRB fyrir hönd sjúkraliða. „BSRB er gífurlega fjölmennt félag og innan vébanda þess er fólk úr öllum stjórnmálaflokk- um; félagið er að því leyti speg- ilmynd af þjóðfélaginu. Og það segir sig alveg sjálft, að ef það væri vilji meirihluta starfs- manna BSRB að fella ríkis- stjórnina, þá væri stjórnar- mynstrið í dag annað en það er,“ sagði Margrét ennfremur. — Ýmsum finnst krafa BSRB um 30% hækkun launa nokkuð óraunhæf, Margrét, þar eð hún hljóti að leiða til bullandi verð- bólgu nái hún fram að ganga. Hvað viltu segja um það? „Það er rétt, að mörgum finnst þetta vera óraunhæfar kröfur þegar þeir heyra töluna 30%. En fólk má ekki falla í þá gryfju að einblína á prósentuhækkunina eina saman. Menn verða að hafa það í huga að þessi prósenta er lögð ofan á mjög lág laun, þann- ig að hækkunin í krónum talin er síður en svo óraunhæf. Grunn- laun sjúkraliða eru til dæmis á bilinu frá tæpum 12.800 krónum á mánuði til rúmra 18.000. Þrjá- tíu prósent ofan á slík laun getur varla talist óraunhæf krafa. Sjálf er ég sannfærð um að kaupkröfur BSRB eru á rökum reistar og styð þær eindregið, enda tel ég að ekkert minna en 25% hækkun dugi til að ná upp þeim kaupmætti sem var fyrir ári síðan. Varðandi það hvort slík hækk- un hljóti að leiða til mikillar verðbólgu, tel ég að svo þurfi alls ekki að vera. Það er hægt að mæta þessu með að verulegu leyti með tilfærslu á fjármun- um.“ — En hvað með kröfur BSRB um verðtryggingu? Eru það Margrét S. Einarsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands. raunhæfar kröfur? „Mál málanna er verðtrygg- ingin. Það er eina leiðin til að tryggja að það sem fæst út úr samningunum rjúki ekki út í veður og vind strax daginn eftir undirskrift. Mín skoðun er sú, að það sé algerlega út í hött að semja um prósentuhækkun án þess að jafnframt sé tryggt að verðlag haldist stöðugt og til lækkunar opinberra gjalda komi að einhverju marki.“ — En er raunhæft að fara bæði fram á háa prósentuhækk- un og verðtryggingu í einhverju formi? „Samningamálin eru á við- kvæmu stigi og ég get ekki svar- að þessari spurningu eins og sakir standa.“ — Þessi deila er nú orðin nokkuð langvinn og hörð, telur þú að hinn almenni félgsmaður BSRB þoli mikið lengra verk- fall? „Auðvitað er orðið mjög þröngt í búi hjá mörgum, Það segir sig sjálft. Og það stafar meðal annars af þeirri óþarfa hörku stjórnvalda að greiða ekki laun fyrir októbermánuð. En eins og staðan er nú held ég að fólk gefist ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Það vill fá eitt- hvað raunhæft út úr verkfallinu, ekki eintóma prósentuhækkun sem strax gufar upp. Það er mín tilfinning að baráttuandinn sé alls ekki að dvína.“ — Hefði verið hægt að af- stýra þessu verkfalli? „Ég er þeirrar skoðunar. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að ýta vandanum á undan sér og ég tel, að ef ríkisstjórnin hefði gripið í taumana fyrr og af fullri alvöru hefði verið hægt að af- stýra verkfalli. Stjórnvöld hafa gert góða hluti, þeim hefur tekist að ná verðbólgunni niður og unnið markvisst að því að rétta hlut ríkisins gagnvart erlendum skuldum. Það var fólkið í iand- inu sem gerði þetta kleift með því að taka á sig þunga byrði. Ég held að ríkisstjórnin hafi ein- faldlega ekki gert sér grein fyrir því hve þung þessi byrði var orð- in og því tekið of seint við sér. Þó tel ég að formaður Sjálf- stæðisflokksins hafi margvarað við ástandinu í vetur og vor og hvatt til þess að ný markmið yrðu tekin upp við stjórn efna- hagsmála. Það voru mistök að hann skyldi ekki taka sæti í rík- isstjórninni." — Nú hefur ýmislegt gerst í þessu verkfalli BSRB. Hvaða lærdóm telur þú að megi draga af þessum kjaradeilum? „Það er kannski of snemmt að fara út í þá sálma nú, en það er ljóst að ýmislegt þarf að ræða rækilega þegar kyrrð kemst á að nýju og þá ekki síst sjálfa upp- byggingu BSRB.“ — Eins og hvað? „Ég held til dæmis að það sé óæskilegt að einstök sveitarfélög hafa sjálfstæðan samningsrétt að fullu og öllu nema að til komi aðrar breytingar á samtökunum. Það veikir samningsstöðu heild- arsamtakanna." — Hver verður niðurstaðan af þessum kjaradeilum? Viltu spá einhverju? „Ég vil engu spá, enda er ég ekki í aðstöðu til þess. En eitt er ég sannfærð um og það er að við lifum í góðu landi og ættum öll að geta haft til hnífs og skeiðar og vel það. En ef sú staða er nú að koma upp að stórir hópar manna lifa í sárri fátækt, þá hefur eitthvað orðið útundan á stjórnarsetrinu. Það hefur lengi verið yfirlýst stefna Sjálfstæðisflokksins að dagvinnutekjur einstaklings eigi að nægja til að framfleyta með- alfjöldskyldu. Það mættu sjálf- stæðismenn hafa hugfast og vinna að því að hrinda þeirri stefnu í framkvæmd," sagði Margrét S. Einarsdóttir. Alþjóðanugvöllurinn í Orlando í Flórída. Orlando-flug Flug- hefst í Kaupmannasamtök Islands: Verzlunin býr ekki við óeðlilega góða afkomu ÁÆTLUNARFLUG Flugleiða milli Lúxemborgar og Orlando í Flórída hefst ■ dag. í vetur verður ein ferð í viku milli þessara staða og hafa bók- anir verið mjög góðar. Flugleiðir eru fyrsta áætlunarfé- lagið sem tekur upp beinar ferðir milli Evrópu og Orlando og hafa yfirvöld og íbúar Orlando sýnt þessu flugi mikinn áhuga. Fleiri flugfélög hafa áhuga á ferðum milli Evrópu og Orlando og mun British Airways hefja flug milli Orlando og Lundúna í aprílmánuði 1985. Orlando er stöðugt að saxa á vinsældir Miami Beach enda er hinn heimsfrægi skemmtigarður Walt Disney World í Orlando, sem og EPCOT og stutt er á baðstrend- ur við Mexíkóflóann. Orlando er fimmti áfangastaður Flugleiða i Bandarikjunum, en hinir eru New York, Chicago, Washington og Detroit. Hafa Flugleiðir þar með fleiri áfangastaði í USA en ýmis stór og þekkt evrópsk flugfélög svo sem SAS, Finnair, Air France og Swissair. Til Orlando-flugsins eru notaðar DC 8-63-þotur Flugleiða, sem taka 249 farþega. Flugleiðir hafa auglýst f Flórída skíðaferðir til Austurrfkis og hafa undirtektir verið mjög góðar. Flýgur fólk þá með Flugleiðum til Lúxemborgar og fer svo þaðan áfram til Austurríkis. MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi ályktun frá fram- kvæmdastjórn Kaupirannasairtaka íslands, þar sem varað er við þeim málflutningi að verzlun búi nú við betri afkomu en eðlilegt gæti talist: „Framkvæmdastjórn Kaup- mannasamtaka íslands varar við þeim málflutningi, að verslun í landinu búi nú við betri afkomu en eðlilegt geti talist. Óðaverðbólga og efnahags- óstjórn, sem staðið hefur á annan áratug, hefur leikið verslunar- fyrirtæki í landinu hart eins og aðra atvinnustarfsemi. Þegar nú rofar til í stjórn efna- hagsmála, hafa ráðstöfunartekjur þorra heimila skerst. Slíkt gerist ekki, án þess verði vart í verslun. Þegar litið er til nálægra þjóða, þar sem blómleg verslun og fjöl- breytt vöruúrval teljast sjálf- sagðir hlutir, sést best að það er ekki í þágu hagsmuna lands- manna að vöruframboð í landinu sé ófullnægjandi. Á tímum mikilla ferðalaga landa milli er það ekki í þjóðarþágu að skera versluninni svo þröngan stakk, að hún fái ekki rækt það verkefni að bjóða fjöl- breytt vöruúrval við hagstæðu verði. Framkvæmdastjórn Kaup- mannasamtaka íslands hvetur til skilnings á mikilvægi verslunar og mótmælir eindregið árásum á þessa atvinnugrein. Samþykkt á framkvæmda- stjórnarfundi í Kaupmanna- samtökum íslands 17. október 1984.“ Þulir breyta í SÍÐASTA mánuði kom það til kasta útvarpsráðs að hlýða á og ræða um það hvernig tveir útvarpsþulir fóru með efni sem sent var út á öldum Ijósvakans og unnið var af öðrum en þeim. Var þar annars vegar um mogunleikfími Jónínu Benediktsdóttur að ræða og hins vegar frétt eftir Atla Steinarsson. Samkvæmt upplýsingum sem blm. Morgunblaðsins fékk hjá Magnúsi Erlendssyni, sem sat þennan útvarpsráðsfund, voru málsatvik í stórum dráttum sem hér segir. útvarpsefni Guðmundur Jónsson, fram- kvæmdastjóri útvarpsins, kvaddi sér hljóðs í upphafi fundarins og las upp bréf sem hann hafði sent Pétri Péturssyni þuli. í bréfinu var Pétur víttur harðlega fyrir að hafa upp á eindæmi hálfeyðilagt morgunleikfimiþátt Jónínu Bene- diktsdóttur einn morguninn, en þáttinn var búið að taka upp fyrirfram. „Pétri fellur ekki hljómlist sú sem Jónína velur við leikfimiþætti sína,“ sagði Guð- mundur Jónsson, og morgun einn, er Pétur hafði verið á þularvakt, setti hann aðra plötu á fóninn — yfirlék hljómlist Jónínu — I miðj- um þætti hennar og algjörlega án samráðs við hana. Utvarpsráðsmenn fengu síðan að hlýða á upptöku af fyrrnefnd- um þætti og undruðust flestir framkomu þularins. „En hneykslin voru ekki á enda,“ sagði Magnús Erlendsson. „Næst var dreift á fundinum af- riti af útvarpsfrétt sem unnin hafði verið og skrifuð af Atla Steinarssyni fréttamanni. Krotað hafði verið hér og þar I fréttina, og sums staðar heilum setningum sleppt. Upplýst var að þar hefði verið að verki Jón Múli Árnason þulur. Síðan hlýddu menn í for- undran á upptöku af lestri Jóns Múla á frétt þessari og gátu fæst- ir fundið að hér væri um sömu frétt að ræða og fréttamaðurinn hafði samið, svo mjög hafði þulur- inn Jón Múli breytt að eigin geð- þótta fréttinni. Bæði þessi mál eru í mínum huga enn ein stað- festing þess hve brýnt er að einok- un Ríkisútvarpsins verði hnekkt og ný útvarpslög hljóti samþykki Alþingis strax á næstu vikum,“ sagði Magnús Erlendsson, „annað sæmir ekki ef við viljum halda áfram að teljast til vestrænna lýðræðisríkja." - Fékk Jón Múli vítur líkt og Pétur Pétursson af forráða- mönnum útvarpsins? „Nei, ekki orð. Jón Múli Árna- son hefur hinsvegar margoft lýst því yfir að hann væri eldheitur kommúnisti. Ég tel það því íhug- unarefni fyrir hann og aðra þá sem tekið hafa járntjaldstrú kommúnismans, að örugglega mundu þulir í austantjaldslönd- unum, sem staðnir væru að þvi að breyta fréttum að eigin geðþótta, vart kemba hærurnar annars staðar en í Síberiu eða á geð- sjúkrahúsum að hætti þarlendra,“ sagði Magnús Erlendsson að lok- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.