Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.10.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 41 ienn okkar til þess að koma fram hugsjón- um og baráttumálum flokksins. Fyrir ári voru engir aðrir kostir fyrir hendi. I þeim efnum hafa lítil um- skipti orðið á rúmu ári. En auðvitað megum við aldrei úti- loka af okkar hálfu samstarf við aðra flokka en þann sem við nú störfum með í ríkisstjórn. Og vitaskuld meg- um við aldrei reyra okkur svo fast í nokkru samstarfi að við sitjum þar ósáttir við verk okkar og störf. En það hlýtur þó að vera aðalsmerki okkar í ríkisstjórnarsamstarfi við aðra að stökkva ekki fyrir borð þó ágjöfin sé mikil. Það reynir aldrei meira á Sjálfstæðisflokkinn en ein- mitt á slíkum stundum. Þá skiptir máli að Sjálfstæðisflokkurinn sýni innri styrk sinn og baráttuþrek. Og það munum við gera.“ Stjórnarandstaða Eftir að Þorsteinn Pálsson hafði lokið ræöu sinni og Halldór Blöndal, alþingismaður, sem var formaður stjórnmálanefndar fundarins, gert Jón Magnússon grein fyrir drögum að stjórnmála- ályktun, hófust frjálsar umræður með því að Jón Magnússon, héraðsdómslögmaður, kvaddi sér hljóðs og lagði út af því meginstefi að hann hefði á flokksráðsfundi vorið 1983 verið andvígur því að taka upp stjórnarsamstarf við Framsóknar- flokkinn. Flutti Jón Magnússon stjórnarandstöðuræðu og fann for- ystu flokksins og þó sérstaklega ráðherrum hans flest til foráttu. Taldi Jón ríkisstjórnina öllu trausti rúna, gagnrýndi hann sérstaklega að ráðherrar flokksins hefðu ekki staðið vörð um tjáningarfrelsi með því að koma í veg fyrir lokun frjálsu út- varpsstöðvanna. Sjálfstæðisflokkur- inn stæði ekki vörð um frelsi ein- staklingsins gegn ofstjórn og áþján. Segja má aö Jón Magnússon hafi verið eini ræðumaðurinn á þessum fundi sem lýsti einarðri andstöðu við ríkisstjórnina. En svo bar við að und- ir lok fyrri fundardagsins, síðdegis á laugardeginum, eftir að margir ræðumenn höfðu gagnrýnt Jón og málflutning hans að hann stóð upp að nýju og breytti töluvert um tón- tegund þegar hann sagöi, að hann vildi ekki rjúfa stjórnarsamstarfið núna strax, hins vegar bæri að huga að því hvort ekki væri rétt að efna til kosninga eftir eitt til eitt og hálft ár, en þangaö til bæri að standa að stjórninni áfram. Þessari ræðu sinni lauk Jón Magnússon með þvi að hvetja fundarmenn til þess að standa við bakið á „okkar fólki“ eins og hann orðaði það, en hann vildi minna for- ystumennina á að það væri betra að láta hugsjónir ráða en ráðherrastól- ana. Fjórir ráöherrar Á fundinum töluðu fjórir ráöherr- ar, Ragnhildur Helgadóttir mennta- Ragnhildur Helgadóttir Sverrir Hermannsson Margrét S. Kinarsdóttir málaráðherra, sem ræddi aðallega um málefni Ríkisútvarpsins og frjálst útvarp og lýsti því yfir að hún vildi að afnám ríkiseinokunar á útvarpsrekstri kæmi til fram- kvæmda 1. nóvember 1984. Gagn- rýndi Ragnhildur harkalega frétta- flutning hljóðvarps ríkisins eftir að hann var tekinn upp aftur í verkfall- inu vegna tilmæla útvarpsstarfs- manna, útvarpsráðs, BSRB og sam- kvæmt ákvörðun kjaradeilunefndar. Albert Guðmundsson skýrði gerðir sínar og afstöðu sem fjármálaráð- herra. Hann taldi, að skattbyrði hefði lækkað í ráðherratíð sinni og gerði grein fyrir hugmyndum um sölu á ríkisfyrirtækjum og sagði að hann hefði fallist á, að það væri á valdi einstakra ráðherra að selja fyrirtæki á sínu verksviði. Hann út- skýrði hvers vegna hann gæti ekki selt hlutabréf í Eimskipafélaginu og Flugleiðum án þess að þessi bréf yrðu fyrst metin. Hann sagði, að ver- ið væri að gera rekstrarúttekt á skattstofum og Fasteignamati ríkis- ins og lokið væri úttekt á rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Albert færði rök fyrir því að al- þýðubandalagsmenn stæðu á bak við verkföllin og notuðu þau í pólitiskum tilgangi. Hann gerði grein fyrir við- ræðum sínum við fulltrúa BSRB 24. júlí, daginn eftir að samþykkt var að segja upp launalið kjarasamn- inganna frá 1. sept., en þann sama dag, 24. júií, hefði deilunni verið vís- að til sáttasemjara ríkisins þannig að aldrei hefði gefist neitt tóm fyrir fjármálaráðherra að ræða málin milliliðalaust við fulltrúa BSRB. Albert vísaði í greinargerð Bene- dikts Sigurjónssonar, fyrrum hæsta- réttardómara, vegna útborgunar á launum og taldi þar ekki kveðið fast aö orði um skyldu til að greiða laun eftir að boðað verkfall hefst. Hann Albert Guðmundsson Matthías Á. Mathiesen Eyjólfur Konráð Jónsson gagnrýndi ferð lögreglumanna með kröfuspjöld í einkennisbúningi og á tækjum ríkisins, bifhjólum og bif- reiðum, að Amarhvoli þar sem þeir röðuðu sér upp og kröfðust hærri launa. Hann gerði grein fyrir því hvaða starfsemi á vegum ríkisins hefði verið stöðvuð eða trufluð og taldi að verkfallsnefnd BSRB vildi fá viðurkenningu sem æðsta fram- kvæmdavald í landinu og á hennar vegum hefði sex hundruð manna lið verið skráð til starfa. Á tveimur dög- um hefði þjóðfélagið verið lamað með þeim hætti að í landinu væri ríkisstjórn án valda og verkfalls- nefnd BSRB réði því sem hún vildi. Minnti fjármálaráðherra á fyrir- mælablað til lögreglunnar frá 1977 um að hlýða ekki yfirboðurum sínum fyrr en fengin hefði verið staðfesting á fyrirmælum þeirra hjá verkfalls- nefnd BSRB. Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra sagði að allt tal um kosningar og stjórnarslit væri það heimskuleg- asta sem hann hefði heyrt. Sér hefði ekki þótt neitt árennilegt að fara upp í sæng með Framsóknarmaddöm- unni, en hann yrði að segja um sam- starfsflokkinn nú: „Þetta er ger- breyttur ægtefælle.“ Formanni Sjálf- stæðisflokksins hefði tekist að sveigja Framsóknarmaddömuna til rétts vegar. Þá rakti Sverrir það sem gerst hefði í iðnaðarráðuneytinu í tíð sinni þar og sagði að 5. nóvember næst- komandi yrði nýr álsamningur und- irritaður í Zúrich. Hann myndi gefa okkur 500 milljónir króna á ári i er- lendri mynt í aðra hönd. Sverrir minnti á að raforkuverð hefði verið óbreytt frá 1. ágúst 1983, sem þýddi um 16% raunlækkun orkuverðs og tækist að halda því óbreyttu til 1. ágúst 1985 væri um nær 25% raun- gildislækkun orkuverös að ræða. Þetta hlyti að vera ólítið framlag til kjarasamninga núna eins og hann orðaði það. f ár yrði um 100 milljón króna hagnaður hjá Landsvirkjun. Eftir gerð samninganna við Alusu- isse væri unnt að stækka álverið um 50—100% og selja um 80% af orku- framleiðslu Blönduvirkjunar. Þá væru vonir um að samningar tækjust við Alcan. Allt tal um að nú eigi að hopa á hæl í stjórnarsamstarfinu væri af hinu illa. Nú væri brýnt að ná Al- þýðusambandinu, Verkamannasam- bandinu og BSRB þannig að aðilar settust í samningastellingar, slaka bæri á áflogaspennunni og vinna sig- ur við samningaborðið. Matthías Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra sagði að vöruverð hefði hækkað minna þar sem það hefði verið gefið frjálst. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefði verðlag hækkað almennt um 10% á móti 12% hækkun launa. Frelsi á viðskipta- sviðinu hefði verið aukið. Iðnaðarút- flutningur væri orðinn frjáls. Einka- bankar stæðu nú jafnfætis ríkis- bönkum. Sjálfstæðismenn yrðu alltaf að vera reiðubúnir að fara í kosningar en nú væru þau verk að vinna að óskynsamlegt væri að leggja út í kosningar. Stjórnin hefði starfað í mjög árangursríka 16 mánuði og væri stór skaði ef henni tækist ekki að halda áfram með þær breytingar sem um væri talað að framkvæma. Stjórnarsamstarfið í flestum málum væri þannig að hann væri sannfærð- ur um að sjálfstæðismenn kæmu baráttumálum sínum fram. í sumar hefði verið samið um nýja verkefna- lista og að honum þyrfti að vinna. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefði haldið snilldarlega á málum og því Friðrik Sophusson þyrfti að hrinda í framkvæmd sem um hefði verið samið að hans for- göngu i sumar. Verkfall BSRB Þriggja annarra ræða á fundinum skal getið. Margrét S. Einarsdóttir, fyrrum formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sagðist tala sem formaður í Sjúkraliðafélagi íslands, sem teldi um tæplega tvö þúsund fé- lagsmenn. f verkfallinu hefði hún fylgst náið með því sem væri að ger- ast hjá BSRB. Brýnt væri fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og sjálfstæðismenn að halda vöku sinni í þessum alvar- legu deilum og koma í veg fyrir að slys henti flokkinn. Hún vildi vara við því að litið væri á kjaradeiluna alfarið sem flokkspólitískt mál. Ýms- ir aðilar vildu gera það að pólitísku máli, en það væri hlutverk sjálfstæð- ismanna að fletta ofan af þessum að- ilum. Það væru ekki allt kommúnist- ar sem berðust fyrir kjarabótum. f röðum þessa fólks væri stór hópur sjálfstæðismanna. En margt þeirra segði, að það teldi sig ekki geta hald- ið áfram að styðja Sjálfstæðisflokk- inn eins og deilan hefði þróast. Margrét sagði, að í félagi sjúkra- liða væru byrjunarlaun 12.787 krón- ur, en grunnlaun yrðu hæst 18.177 krónur eftir 16 ára starf. Hún rakti dæmi um konu sem hefði 18.608 krónur í mánaðarlaun með álagi fyrir vaktavinnu, en þar af væru 15.311 krónur grunnlaun. Eftir að skattar og skyldur hefðu verið tekn- ar af laununum, væri hún með 12.000 krónur f útborgun. 6.500 krónur færu í húsaleigu, 1.000 krónur þar að auki í rafmagn og hita, 2.000 krónur í síma, strætisvagna og önnur slík gjöld, þannig að hún hefði i raun 3.500 krónur til ráðstöfunar fyrir mat, hreinlætisvörum og öðru í heil- an mánuð. Sagði Margrét að hún teldi að slíkt fólk þyrfti að fá hærra kaup. Það væri mikilvægt að forystu- menn Sjálfstæðisflokksins töluðu til þessa fólks. Það væri þetta fólk sem hefði samþykkt að fara í verkfall, en vinstri öflin vildu nota sér til fram- dráttar. Þetta fólk skildi að lög væru lög og þætti ekkert sjálfsagt að fá borgað kaup í verkfalli. En aðalatrið- ið væri að sjálfstæðismenn settu ekki bakteríu í þá opnu und sem nú væri við að stríða, þá gæti hún orðið að illkynja meini. Til móts viö fólkið Eyjólfur Konráð Jónsson talaði á sunnudeginum og lýsti þvf m.a. yfir að Margrét S. Einarsdóttir hefði flutt bestu ræðu fundarins. Eyjólfur réðst harkalega á peningamagns- stefnuna og sagði að hún væri fá- ránleg hér á landi, þar sem engir peningar væru í umferð. Hann hvatti til að fundurinn lýsti stuðningi við hina miklu baráttu fyrir yfirráðum á hafsbotnssvæðinu i áttina að Rockall og varðandi Jan Mayen-málið. Eyjólfur sagðist manna lengst hafa fylgst náið með þvi hvernig mál hefðu gengið fyrir sig f Sjálfstæðis- flokknum. f 40 ár hefði hann verið f innsta kjarna flokksins. Eyjólfur taldi mjög brýnt að flokkurinn kæmi nú til móts við fólkið i landinu. Það væri best að gera það með skatta- lækkunum. Nú þyrfti að lækka á okri stjórnvalda og stemma stigu við gripdeild ríkisins. f janúar og febrú- ar 1981 hefði verið unnið að tillögu- gerð á vegum þingflokks Sjálfstæðis- flokksins og það hefði komið i sinn hlut í efri deild alþingis að flytja ræöu sem mótaði stefnuna um það að ríkið slakaði á klónni, eins og þá var sagt. Nú ætti að lækka vöruverð. Það væri það sem fólkið fyndi fyrir. Semja ætti strax og siðan að gera ráðstafanir tii að bæta kjör fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn væri sterkasta aflið í þjóðfélaginu og nú skipti mestu að flokkurinn sýndi frjáls- lyndi og framtak til aö tryggja kjör almennings. Sjávarútvegsmál Á fundinum komu fram þau sjón- armið fulltrúa sjávarútvegsins, að ekki væri nóg að gert fyrir sjávar- útvegsfyrirtæki. I lok fundar á laug- ardag boðaði Einar K. Guðfinnsson frá Bolungarvík fulltrúa frá útgerð- araðilum og sjávarútvegi til sérstaks fundar eftir sjálfan flokksráðsfund- inn til þess að undirbúa tillögugerð fyrir stjórnmálanefndarfund daginn eftir. A sunnudagsmorgni hittist stjórnmálanefndin og fór þá mikill tími í umræður um vanda sjávarút- vegsins og varð að ráði að efnt skyldi til sérstakrar ráðstefnu um þau mál og ekki yrði leitast við að takast á við einstök atriði í sjávarútvegsmálum í stjórnmálaályktuninni sjálfri. í framsöguræðu sem Halldór Blöndal flutti fyrir áliti stjórnmála- nefndarinnar síðdegis á sunnudaginn kom fram að því hefði verið hreyft í nefndinni að setja inn i ályktunina tilmæli um það að menn fengju að nýta sjálfir þann gjaldeyri sem þeir öfluðu með útflutningi og afnumdar yrðu einkaleyfisveitingar f útfiutn- ingi. Taldi Halldór Blöndal nauðsyn- legt að þessi viðhorf yrðu reifuð frek- ar á vettvangi fiokksins áður en þau yrðu borin upp í ályktunarformi. Formadur hylltur Síðastur á mælendaskrá var Frið- rik Sophusson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. Hann taldi verk- efnalista rikisstjórnarinnar sem samþykktur var í sumar merkan áfanga og hrósaði Þorsteini Pálssyni sérstaklega fyrir forgöngu hans í þvf efni. Á landsfundi fyrir tæpu ári hafi verið valin ný forysta í fiokknum. Að kosningu lokinni hefði mikill einhug- ur ríkt innan Sjálfstæðisfiokksins og flokkurinn væri heill og óskiptur. Margir myndu fagna þvf slysi, ef ekki væri sýnd eining og einhugur á þessum flokksráðs- og formanna- fundi. Til þess að staðfesta þessa ein- ingu og þennan einhug bað hann menn um að standa upp og hylla for- mann Sjálfstæðisfiokksins, Þorstein Pálsson. Var undir það tekið með langvinnu lófataki. Við svo búið sleit Þorsteinn Pálsson fundinum. Bj.Bj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.