Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 Póllandsheimsókn Papandreuous lokið: Hétu að virða mannréttindi Varajá, 25. okláber. AP. ANDREAS Papandreou, forsætis- ráðherra Grikkja, lauk í dag þriggja daga heimsókn sinni í Póllandi. í ferðinni gagnrýndi hann ákaflega efnahagslegar refsiaðgerðir Vestur- veldanna gegn pólsku stjórninni en hvatti jafnframt til, að mannréttindi væru virt og réttur verkalýðsfélaga. Jaruzelski, hershöfðingi, kvaddi Papendreou á flugvellinum í Varsjá og um svipað leyti létu þeir frá sér fara sameiginlega yfirlýs- ingu þar sem segir, að stjórnir beggja þjóðanna séu andvígar efnahagslegum refsiaðgerðum í samskiptum þjóða og ennfremur heita þær því, gríska stjórnin og sú pólska, „að virða grundvallar- mannréttindi". í heimsókninni bauð Papandr- eou Jaruzelski að koma til sín í Aþenu og segir í yfirlýsingunni, að boðið hafi verið „þegið með þökk- um“. Tefur þyrluslysið friðarviðræðurnar? San Salvador, 25. október. AP. SKÆRULIÐAR vinstri manna í E! Salvador halda því fram, að þeir hafi skotið niður þyrlu stjórnarhersins, sem hrapaði á yfirráðasvæði þeirra í Joateca, um 200 km norðaustan við höfuðborg landsins. Fjórir háttsettir herforingjar og tíu aðrir létu lífið; átta hermenn, kaþólskur prestur og aðstoðarmaður hans. Yfirvöld halda því fram að bilun í vél þyrlunnar hafi valdið því, að hún hrapaði. Duarte, forseti E1 Salvador, sagði í gær, að atburður þessi mundi engin áhrif hafa á friðar- viðleitni stjórnvalda. Hann kvað aukin hernaðarumsvif skæruliða undanfarna daga og fullyrðingu þeirra um árás á þyrluna hins veg- ar benda til þess, að þeir hefðu ekki áhuga á því, að koma á friði í landinu. Embættismaður í utanríkis- ráðuneytinu í San Salvador, sem óskaði nafnleyndar, kvaðst telja líklegt að þyrlumálið yrði til þess að tefja fyrir friðarviðræðum. Du- arte segir aftur á móti, að þeim verði haldið áfram og Guillermo Ungo, helsti leiðtogi skæruliða, hefur tekið í sama streng. „Hvaða heimsvaldastefnu heyra þeir til, sem nú drottna yfir landslýðnum** spyr næstæðsti maður kirkjunnar f Nicaragua. Myndin var tekin á ársafmæli byltingarinnar. Biskup í Nicaragua: „Eftir blekkingarvímu og sársaukafull svik er Nicaragua víti til varnaðar“ Dönsk smáflugvél í Brædstrup á Suður-Jótlandi er verið að ljúka undirbúningi að fram- leiðslu aldanskrar smáflugvélar og styðja sveitarfélagið og peninga- stofnanir á staðnum framtakið. Reiknað er með, að framleiddar verði um 100 flugvélar á ári og mun starfsemin skapa nokkur ný atvinnu- tækifæri. Framleiðslu vélarinnar stjórnar Bent Nielsen, deildarverkfræðingur hjá Jósku tæknistofnuninni. Managua, 25. oklóber. AP. Einn af æðstu mönnum kaþólsku kirkjunnar í Nicaragua hefur gagnrýnt stjórn sandinista harðlega og segir hana beita ofbeldi og kúgun og virða í engu grundvallarmannréttindi. Að sögn bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar ABC er nú verið að skipa upp úr búlgörsku flutninga- skipi í höfninni í E1 Bluff í Nicar- agua og hefur hún það eftir ónafngreindum heimildamönnum, að í farminum séu m.a. fullkomnar orrustuþotur. Sagði ennfremur, að óvanaleg ströng gæsla væri um hafnarsvæðið. Sendiráð Nicaragua í Washington hefur látið frá sér fara sérstaka yfirlýsingu þar sem fullyrt er, að engar „MiG-orrustuþotur“ séu Ort vaxandi físk- stofnar við Noreg Hafrannsóknir gefa nú tilefni til vaxandi bjartsýni varðandi ástand fiskistofna við Noreg, er líður að lokum þessa áratugs. Ný skýrsla þykir staðfesta það, að þorsk-, ýsu- og loðnustofn fari nú ört vaxandi. Skýrði Arvid Hylen, yfirmaður þessara rannsókna frá þessu fyrir skömmu. Vöxtur ýmissa helztu fiski- stofna hefur fengizt staðfestur í rannsóknaleiðangri, sem fram fór nýlega á Barentshafi á veg- um Norðmanna og Rússa. Til- gangurinn með þessum leiðangri var að kanna, hvaða árangri hrygning síðustu ára hefði skilað af sér. Hrygning þorsks á þessu ári virðist lofa mjög góðu, en samt er of snemmt að segja til um, hvort árgangurinn nú verði stærri eða minni en árgangurinn frá í fyrra, sem var mjög stór. Á því leikur þó vart vafi, að nú hafa komið tvö mjög góð ár í röð, að því er varðar hrygningu þorsks og sama máli gegnir með tilliti til ýsu. Ungfiskurinn í Barentshafi býr þó við hættur á marga vegu, sem spillt gætu fyrir horfum á stórum fiskistofnum í lok þessa áratugs. Þar má einkum nefna rækjuveiðar, sem oft leiða til mikilla veiða á smáfiski. Rannsóknir á Barentshafi nú hafa einnig leitt í ljós, að vor- síldarstofninn við Noreg hefur stækkað verulega. Árgangurinn nú virðist þó ekki jafn stór og frá árinu 1983, en stofninn virð- ist þó greinilega hafa farið vax- andi tvö ár í röð, að því er haft er eftir Arvid Hylen. í búlgarska skipinu, og hefur það vakið nokkra athygli, því að ABC- stöðin minntist ekki á MiG-þotur í fréttinni. Pablo Antonio Vega, yfirmaður biskuparáðsins í Nicaragua og næst • æðsti yfirmaður kirkjunnar, segir í 16 síðna yfirlýsingu, að „eftir fimm ára blekkingavímu, byltingargoð- sagnir og sársaukafull svik er Nic- aragua öllu meginlandinu víti til varnaðar. Enn einu sinni hefur það sannast, að kreddukenningin og efn- ishyggjan stoða manninn ekki neitt. Þær eru aðeins tæki til að ná völd- unum og virða í engu grundvallar- mannréttindi." Vega sagði, að helsta slagorð sandinistastjórnarinnar, „völdin til verkamanna", væri hræsnisfull blekking. „Hvaða heimsvaldastefnu heyra þeir til, sem nú drottna yfir landslýðnum, ræna hann, fangelsa og kveða menn til vopna hvern einasta dag?“ spurði hann. 4.156 bandarískir ríkisborgarar fæddust á íslandi Wjwhinjpon, 22. október. AP. MILLJÓNIR bandarískra ríkisborg- ara fæddust þar alls ekki, enda hefur hin öra mannfjölgun í Bandarikjunum síðustu tvo áratugina ekki síst stafað af miklum fjölda innfiytjenda. í fyrstu komu þeir einkum frá Norður- og Vestur-Evrópu. Síðar komu þeir víðar að og nú orðið eru það einkum Mexíkóbúar sem flytjast búferlum þrátt fyrir strangt útlendingaeftirlit og hömlur sem settar hafa verið. Þrátt fyrir umræddar hömlur, fæddust 2.199.221 bandarískir ríkis- borgarar í Mexíkó. 849.384 fæddust í Þýskalandi, 842.859 fæddust í Kanada og 831.922 á Ítalíu. Næstu lönd eru dálitið á eftir, en þau eru Bretland, Kúba, Fiiippseyjar, Pól- land og Sovétríkin. 155 þjóðir eða lönd eiga fulltrúa í hinni miklu súpu þjóðarbrota sem í Bandarikj- unum búa, þar á meðal ísland, en ísland er í 99. sæti með 4.156 banda- ríska ríkisborgara fædda hér á landi. 27 af umræddum 155 ríkjum og löndum eiga fleiri en 100.000, en þau eru í réttri röð, Mexíkó, Þýska- land, Kanada, Italía, Bretland, Kúba, Filippseyjar, Pólland, Sov- étríkin, Kórea, Kína, Víetnam, Jap- an, Portúgal, Grikkland, Indland, írland, Jamaíka, Dóminikanska lýðveldið, Júgóslavía, Austurríki, Ungverjaland, Kólombía, íran, Frakkland, Tékkoslóvakía og Hol- land. Samkvæmt þessari könnun voru skráðir fæðingarstaðir 14.079.906 bandarískra ríkisborgara annars staðar en i Bandaríkjunum sjálfum. Þessar tölur eru þó ekki fyllilega tæmandi þar sem mikið er talið vera um Mexíkana í Bandaríkjun- um sem flust hafa þangað með ólöglegum hætti. Eitthvað mun vera um slíkt fólk af öðrum þjóð- ernum að auki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.