Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 Þegar ég var á leið til Magnúsar Þórs Jónssonar, alias Megas, í þeim erinda- j gjörðum aö taka við hann viðtal fyrir Morgunblaöið, rifjaðist upp fyrir mór aö eitt af því fyrsta sem ég vann fyrir dagblað var að | skrifa dóm um plötu hans „Á bleikum náttkjólum“ sem út kom 1977. Án þess dómurinn bæri mikilli pennafærni vitni, olli hann I talsverðri æsingu. Klapp og þakkir fékk ég svosem frá öörum Megasaraðdá- endum, en þó voru fleiri alveg klossbit og gáttaöir á unglingnum sem leyfði sér svo ófyrirleitna hyll- ingu á verkum þessa manns. Mér var kunnugt um að skömmum og upp- sögnum rigndi yfir Þjóö- viljann þar sem greinin birtist, henni voru fórnaðir | dálksentimetrar í a.m.k. þremur öörum blöðum, en I mest veöur gerði þó Morgunblaöið sem spand-1 eraði hluta sjálfs Reykja- víkurbréfsins undir vamm-1 ir og hæðni um þetta greinarkorn úr kommún- istablaöinu. Best að segja ekki meira um það; maður verður kjánalegur á svip- inn af aö hugsa um þá órannsakanlegu vegi sem leitt hafa til þess að nú borgar Mogginn mér ffyrir að útbúa breiðsíðuspjall við sama listamann og skelmi. Maöur heyröi aldrei sagt um Megas að hann væri bara ágætur, býsna glúrinn, efnispiltur, eða eitthvaö álíka hálfvelgju- hrós. Annaðhvort áttu menn ekki orð til að lýsa hrifningu sinni eða hneykslun. Ef það voru ekki textar hans, raddbeit- ing eða tónlist sem gekk fram af fólki, þá var það útlitið og lifnaðarhættir, enda var hann ansi nálægt því um nokkurt skeiö aö slá út marga fræga úti- gangsmenn sem litríkasti sukkari bæjarins. Og það var jafnvel svo að slarkið skelfdi okkur aðdáendur hans, sem gleyptum í okk- ur hverja nýja hljómplötu og settum okkur aldrei úr færi að komast á tónleik- ana sem hann hélt fjölda- marga á árunum ’72—’78. Einn af stærstu viðburö- unum var konsert í nóv- ember ’78 sem hljóöritaöur var og gefinn út á plötunni „Drög að sjálfsmoröi". En uppúr því hvarf Megas af sjónarsviðinu. Hann hætti ekki bara að sjást ráfandi á götunum með sitt fræga glott, hann hélt heldur ekki fleiri tónleika og síö- an þá hefur engin ný sóló- plata komið frá honum. Hann kvaddi algerlega sviðsljósiö, og þegar ég hringdi í hann fyrst í vor til aö ámálga við hann viðtal bað hann mig um að bíða með það, enn væri hann ekki tilbúinn að rjúfa þögnina. En núna er hann það semsé. Þá var eftir að finna tíma til að vinna í þessu spjalli, því að Magn- ús Þór er upptekinn maö- ur. Hann er fjölskyldufyr- irvinna og í allt sumar hef- ur hann unnið á eyrinni, oft fram á kvöld. Auk þess stundar hann myndlist- arnám, hann var að undir- búa fyrstu sólóhljómleik- ana í sex ár, þar að auki sýndist mér hann vera á kafi í félagsmálum. En tíma fundum viö, um kvöld og helgar, til að kompón- era þetta rabb. — Og fyrsta spurningin er hvort platan „Drög að ajólfsmorði“ hafi veriö hugsuð sem slútt af hans hálfu. — Nei, hún var ekki hugsuö sem neitt slíkt. Strax uppúr ’72 veröur til ákveöiö prógramm sem síðar fer aö kallast „Drög aö sjálfsmorði". Þetta er ákveðinn þráöur laga sem ég raöa upp og fer aö kalla þessu nafni. Seinna bættust örfá lög viö og þaö var alveg Ijóst aö þetta kæmist ekki fyrir nema á tvöföldu albúmi. Dobbúlalbúm tekur kannski 300 klukkutíma í stúdíói og þaö kostar einhver skelfileg ósköp, svo þaö er ekki auövelt aö selja útgef- endum slíkar hugmyndir. Meöfram er ég aö gefa út aörar plötur, en hef alltaf þetta dobbúlalbúm í bakhönd- inni. En þaö var ekki hugsaö sem neitt endanlegt. — Hvers vegna var það þá sem þú kvaddir sviðsljósíð og sjóbissn- essinn? — Þaö var ekkert annaö aö gera. Ég sagöi bara bless viö yfir- leitt allt sem ég haföi fengist viö. Eftir þessa tónleika í nóv. '78 geri ég ekki neitt af viti, er bara á fylleríi og einhverntíma hlaut þessu aö slútta. Og aö lokum er ég bara kominn inná stofnun, sem ég átti náttúrlega aö vera kominn inná fyrir löngu. Reyna aö horfast í augu viö hlutina einsog þeir voru, ekki einhverja ímyndaöa glansmynd af þeim. En ég tók enga ákvöröun um aö hætta í músík. Þaö bara dróst aö ég byrjaöi aftur. — Hvernig geröist það að þú lentir inná stofnun? — Vindurinn blés mér þangaö. Ég vaknaöi upp í djeilinu og þá kom tii mín fangavöröur sem sagöist þekkja af eigin raun aö hægt væri aö hætta aö drekka brennivín. Þaö hélt ég aö væri ekki hægt. Ég hélt aö brennivín fylgdi manni alla ævi. Og svo var ég aö ímynda mér aö ég væri ennþá aktívur í einhverju og ef ég hætti aö drekka brennivín þá myndi sú aksjón vera búin. Skil- uröu? Þjóösagan um listamanninn. En þarna var ég alveg búinn, þannig aö þegar þessi maöur i Hverfissteini bauöst einfaldlega til aö koma mér í meöferö þá þáöi ég þaö. Ég fór uppí Reykjadal, eftir aö hafa dúsaö í viku á tíunni inná Kleppi. Athugaöu þaö aö áöur haföi mér alltaf fundist þaö aö lenda á Kleppi vera alger endapúnktur. En þarna hefur eitthvaö gerst og mér finnst ekkert athugavert viö aö bíöa þar. Ég hugsaöi afskaplega lítiö i þessari meöferö. Ég kom þangaö kolruglaöur, búinn aö vera á víxl vímandi mig á amfetamíni og brennivíni, nonstop síöan í nóvem- ber. Þrjá mánuöi. Og náttúrlega miklu lengur þar á undan, bara ekki eins heví. Og um miöjan febrúar hugsa ég ekki margt. Fimmtíu kíló og afskaplega tæpur allur. Ég gengst bara inná þaö sem minir leiöbeinendur segja, aö ég sé ein- faldlega búinn meö kvótann. Sé mér lífiö kært, þá veröi ég aö stoppa. — Þannig að það var ekki part- ur af terapíunni að hætta í múafk? — Neineineinei. Þaö var enginn sem nefndi þaö. Eitt af þvi sem ég notaöi þegar ég var í þessu rugli öllu saman var þaö aö þótt einhver segöi aö ég væri aö drepa mig á þessu sukki, þá skipti þaö mig engu máli. Mér fannst betra aö hafa ævina stutta og göfuga, eins og einhversstaöar segir. En ( meöferðinni kynntist ég ýmsu fólki, misútbrunnu af eiturlyf jaátí og drykkju, og þá fer ég rólega aö feisa það aö ég verö aö breyta eitthvaö mínum aöferöum í tilverunni, vilji ég ekki brenna út sjálfur. Ég tók þá vondu áhættu aö lifa kannski af. Og ég gekkst alveg inná þaö meö brennivíniö, aö ég væri búinn aö klára þá deild. En ég var ennþá húkkaöur á aö spíttiö þyrfti ég aö nota sem hækju. Og út úr meöferö- inni kem ég meö þá hugmynd enn í koHinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.