Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 39
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 HVAD ER AD GERAST UM HELGINA? MYNDUST Arkitektafélag íslands: 15 ungir arkitektar Arkitektafélag íslands heldur um þessar mundir sýningu í húsi sínu, Ásmundarsal viö Freyjugötu, á lokaverkefnum 15 ungra arki- tekta, sem lokiö hafa námi frá ýmsum skólum í Evrópu og Amer- íku sl. 2 ár. Verkin eru bæði skipu- lagsverkefni og byggingarverkefni. Samhliöa sýningunni eru verkin kynnt og verður síðasta kynningar- og umræöukvöldiö í dag kl. 20.30. Sýningin er opin daglega frá kl. 13—22 út þennan mánuö. Listasafn Einars Jónssonar: Sýning í Safna- húsi og högg- myndagarði Listasafn Einars Jónssonar hef- ur nú veriö opnaö eftir endurbæt- ur. Safnahúsiö er opiö daglega, nema á mánudögum, frá kl. 13.30—16 og höggmyndagaröur- inn, sem í eru 24 eirafsteypur af verkum listamannsins, er opinn frá kl. 10—18. Kjarvalsstaðir: Sverrir Ólafsson Sverrir Ólafsson sýnir nú 33 verk, skúlptúra og veggmyndir, á Kjarvalsstöðum. Verkin eru unnin í stál, kopar og tré og eru öll unnin á þessu ári. Sverrir hefur tekiö þátt í samsýningum hér heima sem er- lendis, en síöast hélt hann einka- sýningu áriö 1978. Sýning hans er opin daglega frá kl. 14—22, en henni lýkur 4. nóvember. _ Katrín H. Ágústsdóttir Á Kjarvalsstööum stendur nú yf- ir sýning á verkum Katrínar H. Ágústsdóttur. Verkin eru unnin meö vatnslitum, en áöur hefur Katrín unniö í batik. Hún stundaöi nám viö Myndlista- og handiöa- skólann, handavinnudeild Kennaraskóla islands og Myndlist- arskólann í Reykjavík, auk þess sem hún hefur fariö í námsferðir til Danmerkur. Anna Ólafsdóttir Björnsson „BLIKUR" nefnist sýning sem Anna Ólafsdóttir Björnsson opnar á morgun í Listamiöstööinni. Á sýningunni eru 9 dúkristur, en þetta er fyrsta einkasýning önnu. Hún stundaöi nám við Myndlista- og hand- íöaskólann frá 1972—1974 og nám í teikningu viö Myndlistaskólann í Reykajvík áriö 1979 og í dúkristu áriö 1980. Sýning Önnu veröur opin daglega frá kl. 14—18 til 4. nóvember. LJóamynd/Ami Sobarg Gallerí íslensk List: Hafsteinn Austmann HAFSTEINN Austmann sýnir nú 24 nýjar vatnslitamyndir í Gallerí List aö Vesturgötu 17 í Reykjavík. Hafsteinn hefur haldiö fjölmargar einkasýningar og tekiö þátt í mörgum samsýningum. Sýning hans í Gallerí List er opin virka daga frá kl. 9—17 og um helgar frá kl. 14—18, en henni lýkur á sunnudag. LJóMTtyitd Ami SatMra Verk Ingibergs Magnússonar INGIBERG Magnússon opnar á morgun sýningu á 10 krítarmyndum í Listamiöstööinni viö Lækjartorg. Verk þessi kallar Ingiberg „Trjástúdíur“ og eru verkin öll unnin í Danmörku fyrir skömmu. Ingiberg stundaöi nám í Myndlista- og handíöaskóla Islands og hefur haldiö nokkrar einkasýningar, auk þess sem hann hefur tekiö þátt í samsýningum. Sýning Ingibergs er opin daglega frá kl. 14—18 til 4. nóvember. Ljównynd Ami Sabarg Smámyndir Gunnars Hjaltasonar GUNNAR Hjaltason, gullsmiöur, opnar á morgun sýningu á 16 vatnslita- og pennateikningum í Listamiöstööinni. Sýninguna nefnir hann „Smámyndir". Gunnar hefur stundaö nám í teikningu, auk þess sem hann er læröur gullsmiöur og hefur hann haldiö margar einkasýningar áöur og tekiö þátt í samsýningum. Sýning Gunnars veröur opin alla daga frá kl. 14—18 til 4. nóvember. Norræna húsið: Kjuregej Alexandra Kjuregej Alexandra Argunova opnar á morgun sýningu á verkum sínum í anddyri Norræna hússins. Kjuregej er fædd í Jakútíu í Síberíu og lagöi stund á söng og leiklistarnám í Ríkisleiklistarhá- skólanum í Moskvu. Hingaö til lands flutti Kjuregej áriö 1966 og hefur leikiö meö leikfélögum hér á landi og kennt áhugaleikhópum víöa um land. Hún heldur nú í fyrsta sinn sýningu á myndverktim sínum og eru þau unnin í efni (application). Sýning hennar stendur til 11. nóvember. Gallerí Borg: Svala Sigurleifsdóttir SVALA Sigurleifsdóttir sýnir nú litaöar Ijósmyndir og ætingar í Gall- erí Borg viö Austurvöll. Svala er fædd áriö 1950. Hún stundaöi nám í málun viö Myndlista- og handíðaskóla islands í þrjá vetur og framhaldsnám viö grafíkdeild Myndlistarakademíunnar í Ósló. Svala lauk BA-gráöu frá CWC Denver og MFA-gráöu frá Pratt Institute i New York nú í ár. Sýning Svölu í Galleri Borg stendur til næstkom- andi mánudags og er opin virka daga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18. Hafnarfjörður: Jónas Guðvarðsson Jónas Guövarösson opnar á morgun sýningu í Hafnarborg, Menningar- og listastofnun Hafn- arfjaröar aö Strandgötu 34. Á sýn- ingunni eru málverk og tré- skúlptúrar. Jónas hefur haldiö 7 einkasýningar og tekiö þátt í sam- sýningum hér á landi og erlendis. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14—19 til 11. nóvember. Gallerí Gangurinn: Samsýning 12 iistamanna í Gallerí Ganginum, Rekagranda 8, stendur yfir samsýning 12 íista- manna frá fjórum löndum og mun sýningin standa til nóvemberloka. Listamennirnir eru: Anslem Stald- er, Helmut Federle, Martin Disler, John M. Armleder og Klaudia Schiffle frá Sviss, Peter Anger- mann frá Þýskalandi, John van Slot frá Hollandi og Daöi Guö- björnsson, Tumi Magnússon, Árni Ingólfsson, Kristinn G. Haröarson og Helgi Þ. Friöjónsson frá íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.