Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 42

Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 42
42______________ Iðnaðarráðherra: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 Leggur fram öll gögn um álviðræð- urnar fyrir Alþingi 4.—11. nóvember IÐNAÐARRÁÐHERRA, Sverrir Her- mannsson, mnn leggja fram fyrir Al- þingi öll gögn um samningaviðræður íslenskra stjórnvalda og Alusuisse, ekki síðar en i vikunni 4,—11. nóv- ember næstkomandi. Þetta kom fram í máli ráðherrans þegar hann svaraði 12 fyrirspurnum utan dagskrár frá Hjörleifi Guttormssyni, Alþýðu bandalagi. Ítrekaði ráðherra það ákvaeði samningsins að aðilar eru skuldbundnir til að birta ekki opin- berlega einstök atriði samningsins, nema báðir samþykki. Hjörleifur Guttormsson gagn- rýndi iðnaðarráðherra fyrir að hafa ekki látið stjórnarandstöðuna fylgjast með viðræðunum og síðar tók Sigriður Dúna Kristmunds- dóttir, Kvennalista, undir þessa gagnrýni. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, tók fram að hann hefði látið stjórnarandstöðuna fylgjast eins vel með og kostur var á, hins vegar játaði hann að hann treysti ekki stærsta stjórnarand- stöðuflokknum i þessu máli. samninga að því er skattareglur snertir, t.d. ákvæðum aðstoðar- samnings um að Alusuisse sjái ÍS- AL fyrir aðföngum á bestu fáan- legum kjörum. í svörum ráðherra kom fram að raforkuverð til álversins í Straumsvík í dag væri samkvæmt samningsdrögunum rétt undir 13 mills, eða 100% hærra en í fimm ára valdatíð Hjörleifs Guttorms- sonar í sæti iðnaðarráðherra. Á hinn bóginn er líklegt að meðalraf- orkuverð næstu fimm árin verði um 13,9 mills á verðlagi ársins 1984. Meðalraforkuverð, sem Alu- suisse greiðir vegna álbræðslu víðs vegar um heim, er 16,5 mills. Þá benti iðnaðarráðherra, Sverr- ir Hermannsson, á að frá 1. ágúst 1983 til jafnlengdar í ár hefði raf- orkuverð til innlendra notenda lækkað að raungildi um 15,7% og ef verðlagsforsendur fjárlaga halda er útlit fyrir að frá 1. ágúst 1984 til 1. ágúst 1985 lækki verðið um 23,5%. Greiðsluafkoma Lands- virkjunar verður hagstæð á næsta ári um 100 milljónir króna. Um ástæður þess að endurskoð- un á skattareglum hefur ekki verið framkvæmd samhliða samningum um hækkun raforkuverðs sagði ráðherra að orkuverðið væri mun þýðingarmeiri þáttur en hið fyrr- nefnda. Kjartan Jóhannsson, formaðui Alþýðuflokksins, átaldi iðnaðar- ráðherra fyrir þau vinnubrögð, sem höfð hafa verið. Opin umræða er líklegri til að skila árangri, og hefði verið ráðherra styrkur til að ná betri samningum. Gagnrýndi Kjartan Jóhannsson einnig að orkuverðið skuli ekki vera verðtryggt og að það skuli miðað við heimsmarkaðsverð á áli, en þar með tækju íslendingar hlutdeild í áhættu af rekstri verk- smiðjunnar, að mati Kjartans. Umsvif erlendra sendi- ráða verði takmörkuð Um skattsvikamál Alusuisse sagði iðnaðarráðherra að lögfræð- ingar beggja aðila væru að vinna að þvi að ná dómssátt. Þá svaraði hann neitandi spurningu Hjörleifs Guttormssonar um það hvort í núgildandi samningsdrögum hafi verið gefinn einhver ádráttur um breytta túlkun á ákvæðum gildandi LÖGÐ hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um takmörkun á um- svifum erlendra sendiráða hér á landi. Flutningsmaður, Hjörleifur Guttormsson, Alþýðubandalaginu, setti fram svipaða tillögu á síðasta þingi. I tillögunni er lagt til að ríkis- stjórninni verði falið að setja regl- Tilkynning frá Fiskveiða- sjóði íslands Umsóknir um lán á árinu 1985 og endurnýjun eldri umsókna Um lánveitingar úr Fiskveiöasjóöi íslands á árinu 1985 hefur eftirfarandi veriö ákveðið: 1. Vegna framkvæmda á fisk- iönaöi. Engin lán veröa veitt til byggingarfram- kvæmda nema hugsanleg viöbótarlán vegna bygginga, sem áöur hafa verið veitt lánsloforö til, eöa um sé aö ræöa sérstakar aöstæöur aö mati sjóösstjórnar. Eftir því sem fjármagn sjóösins þar meö taliö hagræöingarfé hrekkur til, veröur lánaö til véla, tækja og breytinga, sem hafa í för meö sér bætt gæöi og aukna framleiöni. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforö Fiskveiöasjóös liggur fyrir. 2. Vegna fiskiskipa. Eftir því sem fjármagn sjóösins hrekkur til veröur lánað til skipta á aflvél og til tækja- kaupa og endurbóta, ef taliö er nauösynlegt og hagkvæmt. Framkvæmdir skulu ekki hafn- ar fyrr en lánsloforö Fiskveiöasjóös liggur fyrir. 3. Endurnýjun umsókna. Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf aö endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánslof- orö hefur veriö veitt til. 4. Umsóknarfrestur. Umsóknarfrestur er til 15. desember 1984. 5. Almennt. Umsóknum um lán skal skila á þar til geröum eyöublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýs- ingum, sem þar er getið, aö öörum kosti verö- ur umsókn ekki tekin til greina (eyöublöö fást á skrifstofu Fiskveiðasjóös islands, Austur- stræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóöum utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest veröa ekki teknar til greina viö lánveitingar á árinu 1985, nema um sé aö ræöa ófyrirséð óhöpp. Reykjavík, 16. október 1984. Fiskveiöasjóöur íslands. ur um takmarkanir á umsvifum erlendra sendiráða á íslandi, með- al annars varðandi fjölda sendi- ráðsmanna og byggingu og kaup fasteigna. Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, sagði í umræðum um til- löguna, að hann væri sammála því að íslendingum bæri að fylgjast mjög grannt með stærð og umsvif- um sendiráða erlendra ríkja, eins og sjálfstæðismenn hefðu oftsinn- is bent á. Hins vegar sagðist utan- ríkisráðherra ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort setja ætti almenna reglu um þetta eða ekki. ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, varaði ein- dregið við hugmyndum Hjörleifs Guttormssonar, um að íslend- ingar færu að dæmi sovéskra stjórnvalda og takmörkuðu ferða- frelsi sendimanna þeirra á ís- landi. Benti ólafur á að vel mætti vera að áróðurslega væri Hjörleifi Guttormssyni nauðsyn að flytja tillögu sem þessa, þó hann efaðist um að flutningsmaður hefði hugs- að hana til enda. Þá tóku þingmennirnir Árni Johnsen og Guðrún Helgadóttir einnig til máls. Þingnefnd vegna rekstrarvanda í sjávarútvegi ÞINGMENN Alþýðubandalagsins hafa lagt fram tillögu til þingsályktun- ar um að kosin verði sjö manna þing- nefnd er skilgreini rekstrarvanda ís- lensks sjávarútvegs, safni saman upp- lýsingum og bendi á leiðir til úrbóta. Gert er ráð fyrir að nefndin geri samanburð á rekstrarskilyrðum út- gerðar og fiskvinnslu hér á landi og í samkeppnislöndum tslendinga. Þá á nefndin einnig að athuga skipulag veiða og vinnslu og koma með til- lögur um ráðstafanir, er tryggi eðli- legt samræmi milli afkastagetu út- gerðar og fiskvinnslu. Álit nefndarinnar á að liggja fyrir eigi síðar en við upphaf þings 1985. Frá Skíðaskólanum í Kerlingafjöllum. Kerlingafjalla- hátíð á Sögu Kerlingarfjailahátíð verður haldin í kvöld í Súlnasal Hótels Sögu og hefst hún með borðhaldi klukkan 19.00, en auk þess geta gestir komið að borðh- aldi loknu klukkan 21.00. Má gera ráð fyrir líflegu borð- haldi með söng og gríni, að því er segir í fréttatilkynningu frá skemmtinefnd. Auk þess verða skemmtiatriði og Kerlingarfjalla- söngvar að gömlum sið síðar um kvöldið og stiginn dans fram til klukkan 2.00 eftir miðnætti. Allir gamlir og nýir nemendur skíða- skólans og skíðafólk, svo og aðrir velunnarar skólans, eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. (Úr frétUtilkynninjfu) Kristín Ilalldórsdóttir Nýr þingflokks- formaður Kvenna- listans MORGUNBLAÐINU barst I gær fréttatilkynning frá þingflokki kvennalistans, þar sem tilkynnt var um nýjan þingflokksformann, Krist- ínu Halldórsdóttur. Þar segir: „Svo sem tilkynnt var í upphafi þessa kjörtímabils, munu þing- menn Kvennalistans skipta með sér formennsku þingflokksins, og hefur Kristín Halldórsdóttir nú tekið við því starfi af Guðrúnu Agnarsdóttur. Slík verkaskipting er í samræmi við hugmyndir og stefnu Kvennalistans um vald- dreifingu." Punktar frá bæjarstjórn Akureyrar Akureyri, 25. oklóber. Enn minnkar atvinnuleysi Á fundi bæjarstjórnar Ak- ureyrar á þriðjudag var lagt fram bréf frá vinnumiðlun- arskrifstofunni. Þar kemur fram, að 28. september sl. voru 83 skráðir atvinnulausir, 32 karlar og 28 konur, og að í mánuðinum voru skráðir 1193 heilir atvinnuleysisdagar, sem svarar til þess að 60 manns hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. Kjarasamningur samþykktur Bæjarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti á þriðjudag að- alkjarasamning milli Akur- eyrarkaupstaðar og Starfs- mannafélags Akureyrarkaup- staðar fyrir tímabilið 18. okt. 1984 til 31. des. 1985, með 10 samhljóða atkvæðum. Jón G. Sólnes (S) sat hjá við at- kvæðagreiðsluna. Fjármálafulltrúi segir upp Már Svavarsson, fjármála- fulltrúi Hitaveitu Akureyrar, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. sept. og óskaði jafnframt eftir því að upp- sagnarfrestur yrði styttur um einn mánuð. Stjórn Hitaveitu Akureyrar samþykkti það fyrir sitt leyti og verður stað- an nú auglýst laus til umsókn- ar. Nýr héraðsskjalavörður Aðalbjörg Sigmarsdóttir, sem verið hefur bókavörður ' 'ð Glerárskóla, hefur verið skípuð héraðsskjalavörður til eins árs frá 1. okt. sl. Áskorun til umferðarncfndar Umferðarnefnd Akureyrar barst nýlega undirskriftar- skjal frá 117 íbúum við Heiðarlund, þar sem þeir skora á umferðaryfirvöld að banna stöður stórra bíla á Skógarlundi, en þar munu nokkur brögð vera að því að slík tæki byrgi útsýn og valdi slysahættu. Umferðarnefnd taldi sig ekki geta orðið við er- indi íbúanna, en telur þó orðið tímabært að mörkuð sé stefna um stöður „vinnuvéla og stórra bifreiða" á götum í íbúðarhverfum. G.Berg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.