Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 Köld er sjávar drífa Bókmenntír Erlendur Jónsson Árbók Slysavarnafélags íslands 1984. 207 bls. Reykjavík, 1984. Slysavarnafélag íslands »hefur frá upphafi talið það eitt höfuð verkefni sitt að vinna að örygg- ismálum sjómanna og beita sér fyrir hvers konar aðgerðum, sem líklegar væru til að auka öryggi á sjó og stuðla að björgun úr háska,« segir Haraldur Henrys- son, forseti félagsins, í greinar- gerð sem hann ritar um störf þess á liðnu ári. Það kemur heim við hugmyndir almennings um þetta fjölmenna félag, enda þótt það hafi í seinni tíð tekið að sinna slysavörnum á landi meðfram sínu upphaflega ætlunarhlutverki. Spyrja má hvort samtaka eins og Slysavarnafélags íslands sé lengur þörf eftir að ríkið gerðist svo umsvifamikið sem raun er orð- in og afskiptasamt um öll málefni þegnanna. Haraldur Henrysson svarar því og minnir á að jafnan verði »að treysta á sjálfboðaliða við leitar- og björgunarstörf og því engan veginn óeðlilegt að sam- tök þeirra, sem hafa öðlast mikla reynslu og þekkingu í skipulagi og stjórnun slíkra aðgerða, hafi þau störf með höpdum.* í Árbók Slysavarnafélagsins eru frásagnir af sjóslysum og björg- unum á liðnu ári; þar á meðal er sagt frá því er þýska skipið Kamp- en fórst hér við land. Er sú frá- sögn athyglisverð fyrir margra hluta sakir en þar virðist sem hvort tveggja hefði þurft að vera í betra lagi: skipið og dómgreind skipstjórans. Niðurstaða sjódóms var sú »að Kampen hefði ekki ver- ið sjófært og alls ekki átt að sigla úr höfn.« Forseti félagsins minnir á aðra þætti slysavarna í greinargerð sinni, t.d. á umferðarmálin. Niður- staða hans er meðal annars sú að verja þurfi meira fé til umferðar- fræðslu í skólum. Vafalaust er nokkuð til í því. En er þetta ekki orðinn kækur að biðja sífellt um meiri peninga til hvers og eins og kenna fjárskorti um ef illa fer. Æðimörg umferðarslys stafa af glannaskap, þjösnahætti og ábyrgðarleysi einstaklinga en alls ekki af því að slysavöldunum hafi ekki verið kenndar umferðarregl- urnar. Þetta veit hver maður og þarf enga rannsókn til. Vonandi kemur sú tíð að þeir, sem ábyrgð bera á slysavörnum, löggæslu og réttarfari, öðlist kjark til að horf- ast í augu við veruleikann og nefna hlutina sínum réttu nöfn- um. Að vísu má rekja orsakir sumra umferðarslysa til fáfræði öku- manna og annarra vegfarenda. Svo er t.d. um flest óhöpp sem út- lendingar verða fyrir á hálendi landsins. Haraldur Henrysson drepur á óbyggðaferðirnar og tel- ur ástæðu »til að hafa löggæslu á ýmsum stöðum í óbyggðum þar sem umferð er mest, til þess að fylgjast með málum.« Þetta eru orð í tíma töluð því ferðir útlend- inga um hálendið eiga eftir að stóraukast á næstu árum, ekki að- eins á bílum heldur einnig á bif- hjólum. Viðtöl hafa ekki verið meginefni Árbóka Slysavarnafélagsins hingað til en hér er þó eitt undir yfirskriftinni: „Stjörnurnar hurfu í skýin, en stjarnan mín hvarf aldrei" — skráð af Árna Johnsen. Sögumaður er Guðlaugur Frið- þórsson í Vestmannaeyjum. Kort fylgir þar sem sýnd er leið sú sem Guðlaugur synti til lands við Heimaey og síðan sú leið sem hann gekk eftir að landi var náð. Mikið hefur verið skrifað um af- rek Guðlaugs og verður lengi í minnum haft. Hér er sjálf frum- heimildin — frásögn hans sjálfs. Sundi Guðlaugs hefur meðal annars verið líkt við sund Grettis frá Drangey til lands. Þó það hafi verið nógu frækilegt eins og því er lýst í Grettis sögu hygg ég að flestir séu sammála um að Guð- laugur hafi ekki gerst eftirbátur Grettis — nema síður væri. Það leiðir svo aftur hugann að al- mennu heimildagildi fornra frá- sagna. Víst eru þær ýktar, margar hverjar, það liggur í eðli hverrar arfsagnar. En saga Guðlaugs er ekki ýkt. Og fróðlegt er að bera hana saman við frásagnir af forn- um afrekum, t.d. í íslendingasög- um. Eftir að Guðlaugur rakti sögu sína urðu miklar umræður um björgunartækni á íslenskum fiski- skipum, einkum um sjálfvirkan sleppibúnað björgunarbáta. Hannes Þ. Hafstein upplýsir að forsvarsmenn Slysavarnafélags- ins hafi kynnt sleppibúnað Sig- munds erlendis og hafi þessi ís- lenska uppfinning vakið verð- skuldaða athygli. Miklu fleira er í þessari árbók, bæði frá félagsdeildum og ein- staklingum sem komið hafa við sögu slysavarna á liðnum árum; einnig frásagnir af atburðum. Sýnilega eiga þeir, slysavarna- menn, erindi sem erfiði. Enn heyja þeir glímu sína við Ægi jafn- ótrauðir og þeir hugsjónamenn sem upphaflega stofnuðu Slysa- varnafélag íslands og blésu í það þeim lífsanda sem svo vel hefur enst. Þóra Friðriksdóttir og Sigurður Skúlason í hhitverkum sínum. Vafasöm lending Sigurður Sigurjónsson {hlutverki sínu. Leiklist Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið: Milli skinns og hörunds eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hljóðmynd: Gunnar Reynir Sveins- son. Lýsing: Páll Ragnarsson. Búningar: Anna Jóna Jónsdóttir. Leikmynd: Grétar Reynisson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. í umsögn um Milli skinns og hörunds (Mbl. 13.6. sl.), frumsýn- ingu þess á Listahátið, er m.a. komist svo að orði: Milli skinns og hörunds er sam- tímaleikrit, raunsæilegt að mestu, en gripið er til ýkjustíls á stöku stað. Verkið er tveir hlutar: Milli skinns og hörunds og Skakki turninn í Písa sem gerist tveimur árum síðar. Ennfremur segir i umsögninni: Vandamálaleikrit er að verða skammaryrði hjá mörgum, en fá eru þau leikrit sem ekki fjalla með einhverjum hætti um mann- leg vandamál. Ólafur Haukur hefur oft sent út á vandamála- bylgjulengd, en að þessu sinni gerir hann það á mjög kunnáttu- samlegan hátt, forðast að lenda i gildrum sem ýmsir höfundar hafa orðið fastir í. Milli skinns og hörunds er þroskað verk og ber þess merki að vera vel unnið af höfundi og leikstjóra. Hlutur leikstjóra er vitanlega stór, enda hefur Þórhallur Sigurðsson áður sýnt að hann kann að stuðla að heppnuðum sýningum. Það sem mér þykir einn helsti kostur Milli skinns og hörunds er fyndni verksins. Hér er enginn skopleikur á ferð, en gamansemin er ríkur þáttur. ósköp venjuleg samtöl um vinnu, menntun, mat, bíla öðlast líf vegna þess að þau eru í senn afhjúpandi fyrir per- sónur verksins og gædd notalegri kímni. Sýning Þjóðleikhússins í sept- ember er með öðrum hætti en á Listahátíð. Höfundurinn hefur bætt við þriðja þætti, Brimlend- ingu. í þessum þætti kynnumst við betur Böðvari, menntamanni úr alþýðustétt, misheppnuðu hjónabandi hans og skilnaði og tengdaforeldrunum Árna og Brynju. Því er lyst hvernig hann kynnist Guggu og hvernig ólíkur uppruni þeirra verður bæði til að sameina þau og sundra þeim. Brimlending er í dæmigerðum ýkjustíl, flestar persónur eins konar tákn. Það er helst að Gugga öðlist lif enda vel túlkuð af Eddu Heiðrúnu Backman. Sig- urður, faðir Böðvars, verður í þessum hluta algjör ófreskja, en sýnir þó óvænt nýja hlið á sér. Það er eins og dálítil von sé fólgin í samskiptum föður og sonar í þessum þætti. í Brimlendingu eru ýmsir góðir þræðir, en verkið í heild sinni græðir ekki nógu mikið á þeim. Einfaldar persónugerðir þeirra Árna og Brynju lýta verkið og Sigurður og Böðvar verða í raun of fyrirferðarmiklir, yfirgnæf- andi. Hér er það sem eitthvað brestur í annars athyglisverðu verki. Sú gerð sem Milli skinns og hörunds birtist í á Listahátið þykir mér lukkuð og tapaði ekki á endurnýjuðum kynnum. I_________Hvað ættum við að lesa | y | | áliðnu sumrí? texti JÓHAN.NA KRISTJÓNSDÓTTIR Nadime Gordiraer: The Late Bourg- eois World. Útg. Penguin. Sjónvarpsþættirnir gerðir eftir smásögum Nadime Gordimer, Sögur frá Suður-Afríku, vöktu án efa verulega athygli og ekki var síður fróðlegt viðtal sem var við höfundinn áður en sjónvarps- þættirnir hófu göngu sína. Na- dime Gordimer dregur upp myndir, segir sögu, hún kveður út af fyrir sig ekki upp neinn end- anlegan úrskurð í hefðbundnum skilningi. Þó velkist enginn les- andi hennar í vafa um skoðanir hennar. The Late Bourgeois World er ekki alveg ný af nálinni, en ekki lakari fyrir það. Hér segir frá Liz Van Den Sandt, hvítri stúlku, og sagan hefst á því að eiginmaður hennar fyrrverandi, Max, hefur drekkt sér. Max var uppreisnar- sinnaður, taldi sig hafa kommún- iskar skoðanir, sat í fangelsi fyrir ofbeldisaðgerðir og reyndist ekki hetja og sveik félaga sína. Liz hefur ekki að því er bezt verður séð haft afskipti af málum sem lúta að skiptum hvítra og svartra. En eftir að henni er færð fregnin um lát manns hennar, rifjar hún upp fortíð, sem hún taldi að væri Nadime Gordimer að mestu gleymd, og íhugar fram- tíð sem gerir til hennar kröfur, kröfur um að hún taki afstöðu og stefni ef til vili sjálfri sér í hættu. Þetta er vel sögð saga, á lægri nótunum kannski en áhrifamikil. Agatha Christie: Towards Zero. Útg. Fontana. Sögusviðið er oft svipað hjá Ag- öthu sálugu. Gestir safnast saman á einhverjum stað, venjulega ríkis- mannssetri. Það er spenna á milli gestanna, ekki alltaf ljóst af hverju sú spenna er tilkomin. Og síðan eru persónurnar leiddar fram á sjón- arsviðið og kynntar af höfundi og venjulega reynt að gera allar tor- tryKKilegar, því að hér á ábyggilega að fremja morð, en sumar eru tor- tryggilegri en aðrar og venjulega eru þær þá blásaklausar. Stundum kemur þó fyrir að Agatha leikur á lesandann, sem hefur reiknað þetta vísindalega út: Sá sem grunsamleg- astur er hlýtur að vera saklaus, sá sem lítur meinleysislega út er morðinginn. Þá snýr hún öllum út- reikningum á hvolf og sá grunsam- legasti reynist vera morðinginn eftir allt saman. Sem betur fer hef- ur það sjaldnast verið einhver sem lesandinn er látinn fá of mikið dá- læti á. Þessi bók, Towards Zero, sem kom fyrst út fyrir fjörutíu árum, er enn í fullu gildi sem Agöthu-bók. Formúlan er oftast nær hin sama og lýst var hér á undan. Samt held- ur hún lesanda spenntum, svo að stundum væri freistandi að kíkja aftar. Því að málið hjá henni er morðinginn sjálfur, umfram annað. Að vísu eru rökin alveg í veikasta lagi. En það gerir ekki neitt að ráði til. Aðalatriðið er að hér er ágætis afþreyingarsaga á ferðinni eins og fleiri Agöthu-bækur. Það er auðvit- að meginmálið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.