Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 21 Afsögn Barzels áfall fyrir stjórnina í Bonn Bonn.25. október AP. RAINER Barzel, sem nú hefur sagt af sér sem forseti vesturþýzka sambandsþingsins, hefur um langt skeið verið í röð fremstu stjórn- málamanna í Bonn. Hann náði þó aldrei svo langt að komast til æðstu valda í Vestur-Þýzkalandi á 35 ára stjórnmálaferli sínum. Hann var kanslaraefni kristilegra demókrata (CDU/CSU) í þing- kosningunum 1972 og var þá tal- inn eiga mikla möguleika á að sigra í þeim kosningum. Raunin varð þó önnur og hann og flokkur hans biðu mikinn ósigur fyrir jafn- aðarmönnum undir forystu Willy Brandts. Árið þar á eftir sagði Barzel af sér bæði sem leiðtogi kristilegra demókrata og sem formaður þingflokks þeirra á Sambands- þinginu. Það bar síðan ekki mik- ið á honum í heilan áratug, á meðan CDU/CSU var í stjórnar- andstöðu. Er kristilegir demókratar komust aftur til valda haustið 1982, fór stjarna Barzels hækk- andi á nýjan leik. Hann var kos- inn forseti Sambandsþingsins í marz 1983, en sú staða jók bæði á virðingu hans sem stjórnmála- manns og gaf honum tækifæri til þess að hafa veruleg áhrif á stjórnarstefnuna. Barzel fæddist I borginni Braunsberg í Austur-Prússlandi, sem nú er hluti af Póllandi. Mestan hluta æsku sinnar dvald- ist hann þó í Berlín. Árið 1941, er veldi Adolfs Hitlers stóð sem hæst eftir skyndisigra í Póllandi og Vestur-Evrópu, gerðist Barz- el, sem þá var 17 ára gamall, sjálfboðaliði í þýzka flughernum og var þar, unz síðari heimstyrj- öldinni lauk. Var hann þá orðinn lautinant og hafði verið sæmdur járkrossinum, en starf hans i flughernum var einkum fótgið í kennslu í flugtækni. Eftir stríð lagði Barzel stund á hagfræði og lögfræði við háskól- ann í Köln og lauk þaðan dokt- orsprófi. Hann hóf síðan þátt- töku í stjórnmálum 1949 og gegndi fyrst stöðu sem fulltrúi í ráðuneyti því, sem fór með sam- þýzk málefni, fyrst í Frankfurt en siðan i Bonn. Hann gekk í kristilega demókrataflokkinn 1954 og varð þingmaður á Sam- bandsþinginu þremur árum síð- ar. Árið 1962, er hann var 38 ára gamall, varð hann ráðherra i stjórn Konrads Adenauers kanslara og fór þar með sam- þýzk málefni, það er þau mál- efni, sem varða samskipti Vestur-Þýzkalands og Austur- Þýzkalands. Árið 1964 varð Barzel leiðtogi þingflokks kristilegra demó- X krata á Sambandsþinginu og gegndi því embætti i 9 ár, en tók síðan við af Kurt Georg Kiesing- er sem leiðtogi kristilegra demó- krata 1971. Hann gerði síðan djarflega tilraun til þess að kom- ast til valda með því að bera fram vantrauststillögu á Willy Brandt og stjórn hans á Sam- bandsþinginu, sem litlu munaði að tækist. Barzel beið hins vegar mikinn ósigur fyrir Willy Brandt í bar- áttunni um kanslaraembættið í þingkosningum, sem fram fóru í nóvember 1972. Eftir þennan ósigur tókst honum ekki að varð- veita eininguna innan flokksins og varð að segja af sér bæði sem leiðtogi flokksins og formaður þingflokksins. Helmut Kohl tók síðan við sem leiðtogi kristilegra demó- krata, en fram að því hafði hann verið tiltölulega óþekktur sem stjórnmálamaður. Er Kohl varð kanslari við stjórnarskiptin i Vestur-Þýzkalandi 1982, óx veg- ur Barzels á ný og hann fékk sæti í hinni nýju stjórn sem ráð- herra fyrir samþýzk málefni. Vegur Barzels óx svo enn, er hann var kjörinn forseti Sam- bandsþingsins 29. marz 1983. Afsögn Barzels nú er vafalítið mikið áfall fyrir stjórn Helmuts Kohls kanslara, en Barzel er annar háttsetti embættismaður- inn í stjórn hans, sem neyðist til þess að segja af sér vegna Flick- málsins svonefnda. Áður hafði Otto Lambsdorff orðið að láta af embætti efnahagsmálaráðherra, eftir að honum hafði verið gefið að sök að taka við fé frá Flick- samsteypuni. Sudur-Kórea: Noregur: Yamani til viðræðna við norska ráðamenn — um olíumálefni Osló, 25. október. AP. AHMED Zaki Yami, olíu- ráðherra Saudi-Arabíu, mun eiga viðræður við norska embættismenn á föstudag, að því er tals- menn stjórnarinnar sögðu í dag. Lögregla leysir upp mótmæli námsmanna Seoul, 25. október. AP. Hópur námsmanna hróp- aði slagyrði gegn stjórn- völdum og söng mótmæla- söngva við mótmælaaðgerð- ir á lóð þjóðarháskólans í Seoul þrátt fyrir gífurlegan lögregluvörð. Kom eigi til átaka, en heimildir hermdu að lögregla hefði fjarlægt fjölda stúdenta. Rúmlega sexþúsund einkenn- is- og óeinkennisklæddir lög- regluþjónar fóru inn á lóð há- skólans að beiðni háskólayfir- valda, sem ekki treystu sér til að hemja ringulreið á háskólalóð- inni. í rúma viku hefur hópur námsmanna efnt til aðgerða til að mótmæla brottvikningu fyrr- um forsprakka sinna. Talið er að um 2.000 náms- menn hafi komið við sögu að- gerðanna, sem stóðu í h álfa aðra klukkustund, áður en lög- regla dreifði mannfjöldanum. Lögreglan hefur ekki blandað sér í aðgerðir stúdenta á skóla- lóð frá því í marz, er skólum var veitt aukið sjálfsforræði. Egil Helle, upplýsingafulltrúi olíu- og orkuráðuneytisins, sagði, að Yami kæmi til Noregs á fimmtudagskvöld. Á föstu- dagsmorgun ræddi hann við Kaare Kristiansen, ráðherra olíu- og orkumála, Arve John- sen, forstjóra Statoil, norska ríkisolíufélagsins, og Sven Stray, utanríkisráðherra. „Engin ákveðin dagskrá ligg- ur fyrir fundinum," sagði Helle, „en á föstudagskvöld verður ráðherrann gestur Kaare Will- Veður víöa um heim Amsterdam 13 skýiaó Aþena 25 heiOakirt Berlín 15 rigning Brussel 1« skýjaO Chicago 13 rigning Dublm 15 akýjað Frankturt 15 rigning Gent 20 skýjaO Helsinkí 6 rigning Hong Kong 27 heiöskírt Jerusalem 23 hetóskirt Kaupmannahöfn 12 rígning Lissabon 25 hsiðsklrt London 15 skýjað Los Angelas 27 hetóakirt Miamí 27 skýjað Montreai 11 hoiðskirt Moskva 13 skýjað New York 14 skýjað Ostó 9 rigning Paris 16 akýjað Pofcing 17 skýjað Rio de Janairo 29 akýjað Rómaborg 22 haiðskfrt Stokkhóimur vantar Sydney vantar TOkýó 20 tkýjað Vínarborg 15 j>oka och forsætisráðherra." N \ ' Veriö <©A® viobuin vetrinum Látið fagmenn okkar undirbúa bílinn fyrir veturinn. VETRARSKOÐUN INNIHELDUR: □ Sklpt um kerti og platínur, athugaöir kertaþræöir, kveikjulok og hamar. □ Forhitun athuguð og bensínsía endumýjuð. □ Stillt kveikja og blöndungur. □ Stillt reim á rafal. □ Loftsía athuguð. □ Mæld olía á vél. □ Mæld hleðsla og bætt á rafgeymi. □ ceymaskór athugaðir. □ stiilt kúpling. □ Athugað hvort leki sé á kæiikerfi. □ Frostlögur mæidur □ Rúðusprautur athugaðar og bætt á ef með þarf. □ Rúðuþurrkur athugaðar. □ Ljós athuguð og stillt. Gildir til 15. desember 1984 IhIHEKIAHF J Laugavegi 170-172 Sími 21240 Verð með sölusk.: Kr. 1.900 fyrir 4ra strokka vél Innifalið í verði: Kerti, platínur, bensínsía og rúðuvökvi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.