Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 37 Róaa Pálmadóttir Venjulega ekki, en gerum þó undan- tekningu ef bústaöurínn er i leigu. Frúin segir okkur aö flest sé þaö ís- lenskt fjölskyldufólk, sem þar dvelji. Sagöist hún hafa tekiö þaö fram viö sumardvalargestina aö ekki mættu vera fleiri en 4—6 í bústaönum í senn, en oftast væru fleiri og væru þau ekkert ströng á því. Hvernig gengur fólkiö um? .Ég er yfirleitt ánægö meö umgengn- ina,“ segir Rósa. Hefur þú mikil afskipti af fólkinu? „Nei, ég hef ekki tíma til þess, því þaö er svo mikiö aö gera úti viö á sumrin, því ég er á vélunum á móti manni mín- um. En ég segi fólkinu aö þaö geti leitaö til mín ef eitthvaö er.“ Þiö hafiö haft eitthvaö af útlending- um hjá ykkur líka? „Ætli útlendingar hafi ekki veriö um einn fjóröu gestanna.“ Finnst þér einhver munur á íslensk- um og útlendum feröalöngum? „Útlendingarnir skoöa meira hérna í kring og eru því meira útiviö." Hvernig gengur jsér aö ræöa viö þá? „Ég get því miöur ekki talaö erlend tungumál, en maðurinn minn og 14 ára barnabarn geta talaö svolitla ensku,“ segir Rósa. Þaö er fallegt þarna í Fljótunum og ýmislegt hægt aö gera sér til dundurs. Meö bústaönum fylgir eitt veiöileyfi á sólarhring. Þá er hægt aö kaupa fleiri leyfi i Miklavatni aö Ketilási, sem er úti- bú Kaupfélags Skagfiröinga. Þar er bleikju aö fá. Margir fara líka í Sól- garóalaug, sem er skammt frá. Þá er hægt aö fá leigöa hesta aö Hraunum en aö sögn húsráöenda hefur veriö lítil ásókn í þá í sumar. Húsfreyjan aö Hraunum kvaö fólgna ákveöna tilbreytingu í aö hafa svo margt fólk í kringum sig auk þess sem af þessu hlytust nokkrar aukatekjur. „Viö leigjum bústaöinn á 4 þúsund krónur á sólarhring. En viö höfum kost- aö heilmiklu til, þannig aö viö erum ekki ennþá búin aö fá upp í þann kostnaö. Svo beinn hagnaöur er ennþá enginn." Telur þú, aó Feröaþjónusta bænda eigi framtíö fyrir sér? „Tvímælalaust og þaö er aö aukast aö bændur fari út í þessa aukabúgrein." Hjónin Helena Dejak og Vilhjálmur Ingi Arnason að Pétursborg í Glæsibæjarhreppi: Leggjum mikið upp úr persónulegu sambandi við gestina Frúin á Pétursborg, Helena Dejak, sem er júgóslavnesk aö uppruna, var nýkomin úr 10 daga bakpokaferöalagi kringum landiö, þegar okkur bar aö garöi. Haföi hún á ferö sinni gist á bæj- um, sem bjóöa gistingu eins og hún og maöur hennar, Vilhjálmur Ingi Árnason menntaskólakennari, hafa boöiö upp á undanfarin 2 ár að Pétursborg. En til Pétursborgar er fimm mínútna akstur frá Akureyri. Sagöist Helena vera mjög hrifin af þeirri gistiþjónustu sem hún kynntist á bæjunum. „Þaö mætti þó lengja feröamanna- tímabiliö,“ segir hún. „Venjulega byrja feröamennirnir aö koma til okkar um miöjan júní og síöustu gestirnir fara i lok ágúst. Til aö örva feröamenn til aö koma fyrir og eftir þennan tíma mætti auglýsa ódýrari þjónustu líkt og flugfó- lögin gera. Þaö væri til dæmis sniöugt fyrir íslenskar fjölskyldur aö skapa sér tilbreytingu meö því aö koma hingaö yfir vetrartímann og fara ef til vill á gönguskíöi, en hér eru víöa fallegar gönguleiöir. Fólkiö getur líka fariö upp i Hlíöarfjall, sem er hér skammt frá. Þá er hægt aö fara í sundlaugina aö Þelamörk eöa á hestbak hjá Reyni Hjartarsyni, sem er meö hestaleigu hér á næsta bæ. Svo er hægt aö sækja ýmsa skemmtan til Akureyrar eins og leikhús, veitinga- og skemmtistaöi. A haustin gæti fólk dvaliö í nokkra daga til aö fylgjast meö göngum og réttum, svo og sauöburöinum á vorin, en þetta á þá fremur viö um sveitaheim- ili, sem eru meö eínhvern búskap." Hafa íslendingar komiö í einhverjum mæli til ykkar í sumar? „Nei, mestur hluti okkar gesta er út- lendingar.“ Skýringin á þessu? „Ef til vill finnst þeim nálægöin viö fólkiö á heimilunum of mikil, þeir vilja vera út af fyrir sig. Svo er ég hrædd um aö þeir líti á íslensk sveitaheimili sem „second class“,“ segir Helena, „óttast jafnvel óþrifnaö." En viö höfum átt mjög góö samskipti viö Islendingana, sem hér hafa dvaliö. Viö leggjum mikið upp úr persónu- legu sambandi viö gesti okkar. Viö sitj- um gjarnan klukkutímum saman hérna uppi hjá okkur og ræöum málin viö gestina," segir Vilhjálmur Ingi. „Enda þótt þaö sé eldhús niöri þá víröist fólk kjósa þaö heldur aö boröa uppi hjá okkur, en yfirleitt eru útlend- ingarnir ekki með mat með sér. Ég reyni aó gefa þeim íslenskan mat. Viö erum með bát, sem við keyptum í vor og þaö er afar vinsælt aö róa hérna út á sjóinn og fiska í soöiö. Koma heim og matreiöa fiskinn glænýjan. Ég rækta líka mitt grænmeti sjálf og kaupi aldrei dósamat, því ég hugsa mik- iö um að fæöiö sé heilsusamlegt. Ég baka líka alls konar gróft brauö, en fólki finnst afar gott aö fá nýtt brauð," segir Helena. Já, þaö er óneitanlega gaman aö sitja í eldhúshorninu hjá þeim hjónum og ræöa um heima og geima, því þau eru vel að sér og skemmtileg. Þaö er iíka boöiö upp á heimabakaöa epla- böku og júgóslavneskt kaffi og te úr laufblööum, sem Helena og fjölskylda hennar hafa safnaö sjálf. „Auövitaö krefst þetta mikillar vinnu," segja þau, en verkaskipting milli þeirra hjóna er sú aö Helena sér aö mestu um heimilishaldiö en Vilhjálmur Ingi sér um aö fiska í matinn og vera fólkinu innan handar, ef þaö þarf aö fara eitthvert eða þarf aö gera því eitthvaö til dægrastyttingar. „Þetta er svo skemmtilegt aö þaö gefur mér aukakraft," segir húsmóöirin. Pétursborg er upprunalega gamall bær, sem þau hjón hafa standsett aö nýju á skemmtilegan hátt. Vllhjálmur Ingi hefur smíöaö flestar innréttlngar { Halana Dajak húsiö. Á veggjum heimilisins eru svo myndverk eftir Helenu, bæöi útsaums- verk, málverk og vefnaöur. Þau hjón leigja út 3 tveggja manna herbergi ásamt eldhúsi, setustofu, baöi sem er meö sturtu og er sér inngangur inn í þessar vistarverur. „Áöur en viö settumst hér aö vorum viö fararstjórar í Júgóslavíuferöum. En þaö er ekki hægt aö vera í því starfi meö tvö ung börn. Ég á erfitt meö að vera án félagsskapar," segir Helena, „svo fyrst ég gat ekki fariö til fólksins þá ákváöum viö aö fá þaö til okkar," segir Helena. Þaö er sama sagan á Pétursborg og öörum stööum, sem viö komum til, aö aösóknin hefur aukist mjög í sumar. Þau segjast einkum fá gesti sína í gegn um Hótel Varöborg á Akureyri, og frá Eddu-hótelunum og af veginum. Okkur finnst þó, aö þaö mætti vera betra samband á milli feróabænda og feröaskrifstofanna og hótelanna," segja þau. „Þaö þarf lika aö bjóöa upp á fjöl- þættari afþreyingu fyrir feröamenn. Þaö hefur til dæmis komiö til tals aö bjóöa upp á feröir á hraöbát út í eyjarnar hérna í kring. Viö útveguöum itala, sem dvaldi hjá okkur, slíka ferö til Flateyjar. Hann fór til aö skoöa og mynda fuglalíf- iö þar. Viö viljum gera sem mest fyrir fólkið og viljum aö þaö finni, aö viö erum ekki aö þessu bara vegna peninganna, viö viljum gefa líka. Viö lítum á okkur sem eins konar sendiherra þessa lands og leggjum okkur fram um að landkynn- ingin verði sem best. Viö förum meö fólkiö okkar á sjóstangaveiöi og í styttri og lengri skoöunarferöir, eins og aö Mývatni eöa annaö sem þaö þarf aö fara. Þaö komu til okkar Vestur-lslend- ingar í sumar, sem voru aö leita aö skyldfólki sínu hér á landi. Viö fundum út aö þaö átti rætur sínar aö rekja til bóndabæjar hér í sveitinni. Viö hringd- um á bæinn og spuröum, hvort viö mættum ekki koma meö fólkið í heim- sókn. Þetta vestur-íslenska fólk haföi mikinn áhuga á blómarækt og þaö kom í Ijós, aö skyldfólk þess á bænum átti sama áhugamál. Voru allir mjög ánægóir meö þessa samfundi. Viö fórum víöar meö fólkiö og eftir þessa ferö var þaö stórum fróöara um Vilhjálmur Ingi Árnaaon uppruna sinn og þau fóru glöö og ánægö heim til sin. Já, viö fáum oft skemmtilega gesti. I sumar komu til dæmis til okkar fatlaöur maöur ásamt eiginkonu sinni. Hann er bandarískur prófessor í mannfræöum viö háskólann i Los Angeles. Þessi maður, sem þjáist af vööva- rýrnun, hefur feröast um allan heim og er í heimsmetabók Guinness sem sá fatlaöi maöur, sem feröast hefur mest um heiminn, en hann hefur komiö til yflr 100 landa. Hann kom hingaö til aö fylgj- ast meö „karnivalnum" á Akureyri, en hans sérsviö í mannfræöinni er einmitt „karnivalar". Þegar hann kom til Pétursborgar uröu tröppurnar hér honum til hindrun- ar. Viö buöumst til aö bera hann upp tröppurnar en hann mátti ekki heyra þaö nefnt og vildi bjarga sér sjálfur. Hann skrifaöi í gestabókina okkar eitthvaö á þessa leiö: Sir Edmund Hlll- ary kleif Mount Everest en ég fór upp tröppurnar á Pétursborg"!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.