Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 Svört skýrsla um tann- heilsumál íslendinga Samin að loknu alþjóðaþingi yfirtannlækna í Helsingfors í ágúst — eftir Magnús R. Gíslason Svo virðist sem í íslendingum skemmist að jafnaði fleiri tenn- ur en í nokkurri annari þjóð í heiminum. Tvisvar sinnum fleiri en skemmast í hinum Norður- landaþjóðunum. Við notum þó álíka stóran hluta af opinberum útgjöldum til tannlæknisþjónustu og þær og stærri en t.d. Norðmenn. Jafnframt erum við 5. best setta þjóðin í heiminum hvað varðar fjölda tannlækna á íbúa. Höfum 1 tannlækni fyrir hverja 1.250 íbúa og verðum komnir með 1:1000 eins og hinar Norður-, landaþjóðirnar eftir 5 ár. Hvað er að hjá okkur? Við höldum að hægt sé að út- rýma tannskemmdum með því að gera við skemmdirnar. Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa aft- ur á móti Iagt aðal áhersluna á fyrirbyggjandi aðgerðir og sýnt fram á að hægt er með því móti að koma í veg fyrir tann- skemmdir. Danir nota t.d. aðeins 40% af opinberum útgjöldum sínum til tannlæknjnga í tannviðgerðir en 60% í fyrirbyggjandi aðgerðir, en við notum mestan hluta í tannfyllingar og gerviuppbygg- ingar og erfitt er að fá fjármuni í fyrirbyggjandi starf. Með þessu móti hefur Finnum tekist að fækka tannskemmdum um 47% á síðastliðnum 7 árum og einnig Norðmönnum á 9 ár- um. Helmingur finnskra barna á aldrinum 5—6 ára eru með enga skemmda eða viðgerða tönn. Við aftur á móti höldum áfram að setja í fleiri fyllingar og höldum að þar með sé vandinn Ieystur. Enda lítur þetta ekki svona illa út á yfirborðinu, því að með því að eyða sífellt meiri fjár- munum í tannviðgerðir og gervi- uppbyggingar hefur okkur tekist að koma í veg fyrir að skemmd- irnar sjáist of mikið og höfum þar með öðlast falska öryggis- kennd og sjálfsánægju. Stjórnmálamennirnir eru ánægðir því að þeim finnst þeir verja miklum fjármunum til tannlækninga. íbúarnir eru ánægðir því að þeir fá endur- greiddan hluta af útgjöldunum til tanniækninga og tannlækn- arnir eru ánægðir því að eftir- spurnin eftir vinnu þeirra er mikil og minnkar ekki. Við verðum strax að breyta um stefnu í þessu máli enda eina þjóðin í heiminum sem reynir að leysa tannheilsumál sín á þenn- an hátt. Leggja ber áherslu á eftirtalin atriði: 1. Láta þarf öll börn á skóla- skyldualdri skola tennur sín- ar með fluorupplausn hálfs- mánaðarlega. Athugasemd: Þetta hefur reynst áhrifaríkt á hinum Norðurlöndunum, enda ein- föld aðferð og ódýr. Hér hefur þessu verið komið víða á, fyrir tilstilli ráðuneytisins, en þó hefur það sumstaðar mætt mótspyrnu vegna hræðslu um aukin útgjöld og aukna vinnu fyrir starfsfólk skólanna. Einnig vegna þvermóðsku sumra lækna. Talið er að með þessari aðferð minnki tann- skemmdir um 25—50%. 2. Reyna verður að auka neyslu fluortaflna, aðallega meðal forskólabarna. Einnig þarf að stuðla að því að fluortöflur verði ekki reseptskyldar og fríar fyrir börn og unglinga á aldrinum 0—12 ára. Athugasemd: Hérlendis eru fluortöflur seldar sem hættu- leg og dýr munaðarvara. Hin- ar Norðurlandaþjóðirnar deila þeim aftur á móti frítt út til barna og unglinga. Reyna þær að auka sem mest reglulega neyslu þeirra. 40% norskra skólabarna neytir þeirra reglulega og í Finn- landi eru þær ekki resept- skyldar og fást endurgjalds- laust fyrir börn og unglinga á skólaskyldualdri. 3. Koma þarf á skipulegum skólatannlækningum um allt land og gera skoðun og eftirlit með tönnum skólabarna að skyldu. Athugasemd: Erfitt hefur reynst að koma á skipulegum skólatannlækningum, mest vegna hræðslu stjórna sveit- arfélaganna um aukin út- gjöld. Þetta er rangt sé litið til lengri tíma, því að viðgerð- irnar verða færri og minni séu tennur skólabarna skoð- aðar reglulega. Sl. haust var t.d. 20 skólatannlæknum sagt upp í Kaupmannahöfn þvi að verkefnum fyrir þá hafði fækkað svo mikið. Á hinum Norðurlöndunum þykja skipulagðar skólatannlækn- ingar sjálfsagður hluti af al- mennri heilsugæslu. 4. Auka þarf fræðslu um tann- skemmdir og varnir gegn þeim á heilsugæslustöðvum. Ekki síst fyrir verðandi mæð- ur og mæður nýfæddra barna. Athugasemd: Þetta þykir sjálfsagður hlutur allstaðar á hinum Norðurlöndunum og hefur verið reynt í litlum mæli hér. 5. Efla þarf tannverndarsjóð og nýta fé hans undir yfirstjórn tannheilsudeildar ráðuneytis- Magnús R. Gíslason „Vid höldum aö hægt sé að útrýma tannskemmd- um með því að gera viö skemmdirnar. Hinar Norðurlandaþjóöirnar hafa aftur á móti lagt aðal áhersluna á fyrir- byggjandi aðgerðir og sýnt fram á aö hægt er meö því móti aö koma í veg fyrir tannskemmd- ins. Ráða þarf tannfræðing til starfa á vegum hans. Athugasemd: Allt frá 1959 hefur Tannlæknafélag íslands annast fræðslu um varnir gegn tannskemmdum, en þeg- ar samningur ríkisins og Tannlæknafélagsins var gerð- ur 1975 var talið eðlilegt að hið opinbera yfirtæki þessa starfsemi og var því settur á stofn tannverndarsjóður. Því miður hefur raunin orðið sú, að síðan hefur fræðslustarf- semin að mestu leyti legið niðri og eina lífsmarkið sem vart hefur orðið við í sam- bandi við sjóðinn er karp um hver eigi að ráða yfir honum. Á þennan hnút verður að höggva. Heyrst hefur sú hugmynd að sameina eigi tannverndarsjóð nýjum sjóði, sem annast mundi fræðslu á öllum sviðum heilsugæslunn- ar. Ég tel að með því móti yrði miðstýringin aukin og mestur tíminn færi í að skipta þeim fjármunum, sem til ráðstöf- unar væru og í að kynna aðil- um, sem lítið hafa kynnt sér varnir gegn tannskemmdum, hvert einstakt atriði. Einnig ber að hafa í huga að fræðsla um varnir gegn tannskemmd- um er mjög sérhæfð. 6. Reyna verður að fá tannfræð- inga til starfa og fá tekna upp kennslu í þeim fræðum í tannlæknadeild HÍ. Athugasemd: Tannfræðingar eru ódýr vinnukraftur sem eru sérhæfðir í vörnum gegn tannskemmdum og hafa all- lengi verið taldir ómissandi á hinum Norðurlöndunum. Ráðuneytið skrifaði háskóla- ráði um þetta mál sl. vetur en ekkert svar hefur borist. Nú þegar tekinn hefur verið í notkun nýr og fullkominn tannlæknaskóli, ætti þetta að vera auðvelt. Reiknað er með að 8 tannlæknar útskrifist árlega og fyrirsjáanleg offjölgun í stéttinni, eins og á hinum Norðurlöndunum. Norðmenn hafa t.d. fækkað árlegum nemendum úr 140 í 100 sem samsvarar að við út- skrifum 5 árlega hjá okkur. Heppilegra væri að fækka tannlæknanemum, en nýta aðstöðuna sem losnaði til að kenna tannfræðingum. Einnig er ónotuð í tannlækna- deildinni fullkomin aðstaða til kennslu í tannsmíði, sem nýta þyrfti. Magnús R. Gíslason er yfírlann- læknir bjá Heilhrigðis- og tryggingaríðuneytinu. Bókagerð og útgáfa er fyrst og fremst menningarstarf — eftir Jón íir Vör Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að samvinna milli rithöfunda og útgefenda ætti að vera meiri og betri en hún nú er og verið hefur. I svo fámennu samfélagi, sem okkar er, ætti þetta að liggja i augum uppi. Þessir áhugamannahópar vinna að hliðstæðum efnum, sem fremur heyra til menningarmála en fjármála og atvinnusviðs, þótt hagsmunamál komi að sjálfsögöu við sögu, eins og allir vita. Ef við viljum gegna með sóma þeim hlut- verkum í þjóðfélaginu, sem við höfum sjálfir valið okkur, ættum við a.m.k. að tala oftar saman en við gerum. Auk sameiginlegra áhugamála ættum við að geta gætt sérhags- muna okkar stétta enn betur en ella, ef við vitum nokkur deili á því sem er á dagskrá hjá báðum hópunum á hverjum tíma. Og kunningjasambönd ættu öllum að vera til góðs. Mér er sagt að bókaútgefendur eigi margir allvegleg húsakynni, bæði fyrir starfsemi sína og fé- lagsstarf. Skyldi þeim aldrei hafa til hugar komið að efna til kynn- inga á væntanlegum bókum eða höfundum þeirra í hópi útgefenda og jafnvel fleiri gesta t.d. bóksala, starfsfólks bókaverslana, að mað- ur nú ekki tali um að efna til kynna á milli höfunda og starfs- manna forlaganna? Gæti það ekki verið góð auglýsingaaðferð i aðal- bókakauptiðinni og á öðrum tím- um? Gæti ekki líka komið til mála að bókaútgefendur efndu til upp- lestrarkvölda í Reykjavik og víðar um landið? Mætti ekki verja til þessa einhverju af auglýsingafé? Áður en ég kem að aðalefni þessa spjalls langar mig til að nefna annað atriði. Á Islandi eru til höfundalög, hafa lengi verið til, og meira að segja nýlega verið endurnýjuð. En ég leyfi mér að fullyrða, að eftir þeim er lítið far- ið. Allir vita að mestur hluti rit- höfundanna eiga undir högg að sækja um að fá bækur sínar út- gefnar. Útgefendur geta með sanni sagt að útgáfa sé happ- drætti. Vegna þessa geta rithöf- undar stundum ekki gert strangar kröfur um að öllum lagakrókum sé fylgt í viðskiptum við útgefendur. Það vill því oft farast fyrir að skriflegir samningar séu gerðir, að höfundar sjái drengskaparyf- irlýsingar prentsmiðjustjóra um bókaupplög og að höfundum berist yfirlit um sölu bóka sinna. Menn þykjast góðir, ef þeir fá vilyrði fyrir útgáfu, jafnvel þótt efndir dragist í nokkur ár og að aðeins hluti fyrirhugaðs upplags sé prentaður eða ekki gerður sölu- hæfur fyrr en seint og síðarmeir, kannski verður það aldrei. Væri hér ekki verkefni fyrir unga og áhugasama bókaútgef- endur að ganga í lið með munað- arlausum rithöfundum og beita sér fyrir því, að höfundalögunum væri fylgt hvað þetta varðar? Jafnvel samtök rithöfunda eiga hér í erfiðleikum. Margir höfund- ar, bæði ungir og grónir í góðum samböndum, eru hræddir við að hreyfa þessum málum. Menningarlegar skyldur við aðrar þjóðir Það eru margar hliðar á starfi rithöfunda og bókaútgefenda. Við þurfum sem einstaklingar og sem hópar að gegna menningarlegum kynningarskyldum gagnvart öðr- um þjóðum, vera sterkur dráttur í því andliti, sem við viljum sýna út- ávið, og um leið til þess að auka sjálfsvirðingu okkar og vera menn með mönnum á alþjóðavettvangi. Island er ferðamannaland og þjóðin er mikið ferðafólk. Þeir sem hingað koma ferðast ekki einungis til þess að sjá sérstæða náttúru, falleg hús, sjá okkur að starfi og kynnast þjóðinni. Útlendingarnir Jón úr Vör vilja líka sjá þess nokkur merki, að við vitum nokkur deili á þeim sjálf- um, landi þeirra og menningu, lífi þeirra og list. Margir fara í minj- agripabúðir og kaupa sauðargærur og póstkort, jafnvel myndabækur. En sumir koma líka í bókabúðir og aðgæta, hvað sé þar til af bókum frá þeirra eigin landi á frummál- um og í þýðingum. Hið sama ger- um við íslendingar, þegar við kom- um til annarra landa. Myndi það ekki gleðja okkur að sjá íslenskar bækur, sjá okkar menn í bókahill- um við hlið frægra rithöfunda ann- arra landa? Þetta gerist varla nema beinlínis sé að því unnið. Og hér eiga höfundarnir sjálfir mjög örðugt með að hafa frumkvæði. Á síðustu áratugum hefur þeim menntamönnum fjölgað erlendis, sem hingað hafa komið að læra málið, bæði til þess að kenna það f sínu heimalandi og til þess að þýða íslenskar bækur. Þessir menn tala stundum um það við okkur rithöf- undana, að starf þeirra sé vonlaust nema þeir hljóti stuðning, bæði frá sínu landi og okkur Islendingum. Af þessu hafa sprottið samtök Norðurlandaþjóðanna í formi bók- menntaverðlauna og bókaþýðinga í sambandi við þau. En í rauninni er þetta hálfkák hvað okkur varðar. Aðeins sumar af þeim bókum, sem kostað hefur verið til þýðinga á, eru prentaðar erlendis og þær sem eru prentaðar eru fæstar í bóka- búðum nema einu landanna i nokkra daga, sjást varla i bóka- söfnum. Undantek að sjálfsögðu þær sem verðlaunin fá það árið. Útgáfur ísl. skáld- rita í erl. þýðingum Hvað gætum við gert? Auðvitað væri það margt. Eitt væri það, að skipuleggja sölu á þýddum íslensk- um bókum fyrst hér heima og síð- an erlendis, en umfram allt að vinna skipulega að útgáfu á ís- lenskum bókum og láta ekki tilvilj- un ráða hvað er valið til þýðinga. Erlendir ferðamenn ættu a.m.k. að geta séð íslenskar bækur í þýðing- um í bókabúðunum hér. Mér er auðvitað ljóst að aðeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.