Morgunblaðið - 26.10.1984, Side 60

Morgunblaðið - 26.10.1984, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 Morgunblaðlð/Skatti. • Knattspyrnumaöur árains 1984, Erlingur Kristjánsson, meö styttuna sem nafnbótinni fylgir. Eiiingur kjörinn knattspymumaður Akureyrar 1984 — Hlynur Birgisson úr Þór markakóngur Erlingur Kristjánsson, lands- liösmaöur úr KA, var á dögun- um kjörinn knattspyrnumaöur ársins á Akureyri af knatt- spymuráöi bæjarins. Erlingur hlaut fagra styttu sem nafnbót- inni fylgir ( lokahófi knatt- spyrnuráösins í Félagsborg fyrir skömmu. Erlingur, sem er 22 ára, hlaut 56 stig af 80 mögulegum, Þórs- ararnir Óskar Gunnarsson og Halldór Askelsson uröu jafnir í 2.-3. sæti meö 38 stig. Stein- grímur Birgisson KA varö fjóröi og Jónas Róbertsson Þór fimmti. Alls voru 12 lelkmenn útnefnd- ir til titilsins en hver knattspyrnu- ráösmaöur tilnefnir 5 menn. Síö- an er kosiö úr þeim hópi. Þetta er tíunda árið sem knattspyrnumaöur Akureyrar er kjörinn. j lokahófi KRA var einnig krýndur markakóngur Akureyrar sem aö þessu sinni var Þórsarinn Hlynur Birgisson, leikmaöur 3. flokks. Aöeins eru teknir meö leikir í mótum á vegum KRA og skoraöi Hlynur 5 mörk í 3 leikj- um. 1,6 mörk aö meöaltaii í leik en annar í keppninni varö Guö- mundur Benediktsson, 6. flokki Þórs, meö 6 mörk í 4 leikjum. Þaö er 1,5 mark í leik. Þess má geta að Guömundur varö marka- kóngur Akureyrar í fyrra. í lokahófinu voru einnig veittir verölaunapeningar fyrir sigur í Akureyrarmóti. Þór sigraöi í 6., 5., 3. og 2. flokki. KA í meistara- flokki karla, meistaraflokki kvenna, 4. flokki og 1. flokki. • Hlynur Birgisson, markakóngur Akureyrar, meó bikarinn er hann hlaut til varóveislu. Essen sæti 1. TuSEM Essen hefur örugga forystu í vestur-þýsku 1. deildar- keppninni í handknattleik um þessar mundir. Handknattleiks- sérfræöingar í V-Þýskalandi segja aö Essen sé meó yfirburða- lið og spá liöinu sigri bæði í deildar- og bikarkeppninni. Alfreö Gíslason leikur meö liöi Essen og hefur gert þaö mjög gott þaö sem af er keppnistímabilinu. Hann er í góöri æfingu og hefur átt mjög góöa leiki, sterkur í vörn og sókn. Alfreö skoraöi um daginn sigurmark liösins er þaö lagöi hiö sterka lið Gummersbach að velli á útivelli og var þaö annaö tap Gummersbach á heimaveili siö- í efsta deildar astliöin fimm ár. Alfreö skoraöi þrjú mörk í leiknum sem endaöi 16—15 fyrir Essen. Staöan í 1. deild handknattleiksins í V-Þýska- landi eftir leiki síöustu helgar er nú þessi: TuSEM Essen 3 55:39 6:0 TV Qrossvallstadt 3 70:54 5:1 Grun-Weiss Dankersen 3 56:48 5:1 TV Huttenberg 3 69:64 4:2 MTSV Schwabing 3 54:53 4:2 Reinickendorter Fuchse 3 65:66 3:3 THWKiel 1 24:17 2:0 TuS Hofweier 2 38:35 2:2 VIL Gummersbach 3 58:59 2:4 Turu Dusseldorf 3 54:62 2:4 TuRa Bergkamen 2 36:41 1:3 TBV Lemgo 3 45:55 1:5 SG Wallau-Massenheim 3 38:51 1:5 SG Weiche-Handewitt 3 57:75 0:6 Dómaranefnd FIFA: Vill herða markmanns- regluna! ZOrich 25. októbw. AP. Nefnd á vegum FIFA, Alþjóða- knattapyrnusambandsins, til- kynnti hér í dag tillögur til að þrengja enn fjögurra skrefa reglu fyrir markmenn. Samkvæmt núgildandi reglum má markvöröur taka fjögur skref eftir aö hann hefur gripiö knöttinn. Til aö vinna pláss og tíma hefur þaö veriö mjög algengt aö mark- veröir stöövi knöttinn meö fótun- um og rúlli honum út í teiginn — eöa aö þeir kasta knettinum til samherja í teignum eftir aö hafa gripiö hann, og fá hann síöan aftur áöur en þeir sparka út. Til aö koma í veg fyrir síöara atriöiö leggur dómaranefnd FIFA til aö markvöröur geti aöeins handleikiö knöttinn í annaö sinn ef samherji sá er hann sendi til hafi veriö utan viö vítateig er hann sendi knöttinn til baka til mark- varöarins. Tillaga nefndarinnar veröur tek- in fyrir hjá reglugeröarnefnd FIFA, á fundi hennar 15. júní á næsta ári. Dómaranefndin ræddi einnig á fundi sínum í dag um fagnaöarlæti leikmanna eftir aö mark hefur ver- iö skoraö, en Norman Whiteside, Noröur-irlandi, og Uwe Rahn, Vestur-Þýskalandi, voru báöir bókaöir í landsleikjum nýlega vegna „öfgakenndra fagnaöar- láta*. Lokahóf knatt- spyrnudeildar Valsmanna Sunnudaginn 28. október nk. veröur haldiö lokahóf Knatt- spyrnudeildar Vals í Veitingahús- inu Y, Kópavogi, og hefst þaö kl. 15. Veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur til allra flokka deildarinnar. Nokkur stutt ávörp verða flutt og ýmislegt veröur til skemmtunar. Allir Valsmenn eru boönir vel- komnir í hófiö en sérstaklega eru leikmenn yngri flokka félagsins og foreldrar þeirra boönir velkomnir. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, setti nýja reglu fyrir úr- slitakeppni Evrópumóts landsliöa í Frakklandi í sumar, þar sem sagöi aö áminna skildi fyrir „öfgakennd fagnaðarlæti". Dómaranefndin gaf út eftirfar- andi yfirlýsingu um máliö í dag: „Það er skoðun nefndarinnar aö fagnaöarlæti þegar mark er skor- aö sé hluti leiksins og skuli aöeins áminna leikmenn ef slíkt gangi út i öfgar — t.d. ef ieikmenn klifri í grindum er skilja áhorfendastæöi frá leikvellinum eöa ieikmenn liös- ins er skorar komi niöurlægjandi fram viö andstæöinga sína.“ Noröur-írska og vestur-þýska knattspyrnusambandiö hafa bæöi kært þaö til FIFA, aö Whiteside og Rahn skuli hafa veriö áminntir. Forráöamenn sambandanna hafa bent á aö þaö hafi verið UEFA sem setti umræddar reglur — en FIFA sé mótshaldari leikja í heimsmeist- arakeppni. Kærur þjóöanna veröa teknar til umræöu á fundi 30. nóvember. Tjarnarhlaupið Minningarhlaup um Jóhannes Sæmundsson íþróttakennara vió Menntaskólann í Reykjavík fer fram sunnudaginn 28. okt. nk. og hefst klukkan 10. Keppt verður í boðhlaupssveitum, þar sem sigurvegurum veröa veitt verðlaun, og einstaklingsflokki, þar sem aöalatriöiö er aö vera meö og veröa verölaun í þeim flokki dregin út. Boöhlaupiö er í tveimur flokkum, skólaboöhlaup og opinn flokkur ætl- aöur félögum og almenningi. í karla- flokki eru 4ra manna sveitir en í kvennaflokki 3ja manna. Hlaupiö hefst í Tjarnargötu framan viö gömlu slökkvistööina og endar þar líka. Hver maður hleypur tæpa 2 km. Aö loknu hlaupi veröur boðiö upp á veitingar og verölaunaafhending veröur í sal Menntaskólans. Skráning i hlaupiö kostar ekkert og veröur kl. 9.00 sama dag og hlaupiö er, sunnudaginn 28. okt., í anddyri skólans viö Lækjargötu. Öllum er heimil þátttaka. (Fréttstilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.